Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985
áramót
- eftir Halldór
Jónsson
Þegar fyrsti snjórinn féll á að-
ventu var eins og hann kæmi
manni úr byggingariðnaðinum á
óvart. Haustið hafði verið svo
gott, að menn voru farnir að taka
blíðviðrinu eins og sjálfsögðum
hlut. Samt vissum við innst inni
hvað landið heitir, og hvers má
vænta í veðurfarinu.
Þetta er rétt eins og staðan í
blessuðum „efnahagsvandamálun-
um“. Við erum orðin svo vön blíð-
viðrinu sem fylgja erlendu lántök-
unum og hóglífinu, að við erum
hætt að ugga að okkur. Stundum
er einhver með hrakspár um það,
að það geti komið vetur. En er
ekki sólskin í dag og því skyldum
við þá hafa áhyggjur?
Björn Steffensen vakti athygli
okkar á því hér i blaðinu hinn 23.
maí sl., að gjaldeyristekjur okkar
hefðu numið 27 milljörðum króna
árið 1983 en gjaldeyriseyðsla 33
milljörðum. Mismuninn, 6 millj-
arða, hljótum við því að þurfa að
taka að láni í útlöndum fyrir það
ár. Svo varð líka raunin á. Nú hef-
ur þetta versnað því við munum
væntanlega þurfa að slá um 8
milljarða á sama stað. Því skilj-
anlega þyngist byrðin ár frá ári,
þegar ekkert er borgað til baka.
En hvað um það, okkur líður
þokkalega sumum hverjum, með-
an einhver vill lána lýðveidinu ís-
landi, sem mun byggt af börnum
okkar innan fárra ára. Þeirra
verður að borga víxilinn. Á meðan
eru ævisögur þeirra stjórnmála-
manna, sem leiddu okkur út í
þetta fen, metsölubækur og þeim
mun meiri sem athafnir þeirra
kostuðu hrikalegri erlendar lán-
tökur.
Litli maðurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn
Litli maðurinn í Sjálfstæðis-
flokknum sótti djarft fyrir síðustu
kosningar. Fullvissaður um að þá-
verandi formanni flokksins, að nú
yrði staðið við kjördæmabreyting-
una, þó lítil og ljót væri, og kosið
tvisvar. Komu kosningar og eftir
þær hét 13. þingmaður Reykvík-
inga Egill Jónsson og býr á Selja-
völlum, sem er ekki í Seljahverfi,
kosinn með um þriðjungi þeirra
atkvæða sem fyrrnefndur for-
maður féll með.
Þingflokkur sjálfstæðismanna
tilkynnti litla manninum að nú
ætluðu þeir í stjórn með Fram-
sókn. Það væri miklu betra en
kosningar aftur. Steingrímur væri
„breyttur maður“ eins og þeir orð-
uðu það. Litli maðurinn mótmælti
harðlega og vildi aðrar kosningar.
En hvenær þarf að tala við hann
eftir kosningar?
Stjórnin kom og með henni
gerðist ýmislegt sem löngu var
tímabært. Það var dregið úr verð-
bólgunni með leiftursókn enda
launþegar langþreyttir á mörg
þúsund prósenta taxtahækkunum,
- eftir Þorgeir
Kr. Magnússon
Ég undirritaður sé ástæðu til
þess að tala um þá miklu breyt-
ingu sem orðið hefur á félags-
samtökunum Vernd frá árinu 1%7
vegna þess að þá féll á mig í saka-
dómi svokallaður sjálfræðissvift-
ingardómur, sem mér hefur ekki
tekist að fá aflétt enn í dag þó
ótrúlegt sé. Þessi mannréttinda-
skerðing var byggð á röngum og
tilefnislausum forsendum. Fyrst
skal nefna falsað læknisvottorð
frá geðlækni sem ég kannast ekk-
sem færðu þeim lækkandi kaup-
mátt, hvernig svo sem félagi Svav-
ar útskýrði það fyrir þeim, að
„vinveitt ríkisvald" sitt væri í
rauninni matvara og lífsnauðsyn.
Ýmsar athyglisverðar breytingar
voru gérðar í almennum við-
skiptamálum og margt jákvætt
má tína til.
Litli maðurinn sætti sig nátt-
úrlega við þetta. Það virtist allt
vera á réttri ieið. Svo var blásið til
landsfundar Sjálfstæðisflokksins.
Litli maðurinn fór nú í spariföt-
in, því hann hélt að nú væri hans
dagur. Nú hefði hann eitthvað að
segja. Hann myndi velja flokknum
forystu og setja honum stefnu. í
hrifningarvímu kaus hann nýjan
formann og varaformann í stað
þess sem Egill felldi í kosningun-
um til Alþingis. Nú skyldi flokkur-
inn hans vera ungt og framsækið
afl.
