Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 17 Ávöxtunarfélagið hf.: Fjölgar valkostum til ávöxtunar fjár - segir Baldur Guðlaugsson, stjórnarformaður félagsins „Ávöxtunarfélagiö hf. var stofnað 10. desember síðastliðinn og eru hlut- hafar nú milli 60 og 70. Megintilgangurinn með stofnun félagsins er að fjölga þeim valkostum sem einstaklingar og lögaðilar eiga til að ávaxta fé sitt og að stuðla að þróun hlutabréfamarkaðar hér á landi,“ sagði Baldur Guðlaugsson, hæstaréttarlögmaður, stjórnarformaður Ávöxtunarfélagsins hf. og Kaup- þings, í samtali við bíaðamann Morgunblaðsins í tilefni af stofnun félagsins. „Það hafa verið að þróast fjöl- breyttari ávöxtunarform á undan- förnum árum, bæði innan banka- kerfisins og á verðbréfamarkaðin- um. Þá hefur meðferð og skráning verðbréfa breyst t.d. tók Kaupþing hf. og síðan fleiri verðbréfasalar upp daglegan útreikning á gengi verðbréfa. Þá hefur ný tegund bréfa, sem sniðin eru að þörfum markaðarins, litið dagsins ljós. í stað þess að gefa út eitt skulda- bréf til 4 ára með gjalddaga einu sinni á ári, eru gefin út fjögur bréf hvert með einum gjalddaga, eitt er til eins árs, annað til tveggja ára o.s.frv. Þannig geta þeir sem standa í fasteignakaupum selt fjórum aðilum skuldabréf í stað eins áður. Bréfin verða seljanlegri þar sem kaupendur eiga fleiri kosta völ, geta t.d. keypt skulda- bréf með einum gjalddaga í stað margra áður og valið binditímann eftir sínum aðstæðum." En í hverju er nýbreytni Ávöxt- unarfélagsins hf. fólgin? „Eigendur verðbréfa taka alla áhættu sjálfir ef skuldarinn stendur ekki í skilum og veð reyn- ast ekki nægjanleg. Hluthafar Ávöxtunarfélagsins njóta þess hins vegar að áhættan dreifist í réttu hlutfalli við eign þeirra í fé- laginu. Þeir leggja í „pott“ og pen- ingunum er ráðstafað með það í huga að besta mögulega ávöxtunin fáist. En það eru fleiri kostir við samvinnu af þessu tagi. Það má gera ráð fyrir að hægt sé að auka möguleikana á betri ávöxtun, í krafti stærðar, þegar menn taka höndum saman með þessum hætti heldur en ef hver og einn leitar eftir leiðum til ávöxt- unar sparifjár. Hluthafar félags- ins munu einnig losna við þá fyrir- höfn sem samfara er því að stunda viðskipti á verðbréfamarkaðinum. Síðast en ekki síst opnar Ávöxt- unarfélagið fleirum aðgang að verðbréfamarkaðinum, þar sem einstaklingar þurfa ekki að ráða yfir miklu fjármagni til að gerast þátttakendur." Hvaða leiðir munuð þið fara til að ávaxta hlutaféð? „Ávöxtunarfélagið er tilraun við erum rétt að stíga fyrstu skrefin, þannig að ekki er skilgreint með skýrum hætti í hverju eigi að fjár- festa, heldur aðeins miðað við að festa peningana í því sem besta ávöxtun gefur. Eins og staðan er i dag eru verðbréfakaup hagstæð- ust og því mun félagið við óbreytt- ar aðstæður vera í reynd verð- bréfasjóður." Hver er staða hluthafa Ávöxt- unarfélagsins í skattalegu tilliti miðað við að kaupa verðbréf sjálf- ir? „Við höfum ekki leynt því að þessu félagsformi eru ýmsar skorður settar, bæði lagalega og skattalega séð. Vextir og verðbæt- ur af verðbréfum sem einstakl- ingar kaupa eru skattfrjáls. Hlutafélag er hins vegar skatt- skyldur aðili, þannig að taki menn sig saman um verðbréfakaup er skattaleg staða þeirra önnur en þeir hafa sem einstaklingar. Út- borgaður arður, allt að 10% af nafnverði hlutabréfa, er þó skatt- frjáls, en upp að vissu hámarki — 31.250 krónur hjá einstaklingi og 62.500 krónur hjá hjónum. En það verður að hafa fleira