Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 29 pínrgw Útgefandi nfrlfifcifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvln Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakið. Oryggi sjómanna Fáum þjóðum ætti að vera meira kappsmál en hinni íslensku að búa vel að sjó- mönnum. Að öryggi sjó- manna hefur einnig verið stuðlað með margvíslegu móti. Sjálfboðaliðastarf slysavarnafélaga um land allt sýnir best hug lands- manna í þessu efni, þeir eru reiðbúnir að leggja allt í söl- urnar til að bjarga þeim sem lenda í nauðum. En betur má ef duga skal. Matthías Bjarnason, samgönguráð- herra, hefur nú ákveðið að hrundið skuli í framkvæmd 17 tillögum frá öryggismála- nefnd sjómanna sem skipuð er þingmönnum úr öllum flokkum og starfað hefur undir formennsku Péturs Sigurðssonar, Sjálfstæðis- flokki. Þessar tillögur eru ólíkar að efni og snerta ekki allar öryggi sjómanna í þrengsta skilningi. Ýmsar þeirra miða að því að búa sjómenn betur undir starf sitt. Aðrar snerta útbúnað og tæki. Og enn aðr- ar rétt stjórnvalda til að halda uppi eftirliti með því að öryggisreglum sé fylgt. Af tillögunum má ráða, að nefndin hefur kynnt sér rækilega hvar skórinn krepp- ir að sjómönnum og síðan lagt sig fram um að mæla með úrbótum. Um þessar mundir standa yfir kjarasamningar á milli sjómanna og vinnuveitenda. Ekki eru líkur á því að auð- velt verði að finna lausn í þeim samningum sem öllum er að skapi. Sumir spá því að til verkfalla dragi á fiski- skipaflotanum þegar kemur fram í febrúar. Oryggismál sjómanna hafa oft verið ofar- lega J huga fulltrúa þeirra, þegar tekist hefur verið á um kaup og kjör. Með því átaki í þágu öryggismálanna sem nú hefur verið kynnt af þeim Matthíasi Bjarnasyni og Pétri Sigurðssyni ættu þau ekki lengur að vefjast fyrir þeim sem nú þrátta hjá sáttasemjara ríkisins. í frétt Morgunblaðsins um hinar nýju tillögur öryggis- málanefndar sjómanna sagði, að fjölmargir aðilar í sam- tökum sjómanna og úr röðum slysavarnafélaga og skólum sjómanna hafi fagnað tillög- um nefndarinnar „og bent á að með framkvæmd þeirra verði um algjöra byltingu að ræða í öryggismálum sjó- rnanna", eins og segir í frétt- inni. Hér er vísað til þeirra sem gerst þekkja. Ætti hverj- um manni að vera það fagn- aðarefni, að svo vel skuli hafa til tekist í nefndarstarfi allra þingflokka um jafn viðkvæmt mál og hér er um að ræða. Nú er þess beðið með nokkurri eftirvæntingu að framkvæmd tillagna öryggismálanefndar sjómanna verði í samræmi við þær miklu vonir sem við tillögurnar eru bundnar. Arfurinn frá Hjörleifi ær umræður sem orðið hafa vegna greinargerðar Finnboga Jónssonar, vara- manns Olafs R. Grímssonar, í stjórn Landsvirkjunar um umframorku og offjárfest- ingu fyrirtækisins hafa enn leitt þá einföldu staðreynd í ljós, að eftir orkuráðherratíð Hjörleifs Guttormssonar er ekkert samræmi milli mark- miða og leiða í orkumálum hjá þeim alþýðubandalags- mönnum. Ekki er óeðlilegt að menn hafi mismunandi skoðanir á því, hvernig að rekstri jafn mikilvægs fyrirtækis og Landsvirkjunar er staðið. Um það hve mikil umframorku- framleiðsla er nauðsynleg