Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 Einar Benediktsson lyfsali - Minning Fsddur 15. mars 1939 Diinn 2. janúar 1985 Vindblika vetrargráa ég vildi þú hyrfir senn. Mitt hjarta ber von svo háa — að horfa á vorið enn. ó rósir, — vetrarrósir. Djúp ráð um mannsins hag! Þótt tímarnir lítist ei ljósir vort líf eignast minning hvern dag. (Einar Benediktsson) Þannig hljóðar lokaerindi ljóðs þjóðskáldsins Einars Benedikts- sonar, Vetrarrósir. Þessi orð skáldsins eiga vel við þegar al- nafni skáldsins, vinur minn Einar Benediktsson lyfjafræðingur, er kvaddur. Það er svo ótalmargt sem leitar á hugann á slíkri stundu. Við Ein- ar áttum samleið síðustu 3 áratug- ina frá menntaskólaárum, urðum svo samferða til lyfjafræðináms í Danmörku ásamt vini okkar Guð- mundi Hallgrímssyni og áttum að loknu lyfjafræðiprófi margar stundir saman í starfi og frítíma. Einar hjálpaði mér af dugnaði við byggingu fyrstu íbúðar minnar og gat ég endurgoldið það að nokkru síðar við hans framkvæmd. Einar var mjög félagslyndur maður og hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og málefnum stéttar sinnar og áttum við þar sem og í öðru mikið og gott samstarf. Það var mikið leitað til hans um að taka að sér trúnaðarstörf, m.a. á vegum Lyfjafræðifélags íslands. Einar var mikill öðlingur og naut mikilla vinsælda meðal sam- starfsmanna og félaga sinna. Hon- um voru því falin mörg trúnað- arstörf, í Menntaskólanum í Reykjavík var hann m.a. formaður bekkjaráðsins okkar og á námsár- unum í Kaupmannahöfn var hann í stjórn Félags íslenskra stúdenta um nokkurt skeið. Hann var síðar atkvæðamikill í Lyfjafræðingafé- lagi fslands, var m.a. í stjórn þess 1969—1973 og fulltrúi félagsins í samtökum heilbrigðisstétta 1969—1972. Þá var hann skipaður af Magnúsi heitnum Kjartanssyni ráðherra árið 1972 i nefnd sem gerði tillögur um endurskipulagn- ingu lyfsölumála. Einar var fagurkeri, bók- menntalega sinnaður og hafði yndi af því að skrifa. Hann ritaði töluvert um fagleg málefni. Það er sannarlega af mörgu að taka úr auðugum minningarsjóði um Einar. Mér er efst i huga sú hetjulega barátta sem hann háði við erfiðan sjúkdóm. Hann átti líka við hlið sér lifsförunauta, eig- inkonu og börn sem sýnt hafa óbil- andi þrautseigju og kjark i bar- áttu hans fyrir lifinu. Vilji Einars til að lifa hefur sannarlega fleytt honum gegnum erfiðar stundir. Hann unni lifinu og var hrókur alls fagnaðar fram að siðustu stundu. Hann heilsaði og kvaddi vini sfna ávallt með sínum ein- kennandi hætti. Einar fæddist 15. mars 1939 f Hofteigi á Jökuldal, Norður-Múla- sýslu, sonur hjónanna Benedikts Gíslasonar bónda og fræðimanns, sem kenndur er við Hofteig og konu hans, Geirþrúðar Bjarna- dóttur, sem ættuð var frá Sól- mundarhöfða, Akranesi, en hún lést fyrir nokkrum árum. Benedikt er nýorðinn níræður og sér nú i þriðja sinn son hverfa i blóma lífs- ins, en þeir Bjarni rithöfundur og Egill flugstjóri létust langt um aldur fram eins og Einar. Einar var yngstur í hópi 11 systkina og flutti ungur til Reykjavíkur. Fjölskylda hans bjó fyrst í Bræðrabýli og síðar í Mjóstræti fyrir vestan læk og varð hann því auðvitað mikill KR-ingur og virkur keppnismaður f hand- knattleik. Síðar flutti hann með foreldrum sínum inn i Sigtún. Hann gekk i