Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 Sterkari sjálfsmynd í tilefni bókar Waynes W. Dyer, „Elskaðu sjálfan þig“ Eftir Hannes HUmarsson Sé minnst á sálfræði dettur víst flestum í hug Freud og sálkönnun. En fleiri stefnur eru til innan sálfræðinnar. Ein slík nefnist raunveruleikastefna (reality ther- apy). Helstu einkenni þessarar stefnu eru: — Að einstaklingurinn taki ábyrgð á sér. — Að orsaka togstreitu sé ekki að leita í dulvitundinni. — Ekki er tekið tillit til fortíðar- innar og afneitað er að hún hafi áhrif á nútíðina. — Að einstaklingurinn uppfylli sínar þarfir. Fyrir um ári síðan kom út bók sem nefnist „Elskaðu sjálfan þig;“ eftir sálfræðinginn Wayne W. Dyer. Þessi bók byggir að miklu leyti á raunveruleika- stefnunni. Bókin er í 12 köflum og segir höfundurinn að hver kafli sé eins og tími í sálfræðilegri ráð- gjöf, til að auðvelda sjálfsnám. Það sem gengur í gegn um bók- ina eins og rauður þráður eru einkum 4 þemu: — Elskaðu sjálfan þig fyrst. — Fortíðin er liðin og verður ekki breytt. — Þú berð ábyrgð á sjálfum þér. — Þú hefur val. Öll framsetning bókarinnar er skýr og aðgengileg, en bókin er ágeng og stendur lesandann víða að verki og krefst oft sjálfskönn- unar. Mikill fjöldi dæma er í bók- inni, bæði úr daglegu lífi og úr meðferðarstarfi. Dæmi um viður- kenningarleit, það að vera háður fortíðinni. Dæmi um sektarkennd og áhyggjur, óttann við hið óþekkta og dæmi um venjubundið atferlisform. Dæmi um réttlæt- iskröfuna, um frestunarferli, um ósjálfstæði og um reiði. Lýst er vel sálfræðilegum ávinningum þess að velja framangreindar leiðir, en í stuttu máli má segja að ávinn- ingurinn sé: óvirkni, ósjálfstæði og stöðnun. Síðan er bent á nýjar leiðir nýtt val, sem tryggja þér virkt, sjálfstætt og þroskandi líf. Lítum nánar á innihald þessarar bókar. Aö taka ábyrgö á sjálfum sér Heilbrigði er eðlilegt ástand og afleiðing þíns vals. Tilgangur lífs- ins er að vera þú sjálfur, til þess þarft þú að bera ábyrgð á hugsun- um þínum og um leið tilfinning- , 1 Hannes Hilmarsson „Góö venja er aö vera sveigjanlegur. Boð og bönn hindra eðlilegt og virkt atferli. I>ú lætur stjórnast að utan, ef þú berö ekki ábyrgö á til- finningum þínum.“ um. Þú ert þinn eigin förunautur 24 tíma á sólarhring. Því ert þú mikilvægasti maðurinn í þínu lífi. Elskaðu sjálfan þig, en ekki í eig- ingjörnum tilgangi, heldur til að njóta lífsins og elska aðra. Þú stjórnar hugsunum þínum, hver annar ætti að gera það? Tilfinn- ingar eru afurð hugsunar og því stjórnar þú þeim einnig, hver ann- ar ætti að gera það? Val á tilfinn- ingum er ekki lífsástand heldur persónufrelsi. Hamingja er eðli- legt ástand og það að vera ham- ingjusamur er að vera greindur. Þú þarft að vilja vera hamingju- samur og það getur tekið tíma og þarfnast þjálfunar. Því hamingja er ekki endilega þar sem hennar er leitað, heldur þar sem hana er að finna. Rétti tíminn til að vera hamingjusamur er núna. Þú hefur val til þroska. Þú stjórnar þeim kröftum, sem í þér búa til að ná hámarks þroska. Umhverfið stjórnar þér ekki, það ert því þú sem stjórnar eigin tilfinningum, atferli, hamingju og heilsufari. Óvirkni og neikvæðar tilfinningar hindra vöxt þinn. Þjálfun í and- legri hamingju er erfið og tekur tíma, en þú hefur val til að stjórna eða láta stjórnast. Ástin fyrst Til að elska aðra verður þú að geta elskað sjálfan þig. Það er því eigingirni og sjálfselska að rækta ekki sjálfan sig. Þú þarft bæði að hugsa um andlegan og líkamlegan þroska þinn. Hér er því ekki verið að hvetja til sjálflægni, (egósentr- isma). Ást er skilgreind þannig: „Hæfni og viljinn til að leyfa þeim, sem þér eru kærir að vera það, sem þeir velja sér, án þess að krefjast þess að þeir þóknist þér.