Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 Sigurbjarni Tómas- son — Minning Fæddur 10. september 1910. Dáinn 9. janúar 1985. Látinn er föðurbróðir okkar Sigurbjarni Tómasson eða Bjarni frændi eins og við kölluðum hann alltaf okkar í milli. Hann fæddist á Gilsstöðum í Hrútafirði þann 17. september 1910, elstur þriggja barna hjónanna Sigríðar Bjarna- dóttur og Tómasar Jörgenssonar. Systkini Bjarna eru Dýrfinna og Hans og hálfsystir þeirra er El- ínborg Tómasdóttir. Bjarni frændi ólst upp á Borð- eyri og fór snemma að taka til hendinni. Ungur flutti hann til Reykjavíkur og vann þar hin ýmsu störf eins og algengt var um menn af hans kynslóð. Hann hóf störf hjá Bifreiðastöð Steindórs árið 1934 og vann þar meðan kraftar leyfðu. Þann 1. október 1933 kvæntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni Gíslínu Guðmunds- dóttur og eignuðust þau fimm börn, þau Sigurbjörn Hreiðar, Guðmund Vigni, Sigurð Tómas, Hafstein og Guðrúnu Erlu, sem öll hafa komist vel til manns. Þegar horft er til baka líða um hugann ýmis minningabrot. Þann- ig hlökkuðum við ávallt til jóla- boðanna hjá Gillu og Bjarna frænda, þar var mannmargt og glatt á hjalla enda þau með af- brigðum gestrisin. Ennfremur reikar hugurinn til sameiginlegs ferðalags fjölskyldnanna sem verður okkur ógleymanlegt svo og ýmissa samverustunda annarra bæði í gleði og sorg. Hann var hrókur alls fagnaðar á gleðistund- um hann frændi okkar, en stilltur á sorgarstundum er á reyndi. Hann var einn af þessum heil- steyptu mönnum sem var alltaf hægt að reiða sig á. Fyrir okkur var hann Bjarni frændi alveg sérstakur, svo ljúfur og góður við okkur og alltaf sýndi hann áhuga á því sem við höfðum fyrir stafni í hvert sinn. Síðasta árið var erfitt bæði frænda okkar og fjölskyldunni allri, því hann + Móöir okkar, tengdamóöir og amma. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi, ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, SIGURBJARNI TÓMASSON, Laugaveg 149, Hólmgaröi 114, lést 30. desember sl. Úttör hefur tariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar sem lést þann 9. þ.m., veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju þriöju- látnu. daginn 15. þ.m. kl. 15.00. Þökkum auösýnda samúö. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Félag sykursjúkra. Siguröur Sigurösson, Hafdfs Svavarsdóttir, Gfslfna Guömundsdóttir, Hafþór Svavarsson, Hreiöar Sigurbjarnason, Svavar Svavarsson, Vignir Sigurbjarnason, Kolbrún Svavarsdóttir, tengdabörn og barnabörn. Siguröur Sigurbjarnason, Hafsteinn Sigurbjarnason, Erla Sigurbjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. -L Móöir okkar, + HALLDÓRA JAKOBSDÓTTIR 1 kaupkona, Faöir okkar, Marargötu 7, MAGNÚS INGIMARSSON, lést á heimili sinu aö morgni 13. janúar. Ólöf Helga Benónýsdóttir, Hjördfs Halldóra Benónýsdóttir. húsasmföameistari, Hlfóarvegi 36, Kópavogi, veröur jarösunginn fimmtudaginn 17. janúar kl. 11.30 f.h. frá Akraneskirkju. Bára Magnúsdóttir, Helga Magnúsdóttir, t Eiginmaöur minn. Ingimar Magnússon, Anna Magnúsdóttir, Steinunn Magnúsdóttir, Bjarki Magnússon. PÉTUR EINARSSON, Stórhoiti 24, lést á Landspitalanum 12. janúar sl. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Guóbjörg Oddsdóttir. + Móöir okkar, fósturmóöir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGURMUNDSDÓTTIR 1 Súluhólum 2, + veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 16. janúar kl. 15.00. GÍSLI SIGURDSSON Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélagiö. frá Hjaróarbóli, Akranesi, Ingibjörg Ólafsdóttir, andaöist á Dvalarheimilinu Höfða 11. janúar sl. Kristfn Olafsdóttir, Ólafur Jóelsson. Aóstandendur. + Móöir min, + SIGURLAUG M. JÓNASDÓTTIR JÓHANNA GUNNARSDÓTTIR, fyrrum útvarpsstjórafrú, Hörgshlfö 18, sem lést 10. janúar, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni er látin. fimmtudaginn 17. janúar kl. 13.30. Gunnar Gunnarsson. Björg Jónasdóttir Sen, Jón Sen, Jónas Jónasson, Sigrún Siguróardóttir, Kolbrún Jónasdóttir J. og barnabörn. Okkar elskulegi faöir, tengdafaöir og afi, ■ ÁGÚST ELÍSSON, _L NjálsgötU 49. verður jarösunginn frá Hallgrimskirkju þriöjudaginn 15. janúar kl. 13.30. 