Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 43 Bára Björns- döttir - Minning Fædd 17. september 1930 Dáin 8. janúar 1985 Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar — Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. S.K.P. Hún Bára er dáin. Þessi orð bergmáluðu í höfðinu á mér eftir að ég hafði talað við Helga bróður hennar. Ég gat ekki trúað þessu, en þessi fregn átti ekki að koma mér á óvart, því ég vissi að hverju dró. Dauðinn virðist þó alltaf koma manni í opna skjöldu. Bára var dóttir hjónanna Krist- ínar Bjarnadóttur og Björns Jónssonar. Hún var næst yngst átta systkina. Föður sinn missti hún er hún var sex ára gömul. Kristín móðir hennar barðist harðri baráttu með börnin sín eft- ir að hún missti manninn sinn. Elstu börnin þeirra voru tvíburar og dó annar tvíburinn mjög ungur. Fjögur börn voru innan við ferm- ingu þegar Björn dó. A þessum tímum þekktust ekki barnastyrkir eða aðrir styrkir, það varð að berjast áfram eða segja sig á hreppinn, en það hafði hún Kristín Bjarnadóttir aldrei hugs- að sér að gera. Hún barðist hetju- legri baráttu með börnin sín og kom þeim öllum upp. Ég sem barn skynjaði ekki þessa baráttu, en að Grund, heimili þeirra, kom ég ætíð mörgum sinnum á dag og aldrei heyrði ég þar kvartað yfir erfiðleikum. Nokkrum árum áður en Kristín dó sagði hún mér ýmislegt frá þessum árum og í mínum augum er hún sú mesta hetja sem ég hefi nokkru sinni kynnst. Bára átti því ekki langt að sækja dugnaðinn og myndarskapinn, enda þurfti hún oft á því að halda. Hún fór fljót- lega að vinna eftir fermingu, fyrst í Ólafsvík en síðan fór hún að vinna á veturna í Reykjavík og kom þá fyrstu árin heim til Ólafsvíkur á sumrin. Þá unnum við saman í fyrstihúsinu. Þessi suraur eru mér mjög minnisstæð en eitt bar þó hæst, sumarið ’51. Við tókum þá upp á því að sauma allt á okkur sjálfar og vera eins klæddar þegar við fórum út að skemmta okkur. Bára var sérlega myndarleg í höndunum og sneið allt á okkur og ekki vantaði hana hugmyndaflugið, hún réð öllum sniðum og hjálpaði mér við saumaskapinn. Þetta var yndis- legur tími sem aldrei gleymist. Þegar ég horfi til baka er hver dagur frá bernsku og unglingsár- unum á einhvern hátt tengdur Báru. En lífið hélt áfram og lífið er barátta og þar skiptast á skin og skúrir en það fengum við báðar að reyna. Þótt við hin síðari ár hittumst ekki eins oft og áður Minning: María Guðbjörg Eyjólfsdóttir Þegar jólin, hátíð ljóssins, nálg- uðust, lézt vinkona mín og trú- systir, María Guðbjörg Eyjólfs- dóttir. Ég hlýt að minnast hennar með miklu þakklæti og jafnframt söknuði. Ég var ung stúlka þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur og kynntist Maríu og systur hennar, Margréti, en hún lézt 1973. Þessi kynni mín af þeim systrum voru mér mikið lífslán, urðu ljúf og höfðu varanleg og djúp áhrif á mig. Hin heilsteypta trú þeirra systra á Jesúm Krist og djarfi vitnisburður var mér mikil hjálp, þegar mér fór að verða það ljóst að ég þurfti að eignast sömu trú- arvissu og þær systur áttu. Hjá þeim mætti maður miklum skilningi, hlýju og uppörvun. Heimili þeirra bar vott um smekkvísi og reglusemi. Það var ætíð opið og þar ríkti gestrisni bæði í tímanlegum og andlegum skilningi. Þótt leiðir okkar skildust, eftir að ég fluttist norður, þá héldust traust kynni okkar, við hjónin heimsóttum þær þegar við vorum á ferð fyrir sunnan og einnig komu þær norður til Akureyrar. Þeir samfundir voru alla tíð góðir og minnisstæðir. Á liðnu sumri komum við til Maríu, þá lá hún á Landspítalan- um og síðast sáum við hana á Grund. Hún hafði orðið fyrir al- varlegu áfalli, en samt sem áður var trú hennar og hugrekki óbug- að og hægt að ræða við hana, þrátt fyrir slys, skurðaðgerð og háan aldur. Jesú nafn var henni lifsins lind, lausnin eina, guðleg fyrirmynd. Henni