skóla í vesturbænum, baðan lá leiðin í Menntaskólann i Reykjavík og lauk hann stúd- entsprófi þaðan 1960. Þá kom að því að við félagarnir flugum til Kaupmannahafnar 20. október 1961 til að halda áfram námi i lyfjafræði. Þessi dagsetn- ing gleymdist okkur ekki og héld- um við reyndar stundum upp á daginn síðar eða höfðum samband til að minna hver annan á hann. Einar lauk kandidatsprófi i lyfjafræði 1967, réðst til starfa hjá Pharmaco hf. sama ár og starfaði þar til ársins 1973. Hann var svo sumarið 1973 aðstoðarmaður við lyfjaeftirlit heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins en var svo ráðinn forstöðumaður lyfjabúra ríkisspítalanna frá ágúst 1973—september 1977. Jafnframt gegndi hann hlutastarfi á St. Jós- efsspítala, Landakoti, 1971—1976. Einari var svo veitt lyfsöluleyfið í Hveragerði 1977 og ölfus apótek, eins og hann kaus að nefna apótek sitt, tók til starfa 1. október 1977. Fljótlega eftir að Einar tók til starfa í Hveragerði fór hann að kenna alvarlega meinsins sem hann barðist við með óvenjulegum kjarki og þreki. Nú síðustu árin var starfsorka hans skert, en hann lét ekki deigan síga. Við hlið hans í apótekinu stóð Anna kona hans eins og klettur. Hún lét mótlætið ekki aftra sér að sækja skóla í Reykjavík og fór yfir fjallið í mis- jöfnum veðrum. Hún útskrifaðist úr Lyfjatækniskóla íslands 1981. Þá nutu þau hjónin einnig dyggrar aðstoðar starfsfólks síns. Ég get ekki látið undir höfuð leggjast að segja hreinskilnislega hve vænt mér þætti um þennan merkismann sem nú er kvaddur. Hann reyndist okkur önnu Björk konu minni, börnum okkar og ætt- ingjum, góður vinur. Á merkisdegi í lífi mínu, 2. janúar sl., þegar ég tók við rekstri Hafnarfjarðar apó- teks hugðist ég heimsækja vin minn Einar á Borgarspítalann í Reykjavík. Ég bjóst við að þrátt fyrir veikindin mundi hann eiga næga orku til að samgleðjast mér. Mér auðnaðist ekki að hitta Einar þennan dag því hann var á dauða- stundu. Hann kvaddi því líf sitt og ævistarf í sama mund og vinur hans var að hefja nýjan kapítula í lífi sínu. Þeir eru fjölmargir sem syrgja þennan góða dreng. Sárastur er harmur Önnu, barna hans og aldr- aðs föður. Einar kvæntist Stellu Jó- hannsdóttur í Kaupmannahöfn árið 1962 og eignuðust þau 3 börn. Óskírðan dreng sem lést eftir að- eins 3 daga f þessum heimi, þá áttu þau Arndfsi f. 10. mars 1966 og Indriða f. 30. janúar 1971. Ein- ar og Stella skildu. Einar gekk að eiga Önnu Guð- laugu Ólafsdóttur 1974. Anna er dóttir ólafs Guttormssonar sem lést 1982 og Helenu Geirsdóttur Zoéga. Einar og Anna eignuðust eina dóttur, Örnu, sem nú er 11 ára er hún sér að baki ástkærum föður. Anna á tvær dætur af fyrra hjónabandi og var Einar þeim hinn besti stjúpfaðir. Vegna skyldustarfa erlendis get ég ekki fylgt vini mínum Einari síðasta spölinn, en mun vera hjá honum f anda og varðveita minn- ingu hans. Blessuð sé minning Einars Benediktssonar. Hún lifir. Aimar Grfmsson Er við í dag kveðjum kæran mág og svila Einar Benediktsson er okkur efst i huga þakklæti fyrir að fá að kynnast og njóta samveru þessa dagfarsprúða og elskulega manns. Það var mikill hamingju- dagur í lífi þeirra Einars og Önnu systur er þau gengu í hjónaband. Hjónaband, sem byggt var á mik- illi ást og gagnkvæmri virðingu, sem