Morgunblaðið - 22.12.1984, Side 52

Morgunblaðið - 22.12.1984, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 RAFMAGNED FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er þaö kappsmál, að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn um hátíðirnar, vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: 1 2 3 4 5 6 Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfanga- dag og gamlársdag. Forðist, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagns- ofna, hraðsuðukatla, þvottavélar og uþpþvotta- vélar - einkum meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að foröast bruna- og snertihættu. Illa meðfarnar lausar taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Otiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af gerð, sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. í flestum nýrri húsum eru sjálfvör „útsláttar- rofar“ en í eldri húsum eru vartapþar ,,öryggi“. Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum. Helstu stærðir eru: 10 amper Ijós 20-25 amper eldavél 35 amper aðalvör fyrir íbúð. Ef straumlaust verður, skuluð þér gera eftir- farandi ráðstafanir: - Takið straumfrek tæki úr sambandi. - Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð, (t.d. eldavélar eða Ijósa) getið þér sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straumlaus, getið þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. Hafi lekastraumsrofa í töflu leyst úr er rétt að taka öll tæki úr sambandi og reyna að setja lekastraumsrofann inn aftur. Leysi rofinn enn út er nauðsynlegt að kalla til rafvirkja. Tekið er á móti tilkynningum um bilanir ísíma 686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti bilanatilkynningum til kl. 19 í síma 686222. Við flytjum yður beztu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þökk fyrir samstarfið á hinu liðna. a RAFMAG NSVEITA REYKJAVÍKUR _____^ (Geymið auglýsinguna) DÓMKIRKJAN: Barnaguösþjón- usta kl. 11.00. Börn úr Kirkju- skóla dómkirkjunnar sýna helgi- leik undir stjórn sr. Agnesar Sig- uröardóttur. Lúörasveit Laugar- nesskóla leikur undir stjórn Stef- áns Þ. Stephensen. Sr. Agnes M. Siguröardóttir og sr. Hjalti Guö- mundsson. ÁRBÆJARPREST AKALL: Barna- og fjölskylduguösþjón- usta í Safnaðarheimili Árbæjar- sóknar kl. 11.00 árd. Skólakór Árbæjarskóla syngur jólasöngva undir stjórn Áslaugar Bergsteins- dóttur. Tekiö á móti framlögum til Hjálparstofnunar kirkjunnar í Safnaöarheimilinu frá kl. 1—4 e.h. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. ÁSKIRKJA: Barnamessa kl. 11.00. Börnin syngja jólasöngva og leika á hljóöfæri. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPREST AK ALL: Barnaguösþjónusta í Breiö- holtsskóla kl. 11.00. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTADAKIRKJA: Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 2.00. Barnakór — helgileikur. Luciur koma í heimsókn og hljóöfæraleikarar spila jólalög. Almennur söngur. Organleikari Guöni Þ. Guö- mundsson. Sr. Ólafur Skúlason. Jóh. I.: Vitnisburður Jóhannesar. DIGR ANESPREST AK ALL: Barnasamkoma i Safnaöarheim- ilinu viö Bjarnhólastíg kl. 11.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Ög- urstund á aöventu kl. 17.00. Safnaöarprestur og organisti leika saman á cello og orgel i stundarfjóröung á undan. Söng- ur, ritningarlestur og bæn. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Jólabarnasamkoma kl. 11.00. Jólasöngvar — helgileikur — jólasveinn ofl. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Þorláksmessa — kirkjudagur: Kl. 11.00 fjöl- skylduguösþjónusta. Börn úr ÆKHÍ syngja og leika á blást- urshljóöfæri undir stjórn Soffíu Vagnsdóttur og Jóns G. Þórar- inssonar. Börn úr Hlíðaskóla flytja helgileik. Kl. 22.00 jólasöngvar viö kerta- Ijós. Dr. Einar Sigurbjörnsson, prófessor, flytur ræöu. Kirkjukór Háteigskirkju syngur aöventu- og jólasálma. Dr. Orthulf Prunner stjórnar og leikur á orgel. Al- mennur söngur. Prestarnir. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Orgelleikari og ritningarlestur í kirkjunni kl. 14—15. Sr. Guö- mundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Barnaguösþjón- usta í Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguösþjónusta í íþróttahúsi Seljaskólans kl. 10.30. Sóknar- prestur. SELTJARNARNESSÓKN: Jólasamkoma barnanna í sal Tónskólans kl. 11.00. Sr. Guö- mundur Óskar Ólafsson. DÓMKIRKJA KRISTS konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14.00. Rúmhelga daga er messa kl. 18.00 nema á laugardögum kl. 14.00. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11.00. AÐVENTKIRKJAN REYKJAVÍK: Biblíurannsókn í dag, laugardag kl. 9.45 og guösþjónusta kl. 11.00. GARÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. Sr. Bragi Friöriksson. KAPELLA ST. JOSEFSSYSTRA í Garöabœ: Hámessa kl. 14.00. KAPELLA St. Jósefsspítala Hafnarf.: Messa kl. 10.00. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8.00. MOSFELLSPREST AK ALL: Messaö í Viöinesi kl. 16.00. Sóknarprestur. SAFNADARHEIMILI aöventista Selfossi: Biblíurannsókn í dag, laugardag kl. 10.00 og guösþjón- usta kl. 11.00. AÐVENTKIRKJAN Vestmanna- eyjum: Biblíurannsókn kl. 10.00 og guösþjónusta kl. 11.00. AKRANESKIRKJA: Þorláksmessa: Hátiöarsamkoma fyrir börn í kirkjunni og safnaö- arheimilinu kl. 13.30. Guösþjón- usta á sjúkrahúsinu kl. 16.30. Sr. Björn Jónsson. Messur á Þorláksmessu Guðspjall dagsins: Stuðmenn í Sigtúni um hátíðirnar Miðnæturskemmtun á Höfn: Ágóðinn til kaupa á björg- unarbáti HÓPIJR fólks á Höfn í Horna- fírdi hefur tekið sig saman um að halda miðnæturskemmtun í félagsheimilinu Sindrabæ fostu- daginn 28. desember næstkom- andi. Allur aðgangseyrir verður látinn ganga til Björgunarfélags- ins á Höfn til kaupa á björgun- arbáti fyrir björgunarsveitina. Skemmtanir sem þe9si voru haldnar á Höfn í fyrra og hitteð- fyrra og rann aðgangseyririnn þá einnig til líknarmálefna. Arnþór Jónsson, skipuleggjandi skemmt- unarinnar, sagði í samtali við blm. Mbl. að dagskráin yrði fjölbreytt, m.a.: , Ávarp sóknarprestsins, söngur karlakórs og kirkjukórs, tónlistarflutningur nemenda tón- listarskólans, hljómsveitirnar Jassbandið, Haukur Þorvaldsson og félagar og Sitt af hvoru lékju, leikfélagið flytti leik þátt og Einar Bragi skemmtikraftur kæmi fram. Þá yrði spilað bingó og kvenna- deild björgunarsveitarinnar yrði með brauðsölu. Sagði Arnþór að fram kæmi um 100 manns og gæfu allir vinnu sína til þessa verkefnis auk þess sem félagsheimilið feng- ist frítt og fleira í kringum skemmtunina. Skemmtunin hefst klukkan 23,30. Unglingahljómsveitin Stuðmenn hefur tekið skemmtistaðinn Sig- tún við Suðurlandsbraut í Reykja- vík á leigu yfir hátíðirnar og hyggst standa þar fyrir dans- leikjum og skemmtanahaldi. Ekki er seinna vænna að skemmta sér í Sigtúni, því eftir áramótin verður aðalsal hússins breytt í teppaversl- un. Jakob Magnússon Stuðmaður sagði blaðamanni Mbl., að í raun væri búið að búa til nýjan skemmtistað. „Við fengum lið málara, smiða og listamanna til að breyta salnum, sem nú er orð- inn trópískur og mjög frumlegur eftir hugmyndum listamannanna og hljóðfæraleikaranna í hljóm- sveitinni Oxsmá," sagði Jakob. „Þar er m.a. verið að koma upp visi að Poppminjasafni íslands og meðal þess, sem verður til sýnis þar um hátíðirnar eru kjuðarnir, sem Ringo Starr spilaði með í Atlavík, gítarnöglin, sem Gunnar Þórðarson spilaði með „Bláu aug- un þín“, stjörnustígvél Péturs Kristjánssonar og fleiri merkar flíkur úr poppsögunni." Stuðmenn og Oxsmá munu skemmta í Sigtúni fram að ára- mótum öll kvöld nema aðfanga- dagskvöld, jóladagskvöld og kvöld- ið fyrir gamlársdag. Á nýársnótt verður útvarpað beint úr Sigtúni um allt land, þar sem Stuðmenn, Oxsmá, Ragnhildur Gísladóttir, Diddú, Rúnar Georgsson, Kristinn Sigmundsson og fleiri skemmta gestum og „landsmönnum öllum í hátíðarskapi," eins og Jakob orð- aði það. Mbl. / Júlfus. Unglingahljómsveitirnar Stuðmenn og Oxsmá, sem standa fyrir skemmtana- haldi í Sigtúni um hátíðirnar. Þaðan verður útvarpað á nýársnótt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.