gefin heilsteypt trú og sönn, hvíld og traust, er mætti dagsins önn. (J.S.) Jesús sagði: „Ég er ljós heims- ins, hver sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu heldur hafa ljós lífsins." Jóh. 8,12. Þessu trúðu þær vinkonur mín- ar örugglega, því er bjart yfir burtför þeirra af þessum heimi. Þökk sé Guði fyrir það. Við hjónin sendum systrum Maríu og ÖÖrum ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. Guórún Þ. Hörgdal Minning: Sesselja Sigurðar- dóttir Akurholti Fædd 28. nóvember 1900 Dáin 18. desember 1984 Nú er hún Setta mín farin sína hinstu för. Mig setti hljóða og á hugann leita minningar frá æsku- árunum, þegar ég var svo að segja heimagangur hjá þeim góðu hjón- um. Alltaf var jafn gaman að koma til þeirra, ekki var amast við okkur. Eins og það væri ekki sjálfsagt að krakkagreyin lyftu sér upp. Ég tala nú ekki um þegar maður fékk að gista, sem var æði oft. Ekki skemmdi heldur að eiga von á að fá kleinur og heimabakað rúgbrauð með heimagerðu smjöri, þvílíkt sælgæti. Hún var forkur til allra verka. Hana munaði ekki um að hygla rolluskjátunum eða kasta fyrir beljurnar á milli mála, hún átti jú aðeins 7 börn. Þegar ég, ung að árum, missti föður minn taldi hún ekki eftir sér að koma gangandi eða ríðandi til að hugga og gefa styrk. Hún var hetja sem sópaði að, hvar sem hún fór. Hún gat virst köld og hrjúf á yfirborðinu, en það var stutt í hennar góða hjarta og hún var sannur vinur vina sinna. Hún var vel hagmælt og kunni mikið af vísum og ljóðum. Hún sendi gjarna vísur til vina sinna og á ég eina slíka sem hún sendi mér þegar ég var fermd. Hún var glettin og gamansöm, kom vel fyrir sig orði og mörg tilsvör hennar voru hreinustu perlur. Hún var mikill dýravinur og unni sveitinni, þess vegna kveið ég þvi er þau hjón hættu búskap að hún kynni ekki við sig. En hún var svo vel gerð að hún sætti sig við það. En ekki er mér grunlaust um að stundum hafi hugurinn leitað í sveitina. Og stundum var horft með söknuði á Snæfellsjökulinn. Nú hin síðari ár þegar hún sökum elli og vanheilsu fór að tapa minni, sagði hún stundum: „Það er ekkert grín að vera orðin svona gleymin, elskan mín.“ En það var ekki verið að æðrast, öllu tekið með sömu stillingunni. Ég vil að endingu þakka henni fyrir alla tryggð og góðvild í minn garð og fjölskyldu minnar bæði fyrr og siðar. Blessuð sé minning hennar. Bára slitnaði sambandið aldrei á milli okkar. Við vissum alltaf hvor af annarri. Bára eignaðist tvær dætur, Kristínu fædda ’53 og Björk fædda '65. Kristín er snyrtifræðingur að mennt en Björk stundar nám í menntaskóla. Vináttuböndin milli mín og Báru voru mjög sterk. Það sannast á því að þegar Bára var fyrst lögð inn á sjúkrahús og sá sjúkdómur er hún dó úr uppgötvaðist, þá vissi ég ekki um það. Einn daginn fór hún ekki úr huga mér og ég var viss um að eitthvað væri að. Ég hafði aldrei hringt i hana síðan ég flutti til Hamborgar og var ég þó búin að búa þar í eitt og hálft ár. En nú varð að ég að hringja, Björk kom í símann og sagði mér að mamma hennar væri í sjúkrahúsi og tjáði mér jafnframt hvað að væri. Bára barðist við þennan sjúkdóm í tvö ár en sjúkdómurinn sigraði að lokum. Ég vissi að ég yrði látin vita þegar yfir lyki, en þann áttunda þessa mánaðar fannst mér ég verða að hringja og vita hvernig Báru liði. Ég hringdi í Helga bróð- ur hennar og sagði hann mér þá að Bára heði dáið fyrr um daginn og að þau hefðu ætlað að fara að hringja í mig. Ég kveð elsku vinkonu mína með sárum söknuði. Minninguna um hana geymi ég meðan ég lifi og ég þakka henni allar samveru- stundirnar. Björk mín og Dinna, sorgin er sár og þið hafið misst mikið og ég bið góðan Guð að gefa ykkur styrk. Ég votta ykkur og aðstandend- um ykkar mína dýpstu samúð. Veri vinkona mín elskuleg Guði falin. Skrifað í Hamborg, Anna Þ. Baldursdóttir. Er