Danslagið á lokaballinu dó út og
litli maðurinn fór heim til sín með
sælubros á vör. Þingmennirnir
höfðu verið hinir alþýðlegustu við
hann, farið upp á senu og sagt
brandara. Það finnst litla mannin-
um alskemmtilegast, þegar þing-
menn geta verið skemmtilegir og
alþýðlegir. Þeir höfðu jafnvel
fengið sér sjúss með honum og
spilað fyrir hann á hljóðfæri.
Hinn nýi formaður og varafor-
maður gerðu nú- víðreist og töluðu
við litla manninn heima í hans
héraði og útskýrðu hvað þeir ætl-
uðu að gera. Og litli maðurinn sá,
að hann hafði gert rétt. Þetta voru
glæsipiltar og efnilegir.
Svo fór að heyrast tal um fjár-
Iagagat. Litli maðurinn treysti því
að þessi röskleikastjórn myndi
loka því, annað eins hafði hún
þegar gert. En hundrað dagarnir
voru liðnir. Steingrímur þurfti að
fara á ólympíuleikana og allir
höfðu i nógu að snúast. Það var þá
bara þægilegast að gleyma þessu.
Útgerðin var eitthvað að pexa um
rekstrargrundvallarleysi. En allir
vissu að þessi stjórn ætlaði ekkert
að fella gengið út af smámunum.
En hvernig átti að redda þessu?
Sýndist sitt hverjum og litli mað-
urinn var ögn ráðvilltur. Kemur
þá ekki blessaður glókollurinn
hann Thorlacius og heimtar 30%
kauphækkun fyrir sína menn. All-
ir sjá að þetta getur ekki gengið og
Steingrímur harmar þetta mjög.
Auðvitað hafa allir samúð með
láglaunafólkinu. En þetta er bara
ekki hægt. Þetta leiðir einungis til
verðbólgu, sem nú er komin niður-
undir 10%. En samningsfrelsið er
það sem íslendinga vantar mest
og því er ekkert gert. Thorlacius
sættir sig ekki við svona svör og
gerir skrúfu. Og Pétur skrúfar
fyrir útvarpið. Ljótt er það. Engin
ábyrg stjórn getur samþykkt
þetta. Kemur ekki Davíð borgar-
stjóri og heggur á hnútinn. Innan
skamms fellur allt í ljúfa löð. Allir
fá stóra kauphækkun og lýsir
Thorlacius því yfir, að
ríkisstjórninni beri skylda til að
vernda þennan kaupmátt, sem nú
ert við. í þessu vottorði stimplar
hann mig ósakhæfan hálfvita en
samtímis er ég talinn vera hjá
dómsvaldinu sakhæfur og dóm-
hæfur án nokkurra athugasemda.
Hitt vottorðið var einnig langt
frá því að vera sannleikanum
samkvæmt. Félagssamtökin
Vernd voru því ver og miður á bak
við það vottorð. Þessi tilefnis- og
tilgangslausa mannréttindaskerð-
ing hefur kostað ýmiskonar auka-
vandræði sem hafa síst orðið mér
til ávinnings.
Það sem þarna gerðist fyrir 17
árum sýnir einn þátt af óheilind-
um mannlífsins og þess vegna er
hefur fengist. En þessi góða ríkis-
stjórn getur ekki annað en viður-
kennt staðreyndir og meira til.
Hún fellir því gengið um nær
sömu prósentu og kauphækkunin
var. Þótti mörgum þar kippt
hressilega í liðinn.
Hvað má nú til bjargar verða?
Litli maðurinn situr uppi með
hreint og klárt tap. Það er sama
hvernig verkfallshetjurnar reikna.
Verðbólgan er komin á fullt og við
förum smátt og smátt að þekkja
okkur aftur í landinu. Litli maður-
inn lætur sér detta í hug að allt
bjargist ef Þorsteinn fái stól í rík-
isstjórninni. Steingrími líst bara
vel á það og styður það með ráðum
og jafnvel dáðum, að því er virðist.
En það er bara ekki nóg. Þing-
flokkur Sjálfstæðisflokksins lifir
nefnilega í öðrum heimi en litli
maðurinn. Jafnvel nýliðar í þeim
flokki segja litla manninum að
þeir séu hafðir hálfvegis utan
gátta í ýmsum stærri málum. Það
séu aðeins „vanir menn“ sem fáist
við þau.
Og skyndilega er eins og for-
maðurinn bara hverfi litla mann-
inum sjónum og var þá varafor-
maðurinn horfinn fyrir drykk-
langri stund. Eftir stendur litli
maðurinn og er hlessa. Hvar er
flokkurinn hans? Hverjir eru að
hækka skatta og boða nýjar álög-
ur og virðisaukaskatt, sem útlit er
fyrir að muni þýða aukna skatt-
heimtu upp á 8 milljarða að
óbreyttu? Flokkurinn hans?
