Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 Nefnd landbúnaðarráðherra: Svipuð framkvæmd á endurgreiðslu kjarnfóðurgjalds NEFND sem landbúnaðarráðherra skipaði til að gera tillögur um fram- kvæmd á innheimtu og endurgreiðslu á kjarnfóðurgjaldi hefur skilað áliti til ráðherra. Nefndin gerir tillögur um bráðabirgðareglur sem verði í fram- kvæmd svipaðar og var fyrir áramót þrátt fyrir breytingar á reglugerð um kjarnfóðurgjaldið sem tók gildi um áramót. Búist er við að ráðherra setji endanlegar reglur einhvern næstu daga. Nefndin telur ekki unnt að til samkvæmt framlögðum reikning- framkvæmda nú komi frambúðar- reglur um endurgreiðslu til svína- og alifuglabænda út á framleiðslu búanna, heldur verði settar reglur til bráðabirgða sem gildi til 1. júní nk. Telur nefndin að margvíslegra upplýsinga þurfi fyrst að afla. Endurgreiddur verði til alifugla- og svínaræktar hluti kjarnfóður- gjalds, þannig að hámarksgreiðsla verði 2.700 til 3.000 kr. á hvert tonn kjarnfóðurs, og verður gjaldið því svipað og verið hefur. Nefndin leggur til að endur- greiðsla fari fram mánaðarlega um, eins og verið hefur. Þá verði svína- og alifuglabændum gert skylt að leggja fram framleiðslu- skýrslur og skýrslur um bústærð ársfjórðungslega til Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins eða stjórnar viðkomandi félags, til staðfestingar endurgreiðslurétti. Framleiðslu- skýrslur vegna síðastliðins árs skulu þeir leggja fram fyrir 1. mars nk. Leggur nefndin til að menn fái ekki endurgreiðslur á kjarnfóð- urgjaldi fyrr en þeir hafi skilað til- skyldum skýrslum. Nafnaskrá lífeyrissjóða komin út: Tveir einstakling- ar eru í fjórtán líf- eyrissjóðum hvor Fjármálaráðuneytið hefur tekið saman nafnaskrá lífeyrissjóða og nær hún til allra lífeyrissjóða landsins. í skránni kemur fram til hvaða lífeyr- issjóða hver einstaklingur, 16 ára og eldri, hefur greitt og þar með hjá hvaða sjóði eða sjóðum viðkomandi gæti átt réttindi. í skránni kemur m.a. fram að tveir einstaklingar eru á skrá í hvorki meira né minna en 14 lífeyr- issjóðum. Ýmsar fleiri gagnlegar upplýs- ingar koma fram í Lífeyrissjóða- skránni svo sem skipting sjóðfélag- anna eftir fæðingarári og kyni, skipting sjóðfélaganna eftir hjú- skaparstöðu og kyni, hve margir sjóðfélaganna séu í tilteknum fjölda lífeyrissjóða, nafnnúmera- fjöldi í einstökum sjóðum, yfir- litsskrá um lífeyrissjóðina, sjóðfé- lagahópinn og einnig skrá um þá sem eru utan lífeyrissjóða. Samkvæmt skrá þessari eru ís- lenskir lífeyrissjóðafélagar samtals rúmlega 171 þúsund taisins, þar af rúmlega 83 þúsund karlar og 75 þúsund konur, en rúmlega 13 þús- und eru ekki á þjóðskrá lifenda. Fjölmennasti lffeyrissjóðurinn samkvæmt skránni er lífeyrissjóður Dagsbrúnar-Framsóknar, samtals 42.940, þar af rúmlega 24 þúsund karlar og rúmlega 16 þúsund konur. Næstur í röðinni er Lífeyrissjóður verslunarmanna með tæplega 34 þúsund sjóðfélaga, en þar eru kon- urnar hins vegar mun fleiri, tæp- lega 22 þúsund á móti rúmlega 11 þúsund körlum. I skránni er að finna fæðingarár miðjumannsins og er það 1954 hjá Dagsbrún- Framsókn, en 1952 hjá verslunar- mönnum, svo dæmi séu nefnd. Elsti meðalaldurinn er hins vegar hjá Verkstjórafélaginu Þór, en þar er fæðingarár miðjumannsins 1908, félagar eru tveir og báðir yfir sjö- tugt. Lægsti meðalaidurinn er hins vegar í Lífeyrissjóði garðyrkju- manna, en þar er fæðingarár miðju- mannsins 1958, félagar eru samtals 622. Engar upplýsingar eru í nafna- skrá lífeyrissjóða um hver réttindi einstakra sjóðfélaga eru eða hvort hann á nokkur réttindi í tilteknum sjóðum þó svo að nafnnúmer hans hafi komið þar fram, en stefnt er að því að bæta inn í skrána réttindum sjóðfélaga í einstökum sjóðum, á næstu árum. Fjármálaráðuneytið mun gefa einstaklingum upplýs- ingar um í hvaða lífeyrissjóðum nafnnúmer þeirra hefur komið fram í ef óskað er. Tekið er á móti slíkum fyrirspurnum í síma 91- 25000, en svarað verður hins vegar bréflega vegna reglna um persónu- vernd. Vitneskju þessa ætti ein- staklingurinn líka að geta fengið með því að snúa sér til einhvers þess lífeyrissjóðs, sem hann veit sig skráðan í. Iðjufélagar í afmælishófi. Saga Iðju rituð á 50 ára afmælinu IÐJA, félag verksmiðjufólks, minntist 50 ára afmælis félagsins með kaffisamsæti á Hótel Sögu sunnudaginn 12. janúar sl. Þar rakti Bjarni Jakobsson, formaður lðju í stuttu máli sögu fé- lagsins og sagði meðal annars: „Saga Iðju er fyrst og fremst saga þeirra þúsunda iðnverkakarla og kvenna sem gefið hafa félaginu líf og þrótt í hálfa öld. Og svo mun það verða um ókomna tíð.