Morgunblaðið - 15.01.1985, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANtfAR 1985
Fossvogsbrautin
og borgarstjóri
— eftir Richard
Björgvinsson
í DV 4. janúar sl. birtist viðtal
við Davíð Oddsson, borgarstjóra.
Aðspurður um framkvæmdir á
vegum Reykjavíkurborgar á þessu
ári segir borgarstjóri m.a. „Lagn-
ing hraðbrautar um Fossvogs-
dalinn er ágreiningur á milli
sveitarfélaganna sem mér finnst
ómaklegt. Reykjavíkurborg var
búin að láta Kópavog fá endur-
gjaldslaust 30 hektara eða svo
fyrir það að brautin yrði lögð
þarna. Síðan þegar búið er að
byggja á þeim hekturum á að
ganga á bak þessa þáttar sam-
komulagsins. Slíkt getur auðvitað
ekki gengið. Umferðarforsendur
okkar sýna að Fossvogsbrautin er
óhjákvæmileg. Menn þurfa að
horfast í augu við þann veruleika.
Það má sameina hraðbrautina,
hugsanlega niðurgrafna, og úti-
vistarsvæði í Fossvogsdalnum sem
mörgum er umhugað um.“
Þarna fer borgarstjóri nokkuð
frjálslega með staðreyndir gagn-
vart okkur Kópavogsbúum. Þetta
eru kannski bara ærsl í honum, en
hann þarf þá að fá tiltal fyrir þau.
Ég get ekki látið hjá líða að leið-
rétta ögn þessi ummæli vinar
míns og flokksbróður Davíðs
Oddssonar borgarstjóra. Hinsveg-
ar harma ég, að ráðamenn
Reykjavíkurborgar og Kópavogs
skulu þurfa að ræða þessi mál í
fjölmiðlum en ekki sín á milli.
Samkomulag það, sem borgar-
stjóri vitnar til er samningur milli
Kópavogs og Reykjavíkur dagsett-
ur 9. október 1973 og undirritaður
af Birgi ísl. Gunnarssyni, þáver-
andi borgarstjóra, og Björgvin
heitnum Sæmundssyni, þáverandi
bæjarstjóra í Kópavogi. Saming-
urinn fjallar fyrst og fremst um
makaskipti á löndum og þar af
leiðandi breytingar á lögsagnar-
umdæmum og einnig um
Fossvogsbraut.
Til þess að ganga hreint til
verks er best að birta hér samn-
inginn í heild, þá geta þeir er
áhuga hafa lesið hann sjálfir án
túlkunar af minni hálfu.
Samkomulag
milli Reykjavíkurborgar og
Kópavogskaupstaðar um breyt-
ingu á mörkum kaupstaðanna o.fl.
1. gr.
Aðilar eru sammála um að leita
lagaheimildar til breytingar á
mörkum kaupstaðanna, þannig að
mörkin verði í samræmi við hjá-
lagðan bráðabirgðauppdrátt, dags.
13.8. 1973, þ.e.a.s. í stórum drátt-
um sem hér segir: Meðfram
Reykjanesbraut að vestan, suður
yfir Breiðholtsbraut, en sunnan
við hana verða þau sunnan og
austan við Reykjanesbraut. Á Sel-
hrygg færast mörkin til vesturs og
suðurs. Á mörkum frá Reykja-
nesbraut að Markakiett (H) skal
vera óbyggt svæði fyrir gönguleið-
ir o.fl., 24—50 m breitt Reykjavík-
urmegin við mörkin.
2. gr.
I framhaldi af þessu samkomu-
lagi munu fulltrúar aðila ákveða
mörkin skv. hnitakerfi landmæl-
inga og færa inn á uppdrátt ná-
kvæmlega. Jafnframt munu full-
trúar aðila ganga frá lagafrum-
varpi í samræmi við samkomulag
þetta.
3. gr.
Reykjavíkurborg lætur Kópa-
vogskaupstað í té kvaðalaust og án
endurgjalds land það, er lendir
vestan Reykjanesbrautar.
4. gr.
Reykjavíkurborg sér sjálf um
kaup á landi á Selhrygg, en það
tilheyrir Fífuhvammi.
5. gr.
Ákvörðun um breytingu á mörk-
um kaupstaðanna í Fossvogsdal
MWBORQs^
Lækjargata 2 (Nýja Bíó-húsinu) 5. hæö.
Símar: 25590 — 21682.
Ath.: Opið virka daga frá kl. 9—21
Laugardaga og sunnudaga frá kl. 12—18
2ja herb.