En bíðum við. Hver hleypur nú
svo hart um héruð og heggur
tveim höndum til beggja hliða? Er
kannske bærilegt að taka á sig
smávegis sósíalisma í skiptum
fyrir ákveðna stefnu þessa vaska
manns í efnahagsmálum? Menn
flykkjast á fundi til Jóns Hanni-
bals, sem er búinn að bjóða öllum
vegavilltum og hrjáðum til sín.
Það eru óskemmtilegir tímar hjá
litla manninum í Sjálfstæðis-
flokknum um þessar mundir.
Hann getur auðveldlega orðið
áttavilltur.
En þingflokkur sjálfstæð-
ismanna á eftir að spila út aftur.
Eitt gott klapp á bakið, spilað og
sungið fyrir hann á einhverri
skemmtun og litli maðurinn fer
sjálfsagt að brosa aftur og fyllist
þessu barnslega trausti til foryst-
unnar og innsta hringsins, sem
honum ber að hafa. Og allt verður
aftur gott þegar litli maðurinn fer
aftur að taka hinar stórpólitísku
ákvarðanir, sem honum ber. Litli
maðurinn með misstóra atkvæðið,
sem ræður því hvernig ráðherra-
stólar skiptast milli hinna „vönu
manna“. Já, þá verður nú gaman
að vera íslendingur og gera eitthv-
að sem máli skiptir fyrir land og
þjóð, eins og Faraldur fréttaritari
hefði orðað það í Speglinum sál-
uga.
Er staðviðri
framundan?
Nýja árið heilsar með fádæma
það virðingarvert fordæmi að fé-
lagssamtökin Vernd eru nú loks-
ins komin á réttan veg með sinn
málaflokk en óhreinu öflin eru
samt til alls vís og þá staðreynd
verður að hafa í huga.
Ég vil að endingu nefna nokkra
aðila sem ég hef talsvert álit á og
sem við koma félagssamtökunum
Vernd. Það er Björn Einarsson,
Axel Kvaran, séra Jón Bjarman,
Birgir ísleifur Gunnarsson og
Hanna Johannessen. Nokkrar per-
sónur með jákvætt hugarfar geta
haft meiri áhrif en fjölmennur
hópur sundurleitra afla.
Halldór Jónsson
„Stærsta málið um
þessi áramót er að mín-
um dómi að við komum
á einhverju réttlæti í
stjórnskipunarmálum
landsins. Fyrr verður
ekki hægt að taka á
þessu leiðinlega og
margþvælda „efna-
hagsvandamáli“.“
veðurblíðu. Fréttir berast að vel
hafi aflast í tonnum síðasta ár. Ef
til vill verður nýja árið gjöfult til
sjávar og sveita. Það vona allir.
En það eru klakkar við sjón-
deildarhring. Það er ekki frið-
vænlegt innanlands. Það hefur
ekki verið tekið á meginvandamál-
unum. Hallarekstur ríkissjóðs og
erlendur sláttur heldur áfram.
Það á að halda áfram að fjárfesta
í hinum hefðbundna landbúnaði,
þrátt fyrir smjör-, osta- og kjöt-
fjöll. Útgerðin í sökkvandi skuld-
um. Það var hlegið að Albert, þeg-
ar hann stakk upp á pennastriki
til lausnar á þeim vanda. Kannske
það verði ekki hlegið af sömu aðil-
um þegar farið verður að leggja
uppboðstogarana út til SIS-
útgerðanna vítt um land.
Állt stafar þetta af því að lands-
byggðarþingmennirnir, meirihlut-
inn á Alþingi, kosnir af minni-
hluta þjóðarinnar, leyfa engan
samdrátt í sínum málum, hvaða
flokki svo sem þeir tilheyra. Um
40% landsmanna ræður um 60%
af Alþingi. Þetta er hin blákalda
staðreynd sem veldur því að það er
illframkvæmanlegt að stjórna
þessu landi og verður líklega svo í
náinni framtíð. Fjármagnið verð-
ur sífellt þvingað til óarðbærri
framkvæmda en ella yrði.
