Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 15. JANtJAR 1985 37 Þegar - eftir Grtm Karlsson Allar þjóðir reyna að ná fót- festu sem auðvelda þeim útflutn- ing, einskonar heimsstimpil. Má nefna sem dæmi Frakka með tísku- og snyrtivörur, Svía með sænska stálið og kúlulegur. Sjötíu og fimm prósent af út- flutningi íslendinga er fiskur, og fyrir þessa framleiðslu höfum við öðlast heimsstimpil. Þó er eins og við viljum ekki vera það sem við erum heldur eitthvað annað sem við getum ekki orðið. Sjávarútvegurinn getur ekki iengur látið gjaldeyri af hendi eða aflað hans gegn afborgunum, þar sem skráð gengi er fyrsta greiðsla og aðeins hluti af þeim kostnaði sem kostar að afla hans. Aðrar afborganir ganga undir ýmsum nöfnum sem tengjast erfiðleikum eða neyð, því þá er gjaldeyririnn farinn fyrir lítið. Þeir sem stjórna landinu og setja leikreglurnar verða svo að skattleggja stokka og steina og yfirleitt allt sem þeim dettur í hug. Þetta flækir málið og gerir undirstöðureksturinn óör- uggan og vonlausan, þótt reynt sé að láta þetta skrölta. Reikn- ingarnir fyrir frekari greiðslu upp í kostnaðinn verða ekki fluttir út, þeir berast inn á heimilin í land- inu um siðir eins og allir aðrir skattar sem það opinbera leggur á. Við höfum allt of lengi búið við tvennskonar gengi, það er stað- reynd sem við getum viðurkennt, með tvennskonar gengisskráningu eftir því til hvers nota á gjaldeyr- irinn. Hvort framleiðsuverð á gjaldeyri er hátt eða lágt er upp verður staðið vandamál sem sjávarútvegur get- ur ekki tekið á nema hann sé lát- inn í friði, það er allt sem þarf, ef það er ekki um seinan. Allir ein- staklingar munu hætta í sjávar- útvegi ef fram heldur sem horfir, og stjórnun og þekking innan frá mun hverfa. Neyðarráðstafanir í sjávarútvegi er það kallað þegar greitt er upp í framleiðsluverð á gjaldeyri. Þetta er öfugmæli. Neyðarráðstafanirnar eru vegna þess að þeir sem nota erlendan gjaldeyri fengu hann án þess að greiða fyrir hann kostnaðarverð. Eins og við skráum sölugengi á gjaldeyri ættum við líka að skrá framleiðslugengi og glíma við vandann strax. Við gerum það hvort sem er og komumst ekki hjá því. Það ætti líka að flokka inn- flutning og gjaldeyriseyðslu. Þá kemur í ljós hverjir eiga að geta borgað fullt verð fyrir gjaldeyrir- inn strax í stað þes að velta því yfir á einhverja aðra gegnum rík- issjóð út í þjóðlífið eins og fólk hefur fengið að finna fyrir. Erlendar skuldir verða ekki greiddar, né nauðsynlegur inn- flutningur, nema með útflutningi. Þess vegna er sjávarútvegurinn ekki vandamál heldur bjargráð þjóðarinnar. Bandaríkjamenn áttu á öldinni sem leið einhverja fremstu fiskveiðimenn sem veiddu meðal annars hér við land, en hættu veiðum um tíma, og komast nú ekki af stað aftur án aðstoðar þeirra er stöðugt hafa haldið þræðinum. Munu þeir þó vera fær- ir í flestan sjó varðandi efni og tækni. Fiskveiðar eru langur og harður skóli. Hann er ekki á fastalandinu, hann er á því vota. Þar taka menn við reynslu og þekkingu genginna kynslóða, að aðlaga aðstæðum og nútíma tækni. Þarna úti má segja að nýtt námsefni sé á hverjum degi. Þótt margir verði nokkurs vísari á löngum tíma mun engum endast ævin til að nema allt. Þess vegna má þráðurinn ekki slitna. Þegar menn koma í land eftir að hafa verið þarna úti í áratugi, fyrst sem nemendur og síðar kennarar, án þess að gera nokkrar kröfur nema til sjálfra sín, ættu þeir að njóta þess í einhverju þeg- ar endanlega