Morgunblaðið - 22.12.1984, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 22.12.1984, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 55 íþróttasamband íslands og íþróttablaðið tilkynntu í hófi A fimmtudaginn nöfn þeirra 18 íþróttamanna sem útnefndir höfðu verið íþróttamenn ársins 1984 í sinni íþróttagrein. Þetta er í 12. sinn sem þessi útnefn- ing fer fram og veitti Frjálst framtak veglega bikara sigur- vegurunum til handa. Meðfylgjandi mynd var tekin af íþróttafólkinu viö þetta tæki- færi, en þau eru, taliö frá vinstri: Einar Þorvaröarson, handknatt- leiksmaöur ársins, Siguröur Pét- ursson, golfmaöur ársins, Jón Árnason, blakmaöur ársins, Bjarni Sigurösson, knattspyrnu- maöur ársins, Hulda Ólafsdóttir fimleikamaöur ársins, Bjarni Friöriksson, júdómaöur ársins. Jónas Óskarsson, íþróttamaöur ársins úr rööum fatlaöra, Broddi Kristjánsson, badmintonmaöur ársins, , Tómas Guöjónsson, borötennismaöur ársins, Jón Ólafur Pétursson, siglingamaöur ársins, Carl J. Eiríksson, skot- maöur ársins og Eðvarö Þ. Eö- varösson, sundmaður ársins. A myndina vantar Pétur Yngvason, glímumann ársins, Einar Vil- hjálmsson, frjálsíþróttamann árs- ins, Val Ingimundarson, körfu- knattleiksmann ársins, Kára Elís- son, lyftingamann ársins, og Ein- ar Ólafsson, skíðamann ársins. Einnig vantar Gunnlaug Jónas- son en hann var kosinn siglinga- maöur ársins ásamt féiaga sín- um, Jóni Ólafi, en þeir félagar keppa á tveggja manna bátum. Naumur sigur KR KR-INGAR unnu nauman sigur á ÍS, 73—72, í úrvalsdeildinni ( körfubolta í gærkvöldi. í hálfleik var staðan 39—38 fyrir KR. Dóm- aramistök urðu stúdentum dýr- keypt, Siguröur Valur dæmdi leiktöf á stúdenta eftir 23 sek- úndna sókn er 53 sekúndur voru til leiksloka, en þá voru stúdentar yfir 72—71. Leikurinn var jafn og spennandi lengst af, en sveiflukenndur á köfl- um. Um miöjan fyrri hálfleik náöu KR-ingar 9 stiga forskoti, 29—20, en stuttu seinna var staöan 34—32 fyrir ÍS. Enn meiri barátta færöist í leikinn í seinni hálfleik er liöin skiptust meira á forystu. Stúdentar náöu sex stiga forystu, 69—62 er 4 mín. voru eftir, en KR-ingar jöfnuöu, 68—68, mínútu seinna, og eftir þaö var spennan í algleymingi. KR-ingar voru ekki eins sann- færandi og svo oft áöur, vörnin slök í fyrri hálfleik og hittnin ekki upp á þaö bezta í seinni hálfleik, en þá batnaöi vörnin. Beztir hjá KR voru Matthías, Ólafur og Þor- steinn. Stúdentar léku góöa vörn lengst af, en geröu of mikiö af villum und- ir lok leiksins og köstuöu þannig frá sér tækifæri til aö sigra. Árni Guömunds, Valdimar Guölaugs og Guömundur Jóhannsson voru langbeztir stúdenta. Stig KR: Ólafur Guömundsson 19, Matthias Einarsson 15, Þor- steinn Gunnarsson 15, Ástþór Ingason 12, Guöni Guöna 10 og Birgir Jóhanns 2. Stig ÍS: Árni Guömunds 18, Guömundur Jóhanns 17, Valdimar Guölaugs 17, Ragnar Bjartmars 12, Helgi Gústafs 4, Ágúst 2 og Eiríkur Jóhanns 2. — ágás. Stórmót í snooker STÓRMÓT í snooker verður haldið ( Billiardstofunni Ballskák í Ármúla 19, dagana 28., 29. og 30. þ.m. Skráningu lýkur þann 27. des. Peninga- verölaun eru í boði. Villibráðinni er snúið yfir glóðinni — SHARP örhylíijuofn með snúningsdiski gerir það líka. Þessi tækni gerir SHARP örbylgjuofn að mest selda örbylgjuofni í heimi. Verö á jólaafslætti — frá kr. 12300.- Hafir þú lítinn tíma, eða leiðist að standa lengi yfir matargerð er örbylgjuofninn frá SHARP svarið: Með örbylgjuhitun tekur örstund að hita, sjóða eða steikja matinn án þess að bragð eða ilmefni tapi sér Snúningsdiskur í ofninum tryggir jafna hitun. Sjálfvirk tölvustilling ákveður eldunaraðferð þar sem hægt er að samtengja fleiri eldunarstig. HLJÖMBÆR HLJOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SIMI 25999 Komid þið sæl krakkar! Nú er loksins hægt að stofna jóla- lúðrasveitina. Við Hreinn höfum æft okkur mikið á Fisher Price lúðrana. Vinninosnúmer 180454 156509 158167 34362 196592 132724 216846 217897 160762 129454 94395 134239 140901 117478 159065 118626 128433 154107 167900 171347 42898 159955 Upplýsingar um afhendingu vinn- inga eru gefnar hjá SÁÁ i síma 91-82399. Ps. Síðasti möguleiki til að borga miða — og vinna Toyotu — er á mánudag, fyrir hádegi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.