aldrei bar skugga á. Þau voru einstaklega samhuga i öllum sin- um gerðum. Sameiginlega byggðu þau upp fyrirtæki sem þau störf- uðu bæði við og komu sér upp fal- legu heimili sem var sérstaklega gott og notalegt að koma á, því þar fann maður sig alltaf velkominn. Garðurinn þeirra var mikið áhugamál Einars og ber hann þess glöggt merki, svo fallegur sem hann er orðinn. Einar var mikill fjölskyldumað- ur og undi sér bezt í faðmi fjöl- skyldunnar. Þau voru óþreytandi í að efla hvert annað á allan hátt og stóðu alltaf þétt saman. Það kom bezt í ljós í veikindum Einars sem hann gekk í gegnum án þess að æðrast, með Önnu sér við hlið, sem aldrei kvartaði. Á sinni stuttu samleið gáfu þau hvort öðru meira en margur gefur á langri ævi, svo missir hennar er mikill nú. Við, fjölskylda Önnu, vorum stolt og ánægð þegar Einar kom inn í okkar litlu en samrýndu fjöl- skyldu, sem virðist nú svo miklu minni þegar hann er kvaddur hinzta sinni. Saman áttum við margar góðar stundir sem geym- ast í minningunni um þennan ljúfa dreng sem hefur nú lokið lífshlaupi sínu langt um aldur fram. Því meiri gleði, því meiri sorg, því hlýtur sorgin að vera mikil nú því sannarlega var gleðin mikil. En það er huggun harmi gegn að með tímanum sefast sorgin en eft- ir lifir minningin um allt hið góða og fallega, og hún iljar um ókomna tíð. Tengdaforeldrar Einars þakka honum samfylgdina og biðja hon- um Guðs blessunar. Við þökkum Einari samfylgdina sem var allt of stutt, en skilur mikið eftir og við biðjum góðan Guð að geyma hann. Elsku Anna, Arna, Anna Valdís, Helena Björk, Arndís og Indriði, megi góður Guð styrkja ykkur á sorgarstund. Gulla og Dóri Ég man ennþá daginn og stund- ina þegar við Einar hittumst fyrst. Ég kom frá Akureyri til að hitta þá félaga, Almar Grímsson og hann, því við ætluðum saman til Danmerkur að læra lyfjafræði. Þeir félagar tóku mér strax vel og frá þeirri stundu óx kunnings- skapur okkar fljótt og varð brátt að vináttu. í Kaupmannahöfn tóku við margar ógleymanlegar samveru- stundir, þar sem Einar var oft hrókur alls fagnaðar. Þótt hann væri oft dulur, var einstaklega gaman að vera með honum. Hann gat verið gáskafullur á góðri stund og aldrei man ég eftir að hafa hlegið meira en með Einari. Én lífið á námsárunum í Kaup- mannahöfn var ekki bara dans á rósum. Sennilega hef ég kynnst Einari bezt þegar viö þurftum að stappa stálinu hvor í annan 1 nám- inu. Allt fór þó vel og það voru glaðir og bjartsýnir félagar sem gengu út í hlýtt vorið að loknum prófum. Þegar heim kom skildu leiðir. Ég fór til Akureyrar en Einar hóf störf í Pharmaco hf. Vegna starfa okkar tölum við saman í síma nær vikulega í nokkur ár og hjá honum fékk ég fréttir af félagsmálum stéttar okkar. Um 1970 kom upp sú hugmynd hjá okkur félögum, Einari, Almari og mér, að stofna saman fyrir- tæki. Atvikin höguðu því svo að þeim buðust önnur störf er útilok- uðu þá frá því að standa að þessu fyrirtæki. Én þeim félögum á ég það að þakka að ég rek í dag eigið fyrirtæki sem Einari var ætíð annt um að gengi vel. • Ég veit að aðrir munu rekja störf og ættir Einars og mun ég því aðeins stikla á stóru. Hann tók mikinn þátt í störfum fyrir Lyfja- fræðingafélagið og var brautryðj- andi í starfi sem forstöðumaður lyfjabúra ríkisspítalanna. Hann