Morgunblaðið - 16.01.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985
3
Jóhann, Margeir og Helgi fyrir framan skákstað. ' Larsen og Schttssler eigast við.
Gífurleg spenna í Gausdal fyrir síðustu umferð:
Margeir í efsta sæti
Allir íslendingarnir eiga möguleika kom*skákir lir 10 um
Skák
Bragi Kristjánsson
TÍUNDA og næstsíðasta umferð
var tefld í gær á svæðamóti Norð-
urlanda, sem nú fer fram í Gaus-
dal í Noregi. íslensku meistararnir
stóðu sig vel í þessari umferð þótt
þeir hefðu allir svart. Margeir
vann Schiissler, Jóhann vann Vest-
erinen og Helgi gerði jafntefli við
Larsen. Onnur úrslit urðu þau að
Hansen vann Moen, en jafntefli
varð í skákum Agdestein við Yrj-
ola, og Östenstad við Ernst.
Staðan í mótinu fyrir síðustu
umferð er þessi:
1.—3. Margeir Pétursson, Lar-
sen og Agdestein, 6V2
vinning.
4. Jóhann Hjartarson, 6 v.
5.-7. Helgi Ólafsson, Östenstad
og Schússler, 5% v.
8.-9. Hansen og Ernst, 5 v.
10. Vesterinen, 4 v.
11. Yrjola, 3 v.
12. Moen, ‘h v.
Mót þetta er fyrsti liður í
heimsmeistarakeppni og efsta
sætið í mótinu veitir þátttöku-
rétt í millisvæðamóti, en annar
maður teflir einvígi við mann
númer 2 í öðru svæðamóti um
sæti í millisvæðamóti. Sjö kepp-
endur eiga enn von um sæti á
millisvæðamóti, og eiga íslend-
ingarnir allir möguleika á að
komast áfram í heimsmeistara-
keppninni. í síðustu umferð sem
tefld verður á morgun tefla þess-
ir saman: Margeir — Vesterinen,
Helgi — Östenstad, Jóhann —
Larsen, Ernst — Agdestein,
Hansen — Schussler og Yrjola
— Moen.
Síðasta umferðin verður ekki
einungis spennandi vegna jafnr-
ar baráttu um tvö efstu sætin,
heldur á einn keppandi von um
áfanga í alþjóðlegan meistara-
titil. Norski unglingurinn Berge
Östenstad nær því marki, ef
hann heldur jafntefli í skákinni
við Helga.
Um möguleika íslendinganna
er það að segja, að Margeir
stendur best að vígi. Hann er í
efsta sæti og teflir við Vesterin-
en í síðustu umferð. Helgi teflir
eins og áður segir við Östenstad
og hefur möguleika ef hann
vinnur og úrslit í öðrum skákum
verða honum hagstæð. Sama
gildir reyndar um Norðmanninn.
Skák síðustu umferðarinnar
verður örugglega skák Jóhanns
við Bent Larsen. Skák þeirra
verður örugglega mikil baráttu-
skák, því báðir eru þekktir fyrir
keppnishörku. Jóhanni gæti dug-
að jafntefli, ef Margeir og Agde-
stein tapa báðir, en liklega verð-
ur hann að vinna til að tryggja
sér a.m.k. aukakeppni um fyrsta
eða annað sætið.
Agdestein og Schússler tefla
við menn, sem enga möguieika
eiga á efstu sætunum, «n þeir
geta verið stórhættulegir, þegar
öll spenna er búin hjá þeim.
Mótið er svo jafnt, að líklega
þarf aukakeppni að skera úr um,
hverjir hljóta tvö efstu sætin.
Spennan er því gífurleg á mót-
inu, og líklega verða skákirnar í
síðustu umferðinni fjörugar.
