Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 39 SVAR MITT eftir Billy Graham Andlegur vöxtur Allt virtist ganga mér í haginn, fyrst eftir að ég varð kristinn. En núna fyrir skömmu fannst mér Guð vera víðsfjarri, svo að ég er að velta því fyrir mér, hvort hann elski mig. Hvernig get ég vitað, að Guð sé með mér? Mér segir svo hugur, að margir kristnir menn hafi glímt við sama vanda, fyrst eftir að þeir lærðu að þekkja Krist. Samt er nauðsynlegt fyrir yður, að þér gerið yður ljóst, að Guð elskar yður enn þá og vill, að þér njótið gleðinnar, sem fylgir því að eiga samfélag við hann á hverjum degi. Fyrst þurfið þér að átta yður á því, að ef þér hafið sannarlega veitt Jesú viðtöku í líf yðar, urðu þér barn Guðs, og ekkert getur breytt því. Það er ekki háð tilfinningum yðar, heldur staðreyndunum í orði Guðs. Hverju hefur Guð lofað? Gefið gaum að fyrirheitinu sem þér eigið í orði Guðs: „Guð hefur gefið oss eilíft líf, og þetta líf er í syni hans. Sá, sem hefur soninn, hefur lífið; sá, sem ekki hefur Guðs son, hefur ekki lífið. Þetta hef ég skrifað yður, til þess að þér vitið að þér hafið eilíft líf, yður, sem trúið á nafn Guðs sonar" (1. Jóh. 5.11-13). Má ég spyrja yður spurninga? Takið þér yður dag- lega tíma til bænar og lestrar Biblíunnar? Það eru tækifæri, sem Guð hefur gefið okkur, svo að við meg- um styrkjast og vaxa andlegum vexti. Ef við neytum ekki matar, veiklast líkami okkar. Eins dregur úr and- legum þrótti, ef við nærumst ekki á þeim „mat“, sem Guð hefur gefið okkur í orði sínu. „Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum“ (Sálm. 119,105). í öðru lagi: Tilbiðjið þér Guð ásamt öðru kristnu, trúuðu fólki — ekki aðeins með því að fara í guðshús við og við, heldur með því að ræða um vandamál yðar við fólk, sem getur veitt yður andlega hjálp? Þér mun- uð komast aö raun um, aö margt eldra kristið fólk hefur glímt við sömu andlegu erfiðleikana og þér, og þetta fólk getur uppörvað yður. Farið þær leiðir, sem Guð hefur rutt yður, svo að þér þroskizt og þakkið honum síðan daglega fyrir það, að þér eruð í fjölskyldu hans. TAKMARKAÐ MAGN SENDUM í PÓSTKRÖFU MYNDIN DALSHRAUNI 13 SÍMI 54171 Gódandagim! AGOODYEAR GEIGAR SPYR. ALDREI Þetta eru að vísu stór orð en við höfum okkar ástæðu til að ætla að GOODYEAR hjólbarðarnir reynist betur en aðrar gerðir hjólbarða. Ræddu málin í rólegheitum við einhvem umboðsmanna okkar. Fullkomin hjólbarðaþjónusta Tölvustýrð jafnvægisstilling GOODfÝEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ E]h EKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.