Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 21 Núverandi athafnasvsúi Mjólkursamsölunnar við Laugaveg; Skipholt og Brautarholt: 1. Aðalskrifstofur, íbúðir, mjólkurbúð og ísbúð. 2. Aðalskrifstofur, söludeild, rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins, bílskúrar og geymslur. 3. Ketilhús og vélaverkstæði. 4 Mjólkurstöð. 5. ísgerð. 6. Brauðgerð (við Skipholt). 7. og 8. Bflaverkstsði, trésmíðaverk- stsði og geymslur (við Brautarholt). Fimm forstjórar Tveir stjórnmálamenn áttu drýgstan þátt í að leggja lagaleg- an grundvöll Mjólkursamsölunn- ar. Það eru þeir Hermann Jónas- son, sem hafði forgöngu um setn- ingu afurðasölulaganna og Vil- hjálmur Þór, sem kom á lýðræðis- legu samvinnuskipulagi hjá Mjólkursamsölunni 1943, þegar hann gegndi embætti landbúnað- arráðherra. Hann fékk Ólaf Jóhannesson, síðar forsætis- ráðherra, til að semja samþykktir fyrir fyrirtækið, sem að stofni til eru notaðar enn. Eftir þessar breytingar var fyrsta eiginlega stjórn Mjólkursamsölunnar skip- uð, en í henni áttu sæti; Svein- björn Högnason, formaður, Egill Thorarensen, Einar Ólafsson frá Lækjarhvammi, Jón Hannesson í Deildartungu og Ólafur Bjarnar- son í Brautarholti. Af þessum mönnum er nú Einar í Lækjar- hvammi einn eftirlifandi. Sveinbjörn Högnason var stjórnarformaður til æviloka, en hann lést 21. apríl 1966. Þá tók Ágúst Þorvaldsson á Brúnastöð- um sæti hans í stjórninni, en Sig- urgrímur Jónsson var kosinn formaður. Þremur árum síðar tek- ur svo Ágúst við því starfi og hef- ur gegnt því síðan. Með honum í stjórninni eru nú: Gunnar Guð- bjartsson, Vífill Búason, Sigvaldi Guðmundsson og Snorri Þor- valdsson. Fimm menn hafa verið forstjór- ar Mjólkursamsölunnar frá upp- hafi. Arnþór Þorsteinsson gegndi starfinu aðeins í sex mánuði, en við því tók af honum Halldór Ei- ríksson og veitti fyrirtækinu for- stöðu í áratug. Þriðji forstjórinn var Árni Benediktsson, en hann sat við stjórnvölinn í níu ár. í ársbyrjun 1954 tók Stefán Björnsson við, en hann var for- stjóri lengur en nokkur annar eða nákvæmlega í aldarfjórðung. Nú- verandi forstjóri er Guðlaugur Björgvinsson, en hann hóf starf hjá Mjólkursamsölunni 1. desem- ber 1973, sem fulltrúi forstjóra. Árið 1975 var hann ráðinn fram- kvæmdastjóri við hlið forstjóra, en við forstjórastarfinu tók hann 1. janúar 1979. Hundrað vörutegundir Miklar breytingar hafa orðið á mjólkurmálum síðan Mjólkur- samsalan var stofnuð fyrir hálfri öld. Samsölusvæðið hefur stækkað og nær nú frá Skeiðarársandi vestur í Þorskafjörð. Stofnuð voru mjólkurbú í Grundarfirði og Búð- ardal og síðan sameinuð í eitt á síðarnefnda staðnum. Nú eru eftir á Samsölusvæðinu fjögur mjólk- urbú af þeim níu sem stofnuð voru: Mjólkurstöðin í Reykjavík, Mjólkurbú Flóamanna, Mjólkur- samlag Borgfirðinga og Mjólkur- samlagið í Búðardal. Neysla á hinum hefðbundnu mjólkurvörum hefur minnkað undanfarin ár, en neyslan í heild sinni haldist nokkurn veginn hin sama með tilkomu nýrra vöruteg- unda. Þegar Mjólkurstöðin tók til starfa á Laugavegi 162 árið 1949 voru tegundirnar aðeins