Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 Bandarfldn: Spá góðu um nýbyrjað ár Heildsöluverð hækkaði aðeins um 1,8% á síðasta ári Leiðtogar sex ríkja ræða afvopnunarmál London, 14. janúar. AP. RAJIV Gandhi, forsætisráðherra Indlands, verður í forsæti á fundi leiðtoga Argentínu, Grikklands, Mexíkó, Svíþjóðar og Tanzaníu, sem hittast í Nýju- Delhí dagana 27.-29. janúar nk. til að ræða hvernig stuðla megi að afvopnun í heiminum, að því er segir í fréttatilkynningu frá auglýsingastofunni Dewe Washington, 14. jnnúnr AP. HEILDSÖLUVERÐ í Bandaríkjun um hækkaði um 1,8% á síðasta ári og er það þriðja minnsta hækkunin á 20 árum að sögn bandarískra stjórn- valda. Ýmsir efnahagssérfræðingar spá því, að nýbyrjað ár verði að þessu leytinu enn betra. Ástæðan fyrir þessum litlu hækkunum á heildsöluverði er áframhaldandi lágt orkuverð, einkum bensínverð, og afar stöð- ugt verð á matvörum. Heildsölu- verðið hækkaði raunar mismikið á sl. ári og oft var mikill munur milli mánaða. í nóvember hækk- aði það um 0,5% en ekki nema um 0,1% í desember og gera sérfræð- ingar ráð fyrir, að hækkunin á þessu ári muni verða í líkingu við desemberhækkunina. Lítil verðbólga í Bandaríkjunum og víðar er ekki síst því að þakka, að OPEC, Samtökum olíuútflutn- ingsríkja, hefur ekki tekist að koma i veg fyrir heldur lækkandi olíuverð. Raunar binda samtökin miklar vonir við kuldatíðina í Evr- ópu nú og fréttir benda líka til, að olíuverð hafi nokkuð hækkað á skyndimarkaðnum i Rotterdam. Þrátt fyrir það tilkynnti Gulf- olíufyrirtækið bandaríska í fyrri viku, að það ætlaði að fara að dæmi Texaco og greiða aðeins 28 dali fyrir tunnuna af bestu banda- rísku olíunni. Er þar um að ræða eins dals lækkun. Rogerson Ltd. í London í dag. Fundur leiðtoganna er haldinn í framhaldi af svonefndu „friðar- frumkvæði", sem alþjóðleg samtök þingmanna skipulögðu árið 1983, en það fólst m.a. í því að fá leiðtog- ana fyrrnefndu og Indíru Gandhi, þáverandi forsætisráðherra Ind- lands, til að senda frá sér sameig- inlegt ávarp þar sem hvatt var til þess að framleiðsla og notkun kjarnorkuvopna yrði bönnuð án tafar. Auk Rajiv Gandhi sitja fundinn í Nýju Delhí þeir Miguel De La Madrid frá Mexíkó, Olof Palme frá Svíþjóð, Raul Alfonsin frá Argent- ínu, Andreas Papandreou frá Grikklandi og Júlíus Nyerere frá Tanzaníu. I frétt bresku auglýsingastof- unnar segir að sexmenningarnir muni ræða aðgerðir á árinu 1985, sem miða að því að tillögur þeirra nái fram að ganga; þ. á m. heim- sókn til Reagans Bandaríkjafor- seta og Chernenkos forseta Sovét- ríkjanna. Ferðamenn flykkjast til N-írlands BelfmMt, Norður-frUndi, 14. AP. ÞRÁTT fyrir stöðugar óeirdir og al- mennt ótryggt ástand á Norður- írlandi, hefur það ekki orðið til að hræða ferðamenn frá því að koma til landsins og er ferðamannaiðnaður að verða einn af fáum ábatasömum atvinnugreinum f landinu. Frá þessu sagði ferðamálaráð Norður-lrlands í dag og því er spáð að á árinu 1985 verði ferða- menn ein milljón, en þeir voru 900 þúsund á sl. ári. Flestir ferða- mennirnir eru frá írska lýðveld- inu, eða 430 þúsund, en um fjögur hundruð þúsund komu frá Bret- landseyjum. Ferðamönnum frá Bandaríkjunum fækkaði mjög um hríð, en þeir legjna nú í auknum mæli leið sína til Irlands. Kínæ Diskódans nær fótfestu með blessun leiðtoganna l'eking, 14. janúar. AP. DAGBLAÐ alþýðunnar í Peking segir í dag að hreyfingar og hrynjandi diskódans sé frábær aðferð til að slaka á og bæta heilsuna. Diskódans fór eins og eldur í sinu frá Bandaríkjunum og vítt um veröld upp úr 1970 segir blaðið og það er ekkert rangt né ósiðlegt við það að Kínverj- ar fái nú að taka þátt í þessum leik. Nefnt er að diskódans sé að verða vinsæll meðal kín- verskra unglinga, en allur slík- ur dans svo og önnur skemmt- an sem var talin hafa á sér kapitalísk áhrif var bannað í Kína á árum menningarbylt- ingarinnar. Eitt diskótek tók nýlega til starfa í Peking-hótelinu, en langflestir þeir sem um þessar mundir eru að koma upp slík- um dansstöðum í Peking eru útlendingar. Ýmsar verksmiðjur, stór- verzlanir og samtök hafa á prjónunum að koma upp að- stöðu fyrir dans í húsakynnum sínum, eftir að flokksforingjar hafa lýst blessun sinni yfir þessar aðgerðir. Hins vegar er ekki alls staðar jafn mikil ánægja með þetta en eftir að Dagblað Alþýðunnar hefur nú endanlega amenað diskódansa má búast við að meiri háttar fjörkippur hlaupi i diskódansa og þá staði sem leyfa þá, að sögn AP. Tölvur og prentarar Loksins! Nú eru EPSON-tölvur og EPSON-prentarar aftur fáanlegir á íslandi eftir 2ja ára hlé. Frá og meö 1. janúar 1985 höfum viö tekið aö okkur umboö og dreifingu á EPSON-prenturum og tölvum hér á landi, og eru flestar geröir EPSON- tölva og prentara nú þegar fyrirliggjandi hjá okkur. EPSON er stærsti framleiöandi veraldar á prenturum fyrir tölvur, og meira en 4 af hverjum 10 prenturum sem seldir eru í heiminum í dag eru af EPSON-gerð. Komiö, hringiö eöa skrifiö og afliö nánari upplýsinga um EPSON-tölvur og EPSON-prentara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.