var skipaður á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins í nefnd, sem gera skyldi tillögur um endurskipulagningu í lyfjasölu- málum. Eftir skipun Einars í nefndina reyndi talsvert á vináttu okkar og við deildum um hríð hart um leiðir í lyfsölumálum, en þegar grannt var skoðað vorum við sam- mála um markmiðin. Það sýnir bezt vináttu Einars að skömmu eftir þetta sýndi hann mér vin- arbragð sem átti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir fyrirtæki mitt. Það sem er mér ógleymanlegast við kynni mín af Einari var bar- átta hans við þann sjúkdóm sem að lokum leiddi hann til dauða. Barátta hans var í senn hetjuleg og fagur vitnisburður um trú Ein- ars og önnu eiginkonu hans. Oftar en einu sinni töldu læknar komið að leiðarlokum. Við Einar vissum að lyf og læknavísindi gátu náð langt í að lækna alvarleg mein, en oftar en einu sinni greip voldugri hönd inn í atburðarásina, þannig að Einar og fjölskylda hans fengu þrátt fyrir allt mörg yndisleg ár saman. Ég veit að Anna er Guði innilega þakklát fyrir þessi ár. Dugnaður hennar og umhyggja fyrir Einari er einhver fegursti vottur um ást og tryggð sem ég hef séð. Þannig hafa kynni okkar Einars verið stundir, þar sem áhyggjur og sút voru á bak og burt, en einnig stundir, þar sem við héldumst í hendur er hann stóð við dauðans dyr. Skömmu fyrir jól heimsótti ég Einar á Borgarspítalann og þá bað hann mig um að dvelja lengi hjá sér. Mér þótti innilega vænt um þessa síðustu bón hans. Ég þakka Einari allar samveru- stundirnar. Ég trúi því einnig að við eigum eftir að dvelja lengi saman. Guð blessi minningu Einars og styrki ástvini hans í þeirra miklu sorg. Guðmundur Hallgrímsson Þegar síminn hringdi, miðviku- daginn 2. janúar, og mér var til- kynnt lát vinar míns Einars Bene- diktssonar, þyrmdi yfir mig í fyrstu. Þessi símhringing var þó sú, sem ég hafði óttast í nokkrun tíma að hlyti að koma, eftir að hafa fylgst með veikindum Einars í gegnum árin. Hetjan var fallin. Það einvígi sem Einar háði við hin mjög svo skæða andstæðing og sem hlaut lokum að sigra, lýsir sliku ein- stöku hugrekki og lffsþrótti, að þeir sem á horfa lúta 1 lotningu. Kynni okkar Einars hófust á unglingsárum okkar er við báðir hófum nám í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, gamla Stýrimanna- skólanum. Svo vildi til að hvorug- ur okkar var mjög kunnugur þeim ungmennum sem á þessu hausti settust á skólabekk, báðir úr öðru byggðarlagi, ef svo má að orði komast. Vð urðum því sessunautar öll gagnfræðaskólaárin og tengd- umst vináttuböndum, sem haldið hafa síðan og aldrei borið skugga á. Einar fæddist á Hofteigi á Jök- uldal þar sem foreldrar hans bjuggu stórbúi. Þau voru Benedikt Gíslason bóndi, skáld og fræði- maður, gjarnan kenndur við Hof- teig og Geirþrúður Bjarnadóttir, útvegsbónda á Akranesi. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur muna sjálfsagt hin miklu umsvif sem Benedikt hafði í ritstörfum sfnum, bæði sem fræðimaður og rithöf- undur og lét hann oft til sín heyra í fjölmiðlum. Hann syrgir nú son sinn f hárri elli. Þegar fundum okkar Einars bar saman, hafði fjölskylda hans flutt suður og búið sðr heimili í Mjóstræti í Reykjavík í hjarta bæjarins, svo meiri Reykvíkingur gat Einar ekki orðið ef miðað er við staðsetningu. Reyndar grunar mig að Einar hafi alla tíð haft mjög sterkar taugar til gamla bæjarins. Eg minnist ótal ferða minna í gegnum Grjótaþorpið á leið i skól- ann, þar sem ávallt var komið við hjá Einari og saman gegnum við svo upp Öldugötuna. Þegar litið er til baka til þess- ara ára streyma minningarnar að. Ferðir okkar út í KR-heimili til að æfa handbolta, kvöld eftir kvöld. Keppnisferðir innanlands og utan. Gönguferðir kringum Tjörnina, hring eftir hring, þar sem lífsgát- an var leyst án mikillar fyrirhafn- ar. Skíðaferðir, veiðiferðir. í fáum fátæklegum orðum sem þessum verður maður að láta nægja minningu þessara yndis- legu ára. Einar var fágætur félagi. í félagslífinu varð Einar fljótt áberandi, enda félagslyndur, og með ríka tilfinningu fyrir gildi samstöðunnar, hvert sem litið var. Hann var manna glaðastur á góð- um degi, og ég get auðveldlega kallað fram í huga mér hláturinn hans, smitandi, hvellan og sterkan. Kannske með ofurlitlum stríðnisblæ, ef hann vildi svo við hafa. Eftir stúdentspróf frá MR ákvað Einar að nema lyfjafræði, og lá því leiðin fljótlega til Dan- merkur í skóla þar. Leiðir okkar skildu því í bili. Báðir vorum við pennalatir á þess- um árum, svo við létum nægja að hittast á sumrin og stórhátíðum. Alltaf var vinatryggð hans sú sama við okkur öll á Laufásvegin- um. Á námsárum sínum í Kaup- mannahöfn kynntist Einar fyrri konu sinni, Stellu Jóhannsdóttur, og þau giftu sig 1962 og eignuðust þrjú börn. Eru tvö á lífi, þau Arndís og Indriði. Mér er kunnugt um að oft var erfitt að vera náms- maður erlendis á þessum árum, ekki síður en nú, en saman stóðu þau hjónin að því markmiði að koma heim að loknu námi og taka til höndunum. Það gerðu þau svo 1967 og Einar hóf starf hjá Pharmaco, sem forstöðumaður lyfsöludeildar. Á næstu árum gegnir Einar ýmsum trúnaðar- störfum fyrir LFÍ og ritar fjölda greina og hugleiðingar í blöð og tæknirit. Hann var í stjórn LFI um tíma. Árið 1977 stofnsetur Einar svo lyfjaverslun í Hveragerði og þá með aðstoð seinni konu sinnar, önnu Guðlaugar Ólafsdóttur, lyfjatæknis. Þau reistu sér glæsi- legt heimili þar eystra og önnuð- ust iyfjasölu til nærliggjandi byggða. Þau eignuðust eina dótt- ur, örnu Guðlaugu. Einar starfar í Hveragerði allt til dauðadags af mikilli elju, ósérhlífni og sjálfs- aga, ekki sfst þegar tekið er tillit til þess, að fljótlega fer að bera á hinum vonda sjúkdómi. Við hlið hans stóð þá Ánna og er ekki að efa að hennar mikla hjálp og hvatning hafi hjálpað til að gera Einari kleift að heyja sína bar- áttu, enda talaði hann mikið um umhyggju hennar i sfðasta sinn sem ég hitti hann, þá á sjúkrahúsi hér í borg. Einnig bar hann þakk- arhug til stéttarbræðra sinna, sem ávallt voru reiðubúnir til hjálpar. Ég kveð vin minn með þakklæti f huga fyrir samverustundirnar og við Fríða sendum öllum aðstand- endum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Stefán Þ. Stephensen Leiðrétting í minningargrein um Annie Helgason sem birtist f sunnudags- blaði 13.1. er rætt um að embætti bæjarfógeta, lögmanns og borg- ardómara hafi tekið breytingum f aldanna rás. Þótt það sé að vísu rétt á þó að standa f greininni að embættin hefi breyst í áranna rás.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.