Morgunblaðið - 15.01.1985, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985
Enn um gagnrýni
Hjáguðs á rás 2
- eftir Jens Kr.
Guðmundsson
íslensk popptónlist stóð með
óvenju miklum blóma á árunum
1980—’83. Á þessu tímabili gáfu
þúsundir ungmenna sköpunargáf-
unni lausan tauminn með rokk og
rafmagnsgítar til reiðar. Rokk-
tónleikar voru daglegt brauð á
höfuðborgarsvæðinu.
En nú er öldin önnur. Lifandi
popptónlist heyrist vart lengur
fyrir engilsaxnesku skallapoppi.
Ég kenni ríkisfjölmiðlunum,
sérstaklega rás 2, um ástandið. { 1.
tbl. 1. árg. poppblaðsins Hjáguðs
færði ég nokkur rök fyrir máli
mínu. Éggert Jónasson Eggerts-
sonar fornbókasala er mér ósam-
mála. í Mbl. 20. des..er leið reynir
Eggert í annað sinn á skömmum
tíma að hrekja málflutning minn.
Rekinn af rás 1,
ráðinn á rás 2
Eggert segir: „Eigi gagnrýni að
vera marktæk verður hún að
hyggja á rökstuðningi en ekki
meiðyrðum í garð einstakra
manna eða órökstuddum dylgj-
um.“ Áður hefur Eggert skorað á
mig að færa rök fyrir því að einn
af „listapoppurum" skallapopp-
rásarinnar sé ruglukollur, popp-
fáfræðingur og aulahúmoristi.
Ég spyr. Hvað vill Eggert kalla
mann sem segir opinberlega að
blúslag sé þungarokkslag, ska-lag
sé reggí, rokkabillílag sé djass og
þar fram eftir götunum? Hvað vill
Eggert kalla mann sem segir
ítrekað að þetta eða hitt lagið sé
komið í sjötta sæti úr tólf? Hvað
vill Eggert kalla kímnigáfu manns
sem lýsir opinberlega hljómsveit-
inni Yes með þessum orðum: „Lög
hljómsveitarinnar voru íburðarm-
ikil með íturvöxnum sólóum og
sjaldan styttri en 45 mínútur
hvert. Má draga aðeins frá. En á
tímum pönksins kom uppstytta í
Yes-sambandið og hver og einn fór
að sýsla í sínu horni — ekki Trev-
or Horn(i) og hljómsveitin hálf-
leystist upp í frumeindir sínar.
Henni var svo snýtt saman að
nafninu til kringum 1980 og án
forsprakka Yes.“?!I
Því má bæta hér við að þegar
forráðamenn rásar 1 áttuðu sig á
því hvers konar ruglukollur „lista-
popparinn“ er þá ráku þeir hann
umsvifalaust. Þá var honum tekið
opnum örmum á rás 2 eins og
mörgum öðrum sem reknir hafa
verið af rás 1.
Sól Saloon Sólbaðstofan
Laugavegi 99
Sími22580
Barnavkleo og
ekta gufubaö.
Optö virka daga
8—22, laugardaga
tn ts og sunnudaga
frá 13.
Laugavegi 52
Sími 24610
Slenderton grenningar-
og vöövapjálfunartaeki.
Frábært vlö staöbundinni
fltu og vöövabólgu.
BÁÐAR BJÓÐA
breiöa bekki MA-professionel og UWE-line meö
nýjum perum og andlitsijósum.
Aður
nc
E/tir
GÍRMÓTORAR MEÐ
HRAÐABREYTINGU
Það er mikill
kostur að geta
stjórnað hraða
fœríbands með
einni sföng, og
aukið og minnkað
hraðann að vild.
Þetta er hœgt með
SNT gírmóturum.
Verð fró kr. 16.110.-
REIMAR A
FÆRIBÖND
Höfum
franskar PVC
reimar eins til
fimm strigaiaga
sléttar eða hrukkóttar með eða ón
soðinna pinna, hvítar, svartar og
grœnar.
Verð fró 99 kr.