1 Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐRÚN ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR Þórdfs K. Ágústsdóttir, frá Jörfa, Kolbeinn Kolbeinsson Kambaseli 40, og börn. Reykjavfk, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 16. janúar kl. Lokað Ólafur Ingimundarson, Hrefna Carlson, Ólöf Ingimundardóttir, Kári Pálsson, í dag frá kl. 13.00-15.00 vegna jaröarfarar Guömundur Ingimundarson, Bettý Snæfeld, Svala Ingimundardóttir, Gestur Sigurgeirsson, FRIÐRIKU SIGURÐARDÓTTUR. Þuríöur Ingimundardóttir, Grettir Gunnlaugsson, I. Pálmason hf., Ármúla 36. Gylfi Ingimundarson, Þorgeröur Tryggvadóttir, Ómar Ingimundarson, Erla Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. var farinn að kröftum og orðinn svo veikur. Elsku Gilla, fjölskyldan öll og systkini. Við samhryggjumst ykk- ur að hafa misst hann — eftir lifir minningin um heilsteyptan og góðan mann, sem víst er að verður okkur að leiðarljósi. Frænda okkar þökkum við af heilhug samfylgdina. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt“. (V.B.) Bróðurdætur í dag fer fram frá Bústaða- kirkju í Reykjavík útför Sigur- bjarna Tómassonar eða Bjarna Tomm, eins og hann var ávallt kallaður meðal ættingja og vina sinna. Stundum getur dauðinn verið líkn í þraut eins og nú var raunin á. Allir ástvinir og kunningjar fylgdust náið með hinni hörðu baráttu, sem háð var af mikilli karlmennsku og djörfung, sem einkenndi Bjarna. Bjarni var fæddur 17. septem- ber 1910 á Gilsstöðum við Hrúta- fjörð. Fluttist hann á fyrsta ári með foreldrum sínum til Borðeyr- ar og ólst þar upp. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur árið 1929. Hann kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Gíslínu Guðmunds- dóttur, þann 1. okt. 1933 og eign- uðust þau 5 mannvænleg bðrn, fjóra drengi og eina stúlku, sem öll eru uppkomin og hafa skapað sér sín eigin heimili. Bjarni var hamingjusamur í sína einkalífi og þau hjón gengu samtaka í gegnum lífið og mat hann konu sína mik- ils. Hún bjó honum gott og frið- sælt heimili og studdi hann i öll- um hans veikindum, létti honum baráttuna eins og kostur var á þar ti lyfir lauk. Þeim sem fæddust á fyrstu tug- um aldarinnar fækkar nú óðum og er það lífsins saga, þó sérhvert dauðsfall virðist alltaf koma okkur á óvart. Bjarni var einn af þeim, sem upplifði tvenna tímana, því engan óraði fyrir þeim miklu breytingum og framförum, sem orðið hafa á með okkar þjóð. Við lifum nú i velferðarþjóðfélagi. Bjarni tilheyrði þeirri kynslóð sem þurfti snemma að vinna hörð- um höndum sér til lífsviðurværis við erfiðar aðstæður. Hennar merki var atorkan sjálf holdi klædd. Kynni okkar Bjarna hófust er ég gerðist starfsmaður hjá Bif- reiðastöð Steindórs um áramót 1950, þannig að kynni okkar hafa staðið í 34 ár. Unnum við náið saman í 22 ár og segir það sig sjálft að margar eru minningarn- ar frá þessum umfangsmikla vinnustað, því flestar eru þær bundnar við störf okkar frá þeim dögum og því persónubundnar. Bjarni var góður félagi, ósérhlíf- inn, fljótur að rétta hönd þar sem þörfin var. Hann var ávallt glaður og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, drengur góður, hvort sem um var að ræða í starfi eða leik. Ég vil sérstaklega þakka lækn- um og hjúkrunarfólki á Landa- kotsspítala alla umönnun, ástúð og kærleika, sem það sýndi honum í hans ströngu og erfiðu veikind- um. Við hjónin og fjölskylda mín vottum Gillu og öllum ættingjum Bjarna okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. í æðri stjórnarhendi er það, sem heitt í hug þú barst. Guð blessi lífs þíns brautir, þitt banastríð og þrautir og starfs þíns mark og mið. Við hugsum til þín hljóðir. Að hjarta sér vor móðir þig vefur fast og veitir frið. (E.B.) Ragnar Elíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.