“ Fram kom í máli Bjarna að stjórn félagsins hefur ákveöið að láta rita sögu félagsins í tilefni af þessum tímamótum. Að lokum sagði Bjarni að: „Iðja, sem og verkalýðshreyfingin öll, hefur í dag ekki síður en fyrir 50 árum mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku þjóðfélagi og svo mun verða um ókomin ár.“ Einnig fluttu ávarp Björn Þórhallsson, varaforseti ASf, Kristín Hjálmarsdóttir, formað- ur Iðju, Akureyri, Ólafur Dav- íðsson, framkv.stj. Fél. ísl. iðn- rekenda og Gunnar J. Friðriks- son, form. Lífeyrissjóðs verk- smiðjufólks, og færðu þau félag- inu gjafir. Að auki barst félaginu fjöldi annarra gjafa og heillaóska frá einstaklingum og félagasamtök- um. Bjarni Jakobsson, formaður Iðju. Ástæða til að höfða mál gegn bönkunum — segir Soffanías Cecilsson, formaður Sambands fiskvinnslu- stöðva, um afturvirkni gengistryggingar afurðalánanna „MÁLIÐ verður tekið upp á næsta fundi hjá okkur, sem haldinn veröur nú í vikunni og mér sýnist að það sé ástæða til að höfða mál gegn bönkunum vegna þessara ákvæða,“ sagði Soffanías Cecilsson, formaður stjórnar Sambands fisk- vinnslustööva, er Morgunblaðið innti hann álits á ákvæðum um afturvirkni gengistryggingar afurðalána viðskiptabank- anna, sem tók gildi frá og með 21. október síðastliðinn. Soffanías Cecilsson sagði skýrt fram, að engin ákvörðun ennfremur, að áður hefði þurft að grípa til slíkra aðgeröa þar sem bankarnir hefðu ekki haft lög á bak við sig. Hann tók þó Vindsængurkeppni í Sundhöllinni Unga stúlkan á meðfylgjandi mynd var meðal þátttakenda í vindsængurkepni FRÍ-klúbbs ferðaskrifstofunnar Útsýnar, sem haldin var á sunnudaginn í sundhöll Reykjavíkur. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem slík keppni er haldin opinberlega hér á landi. AIls tóku 25 manns þátt i keppninni og verðlaunin voru ekki af verri endanum, sól- arlandaferð með Útsýn. Sigur- vegarinn var Ingólfur Gissurar- son, gamalkunnur sundkappi af Skaganum, en ekki fylgir sög- unni í hvaða sæti fyrirsætan á myndinni okkar lenti, en hún hlaut 1000 króna afslátt af Út- sýnarferð, eins og allir sem þátt tóku í keppninni. f0 • Tmf r * »iJW» . 1» Morgunblaöiö/Friöþjófur hefði enn verið tekin í þessum efnum. „Ég vil helst ekkert ræða málið á þessu stigi, en þú mátt hafa eftir mér, að persónulega finnst mér full ástæða til að höfða mál enda hafa lögfræð- ingar okkar komist að þeirri niðurstöðu að þessi ákvæði um afturvirkni gengistryggingar sé ólögmæt," sagði Soffanías. Éins og greint var frá í frétt Morgunblaðisns, föstudaginn 11. janúar síðastliðinn, höfðu lög- fræðingar fiskvinnslunnar kom- ist að þeirri niðurstöðu, að áður- nefnd afturvirkni gengistrygg- ingar afurðalána viðskiptabank- anna væri ólögmæt og hefði Samband fiskvinnslustöðvanna sent viðskiptabönkunum bréf, þar sem sú niðurstaða er skýrð og lagfæringa óskað. Afurðalán fiskvinnslunnar voru með þeim hætti, að heimilt var að lána út á birgðir, sem samsvara 75% af andvirði þeirra. 40% þessara lána voru svokölluð viðbótarlán, hinn hlut- inn endurkeyptur af Seðlabank- anum. Endurkeyptu lánin hafa verið gengistryggð frá því í sept- ember 1983, en viðbótarlánin voru ekki gengistryggð fyrr en með ákvörðun bankanna 21. október sl. Jafnframt var ákveðið að gengistryggingin skyldi virka aftur fyrir sig allt til 1. júní 1983. Þetta telja lögfræðingar fisk- vinnslunnar ólögmætt og er nú rætt um að höfða mál á hendur bönkunum vegna þessara að- gerða. Námsstefna um iðnhönnun í DAG, þriðjudag, gengst Félag ís- lenzkra iðnrekenda fyrir náms- stefnu um iðnhönnun. Þar mun franski iðnhönnuðurinn og arkitekt- inn Martine Bedin m.a. halda fyrir- lestra. Námsstefnan er í ráðstefnu- sal Hótels Loftleiða. Martine Bedin er lærð í Frakk- landi og á Italíu. Hún starfar sem iðnhönnuður í Mílanó og er jafn- framt fastur kennari við Camon- do-háskólann í innanhússarkitekt- úr. Hún er þó þekktust fyrir starf sitt með hinum svonefnda Memphis-hópi, sem er alþjóðlegur hópur iðnhönnuða sem getið hefur sér gott orð fyrir nýjungar í hönn- un, segir í frétt frá FÍl. f lok námsstefnunnar verða um- ræður og taka þátt í þeim Martine Bedin og arkitektarnir Erna Ragnarsdóttir og Valdimar Harð- arson. Erna flytur einnig fyrir- lestur á námsstefnunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.