Morgunblaðið - 16.01.1985, Side 2

Morgunblaðið - 16.01.1985, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985 Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda: Mótmælir ríkis- styrkjum norsks sjávarútvegs SOLUSAMBAND íslenskra fisk- framleiðenda hefur ritað Matthíasi A. Mathiesen, viðskiptaráðherra, bréf, þar sem lýst er yfir áhyggjum Kjaradeilur BHM og lækna í Kjaradóm KJARADEILUM Bandalags há- skólamanna og Læknafélags íslands vegna lausráðinna sjúkrahúslækna var vísað til Kjaradóms sl. fostudag. Samningar aðila eru lausir í febrúar næstkomandi. Bæði stétt- arfélögin töldu sig hafa reynt til þrautar beinar samningaviðræður við ríkisvaldið undanfarnar vikur en þær báru ekki árangur, að því er Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, sagði í samtali við blaðamann Mbl. Gert er ráð fyrir að dómur Kjaradóms muni liggja fyrir á allra næstu vikum. vegna þróunar mála á Portúgals- markaði. í bréfinu segir að Norðmenn sæki nú hart á Portúgalsmarkað og hafi nýlega gert samning við Portúgali um mikið magn af salt- fiski á þessu ári. Stjórn SÍF sam- þykkti eftirfarandi bókun á fundi sínum sl. föstudag: „Stjórn SÍF lýsir miklum áhyggjum vegna sí- vaxandi opinberra styrkja til sjáv- arútvegsins í Noregi og hjá öðrum keppinautum okkar. Vftgna þess- ara ríkisstyrkja geta framleiðend- ur í þessum löndum selt fram- leiðslu sína undir kostnaðarverði og halda þannig verði á íslenskum fiski lægra en ella væri. Stjórn SÍF óskar þess, að öll tækifæri verði notuð til að vekja athygli viðkomandi aðila á því, hve mjög þessir ríkisstyrkir skaða hags- muni íslands." Matthías Á. Mathiesen sagði að hann hefði rætt þessi mál við viðskiptaráðherra Noregs í haust. „Ég mun nota fyrsta tækifæri til að ítreka skoðun íslendinga á þessu við ráðamenn í Noregi," sagði viðskiptaráðherra. Deilt um úthlutun skelfiskvinnsluleyfis: Tilbúnir þegar kallið kemur Félagar í hinum ýmsu hjálpar- og björgunarsveitum leggja mikið á sig til að fjármagna starfsemi sína og til að halda tækjabúnaði í sem beztu lagi. A dögunum tóku Flugbjörgunarsveitarmenn sig til og gáfu alla vinnu sína við að lagfæra þennan forláta Merzedes Bens. Eflaust á hann cftir að koma í góðar þarfir þegar mest á ríður. Grundfirðingar byrj- aðir veiðar og vinnslu Fm Ut»#i r1 imh■ ki■ mááki ■ t *■■ >■ r.■ a■ i c ■■■■■'■■■> Frá Hirti Gíslaqrni, blaAamanni Mbl. í GnindarflrAi, 15. janúar TALSVERÐ óánægja er nú komin upp í Stykkishólmi og víðar á Snæfellsnesi í kjölfar úthlutunar skelfiskvinnsluleyfis til Hraðfrystihúss Grundarfjarðar, en fyrir eru sex skelfiskvinnsiustöðvar við Breiðafjörð. Hraðfrystihús Grundarfjarðar hefur þegar hafið veiðar og vinnslu, en hefur ekki fengið upp- gefið leyfilegt aflamagn. Pétur Ágústsson, skipstjóri í Stykkis- hólmi, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann vonaðist til þess að sjávarútvegsráðherra sæi að sér, flokkaði leyfisveitinguna sem embættisafglöp og drægi hana til baka. Skelfiskvinnslumenn í Stykk- ishólmi óttast að með leyfisveit- ingunni skerðist afla- og vinnslu- kvóti þeirra, þar sem miðin eru nú talin fullnýtt og óvarlegt að mati fiskifræðinga að auka veiðina. Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri í Stykkishólmi, segir leyfisveiting- una stangast á við orð Halldórs Ásgrímssonar á síðasta ári, en þá hefði hann sagt að fjölgun Ólöglegar útvarpsstöðvar: Fjórar stöðvar enn í rannsókn FORRÁÐAMÖNNUM fimm útvarpsstöóvanna sem starfrsektar voru tímabundið í verkfalli opinberra starfsmanna í október sl. hafa enn ekki verið birtar ákærur ríkissaksóknara sem sagt var frá í fjölmiðlum í fyrri viku. Jónas Kristjánsson ritstjóri, einn forráðamanna stöðvarinnar „Fréttaútvarpið", sem skv. fréttum er einn hinna ákærðu, sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gærkvöld að hann hefði enga ákæru séð og vissi ekki um máiið annað en það, sem birst hefði í fjölmiðlum. Ekki er útilokað að forráðamenn fleiri stöðva muni á næstunni sæta samskonar opinberum ákærum og þeim sem birtar hafa verið yfir for- ráðamönnum stærstu stöðvanna í Reykjavík og á Akureyri. Ríkissak- sóknari bíður nú niðurstöðu rann- sókna á starfsemi fjögurra stöðva til viðbótar, sem kærðar voru á sín- um tíma af Póst- og símamála- stofnuninni og Ríkisútvarpinu. Jónatan Sveinsson saksóknari sagði í gær að ekki hefði verið að- hafst í öðrum málum en þeim, sem kærð hefðu verið af Ríkisútvarpinu eða Pósti og síma. „Hingað hafa ekki borist aðrar kærur en á hendur þessum tilgreindu útvarpsstöðvum og svo kapalsjónvarpskerfi Video- son hf. á sínum tíma. Embætti ríkis- vinnslustöðva við Breiðafjörð kæmi ekki til greina. í lögum um sjávarafla segði að ný skelfisk- vinnsluleyfi yrðu ekki veitt við Breiðafjörð nema aflaaukning yrði eða samdráttur í vinnslu. Nú væri um hvorugt að ræða. Halldór Jónasson, fram- kvæmdastjóri Þórsness hf., sagði leyfisveitinguna óraunhæfa, þar sem næg afkastageta væri fyrir hendi í öðrum vinnslustöðvum til að mæta hugsanlegri aukningu i veiði. Ellert Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Sigurðar Ágústs- sonar hf. í Stykkishólmi, sagði að skelfiskvinnslustöðvar við Breiða- fjörð væru þegar of margar. Leyf- isveitingin gengi auk þess gróflega á svig við gildandi lög og hann tryði ekki öðru en þetta yrði end- urskoðað. Guðni Jónsson, framkvæmda- Athugaður möguleiki á frönsku sjón- varpi hér „ÞETTA ER möguleiki, sem vert er að athuga," sagöi Ragnhildur Helga- dóttir, menntamálaráðherra, í samtali við Mbl. í gærkvöldi um hugsanlegan möguleika á að ná frönskum sjón- varpssendingum hérlendis. „Þetta hefur ekki verið athugað af íslenskri hálfu en ég óskaði í dag eftir því við útvarpsstjóra að þessi möguleiki yrði kannaður ásamt fleirum," sagði hún. „Hér er um að ræða samsetta dagskrá frá mörgum frönskum sjónvarpsstöðvum, sem Frakkar hyggjast senda í gegnum ECS-fjar- skiptahnöttinn á annarri rás en þeirri, sem Norðmenn fá til um- ráða.“ Ragnhildur sagði að til að ná gervihnattasendingum þyrfti við- bótarbúnað við jarðstöðina Skyggni í Mosfellssveit. stjóri Hraðfrystihúss Grundar- fjarðar, sagði að skelfiskvinnslu- menn í Stykkishólmi gætu ekki ætlast til þess að fá að einoka ákveðnar afurðir úr Breiðafirði, en hann skildi þó sjónarmið þeirra. Hann sagði að alls fengju um 35 manns vinnu við veiðar og vinnslu og hefði leyfið ekki fengist hefði það komið harkalega niður á mönnum í kjölfar skerðingar á þorski vegna kvótakerfisins. Kristján Pálsson á sæti í at- vinnumálanefnd Ólafsvíkur. Hann sagði að nefndin hefði sótt um leyfi fyrir Hraðfrystihús Ólafsvík- ur fyrir hálfu öðru ári, en þeirri umsókn hefði verið hafnað. Hann kvaðst því undrandi á að Hrað- frystihúsi Grundarfjarðar hefði verið veitt leyfi, því skelin hefði minnkað á þessum tíma og því enn meiri ástæða til að hafna slíkri beiðni nú. Sjö sinnum í gæzlu í fyrra Á ÁRINU 1984 voru kveðnir upp 128 úrskurðir um gæsluvarðhald að kröfu RLR við hina ýmsu héraðsdómstóla auk dómstóls í ávana- og fíkniefna- málum, þó flestir við Sakadóm Reykjavíkur. Samtals voru 79 einstaklingar úrskurðaðir til að sæta gæslu- varðhaldi, þar af 28 tvisvar eða oftar, ýmist með framlengingu fyrri úrskurðar, vegna rannsóknar nýrra mála eða vegna síbrota- starfsemi. Af þeim 28 einstakling- um, sem úrskurðaðir voru oftar en einu sinni í gæsluvarðhald, voru fimm úrskurðaðir fjórum sinnum eða oftar á árinu, þar af einn sjö sinnum í lengri eða skemmri tíma, samtals í 116 daga. Ekki fyrr á starfstíma RLR frá 1977 hafa svo margir gæsluvarð- haldsúrskurðir verið kveðnir upp að kröfu RLR. Á árunum 1983,1982 og 1981 hafa úrskurðir verið u.