Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 15 Og svo kom hryllingsbúðin Leiklist Jóhann Hjálmarsson Hitt leikhúsið: Litla hryllingsbúðin. Byggt á samnefndri kvikmynd eft- ir Roger Corman, handrit Charles Griffith. Laus og bundið mál: Howard Ashman. Tónlist: Alan Menken. Þýðing: Einar Kárason. Bundið mál: Megas. Raddsetning: Robert Billing. Útsetningar: Robby Merkin. Hljómsveitarstjóri og stjórn upp- töku: Pétur Hjaltested. Hljómsveit: Björgvin Gíslason, Asgeir Óskarsson, Haraldur Þor- steinsson, Pétur Hjaltested. Dansþjálfun: Sóley Jóhannsdóttir. Kórþjálfun: Sigurður R. Jónsson. Hljómstjórn og upptaka: Gunnar Smári Helgason. Leikmynd: Guðbjörn Gunnarsson. Brúður: Martin P. Robinson. Búningar: Guðmunda Þórisdóttir. Dansar: Edie Cowan. Lýing: David Hersey. Yfirumsjón: Sigurjón Sighvatsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Hitt leikhúsið hefur starfsemi sína með gamansöngleiknum Litlu hryllingsbúðinni. Verkið er hvorki fugl né fiskur heldur ein- kennileg planta sem nærist á blóði í fyrstu, en lætur sér ekki nægja minna en manneskjur í heilu lagi þegar líður á sýning- una. f stefnuskrá Hins leikhússins er talað um að „fjölbreytnin" sé „af hinu góða“. Þar segir enn- fremur: „Fram til þessa hefur leiklistin einkum átt samleið með útvarpi og sjónvarpi — við viljum tengja hana í ríkara mæli öðrum miðlum á borð við myndbönd, hljómplötur og kvikmyndir.“ Litla hryllingsbúðin er söng- leikur eins og fyrr segir, og ekki gamall, frumsýndur 1982 í New York. Heimurinn er sólginn í söngleiki og fljótlega varð Litla hryllingsbúðin vinsæl. Nú hefur hún verið verðlaunuð víða og er meðal þeirra verka sem fólk vill sjá. Það er ljóst að fremur efnisrýr og yfirborðsleg verk höfða til margra. Litla hryllingsbúðin er eins konar revía á köflum, skopstæling og ádeila, kemur til móts við áhorfendur sem sakna slíkra leikverka. En meðal sér- kenna Litlu hryllingsbúðarinnar er einföldun. I staðinn fyrir að koma víða við, heimta fjölmenn- an hóp leikara og söngvara er leikurinn takmarkaður við blómaverslun í fátækrahverfi. Fár persónur koma við sögu. Að- alpersónan sem að lokum flæðir yfir sviðið og ryðst fram í sal er Auður önnur, mannætujurtin. Aðrar persónur eru léttvægar. Ef við lítum á leikhúsið fyrst og fremst sem stað þar sem við skemmtum okkur og þar sem efnt er til furðulegra uppákoma hljótum við að gleðjast yfir Litlu hryllingsbúðinni og öðrum verk- um af sama tagi. Eg skal játa að mér leiddist ekki i Gamla bíói á frumsýningunni. Þetta var litrík sýning og eiginlega hugljúf þrátt fyrir hryllinginn. Litla hryllingsbúðin er til að horfa á njóta og gleyma snar- lega. Það er kannski ekki ónýtt takmark. Það dylst ekki að verkið er samið eftir þeirri uppskrift að þóknast kynslóð sem fjölmiðl- arnir hafa tröllriðið. Sú kynslóð sem kvikmyndirnar hafa alið upp hlýtur að gleðjast. Leikrænt séð er þetta forvitni- leg sýning. Það er fátt um langa geispa meðal áhorfenda. Margt kunnáttufólk leggur sitt af mörkum til að halda áhorfend- um vakandi. Hlutverkin í Litlu hryllings- búðinni gefa ekki beinlínis til- efni til þess að um þau sé fjallað. En samkvæmt venju skal minnt á þau. Leifur Hauksson í hlutverki Baldurs