til að tryggja afhendingaröryggi í landskerfinu geta menn einnig deilt. Fráleitt er hins vegar að flokksbræður Hjör- leifs Guttormssonar og þeir sem stóðu honum nærri þeg- ar hann var í iðnaðarráðu- neytinu eins Finnbogi Jóns- son geti nú gengið fram fyrir skjöldu og krafist þess að lit- ið sé á hugmyndir og útreikn- inga þeirra sem stórasann- leika. Morgunblaðið tekur undir með Sverri Hermannssyni, iðnaðarráðherra, sem sagði í tilefni af greinargerð Finn- boga Jónssonar: „Það bregður heldur betur nýrra við nú. Hingað til hefur það verið salan til stóriðjunnar sem hefur að þeirra sögn íþyngt íslenskum orkuneytendum og hækkað verðið á orkunni. Nú allt í einu er búið að uppgötva nýjan stórasannleika. Nú heitir það hjá þeim offjár- festing í orkumálum sem ber alla sökina. Það var mikið að menn uppgötvuðu eitthvað nýtt í þessum efnum. En það vill þannig til, að beri einhver einkanlega ábyrgð á offjár- festingu, sem nú er verið að ásaka aðra um, þá er það fyr- irrennari minn, Hjörleifur Guttormsson, flokkur hans og fyrrverandi ríkisstjórn." Ólafur R. Grímsson, varaþing- maöur Alþýðubandalagsins, er for- seti og formaður framkvæmda- stjórnar alþjóðlegra samtaka þing- manna, sem kallast Parliamentari- ans for World Order eða þing- mannasamtök um heimsskipulag. Markmið samtakanna er að stuðla að heimsfriði fyrir tilstilli skuldbind- andi alheimslöggjafar er nái til allra þjóða heims í einu samfélagi með þingræðislegum aðgerðum. Samtök- in hafa bækistöð í New York. Þau láta til sín taka meðal þingmanna er sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. í kynningarbæklingi þeirra segir að samtökin nái til 650 þingmanna í 31 landi. Samkvæmt þeim gögnum sem Morgunblaðið hefur undir hönd- um um samtökin Parliamentari- ans for World Order (PWO) voru þau stofnuð á árinu 1980. Meðal hvatamanna að stofnun þeirra voru Douglas Roche, þingmaður frá Kanada, sem hefur látið til sin taka á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. í fyrstu að því er varðar samskipti þróaðra og þróunar- ríkja en síðar að því er varðar af- vopnunarmál. Roche er nú sendi- herra Kanada hjá Sameinuðu þjóðunum með afvopnunarmál sem verkefni. Hann hefur ritað bókina Politicians for Peace — Stjórnmálamenn til stuðnings friði, um störf PWO og þátt sinn í þeim. A REPOKT ON THE WORK Ol PARLIAMtNTARl VNS] Thp ptoriúertng spirii ol hts am estors is very much alivr tn < )!ah.u (inmsson, ahhough hc is a iho- roughly modcrn proftss- sor-turm*fi-pc.li(»< ian. In 1902, ai ihe agc oi 19, headed t ui srudy |X>!í»kal scienc* af Man • chesrer Univcrsiiy. Ii was a shock, hc. come from “a larn! of lishcrmen arnJ lar mers'’ 10 Manchestcr, att in- dusiriai t ity tór two centuries. Bui hc saw it as an oppoitunity. “To cxpcricncr thc ilumt arn.! sinokt’ hcipcíl mt* umlerstand cronomn K *n a way I toi.ild ncvei have done at Oxbridge." After takmg hts Ph . D. tn |.to!iiiea! sctern e froirt Manchcstcr ín 197Ö, hc wcnt hornc 10 estahlish a <iepart*nem of poiitical ami sociai scieruc at i.hc linivctsity of Iccland. In 1978 he jumpeti intoactivc poiitics. Hís grandfather had I.K't*n an archconscrvaiive, hís iather a !