Morgunblaðið - 15.01.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.01.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 Syæðamótið í Gausdal: Larsen og Agdestein eru jafnir í efsta sæti Margeir í 3.—4. sæti Enn mistókst að velta Sæbjörginni Htifn f Honuflrtii, II. janfur. í DAG mistókst önnur tilraun Björgunarfélagsins á Höfn til að velta loðnuskipinu Sæbjörgu frá Vestmannaeyjum yfir á bak- borðshliðina en hún liggur á stjórnborðshlið á strandstað skammt frá Stokksnesi. Björgunarmenn toguðu í skip- ið með þremur jarðýtum, vél- skóflu og dráttarbíl en vírarnir slitnuðu þegar skipið skorðaðist á skerinu sem það strandaði á en var þá komið í lóðrétta stöðu. í fyrramálið er fyrirhugað að sprengja burt klöppina sem er fyrir skipinu og reyna aftur að velta því, þrátt fyrir að skipið hafi lagst dýpra en áður þegar vírarnir slitnuðu i dag. Tryggingamiðstöðin gaf Björg- unarfélaginu á Höfn Sæbjörgu, þegar vonlaust þótti um björgun hennar, og ætla heimamenn að reyna að ná vélum og öðrum tækjum úr skipinu en til þess þarf að velta því yfir á hina hlið- ina. Mikill hugur er í mönnum þrátt fyrir að það hafi enn ekki tekist og gefa menn óspart vinnu sína og tækjavinnu, öðruvísi væri þetta ekki hægt. — Haukur. Saltfiskur fluttur út fyr- ir 3,2 milljarða í fyrra — samdráttur á öllum mörkuðum nema á Spáni vegna minni afla NÍUNDA umferðin var tefld í gær á svæðamóti Norðurlanda í Gausdal í Noregi, og skýrðust línur nokkuð í því jafna móti. Úrslit urðu: Margeir Pétursson vann Moen, Larsen vann Östenstad, Agdestein vann Hansen, Yrjola vann Ernst, jafntefli gerðu Helgi Ólafsson og Vesterinen, Jó- hann Hjartarson og Schiissler. Margeir vann öruggan sigur á BÚR og ísbjöminn: Vinnsla hefst f lok janúar VINNSLA í fiskiðjuveri Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur og ísbirninum, stærstu fiskverkendunum f Reykja- vík hefst að öllum líkindum í síðustu viku þessa mánaðar. Vinna hefur nú legið niðri frá því fyrir jól vegna hrá- efnisskorts. Skip þessara fyrirtækja halda til veiða í næstu viku. Jón Ingvarsson, framkvæmda- stjóri ísbjarnarins, sagði f samtali við Morgunblaðið, að Asþór færi út á þriðjudag og Ásgeir síðar í vik- unni. Ástæða þess, að skipin hefðu ekki verið að veiðum síðan fyrir jól, væri sú, að samkvæmt samningum við sjómenn mættu minni togar- arnir ekki vera á veiðum yfir jól eða áramót. Þess vegna hefði annar togari ísbjarnarins siglt milli jóla og nýárs eins og leyfilegt væri sam- kvæmt þessum samningum. Síðan hefði tíminn verið notaður til ým- issa lagfæringa. Þá væri þriðji tog- ari fyrirtækisins í vélarskiptum á Akranesi. Bjarni Thors, útgerðarstjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að skip BÚR, Jón Baldvinsson, Ottó N. Þorláksson og Hjörleifur, héldu til veiða í næstu viku. Vinna gæti því hafizt í fiskiðjuverinu síðustu viku þessa mánaðar. Moen, og sömuleiðis unnu Larsen og Yrjola sínar skákir örugglega. Hansen lék illa af sér í góðri stöðu gegn Agdestein og þar með eru vonir hans að engu orðnar. Jóhann reyndi mikið til að vinna Schussl- er, en Svíinn tefldi af miklu öryggi eins og hans er von og vísa og hélt jafntefli. Helgi náði betra tafli í byrjun gegn Vesterinen, en sást yfir snjalla leið Finnans og átti heldur lakari stöðu, þegar jafn- tefli var samið. Taflmennskan í þessari umferð bar þess merki, að keppendur hafa enn engan frídag fengið. Menn tefldu hratt og áttu erfitt með að einbeita sér. Staðan, þegar tvær umferðir eru eftir, er þessi: 1.—2. Larsen og Agdestein, 6 vinninga. 3.-4. Margeir Péturs- son og Schussler, 5V4 v. 5.-7. Jó- hann Hjartarson, Helgi Ólafsson og Östenstad, 5 v. 8. Ernst, 4 'k v. 9.