ellefu, en nú eru þær orðnar um hundrað talsins. Hver nýjungin hefur siglt í kjölfar annarrar. Árið 1976 voru svokallaðar G-vörur settar á markað. Árið 1977 var hafin fram- leiðsla á skyri með ýmiss konar ávöxtum, árið 1978 kemur ávaxta- safi til sögunnar. Árið 1979 er fitumagn í rjóma aukið úr 33% í 36%, léttmjólk kemur á markað 1981 og rjómaskyr árið 1982 en nú síðast ostakaka og ídýfur, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Einnig hefur verið hafin framleiðsla á matarpökkum fyrir skólabörn og einnig hafa brauðgerðin og Emmess-ísgerðin verið efld. Byggt við Bitruháls Mjólkursamsalan hefur haft að- setur sitt á Laugavegi 162 í 36 ár. Reynt hefur verið að sjá um- fangsmikilli og sívaxandi starf- semi fyrirtækisins fyrir húsrými með viðbyggingum og kaupum á húsum í nágrenninu. Það hefur gert kleift að halda öllu í horfinu, en þó hafa þrengsli og óhentugt húsnæði valdið verulegum erfið- leikum hin síðari ár. Haustið 1980 var tekin ákvörðun um að hefja bygginga- framkvæmdir við Bitruháls eftir rækilegan undirbúning og athug- anir. Hinn 25. marz 1982 tók Pálmi Jónsson, þáverandi land- búnaðarráðherra, fyrstu skóflu- stungu á lóðinni og jarðvegsfram- kvæmdir hófust strax á eftir. Síð- an var byrjað á byggingunni, og nú er húsnæði undir mjólkurstöð, skrifstofur og hluti af ísgerð kom- ið undir þak. Samkvæmt áætlun er ráðgert, að Mjólkursamsalan flytji í nýja húsið fyrir mitt árið 1986, og í framtíðinni verður síðan allri starfsemi fyrirtækisins komið fyrir á þessari lóð smátt og smátt. Ný húsakynni og fullkomnari vélakostur mun gera Mjólkur- samsölunni kleift að njóta meiri hagræðingar og hagkvæmni en áð- ur, og gera hana hæfari til að gegna skyldu sinni bæði gagnvart neytendum og framleiðendum. Salan flyst stöðugt yfir á fituminni afurðir Á SÍÐASTLIÐNU ári var innvigt- uð mjólk hjá mjólkursamlögunum, sem mynda Mjólkursamsöluna í Keykjavík, 55.803.483 lítrar sem er 1.429.794 lítrum meira en árið á undan, eða 2,6% aukning. Mest var framleiðslan á svæði Mjólk- urbús Plóamanna á Selfossi, 39.068.361 lítri; í Mjólkursamlag Borgfirðinga í Borgarnesi komu 9.551.217 lítrar, í Mjólkursamlagið í Búðardal 3.009.775 lítrar og í Mjólkurstöðina í Reykjavík 4.174.130 lítrar. Salan dróst hinsvegar heldur saman. Þegar sala allra mjólk- urvara á samlagssvæðinu hefur verið umreiknuð í mjólk og und- anrennu kemur í ljós að heild- arsalan samsvarar 44.260 þús. lítrum af mjólk, sem er 1,3% minna en árið 1983 og 9.733 lítr- um af undanrennu, sem er 5,2% samdráttur frá 1983. Sala helstu vörutegunda á síð- astliðnu ári og samdráttur- /aukning frá árinu á undan var eftirfarandi: Nýmjólk 26.316 þús. 1 (44,3%), léttmjólk 3.523 þús. 1 (13,7%), súrmjólk 2.584 þús. 1 (2,4%), jógúrt 1.175 þús. 1 (32,0%), rjómi 1.078 þús. 1 (3,7%), undanrenna 1.441 þús. 1 (4,7%), skyr (+11,0%) og sýrður rjómi (-4),8%). „Mjólkursalan breyttist af- skaplega lítið þegar á heildina er litið. Nýmjólkursalan dróst því miður nokkuð saman en þeir lítrar skila sér að nokkru leyti aftur í aukningu á léttmjólkur- sölu og