Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 VtRÖM HflRQREIWLM & bombssiora STARMÝRI 2 — SÍMI31900 Hárgreiöslumeistari Ásta Sigurðardóttir Krem og lotíon taktu bestu kosti hvors um sig og þá hefurðu: CREMEDAS f T, ir Jafnvel bestu lotion og bestu hörundskrem hafa ekki eiginleika Cremedas. Cremedas er nefnilega „bœði-og hörundskrem og hodylotion í einu. I Cremedas hefur mýkjandi, nærandi og verndandi eiginleika kremsins. Þá eiginleika, sem halda húðinni mjúkri ogþjúlli. Cremedas er ekki feitt eins og krem og leggst þess vegna ekki í lag utan ú húöinni. 2 Cremedas er þœgilegt í notkun. Þaö er auövelt aö bera ú sig og þaö hverfur fljótt inn í húöina, eins og lotion. Þaö gefur húöinniþann raka, sem hún þarfnast til aö sporna viö þurrki, ertingu og súrindum. Hin góöu úhrif haldast lengur en af venjulegu lotion. Cremedas mýkir og verndar eins og krem, smýgur fljótt inn í húöina, eins og lotion. JOPCO h.f. Vatnagörðum 14, sími39130 Nýbrautskriðir stúdentar MH ásamt Örnólfi Thorlacius rektor. Morgunbl»#iS/ Bjami Menntaskólinn við Hamrahlíð: Námið upphaflega tómstundagaman — segir Kristján Guðmundsson skipstjóri á Ira- fossi sem útskrifaðist frá skólanum á laugardaginn MENNTASKÓLINN vió Hamra hlíð brautskráði 74 stúdenta á laugardaginn, Þar af voru 17 úr öldungadcild. Konur voru í meiri- hluta eða 46 en karlar voru 28. Hæstar einkunnir á stúd- entsprófi höfðu Freysteinn Sig- mundsson, stúdent af eðlis- fræða- og náttúrufræðabraut, Garðar Guðnason af eðlisfræða- braut og Vilhjálmur Þor- steinsson af eðlisfræðabraut. Flestar námseiningar, eða 164, hafði Kjartan Halldórsson stúd- ent af nátturufræða- og nýmála- braut. En þess ber að geta að aöeins 132 eininga er krafist til stúdentsprófs. Við brautskráninguna flutti kór skólans fjölbreytta dagskrá undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur. örnólfur Thorlacius rektor skólans minntist tveggja ungmenna sem létust í haust, þeirra Grétars Kristjánssonar nemanda skólans og Þórs Sandholt, sem lauk stúdents- prófi þaðan sl. vor. Námið var tómstundagaman. Kristján Guðmundsson skip- stjóri á írafossi var einn þeirra sem útskrifuðust frá öldunga- deild Menntaskólans við Hamra- hlíð á laugardaginn. Blm. Morg- unblaðsins ræddi við Kristján í gær og spurði hann m.a. hver hafi verið ástæðan fyrir því að hann hóf menntaskólanám. „Upphaflega var þetta tóm- stundagaman hjá mér. Ég stund- aði mína vinnu og gat því ekki sótt skólann nema af og til, eftir því hvernig fríum var háttað. Að Morgunblaðið/ Bjarni Kristján Guðmundsson skipstjóri og nýstúdent. vísu var ég í fríi meiri partinn af síðustu önn, enda er ekki hægt að ljúka við sum fög án þess að stunda skólann." Hver var þín námsbraut? „Ég var á félagsfræðibraut, en mestan áhuga hef ég þó á þeim fögum sem tengjast eðlisfræði. Ég valdi þó ekki eðlisfræðibraut vegna þess hve lítið ég gat stundað skólann. Þar eru til- raunir stór þáttur af náminu svo það kom ekki til greina. Hins vegar voru allar þær valgreinar sem ég gat tekið tengdar stærðfræði. Það gat oft verið erfitt að glíma við stærðfræði- dæmin svona einn og sér, en það var mjög skemmtilegt. Ég hafði skólabækurnar með mér út á sjó og notaði allar frístundir í lær- dóminn. Áður hafði frítíminn verið notaður til lestrar ýmissa bóka.“ Hefur þú hugsað þér að halda áfram og fara í frekara nám? „Nei, ég held að ég láti staðar numið að sinni. Það var ágætt að vera í skólanum þó að sjálfsögðu hafi það verið mikil breyting að setjast allt í einu á skólabekk, en ég lauk prófi frá Stýrimanna- skólanum árið 1956. Námið sjálft nýtist mér ekki beint í starfinu þó svo að ýmsir þættir þess komi vissulega til góða.“ Hvað var það sem kom þér mest á óvart í náminu? „Það kom mér mest á óvart hvað ég rakst á mörg íslensk orð sem voru mér framandi. Þá á ég ekki við fagorð, heldur orð sem komu t.d. fyrir í íslenskum bókmenntum." Þú varst ekki með stúdents- húfu við útskriftina. Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Já. Ástæðan er sú að það stóð ekki til aö ég yrði viðstaddur at- höfnina. Ég átti að vera kominn út á sjó, en við stjórnum ekki veðrum og vindum svo að brott- förin dróst þangað til í kvöld," sagði Kristján Guðmundsson nýstúdent og skipstjóri að lok- um. Fjölgað um tvo í stjórn Grænmetisverslunar Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur samþykkt að fjölga mönnum í stjórn Grænmetisverslunar landbún- aðarins úr fimm í sjö. Eru hinir nýju stjórnarmenn kartöflubændur og er meirihluti stjórnarmanna nú skipað- ur kartöfiubændum. Stjórn Grænmetisverslunarinn- ar var fram til ársins 1981 skipuð þrem mönnum en haustið 1981 var fjölgað um tvo kartöflubændur í stjórninni og nú aftur um tvo kartöflubændur. Öll stjórnin er eftir sem áður kosin af Fram- leiðsluráði. Stjórn Grænmetis- verslunarinnar er nú þannig skip- uð: Framleiðsluráðsmennirnir: Ingi Tryggvason, formaður Stétt- arsambands bænda; Gísli Andrés- son, Hálsi og Magnús Friðgeirs- son, framkvæmdastjóri hjá SÍS. Bændurnir í stjórninni eru: Magn- ús Sigurðsson, Birtingaholti; Ei- ríkur Sigfússon, Sílastöðum; Páll Guðbrandsson, Hávarðarkoti og Skarphéðinn Larsen, Lindar- bakka. Ingi Tryggvason, formaður Framleiðsluráðs, sagöi i samtali við blm. Mbl. að fjölgun í stjórn Grænmetisverslunarinnar væri gerð vegna áhuga kartöflubænda á að hafa þar meiri áhrif og til þess að öll helstu framleiðslu- svæðin ættu þar fulltrúa. Sagði hann að þessi fjölgun væri gerð í fullu samráði við félag kartöflu- bænda en ekki til þess að tefja fyrir framkvæmd óska kartöflu- bænda um að taka yfir fyrirtækið. Sagði hann að Framleiðsluráð hefði aldrei haft á móti því að kartöflubændur tækju við Græn- metisversluninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.