“ Njóttu þess að vera þú sjálfur. Þú ert líkami þinn og veldu að hann sé dýrmætur og aðlaðandi í þínum augum. Ekki láta aðra gera þig óánægðan með sjálfan þig. Hvers hagur væri það? Vertu þú sjálfur á náttúrulegan máta. Þessi bók boðar að allir geti í raun allt. Allir geta lært. Veldu sjálfur að vera gáfaður, ef þú vilt. Það má segja að ákveðniþjálfun sé að segja um- hverfisöflunum stríð á hendur. En segja má að það séu sterkustu öfl- in til mótunar einstaklingsins, áð- ur en þú velur að móta þig sjálfur. I>ú þarft ekki á viður- kenningu að halda Ósk eftir viðurkenningu er ekki þörf heldur löngun, sem gerir þig óvirkan. Treystu sjálfum þér því það er virkni að hugsa sjálfur, frekar en að fallast á það sem aðr- ir segja. Sterk öfl í þjóðfélaginu geta mótað einstaklinginn til ósjálfstæðis, óöryggis og ytri stjórnunar. Það er hvort eð er ekki hægt að gera öllum til hæfis. Allt- af verða einhverjir þér ósammála. Því verður þú að þora að bera áb- yrgð á skoðunum þínum. Það er enginn mikilvægari en þú. Að vera óháöur fortíöinni Fortíðin er liðin, við getum skipulagt morgundaginn, en við lifum í dag. Þessi bók leggur ofur- áherslu á nútíðina. Á daginn í dag. Fortíðin er liðin, við breytum víst litlu þar og framtíðin er ókomin. Þú getur sigrast á öflum fortíðar- innar, því þú ert ekki óumbreytan- legur, þú hefur val. Gagnslausar tilfinn- ingar: Sektarkennd og áhyggjur Sektarkennd bindur þig við for- tíðina, en hún er liðin. Áhyggjur binda þig við framtíðina, en hún er ókomin. En við lifum í nútíð- inni, ekki í sektarkennd fortíðar- innar, né í áhyggjum morgun- dagsins. Áhyggjur og sektarkennd breyta ekki nokkrum sköpuðum hlut. Það eina, sem þessar tilfinn- ingar gera er að halda þér óvirk- um, en óvirkni er fánýtt atferli og sóun á tilfinningaorku. Tíminn til að vera hamingjusamur er núna. Aö kanna hið óþekkta Hið óþekkta er uppspretta vaxt- ar. Hið óþekkta er ekki hættulegt. Fordómar og fastheldni hindra vöxt. Fastheldni er stöðnun. Taktu áhættu. Öryggi er sama og enginn vöxtur. Raunverulegt innra öryggi er að óttast ekki hið óþekkta. Ytra öryggi er hlutir, innra öryggi er hamingja. Gerðu eitthvað nýtt. Mistakist þér, þá reynir þú bara aftur. Óþarfi er að óttast mistök, því mistök eru ekki til. Aðeins álit annarra. Enginn er fullkominn, hvort eð er. Fullkomleiki er ekki mannlegur eiginleiki, heldur guð- legur. Ávinningur af því að forð- ast hið óþekkta og gera eitthvað nýtt er að tryggja sig í að forðast ótta og kvíða. En andstæða vaxtar og þroska er óumbreytanleiki og andlegur dauði. Taktu því áhættu og gerðu eitthvað nýtt. Að ryðja venjuhindrun- um úr vegi Það eru ekki til neinar algildar reglur, lögmál eða siðvenjur. Þessi regla er engin undantekning frá því. Góð venja er að vera sveigjan- legur. Boð og bönn hindra eðlilegt og virkt atferli. Þú lætur stjórnast að utan ef þú berð ekki ábyrgð á tilfinningum þínum. Þá gerir þú aðra ábyrga fyrir tilfinningum þínum. Það eru ekki aðgerðir ann- arra, sem stjórna þínum tilfinn- ingum, heldur þitt val. Þú getur stjórnað þínum tilfinningum eða valið að láta aðra um það. Ásak- anir eru skálkaskjól til þess að losna við að taka ábyrgð. Allar ásakanir eru tímasóun. Þú verður að breyta þér. Enginn annar getur það. Þú ert alveg óbreyttur, þó þú skellir skuldinni á aðra og það verður allt óbreytt, nema þú gerir eitthvað uppbyggilegt í þínum málum. Réttlætisgildran Heimurinn er aldrei og verður aldrei eins og þú vilt hafa hann. Heimurinn er