Lýðræði þýðir einfaldlega það
að magn atkvæða skuli ráða,
hvorki gæði þeirra né önnur sjón-
armið, flatarmálsleg, kynþáttaleg,
trúarleg né skoðanaleg. Sérstakar
gáfur einstakra þingmanna né
búseta þeirra koma hér ekkert við
sögu. ísraelsmenn geta komist af
með eitt kjördæmi. Sviss og
Bandaríkin t.d. hafa aðferðir til
þess að tryggja áhrif landshluta,
sem standa höllum fæti hvað
íbúðafjölda snertir. En allt sem
þaðan kemur fellur líklega ekki í
kramið hjá hinni opinberu nor-
rænu hugsun okkar. Engin hug-
mynd má opinber verða hér nema
hún sé fyrst þvegin í hinni blá-
tæru sósíalistalind Skandinavíu.
Enga skoðun má hafa hér, nema
þá, sem innsti hringur hefur gert
að sinni, hvað svo sem skoðana-
kannanir segja um þjóðarviljann.
Meira en 80% aðspurðra kjósenda
Sjálfstæðisflokksins í Rvík lýstu
Breyting til batnaðar
eitt sinn yfir stuðiningi við það að
NATO aðstoðaði okkur við vega-
gerð. Ekki var það talin rétt skoð-
un af ráðamönnum og þar með bú-
ið. Tveir þriðju íslendinga eru
reiðubúnir að berjast fyrir þetta
land ef þörf krefur skv. skoðana-
könnun Hagvangs. Hin opinbera
skoðun er hins vegar sú að við sé-
um vopnlaus þjóð, sem verði að fá
útlendinga til þess að verja konur
okkar og börn og karlmennina
líka. Okkur vantar víst einhverja
„hefð“ til hernaðar eins og Sigga
Vigga orðaði það. Sami meirihluti
vill fá að geta keypt sér bjór án
þess að fara til útlanda. Nafni
minn á Kirkjubóli og Árni í Hólm-
inum sjá hins vegar um hina
opinberu bjórskoðun, svo við skul-
um bara gera okkur ánægð með
sítrónið. Enda er meirihluti okkar
hamingjusamur skv. sömu könn-
un. Svo er bara ekki allt í lagi?
Áfram líður tíminn. Framtíðin
er hulin móðu eins og vant er.
Okkar kynslóð má þykja það leið-
inlegt, ef hún fær þau eftirmæli að
hafa verið ábyrðgarlaus í fjármál-
um og sjálfri sér sundurþykk.
Enda eru sjálfskaparvítin verst.
Eiginlega ættum við að hafa þjóð-
armóral eftir verðbólgufylleríið,
sem við höfum verið á sl. áratug
og þá óráðsíu sem slíku fylgir.
Verst er að við höldum áfram að
drekka úr sömu skálum og lifum í
sjálfsblekkingu. Stjórnmálakerfi
okkar er orðið steingelt vegna
misskiptingar atkvæðanna. Það er
alveg sama hvaða stjórn við segj-
um eftir hverja gjöf. Útkoman
verður alltaf eins og Steinn lýsti
spilamennskunni við ríkið: „ ... og
jafnvel þótt þú tapir það gerir
ekkert til því það er nefnilega vit-
laust gefið."
Stærsta málið um þessi áramót
er því að mínum dómi að við kom-
um á einhverju réttlæti í stjórn-
skipunarmálum landsins. Fyrr
verður ekki hægt að taka á þessu
leiðinlega og margþvælda „efna-
hagsvandamáli". Það munu koma
áramót aftur hvernig sem allt
veltur og snýst. Ef til vill hafa þá
skipast veður í lofti. Ef til vill
verður hægt að skrifa betri grein
og bjartsýnni en þessa um þau
áramót.
7.1.1985.
Halldór Jónsson er rerkfræðingur
og framkræmdastjóri Steypustöór-
arinnar bf.
Áróðurs-
herferð
vegna
öryggis
sjómanna
FLESTAR af þeim 17 tillögum Ör-
yggismálanefndar sjómanna sem
Matthías Bjarnason, samgöngu-
málaráðherra, hefur hrint í fram-
kvæmd, eru án umtalsverðs kostn-
aðar af hálfu ríkissjóðs, en þrjár til-
lögur kalla á umtalsverðar fjárveit-
ingar og hefur þegar verið ákveðið
að veita 6,4 millj. kr. til þeirra á
þessu ári.
Hér er um að ræða víðtæk ör-
yggismálanámskeið fyrir sjómenn
um allt land undir leiðsögn Slysa-
varnafélags íslands. Fyrir for-
göngu samgöngu- og sjávarút-
vegsráðuneytisins verður komið á
fót sérstökum lána- og styrktar-
sjóði fyrir nemendur sem ætla að
helga starf sitt sjósókn og sigling-
um og hefur reglugerð um sjóðinn
þegar verið samin. Þá hefst á
næstunni víðtæk áróðursherferð
um öryggismál sjómanna og mun
þingmannanefndin stjórna þeirri
herferð, en formaður örygg-
ismálanefndarinnar er Pétur Sig-
urðsson.