mér barst sú fregn til eyrna að kvöldi hins 8. janúar sl. að Bára Björnsdóttir hefði látist þá um daginn, var ég þess fullviss að hvíldin hefði verið henni kærkom- in eftir hin löngu og ströngu veik- indi sem á hana voru lögð. Við þóttumst vita það þetta síðasta misseri, samstarfsmennirnir í Austurbæjarskólanum, að hverju stefndi, þótt reynt væri að halda í vonina í lengstu lög. Haustið 1974 kom Bára heitin Björnsdóttir til starfa sem ráðs- kona í athvarf Austurbæjarskól- ans, en þá var starfsemi í athvarfi skólans að hefjast og var ráðgert að vista þar börn um lengri eða skemmri tíma, einkum þau sem ættu við sérstaka erfiðleika að etja, hegðunarlega, námslega eða félagslega. Má ljóst vera að öllu skiptir, svo að vel takist til með slíka starfsemi, að starfsfólkið sé mannkostafólk. Það kom fljótt í ljós að Bára heitin var vandanum vaxin og átti auðvelt með að starfa að þeim margþættu verkefnum sem köll- uðu að. Börnin hændust brátt að henni og sóttust eftir nærveru hennar og leiðsögn. Hún varð sú kjölfesta, sem hverju heimili er nauðsyn, svo að vel fari, húsmóð- irin, sem hefur tíma til að ræða við börnin, vinna með þeim að heimilisstörfum og leiðbeina þeim í föndri og leikjum. Hugarþel barnanna, sem notið höfðu um- hyggju hennar í athvarfinu, birt- ist okkur í áhyggjum þeirra og spurningum um veikindi hennar og ástand en kvíðinn í svip þeirra og látbragði var sem endurspeglun óljósra svara okkar. Lífsgöngunni er lokið. Við minnumst hennar með hlýhug og þakklæti fyrir samfylgdina. Við söknum hennar úr hópnum og þykir skarð fyrir skildi. Þó er mestur harmur kveðinn að dætr- um hennar tveim, þeim Kristínu og Björk. Þeim og öðrum vanda- mönnum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur og megi algóður Guð styrkja þær á stund sorgar- innar. Fari hún í friði. Alfreð Eyjólfsson Kveðja: Unnur Gréta Asbjömsdóttir Fædd 14. desember 1937 Dáin 23. desember 1984 „Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilifðin er Ijósið bjarta.“ (H. Sæmundsson) Þegar ég hugsa til vinkonu minnar, Unnar Grétu. Þá hrann- ast upp minningar allt frá þeim björtu dögum, er við hittumst fyrst ungar stúlkur um miðjan sjötta áratuginn, og til þess kyrr- láta dags á liðnu hausti, þegar við áttum saman minnilega kveðju- stund. Sterkur þáttur í skaphöfn hennar lýsir þá skærast. Það var fágætt trygglyndi, sem fjarlægðin, er löngum skildi okkur að síðustu tvo áratugi, gat aldrei unnið á og máð. Á baki hennar brotnuðu boð- ar mótlætis, sem höfðu þau áhrif, að hún kaus fremur að blanda geði við fáa. En þeir, sem áttu vináttu hennar, fundu glöggt að hún hafði til að bera mannkosti og greind, sem hefðu nýst til farsælla fram- kvæmda og lífsfyllingar. En örlög hennar minna á blóm, sem ekki nær að springa út á vori, getur ekki breitt út blöð sín til fulls, heldur fellur í ótímabæru hret- viðri. Ég minnist næmleika henn- ar fyrir fögrum listum; einnig smekkvísi og rausnar á góðum stundum, þegar við hjónin sóttum hana heim. Og mynd haustdagsins er hún kvaddi okkur í hinsta sinn munum við varðveita. Yfir henni er mild birta og svipur fágætrar reisnar. Þannig vildi hún kveðja. Að leiðarlokum bið ég og fjöl- skylda mín góðan Guð að blessa minninguna um Unni Grétu; við biðjum hann að veita Ólafi syni hennar styrk í þungri sjúkdóms- raun og sorg. Aldraðri móður, systur og öllum öðrum ástvinum Unnar sendum við samúðarkveðj- ur. Matthildur Jónsdóttir ATHYGLl skal vakin i því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast i í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hidegi i minudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn litni ekki ivarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt i minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrít þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.