Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 45 Sýslumönnum svarað Innheimta fyrir kirkjur og fleira — eftir Halldór Finnsson I Morgunblaðinu 19. desember sl. sendir Sýslumannafélag ís- lands mér jólakveðju, vegna grein- ar sem ég skrifaði í Morgunblaðið 7. desember sl. og nefndi „Að loknu Kirkjuþingi 1984“. Ég tel mig tilneyddan til að senda þeim nýárskveðju, þar sem sýslumenn eru að svara því í grein sinni sem ég minntist ekki á — þ.e. hvað af innheimtulaunum fara til þeirra og hvað til ríkis- sjóðs. En athyglisvert er að þeir svara ekki orði því sem ég beindi til þeirra í grein minni þ.e. um skil á innheimtufé — og greiðslu á dráttarvöxtum af því. í grein minni ræddi ég nokkuð um ýmis mál Kirkjuþings, þar á meðal 5. mál þingsins, sem var um það að fá lækkaða innheimtupró- sentu af kirkjugarðsgjöldum úr 6% í 1%. En fyrir Alþingi liggur frumvarp um sóknargjöld og er þar gert ráð fyrir svipaðri breyt- ingu á innheimtukostnaði. Það virðist hafa farið fyrir brjóstið á sýslumönnunum að ég skyldi vekja athygli á þessari langhæstu innheimtuprósentu sem þekkist. 1 grein sýslumannanna stendur: „Þeir sem lesa þessa setningu, hljóta að skilja hana á þann veg að umrædd innheimtulaun renni í vasa viðkomandi innheimtumanns sjálfs." Nei, fyrir mér var það ekkert atriði hvort innheimtulaun færu í vasa sýslumanna og bæjarfógeta — eða þau færu til greiðslu á reksturskostnaði sýsluskrifstof- unnar. Það er annað mál sem ef til vill er ástæða að ræða á öðrum vett- vangi — hvers vegna yfirmenn einnar stofnunar fá slíkar auka- greiðslur. Það þætti skrítið t.d. ef bankastjórar fengju prósentur af innheimtum. Umræða mín snerist um þann heildarkostnað sem sóknir greiða fyrir innheimtu þessara gjalda þ.e. 6% — þar sem innheimtan kostar í raun um 1% — og voru samningar þeir sem sóknir í Reykjavík gerðu við Gjaldheimtu Reykjavíkur um að taka 1% fyrir innheimtuna byggðir á því. Ég vil eins og sýslumennirnir taka upp orð þess spaka Snæfell- ings Ara fróða „að ávallt skal hafa það sem sannara reynist". Það rétta er: Ríkissjóður fær 6% af kirkjugarðsgjöldum fyrir innheimtu þeirra — en sýslumenn og bæjarfógetar fá 6% af sókn- argjöldum (kirkjugjöldum) í sinn vasa — eins og þeir orða það sjálf- ir í Morgunblaðinu 19. desember — það voru ekki mín orð. Innheimtulaunum sem sýslu- menn og bæjarfógetar fá er mis- skipt eins og öðrum gæðum lífsins. Þannig innheimta sumir sýslu- menn lítil sem engin sóknargjöld — en hjá þeim bæjarfógeta þar sem fjöldinn er mestur nema heildarsóknargjöld um kr. 10.500.000,00 og eru því 6%, inn- heimtulaun kr. 630.000,00 sem fógeti fær. En af hvaða upphæðum er svo reiknað? Samkvæmt upplýsingum Hag- stofu íslands, Þjóðskrá, voru 150.300 íslendingar á aldrinum 16 til 67 ára 1. desember 1983, og eru það þeir sem greiða kirkjugjöld 1984. í Reykjavík eru 56.161 íbúi á þessum aldri, og í dreifbýli búa 10,8% þjóðarinnar, eða 16.200 á þessum aldri. Ég skýri það síðar af hverju ég dreg þá gjaldendur frá heildinni. Otreikningur kirkjugarðsgjalda er tekinn eftir skýrslu félagsmálaráðuneytisins 1984 um útsvör og aðstöðugjald. Þannig lítur þá dæmið út: fram á hversu kirkjan hefur ofborgað til þessa. Ég vil nú skýra með nokkrum orðum hvers vegna ég tek ekki með þá sem búa í sveitum landsins alls 16.200 íbúa á aldrinum 16 til 67 ára, sem greiða sóknargjöld og Kirkjugjöki: í Keykjavík S6.16U650.00 I þéttbýli 77.639x650,00 Kirkjugarösgjöld: í Reykjavík 1,5% af úLsvorum og aÓNtöðugjaldi í þéttbýli 1,5% af sama l>annig er alls greitt í sóknargjöld og kirkjugarðsgjöld í þéttbýli á íslandi — en ef tekið væri fyrir innheimtu sama og í Rvík kr. 36.504.650,00 kr. 50.465.350,00 kr. 24.389.000,00 kr. 29.710.000,00 kr. 80.175.350,00 1% Innheimtulaun 1 % kr. 365.046,00 6% kr. 3.027.921,00 1 % kr. 243.890,00 6% kr. 1.782.600,00 6% 4.810.521,00 801.754,00 Mismunur kr. 4.008.767,00 Þannig er það einfalt reiknis- dæmi, þar sem ég segi í grein minni að kirkjan hafi borgað inn- heimtumönnum sem svarar 15 til 20 ársverkum — því skrifstofu- maður og kennari, sem unnið hafa hjá ríkinu í þrjú ár hafa föst laun 1984 um kr. 230.000,00 - og ef við margföldum það