Dalsel
2ja herb. á 1. hæö. Fremur litil en snotur
ib. Verö 1250 þús. Laus strax.
Höfum kaupendur
aö 2ja og 3ja herb. íb. i miöbænum,
vesturbænum og Breiöholti. Mjög góöar
greéöslur i boöi.
Óskum eftir
ibúöum sem þarfnast standsetningar á
höfuöborgarsvæöinu. Góöar greiöslur I
boöi.
3ja herb.
Rofabær
Falleg íbúö á 2. haaö. Góöar innréttingar.
Akv. sala Verö 1750 þús.
Engihjalli
Stórglæsileg íbúö á 6. hæö. Sórlega
vandaöar innréttingar. íbúö i sérflokki.
Verö 1850-1900 þús.
Einarsnes - bílskúr
Sérhæö, ný standsett, þrjú svefnherb.,
stór stofa. Verö 1950 þús.
Blöndubakki
4ra herb. á 2. hæö. Lagt fyrir þvottavél
á baöi Góö ibúö. Verö 2100 þús.
Hátún
3ja herb. kj.ib. með sérinng. Ný teppi á
góifum. Stór geymsla i Ib. auk
kj.geymslu. 50% útb. Verð 1500 þús.
Álfhólsvegur Kóp.
Ca. 76 tm 2. hæö. Verö 1800 þús.
Höfum fjársterka
kaupendur
aö þriggja herb. ibuöum I vestur- eöa
austurbæ Reykjavíkur.
4ra herb.
Kambasel
4ra herb. ný íbúö, ekki fullfrágengin.
Eldhúsinnr komin. Verö 2,2 millj.
Vesturberg
4ra herb. á jaröhaað Sér garöur.
Einstaklega rúmgóö og bjðrt ibúö. Stór
barnaherb.
Keöjuhús
Hvammar
Glæsilegt keöjuhús meö innbyggöum
bilskúr. Sérlega vandaöar innréttingar.
Húsiö er ca. 280 fm á 2 hæöum, sem
skiptist i stofu og herbergi á efrl hæö og
sjónvarpsskala ásamt húsbóndaherb. á
neöri hæö. Sérlega vönduö elgn. Verö 5
millj. Möguleiki á skiptum á minni eign.
Höfum fjársterka kaup-
endur aö 4ra herb.
íbúðum í Seljahverfi og
Kópavogi. Óvenjugóðar
greiöslur í boöi.
Fjöldi einbýliahúsa, raö-
húsa, sérhæöa auk
smærri eigna i skrá.
Hringiö og leitið nánari
upplýsinga. Utan-
bæjarfólk athugið okkar
þjónustu.
Laskjargata 2, (Nýja Bióhúslnu) 5. hæó. Sfmar: 25590 og 21682.
Sverrir Hermannscon. Guömundur Hauksson.
BrynjóHur Eyvindeson hdl.
verði skotið á frest um 2 ár. Aðilar
eru sammála um að nota þennan
frest til eftirfarandi:
a) Endurskoðunar á umferðar-
kerfi höfuðborgarsvæðisins og
þá sérstaklega til athugunar á
nauðsyn Fossvogsbrautar. Að
þeim þætti endurskoðunarinn-
ar skulu báðir aðilar standa.
b) Með hvaða hætti megi gera
Fossvogsbraut, ef nauðsynleg
reynist, þannig úr garði, að hún
valdi sem minnstri röskun á
umhverfi Fossvogsdals.
c) Athugunar á samtengingu úti-
vistarsvæða kaupstaðanna í
dalnum, þar með tengingu
skógræktarstöðvar Skógrækt-
arfélags Reykjavíkur við fyrir-
hugað útivistarsvæði Kópa-
vogskaupstaðar í landi Lundar.
6. gr.
Leiði endurskoðun á umferðar-
kerfi höfuðborgarsvæðisins skv. 5.
gr. 1) í ljós að nauðsynlegt reynist
að ráðast í gerð Fossvogsbrautar,
þ.e., að í ljós komi, að ekki finnist
aðrar viðunandi lausnir á umferð-
arkerfi höfuðborgarsvæðisins að
dómi beggja aðila, skulu eftirfar-
andi ákvæði gilda:
Suðurbrún Fossvogsbrautar
verði mörk kaupstaðanna. Þegar
til framkvæmda kemur, þó eigi
fyrr en að 4 árum liðnum frá dag-
setningu samkomuiags þessa, iæt-
ur Kópavogskaupstaður Reykjavík
í té kvaðalaust og án endurgjalds
land það, er hann á í Fossvogsdal,
og lendir innan marka Reykjavík-
ur skv. samkomulagi þessu.
