Morgunblaðið - 16.01.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985
5
Alþýðubankinn
ræður tvo að-
stoðarbankastjóra
GUÐMUNDUR Ásgeirsson, hagfræd-
ingur og Ólafur Ottósson, skrifstofu-
stjóri Búnaóarbanka íslands, hafa ver-
ið ráðnir aðstoðarbankastjórar Al-
þýðubankans hf.
Guðmundur hefur þegar tekið til
starfa í bankanum en Ólafur kemur
þar til starfa um mitt ár. Jóhannes
Siggeirsson, sem verið hefur aðstoð-
arbankastjóri Alþýðubankans und-
anfarin ár, hefur látið af störfum i
bankanum og tekið við sem for-
stöðumaður Lífeyrissjóðs málm- og
skipasmiða.
BESTU BÍIAKAUPIN
ÍDAG!
Þorbjörn Árnason. Jón Ásbergsson.
r
Jón Asbergsson fram-
kvæmdastjóri hjá Hagkaup
Þorbjörn Árnason ráðinn framkvæmdastjóri Loðskinns
ÁKVEÐIN hafa verið framkvæmda-
stjóraskipti hjá sútunarverksmiðjunni
Loðskinni hf. á Sauðárkróki. Jón Ás-
bergsson mun láta af störfum í vor,
hann hefur verið ráöinn fram-
kvæmdastjóri hjá Hagkaup hf. í
Reykjavík, en Þorbjörn Arnason,
lögfræðingur, tekur við sem fram-
kvæmdastjóri Loðskinns.
Þorbjörn Árnason er 36 að aldri,
fæddur á Sauðárkróki. Hann lauk
lögfræðiprófi frá Háskóla íslands
árið 1974 og hefur síðan verið full-
trúi bæjarfógetans á Sauðárkróki.
Hann hefur verið bæjarfulltrúi á
Sauðárkróki frá því árið 1978 og var
forseti bæjarstjórnar um tíma.
Kona hans er Þórdís Þormóðsdótt-
ir.
Jón Ásbergsson er 34 ára við-
skiptafræðingur, fæddur á ísafirði.
Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá
Háskóla Islands árið 1974 og hefur
starfað sem framkvæmdastjóri
Loðskinns hf. síðan árið 1975. Hann
hefur verið bæjarfulltrúi á Sauð-
árkróki síðan árið 1982. Kona hans
er María Dagsdóttir.
Ráðherrar í
Frakklandi
Iðnaðarráðherra, Sverrir
Hermannsson og fjármálaráðherra,
Albert Guðmundsson, fóru til Frakk-
lands í gærmorgun til viðræðna við
forstjóra stóriðjufyrirtækisins Pechen-
ey um hugsanlegan áhuga fyrirtækis-
ins á að setja upp áliðjufyrirtæki hér-
lendis.
I för með ráðherrunum eru Birgir
ísl. Gunnarsson og Guðmundur G.
Þórarinsson, en þeir eiga sæti í stór-
iðjunefnd. Álver við Eyjafjörð kem-
ur væntanlega til umræðu á fundum
með forstjórunum í París, ennfrem-
ur fleiri stóriðjukostir hérlendis.
Þingmannasamtök um heimsskipulag:
Vissi ekki að ég væri
orðin formlegur félagi
MAZDA 323 Saloon Deluxe árgerd 1985
er ríkulega útbúinn 5 manna bíll, með nœgu plássi
fyrir fjölskylduna og farangurinn. Við getum nú boðið
þennan veglega bíl á mjög hagkvæmu verdi.
mazoa
BlLABORG HF
Smiðshöföa 23 sími 812 99
Að sögn Guðrúnar Agnarsdóttur
hefur hún ekki enn tekið virkan
þátt í starfsemi samtakanna hér á
landi. Guðmundur Einarsson, for-
maður þingflokks Bandalags jafn-
aðarmanna, félagi í þingmanna-
samtökunum, sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann hefði nýlega
gengið í þau. „Ég hef ekkert starfað
í þeim og er ekki farinn að fá póst.
Það hefur ekki farið fram nein
starfsemi á vegum samtakanna hér
á landi, sem ég hef tekið þátt í.“
Aðspurður sagðist Guðmundur
Einarsson hafa gerst félagi í þing-
mannasamtökunum af því að sér
sýndist að þau berðust fyrir góðum
málefnum.
„Þessi samtök hafa aðallega það
hlutverk að vinna að ákveðnum
friðar- og afvopnunarmálum og
þeim sem aðild eiga að samtökun-
um ber að kynna það sem þau fjalla
um á hverjum tíma. Meðal annars
hefur verið rætt um málefni þess-
ara samtaka í tengslum við tvær
þingsályktunartillögur sem lagðar
hafa verið fyrir Alþingi, annars
vegar tillaga Ólafs Ragnars
Grímssonar 1982 og hins vegar til-
laga Hjörleifs Guttormssonar 1983
og 1984,“ sagði Svavar Gestsson,
formaður Alþýðubandalagsins, er
blaðamaður Morgunblaðsins spurði
hann um starfsemi umræddra
þingmannasamtaka hér á landi sið-
degis í gær. Að sögn Svavars
Gestssonar gekk hann í samtökin
síðari hluta seinasta árs, en enn
hafa íslensku meðlimirnir ekki
komið saman.
