Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 Mjólkursamsalan í Reykjavík 50 ára Nýbygging samsölunnar á Bitruhálsi. Þetta er líka liðinn timi. Morgunbla»i»/Bjarni Mjólkurpökkun í dag. Úr ísgerð MS. „BrotiÖ blaö í sögu landbúnaðar“ MJÓLKURSAMSALAN í Reykjavík á hálfrar aldar afmæli í dag. Hún var stofnuð hinn 15. janúar árið 1935 á grundvelli afurðasölulaganna. í dag er Mjólkursamsalan umfangsmikið og öflugt fyrirtæki, sem hefur 254 starfsmenn í þjónustu sinni og framleiðir fjölbreytt úrval af mjólkurvörum fyrir svæði, sem telur um 150 þúsund íbúa. Mjólkursamsalan sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu með ágripi af sögu fyrirtækisins vegna þessara tímamóta: Skipulagsleysi og ringulreið Mjólkursamsalan var stofnuð vegna þess, að algjört skipulags- leysi og ringulreið ríkti í mjólk- ursölumálum á höfuðborgarsvæð- inu. í kringum 1930 verður þróun mjólkuriðnaðar ör hér á landi. Mjólkurframleiðslan eykst hröð- um skrefum í nálægum sveitum við Reykjavík og Hafnarfjörð og einnig í sýslunum austanfjalls og vestan Hvalfjarðar. Mjólkurfélag Reykjavíkur hafði rekið mjólk- urstöð í bænum síðan árið 1920. Mjólkurbú Thors Jensen á Korp- úlfsstöðum tók til starfa 1930. Mjólkurbú Flóamanna hóf starf 1929 og Mjólkurbú Ölfusinga 1930. Og þróunin heldur áfram. Kaupfé- lag Borgfirðinga hefur forgöngu um stofnun mjólkursamlags 1932. Á Akranesi er stofnað mjólkurbú 1935 og í Hafnarfirði 1936. Hér voru sem sagt komin á fót sjö mjólkurbú, sem öll reyndu að selja mjólk og mjólkurvörur í Reykjavík og Hafnarfirði. Sam- keppnin var geysihörð, og bændur fengu sífellt lægra verð fyrir mjólkina, þar sem undirboð voru tíð og dreifingarkostnaður óeðli- lega hár. Útsölustaðir fyrir mjólk voru yfir hundrað í Reykjavík, enda þótt íbúar höfuðstaðarins væru ekki nema um 30 þúsund. Mjólkurbúin uröu hvert um sig að hafa sínar eigin búðir við hliðina á búðum kaupmanna og bakara, ef þau vildu ekki láta ýta sér út af markaðnum. Algengt var að þrjár eða fjórar mjólkurbúðir væru hver í grennd við aðra, á sama götu- horni eða litlum götuspotta. Flestum var ljóst, að við svo bú- ið mátti ekki standa. Skipulags var þörf, ef hinn ungi mjólkuriðn- aður átti að eiga sér einhverja framtíð. Brotið blað í sögu landbúnaðar Hugmyndin að stofnun mjólk- ursamsölu átti sér nokkurn að- draganda. Mjólkurbandalag Suð- urlands var stofnað 16. marz 1930 af þeim búum, sem mestra hags- muna áttu að gæta á Reykjavík- urmarkaðinum en þau voru: Mjólkurfélag Reykjavíkur, Mjólk- urbú Thors Jensen á Korpúlfs- stöðum, Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkurbú Ölfusinga. En ólíkir hagsmunir þessara aðila toguðust á, svo að samkomulag náðist ekki um neinar aðgerðir. Þó fékk bandalagið því framgengt, að frumvarp um gerilsneyðingar- skyldu og fleira var flutt á Alþingi 1932 og síðan aftur 1933. Fyrsti flutningsmaður síðara frumvarpsins var óiafur Thors, en aðeins ein grein úr frumvarpi hans fékkst samþykkt. Það var ákvæðið um gerilsneyðingarskyld- una, sem kom þó ekki til fram- kvæmda fyrr en síðar. Að afloknum kosningum 1934 var mynduð ríkisstjórn Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins undir forsæti Hermanns Jón- assonar. Þessi ríkisstjórn gekk jafnan undir nafninu „Stjórn hinna vinnandi stétta" og hún samdi fyrsta skriflega stjórnar- sáttmálann, sem gerður var á ís- landi. Á honum voru fjórtán mál og tókst að hrinda þeim nálega öllum í framkvæmd. Tvö þeirra ber hæst: Afurðalögin, sem Fram- sóknarflokkurinn stóð fyrir og al- mannatryggingarnar, sem voru baráttumál Alþýðuflokksins. Með setningu afurðasölulag- anna var brotið blað í sögu ís- lensks landbúnaðar. Þau voru við- urkenning þjóöfélagsins á gildi landbúnaðar, án tillits til þess hvar hinn einstaki framleiðandi var í sveit settur. Á grundvelli þeirra risu brátt blómleg fyrirtæki til ómetanlegs gagns fyrir framleiðendur og neytendur og öflugast þeirra varð Mjólkursamsalan í Reykjavík. Átti að duga til aldamóta Árið 1920 byggði Mjólkurfélag Reykjavíkur fyrsta mjólkursam- lag landsins viö Lindargötu 14. Það var óðara orðið of lítið og þá reisti félagið nýja mjólkurstöð við Snorrabraut 54. Mjólkursamlag Kjalarnesþings varð eigandi þess- arar nýju mjólkurstöðvar 1. apríl 1936, en síðan var hún tekin leigu- námi til notkunar fyrir Mjólkur- samsöluna, sem fljótlega keyp,ti hana og hafði þar starfsemi sína í fjórtán ár. Árið 1939 var tekin ákvörðun um að byggja nýja mjólkurstöð en framkvæmdir drógust þar til haustið 1942. Bæjaryfirvöld höfðu úthlutað Samsölunni lóð við Laugaveg 162, og sjö árum síðar var ný mjólkurstöð risin þar af grunni, mikil og vegleg bygging. Hún var vígð 18. maí 1949 og þótti meiriháttar viðburður í bænum á þeim tíma. Gamla mjólkurstöðin við Snorrabraut var gerð fyrir 3—4 milljón lítra afköst á ári, en þegar flutt var í nýju stöðina við Lauga- veg var mjólkurneyslan á Reykja- víkursvæðinu orðin 12 milljónir lítra. Svo stór í sniðum þótti mönnum nýja mjólkurstöðin, að gert var ráð fyrir að hún entist til alda- móta. Reyndin varð hins vegar sú, að mjólkursalan jókst svo hratt vegna fólksfjölgunar og batnandi efnahags, að aðeins fimm árum síðar var hún orðin of lítil. Brúsar, flöskur og pappaumbúðir Mjólk hefur verið afgreidd með ýmsum hætti þau fimmtíu ár sem Mjólkursamsalan hefur starfað. Hún var seld í lausu máli, flutt í verzlanir í stórum brúsum, sem síðan var ausið úr í þau ílát er kaupendur komu með. Og hún var seld í glerflöskum, þar til pappa- umbúðir komu til skjalanna, fyrst hyrnur og síðan fernur. Á árunum 1958 og 1959 fékk Mjólkursamsalan þrjár hyrnuvél- ar til reynslu frá Tetra Pak í Sví- þjóð, og þar sem hinum nýju um- búðum var strax vel tekið, bættust fleiri vélar við. Pökkunarvélarnar voru mun fyrirferðaminni en átöppunarvél- ar fyrir flöskur, og af þeim sökum nýttust þau húsakynni sem fyrir voru mun betur en ella. Með tilkomu pappaumbúðanna var í rauninni um að ræða bylt- ingu í afgreiðslu mjólkur, sem öll- um var til hagsbóta. Mjólkur- samsölunni var með lögum falið að hafa jafnan á boðstólum ným- jólk, rjóma og skyr. En árið 1945 var brauðgerð Mjólkursamsölunn- ar stofnuð og Emmess-ísgerðin 1960, en bæði þessi fyrirtæki hafa reynst vel. Bifreiðaverkstæði var fljótlega komið á fót og fleiri þjón- ustufyrirtækjum. Rannsóknar- stofa hefur verið rekin síðan um 1950. Um langt skeið rak Mjólkur- samsalan 70—80 mjólkurbúðir, en árið 1976 var tekin sú ákvörðun að loka þeim. Þá hafði lagafrumvarp verið samþykkt á Alþingi um gagngerar breytingar á mjólkur- sölu á þá lund, að Mjólkursam- salan yrði í framtíðinni heildsölu- aðili, en annaðist ekki smásölu mjólkurvara. Kælitækni og mjólk- urumbúðir var orðið með allt öðr- um og fullkomnari hætti en áður var, svo að öllum matvöruverzlun- um, sem uppfylltu skilyrði heil- brigðislaga, var heimilað að hafa mjólk og mjólkurvörur til sölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.