með 17,43 árs- verkum eru það kr. 4.008.900,00. Þetta er árið 1984 — þegar Gjaldheimta Reykjavíkur tekur 1% eða eðlileg innheimtulaun — svo getum við leikið okkur að töl- um, t.d. tekið Reykjavík með — einnig reiknað afturábak — 5 ár — 10 ár — 20 ár. Það hefur bara litla þýðingu — kirkjunnar menn hafa ekki verið nægilega duglegir að láta rödd sína heyrast á Al- þingi, til þess að þessu yrði breytt. Það voru þeir ágætu kirkjunnar menn, sem náðu samningi við borgarstjórann í Reykjavík og fjármálaráðherra sem hafa þar með rutt brautina og um leið sýnt kirkjugarðsgjöld. Kirkjugjöld í sveitum eru oftast innheimt af oddvitum — og er ýmis gangur á því hvað þeir taka fyrir innheimt- una — margir taka ekki neitt, aðr- ir eitthvað. En aðalatriðið er það að þetta eru í nær öllum tilfellum svo fámennar sóknir að lögboðin sóknargjöld duga engan veginn til þess að greiða rafmagn og viðhald viðkomandi kirkna. Standa því íbúar þessara sókna — eða sveit- arfélögin — undir kostnaði á einn eða annan hátt, þrátt fyrir það eru flestum sveitakirkjum vel við haldið, og líta vel út. í grein minni 7. desember sl. stendur: „Annað er það hversu sumir sýslumenn skila seint því sem innheimt er — og greiða ekki dráttarvexti." Ég hefði nú átt von á því að þeir svöruðu þessu — úr því þeir sett- ust við skriftir á annað borð. Ég hefi upplýsingar frá mörgum sóknum um hversu erfitt er að fá greitt frá sýslumönnunum — Halldór Finnsson jafnvel svo að undrun vekur. Þetta á alls ekki við allstaðar. Því er ekki hægt að láta sömu reglu gilda hjá öllum? Greiða ákveðna prósentu af því sem inn- heimtist mánaðarlega — fyrst í febrúar en lokagreiðsla í febrúar ári síðar. Svo eru það dráttarvextir. Tölvan reiknar dráttarvexti — eins og rétt er — en sumir sýslumenn skila engum dráttarvöxtum til kirknanna sem þær eiga þó skil- yrðislaust rétt á og mun fjármála- ráðherra hafa scnt út bréf upp á það. Ágætu sóknarnefndarmenn, passið nú upp á að kirkjur ykkar fái sitt í þessu eins og öðru. í grein Sýslumannafélags ís- lands 19. desember sl. er þeim tíð- rætt um lög nr. 11 frá 28. apríl 1975, sem er breyting á lögum frá 1963, og var breytingin sú eins og segir í grein sýslumannanna að „eftir gildistöku tilvitnaðra laga frá 1975, hafa innheimtumenn ríkisins ekki fengið nein inn- heimtulaun fyrir innheimtu kirkjugarðsgjalda, heldur hafa hin lögboðnu 6% innheimtulaun síðan runnið beint í ríkissjóð. Þessi lagabreyting var gerð í framhaldi af viðræðum við þáver- andi forystumenn Sýslumannafé- lags íslands, og var réttlætt með því að fleiri starfsmenn embættis- ins en innheimtumenn sjálfir starfi við innheimtu gjaldanna." (Áður fengu innheimtumenn 6% af bæði kirkjugarðsgjöldum og sóknargjöldum — nú bara af sókn- argjöldum.) Það er rétt svo að ég trúi því að þessi lagabreyting hafi verið gerð eftir samningi milli fjármálaráð- herra og Sýslumannafélags ís- lands — og að þetta mál hafi ekki verið borið undir forsvarsmenn kirkjunnar á íslandi — sem borgar þó brúsann. Ekki er von á góðu ef þannig er staðið að lögum sem varða kirkj- una. Að lokum þetta. Ég hef þá trú að margir alþingismenn vilji kirkjunni allt það besta, en það þarf þrýsting frá kirkjunnar mönnum, eins og frá öllum sem vilja fá mál í gegn um Alþingi. Nú treystum við á ykkur alþing- ismenn að þið samþykkið frum- varp um sóknargjöld og kirkju- garðsgjöld. Þetta er mikið hags- munamál kirknanna, en eru þó engin útgjöld fyrir ríkissjóð. Kirkjan þarf að fá meira sjálf- ræði í fjármálum, en þarf alls ekki að verða þyngri á ríkissjóði fyrir því, nema síður sé. í því sambandi vil ég eindregið taka undir tillögu sem kom fram á Kirkjuþingi um að ráðinn verði fjármálastjóri á Biskupsskrifstofu. Með ósk um að Guð gefi að á nýju ári fái íslenska kirkjan þokað málum sínum áleiðis, og það sem aðalatriðið er, að Guðs orð nái til sem flestra. Halldór Finnsson í setu í Kirkju- þingi. Hann er skrifstoíustjóri Búnaöarbankans á Grundarfirði. - 30-60% AFSLÁTTUR Hin árlega teppabútasala er hafin. Renndu við og gerðu góð teppakaup. Teppadeild Hringbraut 120, sími 28603 fEPPABUTAR TEPPABUTP mídas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.