ýmsum aukaafurðum. Þróunin er sú að salan flyst frá feitari vörum yfir í fituminni. Við reynum að fylgja þessu eftir með því að gefa fólki meira val. Þessi þróun er þekkt víða í ná- grannalöndunum og kemur okk- ur ekki neitt á óvart,“ sagði Guð- laugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, þegar rætt var við hann um þróun í fram- leiðslu og sölu mjólkur á síðast- liðnu ári. Aðspurður um framleiðslu- aukninguna á síðastliðnu ári sagði Guðlaugur: „Hún er auð- vitað alvarlegur hlutur eins og staðan er í útflutningsmöguleik- um á mjólkurvörum. Hinsvegar heldur þessi þróun ekki áfram nú á nýbyrjuðu ári og var 2% samdráttur í mjólkurframleiðsl- unni í 2. viku þessa árs. Það finnst mér þó góðs viti. Æskilegt er að framleiðslan verði í enn ríkari mæli flutt frá sumrinu, þegar framleiðslan er í hámarki en salan í lágmarki, yfir á vetur- inn. Það ætti að vera öllum í hag, bæði neytendum og fram- leiðendum, að sem mestur jöfn- uður náist í framleiðslunni." Mjólkurumbúðirnar fá andlitslyftingu og starfsmenn og framleiðendur viðurkenningar Mjólkursamsalan mun minnast 50 ára afmælis síns meó margvís- legum hætti á þessu ári, sem jafn- framt er afmælisár í sögu brauð- gerðar samsölunnar, sem verður 40 ára, og ísgerðar, sem verður 25 ára. Stjórnin hefur veitt tveimur starfsmönnum, sem unnið hafa hjá Mjólkursamsölunni óslitið frá upphafi, eða í 50 ár, viður- kenningar, þeir eru Helgi Jón- asson, verkstæðisformaður og Aðalsteinn Vígmundsson, bíl- stjóri. Þá var þeim starfs- mönnum fyrirtækisins, sem starfað hafa hjá því lengur en í 30 ár og ekki fengið viðurkenn- ingar áður, veittar viðurkenn- ingar fyrir vel unnin störf. Þeir eru 12 talsins. Stjórnin sam- þykkti einnig að gefa starfs- mannafélagi Mjólkursamsölunn- ar einn hektara lands undir sumarhús í Ásgarðslandi í Grímsnesi. Þeir mjólkurframleiðendur á samsölusvæðinu, sem framleiða úrvals mjólk allt árið 1985, fá sérstakar viðurkenningar. Alls eru um 1.100 mjólkurframleið- endur á samsölusvæðinu. Guð- laugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sagði á blaðamannafundi, þar sem þetta var kynnt, að Mjólkursamsalan og starfsfólk hennar muni leggja sig sérstaklega fram við það að auka og bæta samskiptin og þjónustuna við kaupmenn og neytendur. Áform eru um að koma með nýjungar á markaðinn, sem sér- staklega verða tileinkaðar af- mælisárinu. Þá er fyrirhugað að veita mjólkurumbúðunum and- litslyftingu en þær hafa verið óbreyttar í meira en áratug. Verður á þeim reitur fyrir gagn- legar upplýsingar fyrir neytend- Tveir starfsmenn sem unnið hafa hjá MS frá upphafi: Helgi Jónasson verkstæðisformaður til vinstri og Aðaisteinn Vígmundsson bflstjóri. Stjórn og forstjóri Mjólkursamsölunnar; f.v.: Gunnar Guðbjartsson, Hjarðar- felli; Sigvaldi Guðmundsson, Kvisthaga; Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri; Ágúst Þorvaldsson, Brúnastöðum, formaður stjórnar; Snorri Þorvaldsson, Akurey og Vífill Búason, Ferstiklu. Mjólkurpökkun í gamla daga. Morjfunblaftid/Bjarni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.