<:«:ai counoílor and ntorc progressive. itn cssemia! asfu-it restutng fcurope from rccession ‘ It was a vast success . . the tnosi extensívc rcsolution thc Councii has passcti." a\ major c.oni'crence v-ill follow in laie 1983 un- dcr Ootttiv.il ol F.u ropc auspiccs ott ■‘fcutopc's conrrit>ution towanJs ihc | improveme.ni of North- • Sooth relattnns ancJ hct- j ter prescrvation of ihc earth’s physicai resooíccs. ’’ This is, hc explains, part of the ; growittg h’eling that fcairope (whkh piovides j tnoxt aid an<l has 4-0 pcrccnt of thc voiing ; sircngth in chc IMfc) should Ik> prcpared to act ; independemly oi ihc Urtiicd States. Icelamiic Mfcs cmly became aware of j fcVVO in May, when they reccived a copy ol the i CaliJot Gíobaf Survwai, bui they los» little riine in gatheríng 20 signatures, syrnboitcally i'ive frorn each party. Grimsson joincd spokesmen frotn two other parries in tahiing for debate a rff frotn Iceiand cconormcs and caiis, m Kynningargreinin um Ólaf R. Grímason í bæklingi Þingmannaaam taka um heimsskipulag. The Five Continent Peace Initiative On May 22. 1984, in a simultaneoas •ítate.ment <>n ftve cnntiiu*nts, the natkmaJ leaders of Vrgentina, (rreece, hniia, Mcxico, Sweden, aml i ajtzanía annouwwi a new effort to lialt tht- miclear arms racc and move tnwanis disarmainent. t'alling for a eomplete hah in the tcstJng, prodnetion, and dcplnymcnt of nndcar weapotw and dt'lívcry vcbidea, thc six PresidentA and Frimt* Ministcrs commJttcd thcmsches ttt ‘Mo mer>thing in onr |M>wer ttt facititatc agrwment among rhe ntideai- weapons sutes”. tfrganixcd by ParÖatncnUriaiw for VVorJd Order, this Jnitíative offers for the ftrst time tlm possibility «>f an eft'edive tiiirti party aetlng itt fhe higliest level tt> brr'ak the nuciear deadloek. Pariiamentarians for Worid Order Forseti þingmannasam- taka, sem berjast fyrir nýrri skipan heimsmála Douglas Roche var kjörinn al- þjóðlegur formaður PWO 1980. Nú hefur hann látið af því starfi og titillinn verið lagður niður. í fyrra var Ólafur R. Grímsson kjörinn forseti og formaður framkvæmda- stjórnar PWO, en áður hafði Ólaf- ur gegnt formennsku í fulltrúa- ráði samtakanna. Hlutverk fram- kvæmdastjórnarinnar er m.a. að ráða samtökunum framkvæmda- stjóra. Hún hittist að minnsta kosti þrisvar á ári til að ræða starf samtakanna og framkvæmd þeirra ákvarðana sem teknar eru af fulltrúaráðinu, en það kemur minnst einu sinni á ári til fundar. Sérhver þingmaður eða vara- þingmaður sem hefur setið að minnsta kosti einu sinni á þingi á yfirstandandi kjörtímabili getur gerst félagi í samtökunum. Þessir íslenskir þingmenn og varaþingm- enn eru þar þátttakendur: Guð- mundur Einarsson, Bandalagi jafnaðarmanna, Guðrún Agnars- dóttir, Samtök um kvennalista, Árni Gunnarsson, Alþýðuflokki, Kristófer Már Kristinsson, Bandalagi jafnaðarmanna, Heigi Seljan, Alþýðubandalagi, Ragnar Arnalds, Alþýðubandalagi, Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðu- bandaiagi, Svavar Gestsson, Al- þýðubandalagi og Ólafur R. Grímsson, Alþýðubandalagi. Nöfnin er fengin