kemur þægilega á óvart. Hann er allan tímann eins og ógæfusöm stjarna frá tímum þöglu kvikmyndanna og það sem á skortir í leik bætir hann upp með útliti sínu. Edda Heiðrún Backmann leik- ur Auði. Edda Heiðrún sýnir hér en á ný að hún er leikkona sem getur leikið á marga strengi. Gísli Rúnar Jónsson í hlut- verki Músnikks Iék fyrst og fremst Gísla Rúnar Jónsson. Þórhallur Sigurðsson birtist áhorfendum í mörgum hlutverk- um, skaupið komst til skila, og það var klappað fyrir honum. Harpa Helgadóttir, Sigríður Eyþórsdóttir og Ragnheiður Elfa Arnardóttir léku vel, ein- kum vakti nýliðinn Harpa at- hygli. Leikarar sem ekki sáust voru þeir Ariel Pridan og Björgvin Halldórsson sem túlkuðu Auði aðra og gerðu það af sannfær- ingu. Leikmynd og búningar og ým- isleg tæknileg atriði sýningar- innar voru fyrsta flokks. Þýðing þeirra Einars Kára- sonar og Megasar hljómaði ágætlega. Megas er orðhagur. Ég held að það sem lyfti þess- ari sýningu séu fyrst og fremst söngvarnir og laglegir textar sem nú keppa við enska alþjóða- málið og standa sig bærilega. En kannski vegur þyngra hve tæknilega sýningin er unnin í heild. Yfirumsjónarmenn halda vonandi áfram og stefna hærra. Leifur Hauksson í hlutverki Baldurs og Edda Heiðrún Backman f hlutverki Auðar, en fyrir aftan þau er plantan Auður önnur, en hana túlkuðu þeir Ariel Pridan og Björgvin Halldórsson. Átök um hugtakiö „frjálslyndur“ á hægri væng sænskra stjórnmála - eftir Pétur Pétursson Lundi í janúar. FYRIR stuttu sótti Gösta Bohman, fyrrverandi formaður þess flokks sem kallar sig „Moderata saml- ingspartiet“, í daglegu tali kallað „Moderaterna", um inngöngu í Fé- lag frjálslyndra hagfræðinga. Varð þá uppi fótur og fit meðal sómakærra frammámanna í Frjálslynda flokknum (sem í raun og veru heitir Folkpartiet) og þótti þeim nærri sér höggvið. Formaður þess flokks, Bengt Westerberg (nýtekinn við formennsku), mót- mælti og greiddi atkvæði gegn inntöku Bohmans. Svante Ny- cander, leiðaraskrifari stærsta frjálslynda dagblaðsins, Dagens Nyheter, hótaði að segja sig úr fé- laginu ef Bohman yrði hleypt inn. „Við megum ekki vera svo frjáls- lyndir,“ sagði hann, „að hleypa þessum manni inn í félagið." Hélt hann því fram að fyrrverandi leið- togi „íhaldsins" væri með þessari beiðni að leggja til atlögu við frjálslyndið sem sjálfstæða póli- tíska hefð í landinu. „Ef slíkt fær að viðgangast getum við alveg eins lagt flokk okkar niður; móderatar og frjálslyndir eru þá sama tóbak- ið, eða hvað?“ Þessi átök um pólitisk hugtök nú tæpu ári fyrir kosningar á sér forsendur í stjórnmálaþróuninni hér í Svíþjóð síðustu ár og jafnvel áratugi. Móderataflokkurinn er lengst til hægri af þeim flokkum sem eru á sænska þinginu. Sam- kvæmt hefðbundnum skilgrein- ingum stjórnmálafræðinnar er því hér um íhaldsflokk að ræða og hafa menn úr flokknum frá upp- hafi talið þá skilgreiningu sjálf- sagða og ekki skammast sín fyrir hana nema síður sé. En eftir rúm- lega 40 ára stjórn jafnaðarmanna sem mótað hefur sænskt þjóðfélag og hugsunarhátt á fjölmörgum sviðum er hugtakið íhaldsemi nánast villandi sem tákn fyrir þá stefnu sem Móderataflokkurinn berst fyrir. Hann vill í raun og veru grundvallarbreytingar