Hvítt: Harry Schussler
Svart: Margeir Pétursson
Tarrasch-vörn
1. d4 — d5, 2. c4 — e6, 3. Rc3 —
c5, 4. cxd5 — exd5, 5. Rf3 — Rc6,
6. g3 — Rf6, 7. Bg2 — Be7, 8. (W)
— (W), 9. dxc5 — Bxc5, 10. Ra4 —
Be7, 11. Be3 — He8, 12. Hcl —
Bg4, 13. Bc5 — Re4, 14. Bxe7 —
I)xe7, 15. h3 — Bxf3, 16. Bxf3 —
lladX, 17. Bg2 — Hd6, 18. Rc5 —
Rxc5, 19. Hxc5 — d4, 20. Hc2 —
h5!?, 21. Hd2? - h4, 22. g4 —
Hed8, 23. Da4 — H8d7, 24. Hcl?
— Dg5, 25. Hcdl — b5, 26.1)a3 —
Re5, 27. b3 — Rxg4!?, 28. hxg4 —
Dxg4, 29. Kh2 — Df4+, 30. Khl —
Dxf2, 31. b4? (31. Dc5 með óljósri
stöðu) — h3, 32. Bxh3? (síðasta
von: 32. Bf3) — d3!, 33. Hxd3 —
Ilxd3, 34. exd3 — Df3+, 35. Kh2
— De2+, 36. Kg3 — He7, og
Schússler gafst upp, því kóngur
hans er berskjaldaður, hótunin
er 37. — He3+.
Hvítt: Heikki Vesterinen
Svart: Jóhann Hjartarson
Sikileyjar-vörn
1. e4 — c5, 2. RC3 — d6, 3. Rc3 —
Rc6, 4. d4 — cxd4, 5. Rxd4 — Rf6,
6. Be2 — e5, 7. Rb3 - Be7, 8. 0-0
— (W), 9. Be3 — a5, 10. Rd2 —
Be6, 11. Rc4 — b5, 12. Rxb5 —
Rxe4, 13. 13 — Rf6, 14. Rcxd6 —
Rd5, 15. Bc5 — Rd4, 16. Bxd4 —
exd4, 17. Rc4 — Rf4, 18. a4 —
Bc5, 19. Bd3 — Ha6, 20. Dd2 —
Db8, 21. b3 — h5, 22. Df2 — Bh3!,
23. I)h4 - Bxg2, 24. Hf2 - Bh3,
25. Hel — He8, 26. Hd2 — Bb4,
27. Hxe8+ — Dxe8, 28. Hdl —
Rxd3, 29. Dxh3 — Hg6+, 30. Kfl
— Rf4, og hvítur gafst upp.
Sérkjarasamning-
ar kennara háðir
niðurstöðu hjá BHM
Menntamálaráðuneytið stuðlar að rann-
sóknum á vinnutíma og störfum kennara
Aðalkjarasamningi Bandalags há-
skólamanna (BHM) hefur nú verið
skotið til kjaradóms. Að sögn Ingu
Jónu Pórðardóttur, aðstoðarmanns
menntamálaráðherra, verður fyrst
að fást niðurstaða í því máli, áður en
unnt er að gera sérkjarasamninga
við Hið íslenska kennarafélag, það
er kennara í framhaldsskólum, sem
sagt hafa upp frá og með 1. mars
næstkomandi hafi ekki fengist leið-
rétting á launum þeirra. Kjaradómur
hefur frest lögum samkvæmt til 20.
febrúar til að taka ákvörðun í máli
BHM.
Inga Jóna Þórðardóttir sagði að
á vegum menntamálaráðuneytis-
ins, sem ekki væri samningsaðili
við kennara heldur fjármálaráðu-
neytið, hefðu verið gerðar ýmsar
ráðstafanir til að skýra og skil-
greina stöðu kennara með það
fyrir augum að betur lægi fyrir en
áður, hvernig starfi þeirra og
starfsskyldum væri háttað. Liti
menntamálaráðuneytið þannig á
að sú vinna myndi auðvelda samn-
ingsaðilum að komast að sann-
gjarnri niðurstöðu.
Menntamálaráðuneytið er nú að
hleypa af stokkunum umfangs-
mikilli könnun á árángri skóla-
starfs undir forystu Þórólfs Þór-
lindssonar, prófessors í félagsvís-
indadeild Háskólans. Er ætlunin
að rannska gæði menntunar bæði
í grunnskólum og framhaldsskól-
um. Þórólfur er jafnframt að
vinna að athugun á vinnutíma
kennara á vegum kennarafélág-
anna. Er ætlunin að sögn Ingu
Jónu að niðurstöður hans um það
efni verði hluti af þessari rann-
sókn menntamálaráðuneytisins.