úr félagaskrá samtakanna. í framkvæmdastjórn samtak- anna sitja með Ólafi R. Gríms- syni: Tom Downey, í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, Silvia Hernand- es frá Mexíkó, Relus Ter Beek, frá Hollandi, Michael Wamalwa frá Kenya, en þau fjögur bera forseta- titil hjá PWO, Berkley Bedell, fulltrúadeild Bandaríkjaþings, gjaldkeri, og Keith Best frá Bret- landi, sem er formaður fulltrúa- ráðsins. Starfshættir í kynningabæklingum samtak- anna er starfi þeirra lýst þannig, að þau starfi sem umræðuvett- vangur, þrýstihópur og frumkvæð- isaðili alþjóðlegra aðgerða. 1) Um- ræður fari fram á fundum sem samtökin gangast fyrir í tenglsum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. 2) Sem þrýstihópur vinna félagar í samtökunum að því í heimalöndum sínum að afla markmiðum samtakanna stuðn- ings bæði að því er varðar örygg- ismál og aðstoð við þróunarlöndin. 3) Þá vinni samtökin að því á al- þjóðavettvangi að vekja athygli á málstað friðar. í því skyni söfnuðu þau nöfnum þingmanna undir Call for Global Surivival — Ákall í þágu lífs á jörðu — 1982 og efndu til funda með ráðamönnum i Moskvu og Washington. Á síðasta ári beittu þau sér fyrir fimmálfu frumkvæði í þágu friðar. Þá rituðu Olof Palme, Svíþjóð, Andreas Pap- andreou, Grikklandi, Indira Gandhi, Indlandi, Raoul Alfonsin, Argentínu, Julius Nyerere, Tans- aníu, og Miquel de la Madrid, Mex- íkó, allt stjórnarleiðtogar, undir friðarhvatningu. Stendur fundur þessara manna eða fulltrúa þeirra fyrir dyrum á Indlandi. Tilgangur í kynningarbæklingum þing- mannasamtaka um heimsskipulag segir á ensku þegar eðli þeirra er lýst: „International Network of Legislators Committed to the Goal of World Peace Through World Law“, sem mætti þýða á íslensku á þennan veg: Alþjóðleg samtök þingmanna sem vilja berj- ast fyrir heimsfriði með tilstyrk alþjóðalaga. Af bók Douglas Roche má sjá, að hugmyndin að baki samtak- anna fæddist í Kanada og samein- ar hún þingmenn þar í landi, hvort heldur þeir tilheyra flokki íhaldsmanna eða frjálslyndra. Grunnhugmyndin á rætur í skoð- unum þeirra manna sem telja, að því aðeins sé unnt að tryggja frið í heiminum, að stofnað sé til eins- konar Sambandsríkja eða Banda- ríkja veraldarinnar. Þannig hefur Douglas Roche til dæmis fengið friðarorðu samtaka sem nefnast World Federalist Association — Samtök um sambandsríki verald- arinnar. Douglas Roche segir frá því í bók sinni, að hann hafi sætt árás- um heima fyrir í Kanada vegna þátttöku í starfi PWO. Hann hafi meðal annars verið sakaður um það að vilja fórna sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti Kanada- manna fyrir einhver óskilgreind alheimssamtök ríkja. Segir Roche að hann og kanadískir félagar hans í PWO hafi látið gera kynn- ingarblað um PWO, þar sem helstu árásarefnunum var svarað á þennan veg: „Við erum því ekki fylgjandi að stjórn mála í Kanada verði falin alheimsrikistjórn, við erum ekki Marxistar, við erum ekki fylgismenn einhliða afvopn- unar, við erum ekki landráða- menn.