- segir Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista
„ÉG VERÐ að segja það hreinskilnislega að ég er nýlega búin að sýna þessu
áhuga og vissi ekki að ég væri orðin formlegur félagi. Eftir þeim upplýsingum
sem var að hafa, aðallega úr erlendum blöðum og annars staðar frá, þá leist
mér ágætlega á þessi samtök og á að gerast félagi," sagði Guðrún Agnarsdótt-
ir, þingmaður Samtaka um kvennalista, þegar blaðamaður Morgunblaðsins
spurðist fyrir um Þingmannasamtök um heimsskipulag, PWO (Parliamentari-
ans for World Order), sem sagt var frá hér í blaðinu í gær, en hún er meðlimur
í þeim ásamt átta íslenskum þingmönnum og varaþingmönnum.
Ólafur Ragnar Grímsson, vara- Markmið samtakanna er skilgreint
þingmaður Alþýðubandalagsins, er
formaður PWO, sem er umræðu-
vettvangur, þrýstihópur og frum-
kvæðisaðili alþjóðlegra aðgerða.
þannig, að þau stuðli að heimsfriði
fyrir tilstilli skuldbindandi al-
heimslöggjafar er nái til allra
þjóða heims í einu samfélagi.
Skírnir 1984
SKÍRNIR, tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags, 1984 er komið út, og er það
158. árgangur. Ritstjórar eru Kristján Karlsson og Sigurður Líndal.
frétt frá bókmenntafélaginu
segir um efni Skírnis:
„Skírnir hefst að þessu sinni á
minningarorðum um Ólaf Jónsson
ritstjóra sem lézt 2. janúar sl. Þá
eru birt tvö kvæði eftir Kristján
Karlsson. Síðan taka við þessar rit-
gerðir:
Ástráður Eysteinsson: Bók-
menntir og þýðingar, þar sem rædd
eru ýmisleg álitaefni um þýðingar
bókmenntaverka á íslenzku.
Matthías Viðar Sæmundsson:
Syrpa um Kristján Fjallaskáld.
Eru þar raktir þættir úr ævi
skáldsins, einkum Reykjavíkurár
hans. Síðan eru birtar Sögur og rit-
gerðir eftir Kristján, fjórar sögur,
ein þýðing, og tvær ritgerðir, en
ekkert af þessu efni hefur birzt áð-
ur. í athugasemdum segir Matthías
Viðar: „Ef marka má bókmennta-
sögur hefur dauði verið yfir ís-
lenskri smásagnagerð frá útgáfu
Fjölnis 1847 til útkomu Verðandi
árið 1882. Sögur Kristjáns sýna
hins vegar að þá var líf, hikandi að
vísu — en líka líf.“ Sigurður Lín-
dal: Lög og lagasetning í íslenzka
þjóðveldinu. Þar er þess freistað að
skýra ákvæði Grágásar um laga-
uppsögu lögsögumanns, um rétt-
ingu laga af gerð nýmæla með
hliðsjón og almennu viðhorfi
manna á miðöldum til laga og rétt-
ar, og jafnframt að tengja hugsun
þá sem býr að baki Grágásar-
ákvæðunum við réttarríkishug-
myndir nútímans. Þorsteinn Gylfa-
son: Hvað er réttlæti? Þar er fjall-
að um ýmis atriði í stjórnmála-
heimspeki siöustu ára, mest um
svonefnda frjálshyggju — sem höf-
undur vill kalla lágríkiskenningu
— og hafnar með ýmsum rökum.
Hann ver þá hefðbundnu hugmynd
sem helztu stjórnspekingar sam-
tímans hafna, að réttlæti ráðist af
verðleikum. í lokin reifar hann eig-
in kenningu um réttlæti sem hann
nefnir sannmæliskenningu. Pétur
Knútsson Ridgewell: Um þýðingu
Halldóru B. Björnsson á Bjólfs-
kviðu, en sú þýðing birtist fyrir
nokkru. Þórður Harðarson: Sjúk-
dómur Egils Skalla-Grímssonar.
Er þar greint frá því hvað muni
hafa gengið að Agli í ellinni. Eirík-
ur Jónsson: Dómur í dagsljósi. í
ritgerðinni er ýtarleg gagnrýni á
dómnefndarálit um ritið Rætur ís-
landsklukkunnar sem höfundur
sendi heimspekideild Háskóla ís-
lands til doktorsvarnar. Síðan er
dómnefndarálitið sjálft birt. Dr.
Gunnlaugur Þórðarson og Björn
Th. Björnsson rita Skírni bréf og
skiptast þar á skoðunum um það
hver sé höfundur tiltekins mál-
verks. Loks eru ritdómar eftir Að-
alstein Ingólfsson, Jón Hnefil Að-
alsteinsson og Peter Hallberg."
Skírnir er 330 blaðsíður. Með
Skírni fylgir Bókmenntaskrá
Skírnis, sem Einar Sigurðsson tók
saman og er þetta í sextánda skipti,
sem slík skrá kemur út.