Morgunblaðið - 15.01.1985, Page 56

Morgunblaðið - 15.01.1985, Page 56
Fvrr € BTT NORT AU5 SIMAR óing Fyrr en þig grunar! Tímapantanir í síma 11630 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Bæjarstarfsmenn í Keflavík semja — „samhliða samningi BSRB,“ segir for- maður Starfsmannafélags Keflavíkur ÞRJÚ félög bæjarstarfsmanna, á Akranesi, í Keflavík og Starfsmannafélag Suðurnesja- Sauðárkrókur: Fjórir tekn- ir með hass FJORIR ungir menn voru handteknir á Sauðárkróki upp úr hídegi á laug- ardag með um 400 grömm af hassi. Mennirnir voru á söluferð um landið, höfðu áður komið við á Akranesi, Rlönduósi, Ólafsfirði og Dalvík og voru á leið til Siglufjarðar þegar lög- reglan á Sauðárkróki hafði spurnir af fíkniefnasölu þeirra og handtók þá skammt fyrir utan bæinn. Mennirnir voru fluttir til yfir- heyrslna í Reykjavík. I kjölfarið var þrennt handtekið í Reykjavík, tveir ungir menn og kona og lagði fíkniefnadeild lögreglunnar hald á um 300 grömm af hassi í fórum fólksins. Sjömenningarnir hafa viðurkennt smygl á 1 kílói af hassi, sem smyglað var inn í landið með flugi frá Amsterdam. Piltarnir lögðu upp í söluferð sína með 'k kíló og höfðu því selt rétt um 100 grömm þegar þeir voru teknir og í Reykjavík höfðu rétt um 200 grömm gengið út af hasskílóinu. Fíkniefnadeild lögreglunnar lagði fram kröfu um gæzluvarðhald yfir fólkinu, en frá henni var fallið í gær þar sem málið þykir að fullu upplýst. byggða, samþykktu sáttatillögu sáttasemjara í byrjun október sl. og voru launaliðir kjarasamn- inga þessara félaga lausir hinn 1. janúar. Samningaviðræður standa nú yfir milli bæjaryfirvalda og bæj- arstarfsmanna á Akranesi. Að sögn Ingimundar Sigurpálssonar, bæjarstjóra Akraness, er of snemmt að segja nokkuð um við- ræðurnar enn sem komið er. „Starfsmannafélagið er búið að segja upp launaliðum, en eigin- legar samningaviðræður hefjast ekki fyrr en í lok vikunnar," sagði Ingimundur. „Það er því ekki tímabært að fjalla nokkuð um kröfur starfsmannanna." f Keflavík hefur þegar verið samið. Elsa Lilja Eyjólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Keflavíkur sagði, að samningarn- ir hefðu verið samhljóða samn- ingum BSRB. „f sáttatillögunni fólst 6% hækkun og hún var látin ganga inn í þennan samning þannig að við fengum þá hækkun í september og október, 4% í nóv- ember í stað 10% annars, en 4% hækkunin í janúar féll niður. Samningurinn gildir til ára- móta.“ Elsa Lilja sagði, að Starfs- mannafélagið hefði fengið þetta tilboð frá viðsemjendum sínum og hefði fljótlega náðst sam- komulag. 48 félagar í Starfs- mannafélagi Keflavíkur sam- þykktu tillöguna, en þrír voru henni andvígir. Tillaga Þorsteins Pálssonar: Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins verði haldinn í vor ÞORSTEINN l’álsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti á þingflokksfundi í gær, að hann myndi leggja tillögu fyrir miðstjórn- arfund flokksins nk. fimmtudag um að landsfundur flokksins verði hald- inn á komandi vori. Landsfundur var síðast haldinn í nóvember 1983. 1 samtali við Mbl. sagði Þor- steinn Pálsson, að samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðis- flokksins ætti að halda landsfund annað hvert ár. Þorsteinn sagði að sér þætti eðlilegt að taka að nýju upp þann sið að halda lands- fund sjálfstæðismanna að vori. Auk þess væri mikilvægt eins og málum væri háttað að fulitrúar flokksmanna kæmu saman og mörkuðu flokknum stefnu við nú- verandi aðstæður. Það er jafnframt hlutverk landsfundar að kjósa formann, varaformann og miðstjórnar- menn. Þorsteinn Pálsson sagðist ekki hafa neitt annað i huga en að gefa kost á sér til endurkjörs. Gatnavidgerdir í janúarmánuði Morgunblaóió/Bjarni Alllangt er síðan unnt hefur verið að gera við malbik á götum í janúarmánuði. Það mun þó hafa gerzt fyrir um það bil 10 árum að svo vel viðraði, að viðgerðir á götum áttu sér stað. Samkvæmt upplýsingum Guttorms Þormars, yfirverkfræðings hjá borgarverkfræðingi, eru vinnuflokkar nú að fylla í verstu holurnar í malbikinu og eru þær þá fylltar með sandi, en síðan er afsfalthúð brædd yfir til þess að vatn komist ekki niður í göturnar. Myndin er tekin í Lækjargötu í gær. Þingflokkar stjórnarliða funda: E fnahagsmálin eru í biðstöðu — ríkisstjórnin áfram óbreytt ÞINGFLOKKAR sjálfstæðismanna og framsóknarmanna komu saman til funda síðdegis í gær og ræddu þau mál sem hæst hafa borið í stjórnmálaumræðum í jólaleyfi þingmanna. Eftir fundina er Ijóst, að ekki eru uppi áform um breytingar á ríkisstjórninni. Bið- staða er í ákvörðunum um efnahagsmál og uppstokkun á Stjórnar- ráði íslands bíður þess, að forsætisráðherra leggi fram frumvarp um það efni og það hljóti samþykki Alþingis. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í lok þingflokksfundar sjálfstæð- ismanna: „Við ræddum þá efna- hagslegu og pólitísku stöðu sem uppi er. Ég gerði m.a. grein fyrir bollaleggingum, sem fram höfðu komið um hugsanlega nýja stjórn- armyndun milli núverandi ríkis- stjórnarflokka. Það kom á daginn fyrir þó nokkru síðan, að sam- starfsflokkurinn hafði ekki hug á að standa að slíkum breytingum og þegar af þeirri ástæðu kom það ekki til álita, hvorki af minni hálfu Launakröfur undirmanna á farskipum: Krefjast 8 % umfram ASÍ-samníngana UNDIRMENN á farskipum gera meðal annars þá kaupkröfu, að grunnlaun þeirra hækki um 8% um- fram ASÍ-kjarasamningana. Næsti piðræðufundur undirmanna á far- skipum við samningsaðila verður hjá sáttasemjara ríkisins í dag kl. 14. Undirmenn hafa aflað heimilda til verkfalisboðana. Auk þess að fara fram á 8% kauphækkanir umfram ASÍ- samningana gera undirmenn þá kröfu að fá metið áorðið launa- skrið. Þá benda þeir á, að 30% launa þeirra eru greidd í erlendum gjaldmiðlum og því beri að taka tillit til áorðinnar gengisfellingar. Þá fara þeir fram á afturvirkni samninga, þ.e. frá 6. nóvember sl., þegar almennar hækkanir komu á laun. né annarra, að bollaleggja frekar um þá hluti. Það hafa ekki verið núna uppi neinar tillögur um að breyta núverandi ríkisstjórn og flokkurinn stendur að baki henni eins og áður, þannig að menn verða að fá sér eitthvað annar miðsvetr- armál til þess að velta vöngum yfir á næstunni. Við ræddum fyrst og fremst stöðu efnahagsmálanna, þær aðgerðir sem gera þarf til þess að fella framvindu þeirra í eðli- legan farveg á ný og skapa skilyrði fyrir kjarasamningum, sem treyst gætu kaupmátt og um leið stuðlað að því að jafnvægi næðist aftur í efnahagsmálum. Að öðru leyti hef- ur ríkisstjórnin auðvitað nóg verk að vinna við að framkvæma það samkomulag sem gert var í sept- ember sl. milli flokkanna og að nokkru leyti hefur setið á hakanum í ölduróti síðustu mánaða." Á þingflokksfundi Framsóknar- flokksins, sem haldinn var í gær, var rætt um hugmyndir forsætis- ráðherra um aðgerðar í efnahags- málum. Forsætisráðherra sagði í viðtaii við Mbl. að meðal þess sem rætt hefði verið um væru hug- myndir um stóreignaskatt og skyldusparnað til að koma til móts við þá sem verst væru settir, en það væru þeir sem skulduðu verðtryggð lán vegna húsbygginga. Hins vegar sagði forsætisráðherra, að alltaf væri erfitt að koma slíkum skatta- álögum f framkvæmd, þegar liðið væri á ár, eins og nú. Viðmælendur Mbl. úr hópi framsóknarþing- manna lýstu óánægju sinni í gær- kvöldi með að lítt miðaði við ákvarðanir í efnahagsmálum. í almennum umræðum um hug- myndir að frekari niðurskurði ríkisframkvæmda á árinum komu fram efasemdir hjá framsóknar- mönnum um að slíkt væri unnt, nema ef vera skyldi í orku- og vega- máium, en þingmenn væru áreið- anlega ekki hlynntir því að dregið yrði úr vegaframkvæmdum. Engar ákvarðanir voru teknar á fundunum, en frekari þingflokka- fundir eru ráðgerðir í báðum flokk- unum næstu daga. Borgarfjörður: Flóð í Hvítá um helgina í KJÖLFAR rigningar um helgina urðu ár í Borgarfirði vatnsmiklar. Meðal annars flæddi Hvítá yfir þjóðveginn við llvítárvelli og eins fla'ddi aðeins yfir veginn við Sík- isbrýrnar hjá Ferjukoti. Þegar flóðið stóð sem hæst, á laugardagskvöldið, var vegur- inn ófær fólksbílum. Að sögn heimamanna var þetta flóð þó ekki neitt svipað því sem varð fyrir tveimur árum þegar stór- flóð var í Hvítá með tilheyrandi skemmdum á vegum og túnum. Flóðið um helgina stóð stutt enda var lítill snjór og lítill klaki í jörðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.