Um Meltungu skal þó sá háttur
hafður, að hvor aðili um sig greiði
iand og mannvirki, sem innan
marka hans lenda.
7. gr.
Aðilar eru sammála um, að
stærð þess lands, sem um ræðir í
samkomulagi þessu, sé sem hér
segir:
Skv. 3. gr. ca. 30,6 ha.
Skv. 4 gr. ca. 33,7 ha.
8. gr.
Nú rís ágreiningur um fram-
kvæmd á samningi þessum, og
skal hann þá lagður fyrir gerðar-
dóm, skipaðan einum fulltrúa frá
hvorum aðila.
Ef þeir verða sammála, gildir
niðurstaða þeirra, en að öðrum
43466
Vantar - 2ja herb.
Vantar - 3ja herb.
Þverbrekka - 2ja herb.
60 fm á 7. hæð. Vestursvalir.
Hamraborg - 3ja herb.
87 fm á 3. hæð. Parket á gólfum
Suðursvalir. Laus strax.
Álfhólsv. - 3ja herb.
80 fm á 1. hæð f fjórbýli.
Aukaherb í kj.
Engihjallí - 4ra herb.
115 fm á 2. hæð. Suðursvalir.
Mikið útsýni.
Bólstaóarhl. - 4ra herb.
113 fm á 3. hæð. Suðursvalir.
Nýtt gler.
Nýbýlav. - sérhæö
140 fm á 2. hæð í tvibýli. 4 svefn-
herb. Suðursvalir. Bilskúr.
Einkasala.
Dalaland - 5-6 herb.
130 fm á 2. hæð. Suöursvalir.
Bilskúr. Einkasala.
Álfatún - einbýli
400 fm alls. Fokhelt. Til afh.
strax. Mögul. að hafa tvær ib.
Stór bilskúr.
Kirkjulundur - einbýli
Einbýli á tveimur hæðum. Efri
hæð 160 fm með 5 svefnherb.,
stofu og boröstofu. Möguleiki á
litilli ibúð á neöri hæð. Tvöf.
bílskúr með gryfju.
Keflavík - verslun
Stórmarkaöur til sölu. Uppl.
aöeins á skrifst.
Fasfeignasalan
EIGNABORG sf.
Hamraborg 5 - 200 Kópavogur
Sólum. Jóhann Hátfdánaraon, hs.
72057. Vilhjálmur Einarsson, hs.
41190. Þórólfur Kristján Beck hrl.
Richard Björgvinsson
„Eins og sjá má í
samningnum fjallar
hann fyrst um maka-
skipti á löndum.
Reykjavíkurborg lét
Kópavogskaupstað fá
kvaðalaust og án endur-
gjalds 30,6 hektara
lands vestan Reykja-
nesbrautar. Reykja-
víkurborg átti þetta
land, sem stór hluti
Smiðjuhverfisins var
byggður á.
Hinsvegar samþykkti
Kópavogskaupstaður
einnig þá breytingu á
lögsagnarumdæmum
kaupstaðanna, að til
Reykjavíkurborgar féllu
33,7 hektarar lands úr
landi Fífuhvamms á
Selhrygg, þar sem stór
hluti Seljahverfis var
byggður.“
kosti skal dómkvaddur oddamaður
af Hæstarétti og ræður þá meiri-
hluti.
Úrskurði gerðardóms verður
ekki áfrýjað.
Reykjavík, 9. október 1973.
F.h. Revkjavíkurborgar,
Birgir ísl. Gunnarsson.
F.h. Kópavogskaupstaðar,
Björgvin Sæmundsson.
Eins og sjá má í samningnum
fjallar hann fyrst um makaskipti
á löndum. Reykjavíkurborg lét
Kópavogskaupstað fá kvaðalaust
og án endurgjalds 30,6 hektara
lands vestan Reykjanesbrautar.
Reykjavíkurborg átti þetta land,
sem stór hluti Smiðjuhverfisins
var byggður á.
Hinsvegar samþykkti Kópa-
vogskaupstaður einnig þá breyt-
ingu á lögsagnarumdæmum kaup-
staðanna, að til Reykjavíkurborg-
ar féllu 33,7 hektarar lands úr
landi Fífuhvamms á Selhrygg, þar
sem stór hluti Seljahverfis var
byggður. Þetta land var þá í
einkaeign, tilheyrði jörðinni Fífu-
hvammi í Kópavogi og Reykjavík
keypti landið af eigendunum skv.
mati dómkvaddra manna. Á þetta
seinna atriði minntist borgar-
stjóri hinsvegar ekkert í viðtali
sínu við DV.
