Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 19
skuldir v/sjávarútvegsins er ein- ungis 16% af öllum erlendum skuldum landsmanna og sú tala væri enn lægri, ef íslensk-smíðuðu vandamálaskipin væru undanskil- in. Hagræðing og tæknivæðing í fiskvinnslunni gengur hægt vegna þess að tími stjórnendanna („yfir- rukkaranna") fer í reddingar frá degi til dags, í stað þess að vinna að aukinni verðmætasköpun, slík eru rekstrarskilyrðin. Sjávarútvegsfjölskyldan taki höndum saman Sjávarútvegsfjölskyldan þ.e. sjómenn, fiskvinnslufólk, útgerð- armenn og fiskverkendur, enda flestir upprunnir úr sama jarðveg- inum, verður að taka höndum saman, og fá leiðréttingu á þeim kjörum sem hún býr við. Ætli mikið fiskaðist ef einungis væri róið frá mánudegi til föstudags frá morgni til kvölds? Ætli mikið yrði framleitt í fiskvinnslustöðv- unum ef afköst væru léleg? Svarið er nei. Fólk í sjávarútvegi vinnur við erfið skilyrði miðað við marg- ar aðrar stéttir, og launin eru einnig þau lægstu sem þekkjast, því sjávarútvegurinn hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun. Sjávarútvegurinn hefur verið ruslakista, þ.e. senda hann eða hana í fiskvinnslu eða á sjóinn. Þessu verður að breyta. Skapa verður skilyrði til þess að ungt og dugandi fólk sækist eftir störfum við fiskvinnu og sjómennsku, þá fyrst verður hægt að auka fram- leiðsluverðmætið frá því sem nú er, enda er mikið í húfi, þar sem um 75% af gjaldeyrisöflun þjóðar- innar kemur frá sjávarútveginum. Taprekstur verður að stöðva Það er einungis tímaspursmál hve lengi er hægt að reka sjávar- jafnan verið — og er enn — hið sama, stutt og laggott: „Það er ekki hægt“. Og viti menn! Hér eru verkalýðsforingjar og stjórnmála- menn sammála. Sterkir og að- gangsharðir aðilar í verkalýðs- stétt, margir hálaunamenn, spyrna við fótum og segja nei — og verkalýðsforustan lúffar. Rík- isstjórnir, sem hver eftir aðra grípa beint og óbeint inn i al- menna kjarasamninga, þora hér hvorki né vilja hreyfa hönd né fót. Þetta virðist fullreynt: „Það er ekki hægt.“ Núverandi ríkisstjórn skorti hinsvegar ekki kjarkinn til þess, í upphafi starfsferil.s síns, að afnema frjálsan samningsrétt — MEÐ LÖG- UM: Hún hafði líka kjark til að kippa vísitölunni úr sambandi, banna verðtryggingu launa — MEÐ LOGUM, á meðan verðtryggðar lánaskuldbindingar gengu sinn gang. — Það var vel hægt. Engin ríkisstjórn grípur til slíkra óyndisúrræða að gamni sínu eða af ótuktarhætti. Hér kom til ill nauðsyn, sem þjóðin virtist skilja, svo að hún lét sig hafa það, þótt hart væri að gengið um sinn. Því hefði mátt ætla, að þessi sama ríkisstjórn mæti við launafólk í landinu þann skilning og þá ábyrgð, sem það sýndi gagnvart þessum harkalegu lögboðnu ráð- stöfunum, sem það auðvitað naut sjálft góðs af í stórlækkaðri verð- bólgu, stöðugra verðlagi. — Því miður hefir allt annað komið á daginn. Hrópað á þjóðarsátt Og nú glottir verðbólgudraugur- inn afturgenginn við okkur á ný. Eftir er að vita, hvemig til tekst að fá þjóðina aftur til að „samein- ast í sjálfviljugu átaki" til að hrekja hann aftur af hólmi. Von- um það besta, þótt ýmsar óvæntar uppákomur kunni að torvelda þá viðureign. Eða hvað eigum við að halda: Á sama tíma og formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, réttilega leggur áherslu á að taka verði til rækilegrar athug- unar tekjuskiptingu í landinu og MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANtJAR 1985 19 útvegsfyrirtækin með tapi. Til úr- bóta eru tvær leiðir: 1. Sjávarútvegurinn ráði meiru en nú er um verðmyndunina til að hægt sé að sýna gróða, en gróði er nauðsynlegur til að halda velli bæði á erlendum mörkuð- um og hér heima. 2. Sjávarútvegurinn versli sjálfur með sinn gjaldeyri, þ.e. afkoman sé tryggð fyrst, áður en gjald- eyrinum er eytt, án íhlutunar opinberra aðila. Hagkvæmni sjávarút- vegs verður að ráða Hér hefur aðeins verið tæpt á fáum atriðum varðandi sjávarút- veg. Yfirbyggingin I þjóðfélaginu er allt of mikil, hagkvæmnissjón- armiðið verður að ráða og meta verður hverju þjóðin hefur efni á og hverju ekki. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að halda uppi menningar- og ýmissi starfsemi á borð við stórþjóðir, sem nú er haldið uppi af hinu opinbera. Eigi er hægt að eyða meiru en aflað er, því tekjur verða að ná fyrir gjöld- um. Vonlaust er að hirða meira af sjávarútveginum en gert hefur verið. Það verður að skila því sem sjávarútvegi ber áður en eignar- réttur sjávarútvegsins flyst alfar- ið yfir á opinbera aðila. Allt of margir lifa af verslun og opinberri þjónustu sbr. að innflutningsaðil- ar eru nálægt 600 en útflutnings- aðilar eru 10—15 sem eitthvað kveður að í landinu. Spurningin er hvar liggur gróðinn? Hann liggur í verslunar-höllum, einkafjárfest- ingu og í arðlausum opinberum fjárfestingum. Þessari þróun verður að snúa við. Sjávarútvegur- inn verður að fá skilyrði til að sýna gróða og halda áfram að afla gjaldeyris, annars stöðvast allt at- vinnulíf i landinu. hlutdeild hinna ýmsu starfsstétta í afrakstri þjóðarbúsins, á sama tíma og hrópað er á þjóðarsátt um þessi grundvallaratriði, þá birtist okkur á sjónvarpsskerminum brosleitur flokksbróðir, Benedikt Blöndal lögmaður, formaður Kjaradóms og tilkynnir, að laun æðstu embættismanna ríkisins skuli hækka um 25% að meðaltali. Skyldu alþingismenn, sem fengu 37% hækkun í sinn hlut, ekki telja sig hólpna nú, eftir að hafa smeygt sér undan þeirri ábyrgð að ákvarða laun sín sjálfir sam- kvæmt gamalli þinghefð, sem úr gildi var numin fyrir nokkrum ár- um — af Alþingi. Örskammt er síðan þjóðfélagið lamaðist í harðvítugum verkfalls- átökum um prósent fyrir prósent til handa láglaunafólki innan BSRB og fjármálaráðherra, Al- bert Guðmundsson, vinur litla mannsins, barði sér á brjóst og sagði: Elsku vinir, það eru engir peningar til. Bjartsýnin lengi lifi! Um þennan úrskurð Kjaradóms er best að hafa sem fæst orð. Ætli nokkrum þurfi að blandast hugur um, að ríkisstjórn gefur haft — og hefir þarna haft hönd í bagga? — Hvílík firna seinheppni hjá þessum blessuðum mönnum og glámskyggni á allar aðstæður í þjóðfélaginu. Ætli það sé enn inni I breyttum lögum um Kjaradóm, ákvæðið um, að dómendur hans skuli við ákvörðun launa hafa hliðsjón af „afkomumöguleikum þjóðarbús- ins?“ — „Það eru engir peningar til“ — segir Albert, liklega bjart- sýnni en margur annar um bættan þjóðarhag á nýja árinu og frið og sættir á vinnumarkaðnum. — Bjartsýnin lengi lifi. Eitt er víst, að mörgum sjálf- stæðismanninum er þungt fyrir brjósti þessa dagana. Ekki aðeins vegna flokksins síns, sem einu sinni starfaði undir kjörorðinu „stétt með stétt", heldur vegna þess, að hagur alþjóðar er hér í húfi. Sigurlaug Bjarnadóttir er mennta- skólakennari og fyrrverandi al- þingismaður. Sjávarútvegur í sjálfheldu Mörg fyrirtæki í sjávarútvegi eru í dauðateygjunum, þar sem gróði er bannorð. Tímabundin stöðvun frystihúsanna í stærstu verstöð landsins Vestmannaeyjum á sl. hausti er staðfesting á að rekstrargrundvöllinn vantaði og vantar enn, þó lítillega hafi birt yfir, ekki þýðir að loka stærri fyrirtækjunum, því fjöldi fólks vinnur hjá þeim. Eignaréttur eða þjóðnýting Sífellt fleiri fyrirtæki í eigu ein- staklinga hætta rekstri í sjávar- útvegi, þar sem fjármunir mynd- ast ekki til eðlilegs viðhalds og endurnýjunar, má þar nefna Freyju hf., Suðureyri, ísstöðina hf., Garði, Þ. Óskarsson hf., Akra- nesi og íshús Hafnarfjarðar hf. í öllum þessum fyrirtækjum störf- uðu dugmiklir athafnamenn, sem hafa gefist upp eða selt fyrirtækin vegna slæmra skilyrða síðustu ár- in. Margir afburða aflamenn hafa hætt útgerð stærri báta og skipt yfir í útgerð smábáta með lítilli áhættu. Þrátt fyrir góðan afla stærri báta þá hefur afkoman ekki leyft neitt fyrirbyggjandi viðhald, svo ekki sé talað um vélarskipti eða breytingar. Þeir aflamenn, sem hafa farið út í breytingar hafa misst þar með allt sitt eigið fjármagn í skipunum, því gróði er bannorð. Einstaklingar hverfa úr rekstri Með sama áframhaldi flyst rekstur sjávarútvegsfyrirtækja úr höndum einstaklinga yfir á félags- útgerðir og bæjarútgerðir. Er það framtíðarlausn sé litið til bæjar- útgerðanna í Reykjavík og Hafn- arfirði? Dæmi hver sem vill. Hilmar Yiktorsson er viðskipta- fræðingur og útgerðartæknir og starfar hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Grein þessi birtist áður að stofni til í Fiskfréttum en hefur verið breytt nokkuð og aukið við hana. Frumsyning a Norðurlöndum ð&ut Sími 78900 Stjömukappinn (The Last Starfighter) Splunkuný, stórskemmtileg og jafnframt bráöfjörug mynd um ungan mann meö mikla framtíöardrauma. Skyndilega er hann kallaður á brott eftir aö hafa unnið stórsigur í hinu erfiða video-spili „Starfighter". Frábær mynd sem frumsýnd var í London nú um jólin. Aöalhlutverk: Lance Guest, Dan O’Herlihy, Catherine Mary Stewart, Robert Preston. Sýnd kl. 5, 7, 9,11. Hækkaö verö. MYNDIN ER í DOLBY STEREO OG SÝND í 4RA RÁSA STARSCOPE STEREO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.