á sænsku þjóðfélagi. Sjálft nafnið sem flokkurinn tók upp 1969 bend- ir til þess að hann hafi þá þegar verið farinn að seilast inn á mið miðjunnar í pólitíkinni. Slagorð hans eru frelsi einstaklingsins, frelsi fyrirtækjanna og minni af- skifti ríkisins. Flokkana greinir lítt á í efnahagsmálum. Á sumum sviðum vill Móderataflokkurinn ganga enn lengra í frjálshyggjuátt en sjálfur Frjálshyggjuflokkur- inn, t.d. í sambandi við ríkisaf- skifti af félags- og menningarmál- um. Eðlilegt er því að Frjálslynda flokknum sé sárt um nafn sitt, ekki síst þegar haft er í huga að fylgi hans hefur á undanförnum árum farið ört minnkandi. Margir kenna því um að það sé vegna þess að flokkunum hafi ekki sem skyldi tekist að marka stefnu sína og sér- einkenni bæði gagnvart jafnaðar- mönnum og ekki síður Móderata- flokknum. Talað hefur verið um óljósa sjálfsmynd (identitetskris- is) flokksins og hefur hún birst m.a. í því að formannaskipti flokksins hafa verið tíð á undan- förnum árum. Formaðurinn nýi, Bengt West- erberg, er talinn vera nálægt Mód- erötum að mörgu leyti. Það er því ekki að furða þótt hann finni hvöt hjá sér til að setja upp greinileg landamæri milli síns flokks og „íhaldsins". Síðustu skoðanakann- anir sína að Móderataflokknum eykst stöðugt fylgi, er nú upp í 27% af þeim sem afstöðu taka á meðan Frjálslyndi flokkurinn hef- ur aðeins 7%. Nýir skattar og álögur hafa gert stjórn jafnaðar- manna óvinsæla og en um leið aukið vinsældir þeirra sem bjóða „frelsun" undan skattabyrðinni. Hinn nýi formaður Frjálslynda flokksins, Bengt Westerberg, hefur áhyggjur af því að íhaldið sé að stela nafni flokks síns. Orð og hugtök geta því skipt miklu máli í stjórnmálabaráttu þess árs sem nú er í garð gengið. Pétur Pétursson er fréttamaöur Mbl. íLundi, Svíþjód. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Akraness Fimmtudaginn 20. desember sl. lauk sveitakeppni Bridgefé- lags Akraness, þar sem spiluð voru 16 spil á miili sveita. 10 sveitir tóku þátt í þessari keppni og urðu úrslit þessi: Sveit: Stig Alfreðs Viktorssonar 201 Skúla Ketilssonar 169 Guðmundar Sigurjónssonar 147 Auk Alfreðs Viktorssonar spiluðu þeir Karl Alfreðsson, Guðjón Guðmundsonar og ólaf- ur G. Ólafsson í sigursveitinni. Um þessar mundir stendur yf- ir keppni, Board and Match og taka 11 sveitir þátt í þeirri keppni og mun henni ljúka nk. fimmtudag þ. 10. janúar. Að þeirri keppni lokinni hefst svo Akranesmótið í tvímennings- keppni sem verður með „baro- meter“-fyrirkomulagi og verða spiluð 7 spil á milli para. Mikil þátttaka hefur verið í mótum BA í vetur og er útlit fyrir að svo verði áfram. Margir okkar bestu spilarar hafa verið á loðnuvertíð en eru nú að koma í land og verða væntanlega með í næstu mótum félagsins. Bridgefélag Kópavogs Fimmtudaginn 10. janúar hófst aðalsveitakeppni félagsins. Tólf sveitir mættu til leiks. Spil- aðir eru tveir 16 spila leikir á kvöldi. Þessar sveitir eru efstar eftir fyrsta kvöld keppninnar: Sveit Stig Burkna Dómaldssonar 45 Gríms Thorarensen 42 Fimbulfálkafélagsins 40 Þorsteins Berg 39 Sævins Bjarnasonar 39 Keppni heldur áfram næsta fimmtudag kl. 8.45 stundvíslega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.