“ Douglas Roche telur núverandi skipan í heiminum þurfa að breyt- ast á þann veg, að þjóðir afsali sér hluta af sjálfsákvörðunarrétti sín- um í hendur alþjóðastofnunar. Til þess að þingmenn geti unnið að því að koma á nýrri skipan heims- mála þurfi þeir að hafa vettvang og tæki sem unnt sé að nota án þess að vera bundinn af þeim skorðum sem hagsmunir og stefna einstakra ríkja setji þeim, þessi vettvangur séu samtökin Parlia- mentarians for World Order — Þingmannasamtök um heims- skipulag. Þátttaka og fjárhagur í kynningarblaði samtakanna segir, að í PWO séu nú 650 félagar frá 31 landi, það er að segja: Ástr- alíu, Belgíu, Bólivíu, Kanada, Costa Rica, Danmörku, Vestur- Þýskalandi, Frakklandi, íslandi, Indlandi, írlandi, Ítalíu, Jamaica, Japan, Kenýa, Mexíkó, Hollandi, Nýja-Sjálandi, Noregi, Perú, Fil- ippseyjum, Spáni, Svíþjóð, Sviss, Thailandi, Bretlandi, Bandaríkj- unum, Venezúela, Zaire, Zambíu og Zimbabwe. Daglegum rekstri samtakanna er stjórnað frá skrifstofu þeirra í New York. í bæklingum PWO er eftirtöldum aðilum m.a. færðar þakkir fyrir fjárstuðning: Bank of Montreal, Bell Canada, Brascan Ltd., Canadian National Railways, Canadian Pacific Air, Ethel og Philip Klutznick góðgerðasjóðnum, Fund for To- morrow, Max og Anna Levinson sjóðnum, Miriam og Ira D. Wall- ach sjóðnum, National West- minster Bank. Telesat, UAP Inc., Union Gas Ltd., Boehm sjóðnum, Bydale sjóðnum, Jewish Commun- al sjóðnum, J.C. Penney sjóðnum, Scherman sjóðnum, Stern sjóðn- um, Centre for Economic and Social Studies in the Third World, Royal Bank of Canada, NOWA. Kynningin á Ólafi í bók Douglas Roche er að finna æviatriði þeirra sem fremstir voru í starfi PWO á þeim tíma sem hún var rituð (1983). Þessi æviágrip eru einnig birt að hluta í kynn- ingabæklingi samtakanna. Þar segir meðal annars um ólaf R. Grímsson: „Brautryðjendakraftur forfeðra hans setur sterkan svip á Ólaf Grímsson, þótt hann sé einstak- lega nútímalegur prófessor sem hefur snúið sér að stjórnmálum." Sagt er að 19 ára gamall hafi hann haldið frá íslandi til há- skólanáms í Manchester í Bret- landi. „Það var áfall, segir hann, að koma frá „landi sjómanna og bænda“ til Manchester, tveggja alda gamallar iðnaðarborgar. En hann taldi þetta einstakt tæki- færi. „Að kynnast fátækrahverf- unum og reyknum auðveldaði mér að skilja hagfræði með allt öðrum hætti en í Oxbridge.““ Með orðinu „Oxbridge" vísar ðlafur til bresku háskólanna frægu í Oxford og Cambridge. Frá því er skýrt, að Ólafur hafi snúið til íslands eftir að hafa lokið doktorsritgerð í stjórnmálafræð- um 1970 „og tekið sér fyrir hendur að stofna stjórnmála- og félags- vísindadeild við Háskóla Islands." Þá segir: „1978 lét hann til skarar skríða í stjórnmálum með virkri þátttöku. Afi hans hafði verið há-konserv- atívur, faðir hans sat í sveitar- stjórn og var framsæknari. Hann var sjálfur kosinn á lista hins sósíalíska Alþýðubandalags, og varð formaður þingflokks þess. í því felst að á meðan nokkrir af 11 þingmönnum flokksins sitja í þriggja flokka samsteypustjórn hefur hann forystu fyrir hinum í uppbyggilegri („constructive") gagnrýni." Þá er störfum Ólafs á vettvangi Evrópuráðsins lýst. Síðan segir: „íslenskir þingmenn kynntust starfi