er komið í land. í þjóðarveislunni margfrægu, sem stendur raunar enn, varð sparifé landsmanna að engu. Þessi leið var valin vegna heimskreppu. Það er vitað hverjir töpuðu og hvað miklu. Verði reynt að inn- heimta þessa peninga, sem ekki eru til, er verið að krefja fólkið um nýtt fjármagn, ekki til að greiða réttum eigendum, heldur til ráð- stöfunar úr ríkissjóði öðru sinni. Með meiri verðbólgu en hjá ná- grönnum okkar tókst að halda uppi fullri atvinnu i takmarkaðan tíma, en þegar erlendar lántökur og lækkandi kaupmáttur bættust við fórum við yfir tímamörkin. Talað er um að rannsaka þurfi kjaraskiptingu, en fyrst ætti að athuga verkaskiptinguna. Veruleg röskun á verkaskiptingu er ef til vill það atriði sem nágrannar okkar óttuðust meira en tíma- bundið atvinnuleysi. Þetta atriði verður ekki skilið frá verðbólgu og erlendum skuldum og mætti fá meiri umfjöllun. Ég sé ekki sam- hengi milli raunvaxta á sparifé ef menn mega svo ekki breyta því í Grímur Karlsson, „Erlendar skuldir verða ekki greiddar né nauð- synlegur innflutningur nema með útflutningi. Þess vegna er sjávarút- vegurinn ekki vandamál heldur bjargráð þjóðar- innar.“ aðstöðu til þjónustu eða fram- leiðslu. Atvinnuhúsnæði er ekki fjár- magn því peningunum var eytt við að koma því upp fyrir nútíð og framtíð ef einhverjir verða þá eft- ir sem vilja framleiða eitthvað annað en kröfur á samfélagið. Ef einhverjum tækist að lifa eftir settum leikreglum í þjóðfélaginu í dag þá væri það maður sem á ekki neitt, hefur miklar tekjur, en má ekki gera neitt. Alvarlegt áfall og álitshnekkir voru síðustu kjarasamningar. Hvernig í ósköpunum er hægt að snúast gegn góðum áformum við fyrstu batamerki sem birtast í því að veikburða atvinnulífið var grunað um að leita aftur jafnvæg- is með því að ráða til sín fólk frá ríkisgeiranum. Það eru ekki nema tvær leiðir í þessu efni, annarri hefur verið hafnað. Hin leiðin er að ríkið bjóði út sem allra mest af sinni starfsemi í smáum og stór- um einingum. Heilsugæslu og um- önnun aldraðra verður að undan- skilja. Það þurfa allir þess með. Þeir sem ekki deyja ungir verða gamlir. Það verður að leysa úr þessum vanda. Sá hluti þjóðarinn- ar sem framleiðir 75% af gjald- eyri landsins er uppgefinn. Þjóðin horfir þögul upp á síðasta og versta vandræðaævintýrið sem ekki hefur tekist að stöðva, því nú eyðum við sparifé ókunnugs fólks í útlöndum. Þjóðin þekkir þessa sögu vel, hún hefur lifað hana. Þeir sem sömdu leikreglurnar bera ábyrgð- ina en ekki þjóðin sem mun þurfa að axla afleiðingarnar um mörg ókomin ár. Þess vegna er nauðsynlegt að byrðunum verði nú þegar réttlát- lega skipt. Þegar erlendar skuldir eru orðnar eins og allt íbúðarhús- næði í landinu verður ekki séð hverjir tapa hverju, eða allir öllu, fyrr en upp verður staðið. 5. janúar 1985, Grímur Karlsson, skipstjórí í Njarðvik. áramót - eftir Svein Guðmundsson Ýmislegt kemur í hugann þegar litið er yfir farinn veg á árinu sem er nýliðið. Ekki er ætlunin að skrifa annál ársins 1984 eða spá fram í tímann. Hér verður aðeins fjallað um það sem í hugann kem- ur. Veðurfar ársins var milt, en þó hefði úrkoma mátt vera minni um heyskapartímann. Við megum hafa það hugfast að ísland er eitt stormasamasta land veraldar. í haust heyrði ég vísu eftir ólínu Magnúsdóttur, kennara á Kinn- arstöðum, og er hún svona: Grænkar seint um grund og hól grár er líka hjallinn. hefur stolið helgri sól höfuðborgarkallinn. Félagslíf hefur verið heldur