í huga en skattareglur, þegar ákveðið er hvor leiðin er farin. Nái félagið góðri ávöxtun hækka hlutabréfin í verði og ég var áður búinn að greina frá nokkrum öðr- um kostum sem félagið hefur um- fram einstaklingsbundin verð- bréfakaup." Geta allir gerst hluthafar? „Viðskipti með hlutabréf í fé- Morgunblaöið/Árni Sæberg. Baldur Guðlaugsson, hæstaréttar- lögmaður, stjórnarformaður Ávöxt- unarfélagsins hf. laginu eru frjáls, þannig að hver sem er getur keypt þau. En vegna verðbreytingarfærslna samkvæmt skattalögunum sem miðast við áramót mun Ávöxtunarfélagið ekki auka hlutafé strax, hvað sem gerist þegar líða tekur á árið. Hlutafjáraukning að óbreyttum skattalögum mun fyrst og fremst eiga sér stað undir lok hvers árs.“ Hvaða áhrif er líklegt að Ávöxt- unarfélagið hafi á innlendan verð- bréfamarkað? „í fyrsta lagi, eins og ég hef sagt áður, verður tilkoma félagsins til að fjölga möguleikum til ávöxtun- ar sparifjár og því ætti sparnaður að aukast og eyðsla að dragast saman. í annan stað er með tilkomu hlutafélags af þessu tagi stigið skref í þá átt að þróa hluta- bréfamarkað, en það er tiltölulega auðvelt að reikna út hverjar eignir Ávöxtunarfélagsins eru á hverjum tíma og segja til um eðlilegt gengi hlutabréfa í félaginu, ólíkt öðrum hlutafélögum. Við ætlum því að nota þessa einstöku aðstöðu til að skrá og birta reglulega viðmiðun- argengi hlutabréfa og venja menn með því við þá hugsun að verð- mæti hlutabréfa sé útreiknanlegt og stöðugum breytingum háð.“ Innlendur fjármagns- og verð- bréfamarkaður hefur verið í stöð- ugri þróun undanfarin misseri, hvert verður framhald hennar á næstu mánuðum og árum? „Ég geri fastlega ráð fyrir því að innan tíðar haldi innreið sína á verðbréfamarkaðinn stöðluð skuldabréf, útgefin af sjóðum og peningastofnunum. Tilkoma slíkra bréfa mun auðvelda samræmda gengisskráningu á verðbréfum. Hlutabréfamarkaður verður að myndast, jafnframt því sem skattareglum er breytt, því enn vantar á að skattareglur ívilni þeim nægjanlega sem eru tilbúnir að hætta fé sínu í hlutabréfakaup í óvissum atvinnurekstri, í stað þess að eiga allt sitt á þurru með ávöxtun sparifjár í bönkum eða verðbréfum. Þá verður að auka vaxtafrelsi, en lög og reglur um vexti standa þróun bankakerfisins og verðbréfamarkaðarins fyrir þrifum. í fjórða lagi verður að gefa mönnum kost á því að kaupa erlend verðbréf. Því skyldu menn ekki eiga þess kost að festa pen- inga sína í bréfum erlendis eins og eyða þeim í innflutning á varn- ingi. Að lokum vil ég nefna þann möguleika að fleiri félög svipuð Ávöxtunarfélaginu hf. verði stofn- uð, þó sérhæfðari. Þannig gæti t.d. eitt þeirra haft það að markmiði að festa peninga hluthafanna í nýjum fyrirtækjum, annað í skuldabréfum og hið þriðja í skrifstofu- og verslunarhúsnæði o.s.frv, en þannig hefur þróunin orðið erlendis. Ég tel að sú þróun sem átt hefur sér stað á íslenskum fjármagns- og verðbréfamarkaði að undan- förnu og sem vonandi kemur til með að halda áfram stuðli að tvennu: skynsamlegri ákvörðunum einstaklinga og fyrirtækja á sviði fjárfestinga og rekstrar og aukn- um sparnaði. 20-60% afslóttur THboð: 10% crfslátfur afZEROWATT pvotfavéli Allskonar bamafatnaöur, kvenf atnadur og herra- fatnaöur. Skór og gam. Sængur, sængurverasett og baömottusett. — Svona mætti lengi telja. Athugiö ad útsalan stendur í örfáa daga. Upp með góða skopið Mðurmeðvöruveröíð! JXL /HIKLIG4RDUR MIKIÐ FYRIR LfnÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.