Martvis
VÉLSMIÐJA HEIÐARS HF. símar: 91-42570,
91-24597
Óvinur íslenskrar
poppmúsíkur
Eggert giskar á að starfsmenn
skallapopprásarinnar leiði gagn-
rýni á rásina hjá sér. Ég er hins
vegar sannfærður um að mennirn-
ir eru ekki svo sjálfumglaöir og
vitlausir. Skoðun minni til árétt-
ingar bendi ég á að rásin hefur
stórskánað frá því gagnrýnin I
Hjáguði var sett fram. Morgun-
þáttur rásarinnar hefur t.a.m.
unnið sig úr einnar stjörnu ein-
kunninni upp I þriggja stjörnu
einkunn. (í því dæmi virðast mér
Sigurður Sverrisson og Kristján
Sigmundsson vera skynsömu
mennirnir.)
En betur má ef duga skal. Rásin
er ennþá óvinur íslenskrar popp-
músíkur nr. 1. íslensar hljóm-
sveitir verða t.d. ennþá að herma
eftir engilsaxnesku skallapopp-
glundri til að eiga upp á pallborð
rásar 2. Hljómsveitin Kukl varð
að dvelja mánuðum saman á
breska vinsældalistanum áður en
rás 2 setti plötu hljómsveitarinnar
á fóninn. Á sama tíma voru
HLH-ismið og Wham spiluð
mörgum sinnum á hverju degi í
rásinni.
Vinnuglaöur
forstööumaður
Margt bendir til þess að
forstöðumaður rásar 2, Þorgeir
Ástvaldsson, hlusti ekki á rásina
sína. Sama fólkið fær óátalið að
tygKÍa sömu vitleysurnar upp af-
tur og aftur mánuðum saman á
rásinni. Einn þáttagerðarmaður-
inn segir jafnan: „Viö sjáumst á
sama tíma eftir viku“. Annar
beygir persónufornöfn eins og
Sverrir ætíð vitlaust í öðrum föll-
um en nefnifalli. Sá þriðji notar
orðin smellur vitaskuld og að
sjálfsögðu I nærri öllum kynning-
um hjá sér!
Hvenær ætti Þorgeir svo sem að
hafa tíma til að hlusta á rásina
sína, þ.e.a.s. aðra þætti en þá sem
hann stjórnar sjálfur? Það er ann-
ars umhugsunarvert að Þorgeir
skuli stjórna þremur þáttum á
viku, samtals 6 klst., eða sem svar-
ar heilsdagsútsendingu rásarinn-
ar. Hvar eru nú loforðin um nýja
lifandi rás með nýjum röddum á
þriggja mánaða fresti? Ekki vant-
ar framboðið á nýjum röddum.
Liggja ekki fyrir umsóknir frá 200
manns? Er það kannski í þágu
fjölbreytninnar sem sami maður-
inn stýrir heilsdagsútsendingu
vikulega á rásinni? Hvernig ætli
launagreiðslum fyrir þessa þætti
Jens Kr. Guðmundsson
„íslenskar hljómsveitir
verða ennþá að herma
eftir engilsaxnesku
skallapoppglundri til að
eiga upp á pallborð rás-
ar 2.“
sé háttað? Maðurinn er í fullu
starfi sem forstöðumaður rásar-
innar. Tæplega tilheyrir heils-
dagsþáttagerð í hverri viku emb-
ættinu. Þáttagerðin hlýtur að
flokkast undir aukavinnu forstjór-
ans, rétt eins og lestur inn á augl-
ýsingar, kynningar á skalla-
poppsamkundum, söngur á dans-
leikjum o.fl. sem vinnuglaður
maðurinn tekur sér fyrir hendur
utan skrifstofutíma.
Svindlað með
vinsældalista
Þetta eru bara örfáir punktar af
mörgum sem þarf að ræða um í
sambandi við skallapopprásina.
Síðar þurfum við endilega að taka
svindlið I kringum vinsældalista
rásarinnar inn í umræðuna. Af
nógu er að taka.
Eggert segist vera sammála
mér um að veita þurfi rás 2 það
aðhald sem henni er nauðsynlegt.
Vonandi er sú játning hans meira
en orðin tóm. Og vonandi er vænt-
anleg gagnrýni Eggerts á rás 2
gáfulegri en bull hans um Hjáguð
og Poppbókina. Þar stendur ekki
steinn yfir steini. í seinni and-
ránni segir Eggert að bóksalar
kannist ekki við Poppbókina og
þaðan af síður við að hafa selt
hana. f hinni andránni fullyrðir
Eggert að Poppbókin hafi selst í
slöku meðallagi í bókabúðum.