Nú kann einhver að segja, að
þarna sé ójafnt skipt, annars veg-
ar land látið kvaðalaust og hins
vegar komi matsverð fyrir land og
Reykjavíkurborg hafi samið af sér
eða verið óvenju lipur við Kópa-
vog. Ég átti ekki sæti í bæjar-
stjórn Kópavogs þegar þessi
samningur var gerður, en mér er
kunnugt um, að Kópavogskaup-
staður hafði mjög góða samn-
ingsaðstöðu, Reykjavík hafði
mikla þörf yrir landið á Selhrygg
og sagt hefur mér verið, að
Reykjavíkurborg hafði áður en til
samninga kom milli bæjanna ver-
ið búin að láta skipuleggja þetta
land, sem þá var í Kópavogi, og
jafnvel úthluta a.m.k. einhverjum
lóðum, og hafði því mikla þörf
fyrir landið, varð að fá það. Það er
hinsvegar öruggt, að þessi skipti
voru líka hagkvæm fyrir Reykja-
vík. Það var hagkvæmara að
stækka Seljahverfið með þessu
iandi heldur en að þurfa að fara að
taka nýtt land á öðrum stað til
bygginga.
Um iagningu Fossvogsbrautar
var tii annað eldra samkomulag,
frá árinu 1967 að því er ég best
veit, samkvæmt því voru „skyld-
ur“ Kópavogs ríkari til að láta
land undir brautina. Með sam-
komulaginu frá 1973 minnkuðu
þessar „skyldur" til muna, en ekki
öfugt. Bins og menn sjá af sam-
komulaginu frá 1973 var breyting-
um af mörkum kaupstaðanna í
Fossvogsdal skotið á frest um 2 ár
og þar með ákvörðun um Foss-
vogsbraut. Síðan eru hinsvegar
liðin rúm 11 ár og því eðlilegt að
almenningur spyrji hvað hefur í
raun gerst á þessum árum. Svarið
er reyndar að næsta lítið hefur
gerst.
Það er alveg rétt hjá borgar-
stjóra, að ágreiningur er uppi á
milli sveitarfélaganna um lagn-
ingu Fossvogsbrautar. Sá ágrein-
ingur var líka til staðar 1973 þeg-
ar samkomulagið síðasta var gert.
Bæjarstjórn Kópavogs er andvig
lagningu brautarinnar, aliir 11
bæjarfulltrúarnir frá öllum flokk-
um, sem þar eiga fulltrúa.
Á kjörtímabilinu 1974—78 var
haldinn einn fundur fulltrúa sveit-
arfélaganna um þetta mál. Þar
lögðu fuiltrúar Reykjavíkurborgar
fram sínar niðurstöður um iagn-
ingu brautarinnar, sem þeir vildu
ákveða að leggja. Sá galli var
hinsvegar á, að engar forsendur,
sem snertu aðstöðu og hagsmuni
Kópavogs, voru með inni í dæm-
inu. Samkvæmt samkomulaginu
skal sú niðurstaða, að nauðsynlegt
verði að ráðast í gerð Fossvogs-
brautar, ef hún fæst, vera að dómi
beggja aðila, þ.e. Reykjavíkurborg-
ar og Kópavogskaupstaðar. Náist
ekki samkomulag skv. þessum
samningi skal ágreiningurinn
lagður fyrir gerðardóm. Svo báðir
aðiiar eru að sjálfsögðu bundnir af
samkomulaginu og þessari deilu
verður að ljúka á einn eða annan
veg á lögformlegan hátt.
Áð dómi okkar Kópavogsbúa
hefur mörgum forsendum fyrir
lagningu Fossvogsbrautar verið
breytt af hálfu Reykjavíkurborg-
ar, en út í það ætla ég ekki að fara,
það yrði of langt mál, en ein af
þeim helstu er friðun Elliðaár-
dalsins og þar með lokun fyrir
vegagerð þar.
Borgarstjóri segir líka í viðtali
sínu við DV, að umferðarforsendur
okkar, þ.e. Reykjavíkurborgar, sýna
nauðsyn Fossvogsbrautar.
Hinn 12. apríl 1983 gerði bæj-
arráð Kópavogs samþykkt um að
óska eftir viðræðum við skipulags-
yfirvöld í Reykjavíkurborg um
Fossvogsbraut. Þessari málaleitan
hefur borgin ekki svarað til þessa.
Richard Björgrinsson er bæjar-
fulltrúi Sjálfstædisflokksins í
Kópavogi.