þ.b. 60 yfir árið og er því aukningin rúmlega 110% í ár. Við samanburð úrskurða þessa árs við þrjú árin þar á undan kem- ur fram að tiltölulega stór hópur einstaklinga hefur setið oftar en einu sinni í gæsluvarðhaldi á árinu og hefur úrskurðum um gæslu- varðhald vegna síbrotastarfsemi fjölgað, eða frá um og yfir 15% úrskurða í rúmlega 21% í ár. Af þeim 28 einstaklingum, sem ítrekað voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald á árinu, eru 23 sem gerst hafa brotlegir vegna ólögmæts inn- flutnings eða meðferðar ávana- og fíkniefna. í öllum þeim tilvikum, sem rannsókn RLR beindist að þessum einstaklingum, var um að ræða auðgunarbrot og í nokkrum tilvikum beinlínis til öflunar ávana- og fíkniefna. Nýtt hlutafélag um rekstur BÚH: saksóknara hefur ekki haft frum- kvæöi í þessum málum,“ sagði hann. Ekki hafa komið fram kærur rétthafa (RÚV/Pósts og síma) vegna starfrækslu staðbundinna sjónvarpsstöðva í t.d. Borgarnesi, Ólafsvík og á Ólafsfirði þótt rétt- hafar hafi kært forráðamenn út- varpsstöðvanna er störfuðu í verk- falli opinberra starfsmanna. „Vid- eoson-málið er í meðferð fyrir Saka- dómi Reykjavíkur og satt best að segja held ég að það hafi verið hugs- að sem fordæmismál fyrir starf- rækslu svipaðra fyrirtækja víðar um landið,“ sagði Jónatan Sveinss- on. „I því máli fór fram mikil rann- sókn og í ákærunni er gerð um- fangsmikil krafa um upptöku bún- aðar. Við höfum sinnt öliu, sem komið hefur inn á okkar borð.“ Bráðabirgðastjórn skipuð fram á vor UfTOFNFUNDUR í nýju hlutafélagi um rekstur Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar var haldinn sl. sunnudag sl. og var þar kosin bráðabirgðastjórn, en hana skipa þrír bæjarfulltrúar, Haraldur Sigurðsson formaður, Vilhjálmur Sliúlason varaformað- ur og Hörður Zophaníasson ritari. Bráðabirgðastjórnin situr fram að fram- haldsstofnfundi, sem verður haldinn í síðasta lagi 30. júní nk. Sigurður Þórðarson, stjórnarfor- maður í Útgerðarráði Hafnarfjarð- ar, sagði að ekki hefði enn verið gengið formlega frá stofnun félags- ins lögiega séð, þannig að yfirtaka hins nýja félags á eignum BÚH hefði enn ekki átt sér stað, en reikn- að er með að það verði áður en langt um líður. Sigurður sagði að tilmæli hefðu borist frá bráðabirgðastjórn- inni til Útgerðarráðs þess efnis, að rekstur fyrirtækisins yrði hafinn að nýiu. I samþykkt bæjarstjórnar og fé- lagsins á bæjarsjóður að eiga meiri- hlutann í hinu nýja hlutafélagi og á stofnfundinum skrifaði bæjarsjóður sig fyrir 51% af hlutafé til að tryggja meirihlutaeign sína. Hluta- fé alls er 70 milljónir króna og verða hlutabréf boðin út á almennum markaði, fram að framhaldsstofn- fundi. 1 gær var haldinn fundur með stjórn hins nýja hlutafélags og full- trúum verkalýðsfélaganna, þar sem breytingar á stjórn félagsins voru kynntar og jafnframt fjallað um réttindi verkafólks og yfirfærslu á áunnum starfsréttindum, en þeir sem koma til starfa hjá hinu nýja hlutafélagi njóta allra þeirra rétt- inda sem þeir höfðu áunnið sér hjá BÚ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.