PWO fyrst í maí (1982 innsk. Mbl.) þegar þeim barst ein- tak af Call for Global Survival — Ákalli í þágu lífs á jörðu — en þeir létu hendur standa fram úr erm- um og söfnuðu tuttugu nöfnum undir ákallið, fimm frá hverjum flokki. Grímsson og talsmenn tveggja annarra flokka sameinuð- ust um að leggja fram til umræðu ályktunartillögu um frystingu kjarnorkuvopna og alhliða af- vopnun sem byggðist á ákallinu. Eftir fund PWO í nóvember sneri hann heim og beitti sér tafarlaust fyrir því að ísland slægist ekki í hóp annarra NATO-ríkja í and- stöðu við frystingartillöguna á all- sherjarþingi SÞ. Grímsson trúir staðfastlega á gildi einstaklingssamskipta í stjórnmálum til að breyta stefnu ríkisstjórna; þess vegna segir hann að PWO sé á „heillavænlegri braut með því að taka tvö mál (af- vopnun og þróunarmál“ upp á sína arma og stofna til náinna per- sónulegra kynna meðal þeirra sem þegar aðhyllast málstaðinn." Sagt er að Grímsson kasti af sér oki hversdagsins með því að ganga og renna sér á skíðum. „Stormar og hressandi veður á vesturhluta íslands gera manni kleift að slappa af,“ er haft eftir ólafi og síðan segir: „Kannski, ef maður er af Víkingakyni." Tillagan á Alþingi Haustið 1982 fluttu þeir Ólafur R. Grímsson, Guðmundur G. Þór- arinsson, Framsóknarflokki, og Árni Gunnarsson, Alþýðuflokki, en enginn þeirra á lengur sæti á Alþingi, tillögu til þingsályktunar um nauðsyn afvopnunar og tafar- lausa stöðvun á framleiðslu kjarn- orkuvopna. Efni hennar er á þá ieið að Al- þingi lýsi yfir stuðningi við áskor- anir þingmanna frá fjölda þjóð- þinga þar sem kjarnorkuveldin eru hvött til að stöðva þegar í stað framleiðslu á kjarnorkuvopnum og allar tilraunir með þau. Jafn- framt hvetji Alþingi til samninga um alhliða afvopnun undir alþjóð- FimmáHu frumkvæði í þágu friðar eigna forvígismenn Þingmannasamtaka um heimsskipulag sér. Hér birtist mynd af forsíðu éróðurs- bæklings um frumkvæðið sem samtökin hafa sent fré sér. legu eftirliti, þar sem meðal ann- ars verði samið um eftirfarandi: 1) Myndun alþjóðlegrar eftirlits- stofnunar sem með nýtingu gervi- hnatta og reglubundnum eftirlits- ferðum væri fær um að fylgjast með framkvæmd afvopnunar og upplýsa brot á hinu alþjóðlega samkomulagi. 2) Stofnun þróunarsjóðs sem veitti fjármagni, sem áður var ætlað til hernaðar, til að hjálpa fátækum ríkjum heims þar sem tugir milljóna manna deyja úr hungri á sama tíma og árleg heild- arútgjöld til hernaðar í heiminum nema yfir 500.000 milljónum doll- ara. Þá segir í tillögunni, að Alþingi hvetji til þátttöku í alþjóðlegu samstarfi þingmanna og almanna- samtaka þar sem kröfur um kjarnorkuafvopnun og útrýmingu fátæktar úr heiminum eru megin- stefnumál. í greinargerð tillögunnar er vís- að til þess að fyrir nokkrum árum hafi verið „stofnuð alþjóðasamtök þingmanna sem sérstaklega beita sér fyrir afvopnun og aukinni þróunaraðstöð. Samtökin bera heitið Parliamentarians for World Order.