Hvernig kemur þetta heim og
saman? Síðan játar Eggert á sig
þá einstöku fáfræði að hann hafi
aldrei heyrt minnst á bókaklúbb
Æskunnar! Og drengurinn vinnur
í fornbókabúð föður síns! Það er
eins gott að viðskiptavinir búðar-
innar frétti ekki að starfsfólk búð-
arinnar veit minna um íslenska
bókamarkaðinn en maðurinn af
Bladburðarfólk
óskast!
Austurbær
Síöumúli
Sjafnargata
Bragagata
Lindargata 40—63
Miöbær I
m.
götunni. Annað er þó ennþá neyð-
arlegra fyrir Eggert sem væntan-
legan viðskiptafræðing og erfingja
fornbókaverslunar: Hann hefur
ekki hugmynd um að bókaútgáfur
gera sér dagamun á stórafmælum
sínum. Þær bjóða gjarnan upp á
vænan afslátt á öllum útgáfubók-
um sínum, óháð því hvernig bæk-
urnar hafa selst, auk annarra há-
tíðabrigða.
Poppbókin eftirsótta
Eggert spyr margs um Æskuna.
Það væri gaman að bæta úr illvíg-
um þekkingarskorti Eggerts á
bókamarkaðinum. Hins vegar er
ég enginn forsvarsmaður Æsk-
unnar, fremur en annarra bóka-
útgefenda. Þó get ég svalað for-
vitni Eggerts um það að félagar í
bókaklúbbi Æskunnar keyptu því
sem næst tvö þúsund eintök af
Poppbókinni.
Énn eitt dæmið um vanþekk-
ingu Eggerts á bókamarkaðnum
er að piltur skilur ekki fyrir nokk-
urn mun hvernig eðli einstakra
bóka getur breyst í tímanna rás.
Bók sem var fyrst og fremst af-
þreyingarbók í gær getur haft
sagnfræðilegt gildi þegar fram í
sækir. Þannig er því varið með
Poppbókina. Hún var skrifuð sem
afþreyingarrit. í dag þykir hún
jafnframt vera hentug til upp-
sláttar. M.a. er hún vinsæl sem
slík hjá starfsmönnum rásar 2. 1
Poppbókinni sjá þeir hver hefur
gefið út hvaða plötur, útgáfuárið
o.s.frv. í Poppbókinni sjá þeir
einnig hver helstu einkenni hinna
ýmsu músíkstíla eru o.m.fl.
Poppblaðið Hjáguð
Eggert vill að ég minnist eitt-
hvað á þá skoðun hans að
„sorpblaðamennsku sé að finna (
ríkum mæli í greinum um látnu
stjörnunar, Elvis Presley og John
Lennon", í Hjáguði. Mér finnst
nær að Eggert komi fyrst með
dæmi um það hvar sorpið er að
finna í umræddum greinum. Er
það sorp að hafa eftir Joan Baez
að John Lennon hafi sofið hjá
henni 1964? Ég get ekki merkt
annað af greininni en að Joan Ba-
ez minnist Lennons með hlýhug,
enda lýsing hennar á þeim báðum
mjög mannleg og að öllum líkind-
um sönn.
Hvað Elvis Presley varðar vil ég
benda Eggert á að lesa bækurnar
Elvis, What Happened eftir Red
West, Sonny West og Dave Hebler
og Elvis eftir Albert Goldman.
Þegar Eggert hefur lesið þessar
skemmtilegu bækur ætti hann að
endurlesa greinina í Hjáguði um
Presley. Ég geri ráð fyrir að þá
þyki honum greinin í Hjáguði
harla meinlaus.
Að lokum óska ég Eggert góðs
gengis i prófunum og vona að
þessi blaðadeila okkar hafi ekki
tafið hann um of frá námsgögnun-
um.
Jeas Kr. (luðmundsson er ritsljóri
poppblaðsins Hjáguðs.
ÁS-TENGI
Allar geröir.
Tengið aldrei stál-í-stál.
■Lk_.Lv
Stoifflmagjiuiir
Vesturgötu 16, sími 13280