eins og hann er. Þú verður að sætta þig við þetta. Því fyrr því betra. Þú hefur val, þú getur sökkt þér í neikvæðar og óvirkar tilfinningar út af heims- ^^^^í«ré'ðs'ukaSertlanlí°^óUrr"arkað' // veitingahús, W//////////ÁW/// OMRON AFGREIÐSLUKASSAR Minni fyrirhöfn-meiri yfirsvn Við höfum að staðaldri yfir IO mismunandi gerðir af Omron afgreiðslukössum á lager. Allt frá einföldum kössum upp í stórar kassasamstæður. Omron afgreiðslukassarnir stuðla að aukinni hag- kvæmni og öryggi í viðskiptum. Þeir búa yfir stækkunarmöguleikum og sjáifvirkri tölvuútskrift sem skapar meiri yfirsýn og stuðlar að markvissari og betri rekstri. Nú er upplagt að slá til og fá sér afgreiðslukassa. Kynnið ykkur verðin - við veitum allar nánari upplýsingar f söludeildinni. £ A Á w * V SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgótu 33 - Simi 20560 'ZwOF' p“'™'377 málunum, eða verið hamingju- samur með ástandið eins og það er. Mikið óréttlæti hefur viðgeng- ist í heiminum öld eftir öld, fá- tækt, styrjaldir, drepsóttir, hung- ur, glæpir, vændi, morð, og eitur- lyfjaneysla. Það er ekki þar með sagt, að ekki skuli tekið á málun- um. Eingöngu að þú hefur val, þú getur tekið þátt í lífinu á virkan hátt, með því að vera hamingju- samur eða á óvirkan hátt með neikvæðni og uppgjöf. Gngin frestun framar Ef frestun á hlutum leiðir til óvirkni þinnar, þá framkvæmdu þá í dag. Frestun er listin að elta gærdaginn og forðast daginn í dag. Frestun er í raun sjálfsblekk- ing og flótti, því ekkert gerist af sjálfu sér, vandamálin haldast óbreytt og frestun getur breyst í tregðu sem lífsreglu. Tíminn til athafna er því núna. Lýstu yfir sjálf- stæöi þínu Uppeldi getur verið í átt til sjálfstæðis og markmið slíks upp- eldis er að gera foreldrana óþarfa með tímanum. Að foreldrar verði jafningjar barna sinna og vinir er börnin fullorðnast. ósjálfstæði stendur í vegi fyrir allri hamingju og lífsfyllingu. Og lífsfylling og hamingju öðlast maður við sjálf- stæði, ekki fyrir samruna við aðra persónu. ReiÖin kvödd Reiði er skilgreind: „Lamandi viðbrögð, sem menn beita þegar væntingum þeirra er ekki full- nægt.“ Afleiðingar reiði eru ým- iskonar. Líkamlegar: hár blóð- þrýstingur, magasár, útbrot, óreglulegur hjartsláttur, svefn- leysi og þreyta. Sálfræðilegar: Rofin ástarsambönd, hindruð tjá- skipti, sektarkennd, þunglyndi, og allskonar hindranir aðrar. Reiði er afleiðing hugsana og þú hefur val, getur hugsað öðruvísi. Reiði breytir ekki öðrum, heldur við- heldur sama atferli. Andstæðan við reiðina er hláturinn og hlátur- inn gerir lífið ánægjulegra. í lokakafla bókarinnar er lýst einstakling, sem stjórnast að inn- an og segja má að slíkur einstakl- ingur búi ekki yfir sjálfseyðileggj- andi atferli. Þessi bók er gagnleg lesning hafi lesandinn áhuga á að kíkja á óvirku punktana hjá sjálf- um sér. Hafir þú áhuga á því þá lestu bókina „Elskaðu sjálfan þig“ eftir Wayne W. Dyer. Til gamans má geta þess að lokum að út er komin önnur bók eftir sama höf- und er nefnist „Þekktu sjálfan þig“- llannes Hilmarsson er íélagsráð- gjafi og starfar hji deildum Kíkis- spítalanna. Sýning á „Orð í eyra“ Þriðjudagskvöld 15. janúar kl. 20.30 mun Theatr Taliesin halda sérstaka sýningu á verkinu „Orð í auga“ (A Word in the Stargazer’s Eye) til styrktar íslandsdeild Amnesty International á Kjar- valsstöðum. Farymann Brigs & Stratton Smádíselvélar 4,5 hö viö 3000 SN. 5.4 hö viö 3000 SN. 8.5 hö viö 3000 SN. Dísel-rafstöðvar 3.5 KVA og 5,2 KVA ^ l ■ @Q(uiiífla(U]§)(U)ir di(?)30D©©®IR) Vesturgötu 16, sími 14680.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.