bágborið. Erfiðara virðist vera að finna tíma fyrir félagsstörf, enda áhugi þverrandi. Sennilega eiga myndböndin einhvern þátt í þess- ari þróun og við fylgjumst með hér, því að á svæðinu eru 4 myndbandaleigur. Myndbönd geta verið góð eða vond í eðli sínu og séu þau rétt notuð er af þeim ávinningur. Nýlega sá ég grein í norsku byggðarblaði sem heitir „Setesdöl- en“ og var yfirskrift greinarinnar: „Videovald öydelegg b&de mann- eske og samfunn." I þessari grein kemur fram að ofbeldiskennsla í sumum þessara mynda sé orðið að gífurlegu vandamáli. Myndbanda- Íeigur hafa verið hér á íandi svip- að og í Noregi reknar án eftirlits. Hingað vestur hafa þessar myndir ekki borist. Lífsins saga er jafnan kafla- skipt. Stundum eru mildir sumar- vindar og svo koma aðrir kaflar sem nepjan getur orðið býsna köld. Á íiðnu ári hafa sumir notið hlýjunnar en aðrir fengið að kenna á nepjunni og eftir því sem sögusviðið færist nær grípa at- burðir sögunnar okkur fastari tök- um. Eitt afstæðasta orð sem ég þekki er orðið friður, en margir hrópa það orð án þess að skilja eða hugsa út í hvað orðið getur merkt. Stjórnandi vill frið og skiptir þá ekki máli hvort hann er réttlátur eða ógnarstjórn. Bandaríkjamenn og Rússar vilja hafa frið til þess að búa til fleiri aldauðavopn. Stjórn Suður-Afríku vill hafa frið til þess að troða á mannréttindum svartra samborgara. Friður sem ekki er byggður á fullkominni virðingu fyrir náunganum er falskur friður eða múgsefjunar- orðagjálfur. Byggingaframkvæmdir hér um slóðir hafa verið þónokkrar. Dval- arheimilið á Reykhólum varð fokhelt á árinu. Utihús byggð í Múla í Gufudalssveit og 3 íbúðar- hús á Reykhólum eru í smíðum. Einnig hafa verið á ferðinni fleiri framkvæmdir svo sem lögð hita- veita að Grund í Reykhólasveit. Er það ekki umhugsunarvert að þrátt fyrir alla menntun og hinar margumtöluðu gáfur íslendinga þá hefur ekki verið rætt um að skipuleggja sitt eigið land. Von- andi er menntun ekki aðeins út- flutningsvara og allt umtalið um gáfurnar aðeins venjuleg sjálf- hælni. Ef þéttbýli skal mynda má ekki vera lengra á milli þéttbýlisstaða en um 100 km. Með orðinu þéttbýli á ég við staði sem hefðu 1000 til 2000 íbúða innan sinna marka. Það er staðreynd að nær öll orka og fjármagn þjóðarinnar hefur farið í það að byggja upp Stór- Reykjavík. Fjárstreymið og fólks- flutningar þangað hafa verið og eru enn óstöðvandi. Hins vegar er nú svo komið að ekki verður geng- ið lengra og við sem viljum nýta landið og öll gæði þess verðum að spyrna við fótum. Þéttbýli er svo til* nýtt fyrirbrigði hjá okkur að í Sveinn Guðmundsson því höfum við ekki neina hefð. Þéttbýli hefur helst myndast í kringum hafnir þar sem von var að ná fiski á land. Þó hafa þéttbýl- isstaðir myndast á krossgötum. Samanber Egilsstaði. Nú er svo komið að þörf er á að stjórna því hvar þéttbýli skal vera á fslandi. í kringum hvern þéttbýlisstað þarf að vera öflugur landbúnaður með góðar samgöngur og góð menntun- arskilyrði. Milli þéttbýlisstaða þurfa að vera góðar samgöngur, góð og fjölþætt menningarstarf- semi. Um það hefur verið talað að leiðrétta það óréttlæti sem er í kjördæmamálum. Fyrir mér má lögfesta að allir þingmenn fslend- inga séu búsettir í Reykjavík. Það er ekki málið fyrir dreifbýlisfólk. Dreifbýlisfólk hlýtur að fara að huga að því, ef ekki verður vart við stefnubreytingu í kerfinu, að stofna þverpólitísk samtök og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Fyrir 