“ Talin eru upp nöfn frammámanna samtakanna og greint frá aðgerðum þeirra, sem hér hefur þegar verið lýst. Ekki er getið um aðild neinna íslendinga að samtökunum og þess er einnig látið ógetið, að þingsályktunartil- lagan nær aðeins til tveggja þátta af fimm sem mynda kjarnann í Call for Global Survival — Ákalli í þágu lífs á jörðu —. Fyrir utan eftirlitsstofnunina og þróunar- sjóðinn er þetta lagt til í ákallinu: Þjóðir afvopnist að því marki að vígbúnaður þeirra nægi til að tryggja innra öryggi. Komið verði á fót alheims- friðargæsluliði sem sé fært um koma afvopnun í framkvæmd og hindra alþjóðlega árás, en liðs- menn verði ráðnir sem einstakl- ingar. Komið verði á fót virku kerfi heimsdómstóla og gerðardóma til að skera úr þrætum milli þjóða. í ákallinu eru kjarnorkuveldin hvött til að leita eftir tímabund- inni frystingu allra þjóða á til- raunum, framleiðslu og beitingu kjarnorkuvopna og tækjum sem geta flutt þau, á meðan ekki tekst samkomulag um niðurskurð kjarnorkuvopnabirgða. Því er lýst yfir að frysting kjarnorkuvopna sé skýrt og raunhæft skref sem unnt sé að stíga tafarlaust. Ekki verður séð af þingtíðind- um, að tillaga þeirra Ólafs, Guð- mundar og Árna hafi komið til umræðu á Alþingi. Flutningsmenn fylgdu henni ekki einu sinni úr hlaði með ræðum. í bók Douglas Roche er birtur listi yfir þá þingmenn sem ritað höfðu nafn sitt undir ákallið fyrri hluta árs 1983 og þar má sjá nöfn þessara íslendinga: Guðmundur Bjarnason, Fram- sóknarflokki, Sighvatur Björg- vinsson, Alþýðuflokki, Steinþór Gestsson, Sjálfstæðisflokki, Ólaf- ur R. Grímsson, Alþýðubandalagi, Guðmundur J. Guðmundsson, Al- þýðubandalagi, Karl Steinar Guðnason, Alþýðuflokki, Árni Gunnarsson, Alþýðuflokki, Birgir ísl. Gunnarsson, Sjálfstæðis- flokki, Geir Gunnarsson, Alþýðu- bandalagi, Guðrún Helgadóttir, Alþýðubandalagi, Jón Helgason, Framsóknarflokki, Páll Péturs- son, Framsóknarflokki, Helgi Seljan, Alþýðubandalagi, Jóhanna Sigurðardóttir, Alþýðuflokki, Pét- ur Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, Guðmundur G. Þórarinsson, Framsóknarflokki, Salome Þor- kelsdóttir, Sjálfstæðisflokki. Alls eru þetta 17 nöfn: 4 úr Sjálfstæðisflokknum, 4 úr Fram- sóknarflokknum, 4 úr Alþýðu- flokknum og 5 úr Alþýðubanda- laginu. Islenska hljómsveitin: Operutónleikar ÍSLKNSKA hljómsveitin heldur tvenna tónleika í þessari viku. Þeir fyrri verða haldnir í Bústaöakirkju rimmtudagskvöldið 17. janúar kl. 20.30 og eru það jafnframt fimmtu áskriftartónleikar hljómsveitarinnar í Reykjavík. Síðari tónleikarnir verða í Hafnarfjarðarkirkju laugar- daginn 19. janúar kl. 14.00. Miðar verða seldir við innganginn að báð- um þessum tónleikum. Á efnisskrá tónleikanna eru tvær kammeróperur eftir tvö af þekktustu tónskáldum Frakka á þessari öld. Það eru óperurnar Socrate, “drame symphonique“ eöa sinfónískt drama eftir Erik Satie og Le Diable Boiteux, kammer-gamanópera, sem hér er flutt i konsertformi, eftir Jean Francaix. Verk þetta er talið í fyndnasta lagi, eins og segir í frétt frá íslensku hljómsveitinni. Þessi verk hafa ekki verið flutt hér á landi áður. Auk þeirra verður frumflutt tónverkið Þúfubjarg eftir Kjartan Ólafsson, en verkið samdi hann nú í haust að tilhlutan hljómsveitarinnar. Þúfubjarg byggir á þjóðsögunni um viðskipti Kolbeins Jöklaskálds og