—10. Hansen og Vesterinen, 4 v. 11. Yrjola, 3 v. 12. Moen, 'k v. í dag tefla saman í 10. umferð: Agdestein — Yrjola, Moen — Hansen, Schússler — Margeir, Vesterinen — Jóhann, Larsen — Helgi og Östenstad — Ernst. SALTFISKUR var á síðasta ári fluttur út fyrir 3,2 milljarða króna miðað við gengið eins og það er nú. Mest var selt til Portúgal, eða fyrir 1,4 milljarða, og Spánar, fyrir 770 milljónir króna. Samdráttur varð í salt- fiskframleiðslunni í fyrra, en í fyrra var flutt út 42.441 tonn af saltfiski á móti 48 þúsund tonn- um árið 1983 og 57.840 tonnum árið 1982. í fyrra varð þó aukning í út- flutningi á blautfiski til eins lands, Spánar. Þangað voru í fyrra flutt út 9.131 tonn, en 8.148 tonn árið á undan. Til Portúgal voru í fyrra flutt út 18.564 tonn af blautfiski, 24.523 tonn árið 1983 og 36.704 tonn ár- ið 1982. Útflutningurinn til Spánar í fyrra var eingöngu tandurfiskur, en framleiðsla hófst á þeirri tegund fyrir rösku ári og hefur verið mjög vel tekið á Spáni. Á síðasta ári var þurrfiskur í fyrsta skipti fluttur út til þriggja landa, þ.e. Bretlands, V-Þýzkalands og Kongó. Morgunbladid/Júlíus Olvaður maður ók á ljósastaur eftir að hafa ekið á leigubifreið, og stungið af ÖLVAÐUR ökumaóur ók i leigu- bifreió á BreióholLsbraut aðfara- nótt sunnudagsins, ók á brott á ofsahraða og hafnaði skömmu síð- ar á Ijósastaur á Arnarbakka. Maðurinn gereyðilagði bifreið sína og verður að teljast mikil mildi að hann skuli ekki hafa stórslasast. Hlaut minni háttar áverka. Eftir áreksturinn á Breið- holtsbraut freistaði ökumaður leigubifreiðarinnar að elta manninn uppi, en gafst fljótlega upp á því vegna ofsaakstur hins ölvaða ökumanns. Þess í stað lét hann kalla lögregluna á vett- vang, en hann hafði náð ein- kennisnúmeri bifreiðarinnar. Hinn ölvaði ökumaður hafði ekið á ljósastaur í Arnarbakka þegar lögreglan kom á vettvang. Fiat- bifreið hans er gerónýt. Þingmannasamtök um heimsskipulag — undir forsæti Ólafs R. Grímssonar, varaþingmanns ÞINGMANNASAMTÖK um heimsskipulag eða Parliamentarians for World Order eins og þau nefnast á ensku lúta nú forsæti Ólafs R. Grímssonar, varaþingmanns Alþýðubandalagsins. í lögum sam- takanna segir, að þau vilji stuðla að heimsfriði fyrir tilstilli skuld- bindandi alheimslöggjafar er nái til allra þjóða heims í einu samfé- lagi. Samtökin hafa aðsetur í New York. Ólafur R. Grímsson var nýlega kjörinn forseti og formaður fram- kvæmdanefndar Þingmannasam- taka um heimsskipulag. Áður var hann formaður fulltrúaráðs þeirra. í kynningarbæklingum um samtökin, sem Morgunblaðinu hafa borist, segir, að félagar í samtökunum séu 650 og komi frá 31 landi. Þingmenn og varaþing- menn sem setið hafa að minnsta kosti einu sinni á þingi á yfir- standandi kjörtímabili geta gerst félagar í samtökunum. Níu ís- lenskir þingmenn og varaþing- menn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum og Fram- sóknarflokknum eru sagðir félag- ar í samtökunum. Samtökin beita sér á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna, þau eiga að starfa sem þrýstihópur í heimalöndum félaganna og frum- kvæðisaðili í þróunar- og afvopn- unarmálum. 1982 gáfu þau út ákall í þágu lífs á jörðu, sem margir þingmenn, þeirra á meðal íslenskir, hafa undirritað. Þá beittu þau sér fyrir fimm-álfa frumkvæði í friðarmálum í sam- vinnu við stjórnarleiðtoga í sex ríkjum. Þingmannasamtökin njóta fjár- stuönings fyrirtækja og sjóða, KARL Þorsteins sigraði á helgar- skákmótinu, sem fram fór í Kópavogi um helgina. Karl hlaut 6'/2 vinning af 7 mögulegum. Aðeins Kristján Guð- mundsson, liðsstjóri íslenzku skák- sveitarinnar á Olympíuleikunum í Grikklandi á dögunum, náði jafntefli gegn Karli. Hinn ungi og efnilegi Þröstur Þórhallsson hafnaði í öðru sæti. Þessi 16 ára gamli skákmaður lagði einkum kanadískra, en uppruna þeirra má að verulegu leyti rekja til Kanadamanna, sem hafa áhuga á að mynda bandaríki eða sam- bandsríki allra þjóða heims, enda afsali þær sér nokkru af sjálfs- ákvörðunarrétti sínum til öflugrar alþjóðastofnunar er haldi uppi friðargæslu með eigin herafla og stuðli að sáttum með aðstoð dómstóla og gerðardóma. (Sjá nánar miðopnu Morgunblaðs- ins í dag.) kunna skákmenn og kom verulega á ovart. Hann hlaut 6 vinninga. Haukur Angantýsson og Kristján Guðmundsson hlutu 5‘A vinning og 5 vinninga hlutu Sævar Bjarnason, Halldór G. Einarsson, Magnús Sól- mundarson og Hannes Hlífar Stef- ánsson. Ólöf Þráinsdóttir hlaut kvennaverðlaun mótsins, Gunnar Gunnarsson öldungaverðlaunin og Hannes Hlifar unglingaverðlaun. Helgarskákmótið í Kópavogi: Karl Þorsteins varð hlutskarpastur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.