12 árum leit svo út að öll Austur-Barðastrandarsýsla . væri á hraðri leið með að fara í eyði. Þá kom Þörungavinnslan sem oft hef- ur verið nefnd í sambandi við óreykvíska fjárfestingu. Satt var það að hér var um áhættufyrir- tæki að ræða vegna þess að hér var farið inn á nýjar brautir og margir óhnýttir endar. Þetta fyrirtæki hefur eflt byggð í kring- um Breiðafjörð og eflt fjárstreymi þangað, en fjárstreymi hefur líka verið til Reykjavíkur í sambandi við reksturinn. Tap á rekstri er ekki meira en svo að úr má bæta. Það verður líka að hafa það í huga að Þörungavinnslan er með hrá- efnisvinnslu sem alltaf er ill greidd og er í sterkri samkeppni við erlenda aðila. Hér er ég búinn að taka allstóra lykkju á leið mína, en áfram skal haldið. Sveitirnar við ísafjarð- ardjúp standa mjög höllum fæti. Byggðamál þar eru ekki tekin þeim tökum sem þarf. Stuðla þarf að öflugum byggðakjarna, þar sem heitt vatn rennur óbeislað til sjáv- ar og hafnarskilyrði eru. Styrkja þarf uppbyggingu byggðakjarna á Barðaströndinni. Búðardal þarf að efla sem þjónustumiðstöð fyrir Dalasýslu og kæmi þá sennilega léttur iðnaður helst til greina. Svona væri hægt að láta gamminn geisa áfram, en ekki verður haldið lengra á þessari braut nú. Taka verður upp nýja og hald- betri stefnu 1 vegamálum. Hvernig væri að skýra málin fyrir þeim sem vegina eiga að nota, hvers vegna og af hverju vegurinn skuli lagður þarna og hvergi annars staðar. Þetta gæti orðið tilbreytni fyrir vegagerðarhönnuði. Já, í fullri alvöru. Það er kominn tími til þess að hlusta á skoðanir og óskir sveitmanna. Ég nota hér orð- ið sveitamaður, þó að ég viti að margir þéttbýlismenn noti það í neikvæðri merkingu og er það komið inn í orðabækur sem orð er merkir mann sem ekki kann að haga sér í fjölmenni. Einu sinni var það tíska að út- lendingar sem læra vildu tungu landsmanna var ráðlagt að vista sig á venjulegum sveitabæ. Nú er öldin önnur. Nú er farið að tala um það í alvöru að réttast væri að leggja niður íslenska tungu og taka enskuna upp í staðinn og gera hana að móðurmáli okkar. Það verður að segjast eins og er að ekki er það sýnilegt að þær þjóðir sem hafa tapað móðurmáli sínu hafi aukið veg sinn við enskuskipt- in. Ef ekki er höfð full aðgæsla gæti svo farið að við íslendingar töluðum enskt hrognamál eftir 20 til 40 ár. Ein skemmtilegasta frétt sem ég las á árinu (í norsku blaði) frá íslandi var af ættingjum Loch Ness-skrímslisins scm rjúpna- veiðimenn sáu við Kleifarvatn í byrjun október. Tvö dýr lík selum, voru stærri en venjulegur hestur en líktust hundum i hreyfingum. Helgi Hallgrímsson náttúrufræð- ingur sagði að það væru margar gamlar sögusagnir um ófreskju í Kleifarvatni. Svona sögur saka engan og ég hefði miklu frekar viljað fá að sjá viðtal við rjúpna- veiðimennina í sjónvarpinu en einhverjar hryllingsmyndir utan úr heimi. Gleðilegt ár. Sreinn Guðbrandsson er fréttarit- ari Mbl. í Reykhólum. Grikkir selja Khadafy vopn Aþenu, 12. jnaúar. AP. STJÓRN Andreas Papandreou upplýsti á fostudag að hún hefði ákveðið að selja Líbýumönnum vopn og hergögn að andvirði 500 milljónir dollara. Voru samningar undirritaðir er ráðuneytisstjóri í varnarmálaráðuneytinu var í tveggja daga heimsókn í Líbýu í desember. Talsmaður grísku stjórnarinn- ar sagði að hér væri um hergögn er „eingöngu yrðu notuð í varn- arskyni". Mun hér m.a. um að ræða hertrukka, loftvarnarvopn og varðbáta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.