Er þessum þætti flýtt sérstaklega
til að hann megi nýta við úrlausn
þeirra kjaradeilna sem nú eru
uppi. Þá minnti Inga Jóna Þórð-
ardóttir á að síðan í desember
hefði starfað samvinnunefnd á
vegum menntamálaráðuneytisins
um endurmat á störfum kennara.
Inga Jóna Þórðardóttir lagði á
það áherslu að menntamálaráðu-
neytinu væri kappsmál að sam-
ningar tækjust við kennara fyrir
1. mars, en fyrst yrði BHM að gera
aðalkjarasamning, áður e unnt
yrði aö semja um sérkröfur við
kennara. Inga Jóna minnti á, að
strax eftir að Ragnhildi Helga-
dóttur, menntamálaráðherra,
voru afhent uppsagnarbréf kenn-
ara hafi hún lýst því yfir, að yrði
nauðsynlegt að nota lagaheimild
til að fresta uppsögnum 440 kenn-
ara um 3 mánuði til að koma í veg
fyrir truflun á skólastarfi myndi -
hún gera það.
Pílukastarar
stofna klúbb
ÁHUGAMENN um pílukast (dart)
hafa ákveðið að stofna með sér
klúbb, Pílukastklúbbinn. Stofnfund-
ur verður haldinn á Pöbb-Inn við
Hverfisgötu í Reykjavík í kvöld kl.
20, en þar hafa verið settar upp
skotskífur og safnað pílum.
Pílukast er víða stundað á
bjórkrám í útlöndum og þykir for-
sprökkum áhugamannahópsins
tími til kominn að íþróttin verði
stunduð af alvöru á bjórstofum
hérlendis. Allir eru velkomnir á
stofnfundinn, að því er segir í
fréttatilkynningu undirbúnings-
nefndarinnar.
Engin hreyf-
ing í deiluni
sjómanna
ENGIN hreyfing hefur orðið í samn-
ingaviðræðum sjómanna og viðsemj-
enda þeirra. Stuttur fundur var í
deilu farmanna við skipafélögin í
gær án þess að drægi saman. Annar
fundur hefur verið boðaður í fyrra-
málið, að sögn Guðlaugs Þorvalds-
sonar, ríkissáttasemjara.
Ekki hefur heldur orðið hreyf-
ing í viðræðum undirmanna í Sjó-
mannasambandinu, næsti fundur í
þeirri deilu hefur verið boðaður
síðdegis á föstudag. Sjómannafé-
lag Reykjavíkur hefur aflað sér
heimildar félagsfundar til að boða
verkfall með viku fyrirvara.
Þú svalar lestrarþörf dagsins A
ásíöum Moggans!
r II
Föstudags- og laugardagskvöld
Nýtt Nýtt
Broadway ballettinn sýnir
nýjan stórkostlegan dans eft-
ir Sóley Jóhannsdóttur.
Framreiddur verður Ijúftengur þríréttaður
kvöldverður fré kl. 19.00.
Miöa- og borðapantanir daglega
í síma 77500 frá kl. 11—19.
-m---- 1 w 7ÆÆL ...........
RÍÓ í Broadway er ein allra besta skemmtun sem sviösett
hefur veriö, enda fara þeir félagar á kostum 1
Stórhljómsveit Gunnars Þóröarsonar leikur fyrir
dansi. Söngvarar: Björgvin Halldórsson, Sverrir Guö-
jónsson og Þuríöur Siguröardóttir.
Velkomin velklædd í
i Broadway-reisu Hug-
leiða. Elug, gistrng t J
nætur og aðgöngum.ð.^
Frá Akureyn kr.
Frá Egilsstöðum
kr. 4.609,-
Frá ísafirði kr. 3.798, .
iLeitið frekari upplýsinga á sö>«^nfatofum
IFIuglciða, umboðsmonnum g
Istofum.
’ÍO 1
iioadway