kölska þar sem þeir sátu á Þúfubjargi undir Jökli þegar brim gekk hæst og kváðust á. Þeir sem koma fram á tónleik- unum auk hljómsveitarinnar eru Kjartan Olafsson tónskáld. Verk hans Inífubjarg verður frumflutt á tónlcikum íslensku hljómsveitarinn- ar nú í vikunni. Jón Þorsteinsson tenórsöngvari, sem starfar í Hollandi, Bruce Kramer bassasöngvari sem starf- ar i Bandaríkjunum, Sigrún Hjálmtýsdóttir, sem stundar nám í Englandi, Elísabet F. Eiríksdótt- ir, Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Margrét J. Pálmadóttir. Stjórn- andi verður Marc Tardue aðal- stjórnandi tslensku óperunnar. Sjálfvirkt val úr bflasímum á næsta leiti? „Verið að kanna málið,“ segir yfirverkfræðingur Pósts og síma SJÁLFVIKKT val úr bílasímum gæti orðið að raunveruleika á næsta ári. Að sögn Ólafs Tómassonar, yfir- verkfræðings hjá Pósti og síma, er mál þetta í vinnslu og erfitt að segja til um hvenær sjálfvirkt val yrði mögulegt, en þó væri verið að athuga nokkur kerfi. „Þeir, sem þegar eru komnir með bílasíma halda áfram með núverandi kerfi, sem er handvirkt. Það er svipað og þegar verið er að setja upp sjálf- virk kerfi víðs vegar um landið, það eru enn staðir, sem hafa ein- ungis handvirkt val,“ sagði ólafur. „Það gæti verið, að sjálfvirkt kerfi fyrir bílasima verði komið í notk- un á næsta ári, en það er of snemmt að fullyrða nokkuð um það.“ Bjarni Ágústsson, tæknifræð- ingur hjá Heimilistækjum, sem selja bílsíma, sagðist fagna því ef notendum bílsíma yrði gefinn kostur á sjálfvirku vali. „Ég óttast það mest, að tekið verði upp það kerfi, sem nú er í notkun á Norð- urlöndum, því það er að verða úr- elt,“ sagði Bjarni. „Heppilegast væri að taka strax í notkun kerfi, sem er í notkun í Mið-Evrópu og Norðurlandaþjóðirnar eru að koma upp hjá sér.“ Bjarni sagði, að engum kaup- anda bílasima hefði verið lofað að hann gæti síðar meir notfært sér sjálfvirkt kerfi. „Kostnaður við að breyta þeim símum, sem nú eru í notkun er svo mikill, að betra væri að kaupa ný tæki. Ég held, að ef sjálfvirkt val verður tekið upp, þá komi það eigendum bilasíma á höfuðborgarsvæðinu helst til góða, því fjölmargir þeirra sem eru með síma í bifreiðum sínum hafa keypt sér hann vegna þess að sjálfvirkt kerfi Pósts og síma á þeirra heimaslóðum er ófullkomið. Það er t.d. áberandi hversu margir Keflvíkingar hafa fengið sér bíl- síma, enda er oft erfitt að ná símasambandi til og frá Suður- nesjum með sjálfvirku vali,“ sagði Bjarni Ágústsson. Skreiðarskuldir Nígeríumanna: 255 milljónir á leið hingað NÍGKRÍUMKNN eru nú að grynnka á skuldum sinum við skreiðarfram- leiðendur hér á landi. Þeir hafa ný- lega sent áleiðis hingað greiðslur að upphæð 6,3 milljónir dollara eða rúmlega 255 milljónir íslcnskar. Um síðustu áramót námu skuld- ir Nígeríumanna við framleiðend- ur hér heima vegna útflutnings ársins 1983 22 milljónum dollara, eða tæpum 900 milljónum króna. Með þessari greiðslu, sem aðallega er tií framleiðenda innan Skreið- arsamlagsins og Skreiðardeildar Sambandsins, lækkar skuld Níg eriumanna því rúmlega um fjórð- ung.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.