Morgunblaðið - 16.01.1985, Side 18

Morgunblaðið - 16.01.1985, Side 18
18 MORCUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985 Þá æskan byltir björgum Bokmenntir í grunnskóla Jenna Jensdóttir og Sigríður Ragna Sigurðardóttir „Les mildum þey hin þögla dögg.“ Matthías Johannessen. l'art er runnið upp ár æskunnar. I*ví þykir vel hlýða að vekja máls á hve mikils vert það er fyrir nemend- ur í grunnskóla að kynnast ungum skáldum samtíðarinnar í óbundnu og bundnu máli. I»eim er hefja raust sína af þroska og innsýn í líflð sjálft er þeir birta verk sín í fyrsta sinn. I*ór Sandholt var ekki ókunnur sem skáld er Ijóðabók hans, Hanastél hugsana minna, kom út hjá Bóksölu Hamrahlíðarskóla í skáldaröðinni Hamraskáld. Ljóð hans og sögur er áður birt- ust í blöðum sýndu að hér var á ferðinni skáld sem vakti á sér at- hygli við fyrstu kynni. Þeim er á hlýddu verður ógleymanlegt er Þór, á grunnskólaárum sínum, lék undir við ljóðalestur með skóla- systur sinni, þá er nemendur voru með kynningu á verkum eftir Matthías Johannessen skáld, hve vel hann hlustaði fyrst á ljóðin í upplestri og samræmdi anda þeirra tónum erlendra meistara, svo unun var á að hlýða. Þar sem við vissum að ljóðabók Þórs, Hanastél hugsana minna, var kynnt í 9. bekk í grunnskóla einum sl. vetur og nemendur skýrðu síðan út ljóð úr henni á vorprófi, leituðum við til Snæfríð- ar Þorsteins nemanda í Mennta- skólanum við Sund. Snæfríður sagði: Snæfríð Þorsteins Hin ungu skáld eiga ekki greiða leið inn í skólakerfið þar sem löngu liðin þjóðþekkt skáld hafa svo til einokað allan þann tíma er lýtur að Ijóðinu. En síðastliðinn vetur er ég sat í níunda bekk grunnskóla var kynnt fyrir okkur verk, eftir ungt skáld er hafði nýlokið við frumburð sinn, bókina Hanastél hugsana minna. Tel ég þetta hafi gefið mjög góða raun og Hamraskáldið hafi á margan hátt, náð betur til okkar. Allavega var gaman að fá að kynnast hvortveggja, stíl þeirra yngri sem eldri. Á vorprófi fengum við síðan ljóð eftir Hamraskáldið til útskýr- ingar. Þar sagði ég m.a. um ljóðið lífreynsla. Hinn ungi höfundur lýsir því hér hvernig það er að liggja í al- gjörri afslöppun og ró þar til ein- hver óvæntur gestur, sem mun vera systir hans, birtist skyndi- lega og gerir manni óþægilega bilt við. Mér finnst Þór gera þarna lúmskt grín að systur sinni og ég fæ það undarlega sterkt á tilfinn- inguna að hann hafi upplifað svip- að með henni þótt hann segi svo ekki vera í lok ljóðsins. Mér finnst hann lýsa því mjög vel í ljóðinu, hvernig viðbrögð manna verða við svona óvæntum atburðum þegar maður hefur loks náð að róa alla líkamsstarfsemi og hugsun. Lífsreynsla Hefur þú prófað að leggjast á bakið, á gólfið? Og loka augunum. Finna síðan víðáttuna, tómið og friðinn innra með þér róa líkamsstarfsemina uns afslöppunin er fullkomin. Hefurðu upplifað, loksins þegar þessu markmiði er náð að allt taugakerfið taki geðveikislegt viðbragð og hjartað slái svo ört að það myndi sprengja öll mælitæki sem fundin hafa verið upp. Allt þetta vegna þess að litla systir þín hefur prílað upp á þig og er byrjuð að naga á þér nefið? Ekki ég heldur. Vetrarsýn Fyrir utan gluggann minn liggur lítill fugl í snjónum. Hann hefur flögrað um og sungið mér lög um vorið, um sumarið, um ástina sína. Nú er hann þagnaður, vængir hans hélaðir, fótur hans kalinn, hjarta hans frosið í hel. Við leyfum okkur að birta hér nokkur önnur sýnishorn úr út- skýringum á ljóðunum: Lífsreynsla Hann talar um lífsreynslu sem ekki hefur hent hann. Mér dettur helst í hug að hann sé að lýsa því að fólk í dag er svo stressað að þegar það nær hvíld má ekkert bera útaf svo allt sé komið í ólag aftur. Mér finnst ljóðið skýra frá frelsi. Algeru frelsi sem maður getur aðeins fengið einu sinni á ævinni ef maður fær þannig til- finningu þá nokkurn tímann. Manni finnst maður geta allt, heimurinn liggur fyrir fótum manns, friður og ró umiykur mann, ekkert annað kemst að, manni hefur aldrei liðið eins vel nokkurn tímann áður, finnur fyrir sjálfum sér betur en áður. En þessi tilfinning varir aðeins stutta stund því hversdagsleikinn kallar á mann aftur. Maður hrekkur við sem upp af sætum draumi og svo er allt farið, friðurinn og allt sem maður fann er tekið frá manni. Allt verður samt að halda áfram, það er ekki hægt að stoppa lífið, varna því að ganga sinn vana gang. Heldur áfram eins og áður eins og ekkert hafi í skorist. Höfundurinn, Þór Sandholt, hefur aldrei fundið þessa tilfinn- Þór Sandholt ingu og ekki ég heldur. En mér skal takast að finna hana, mér skal takast að finna hámark alls þess sem mig hefur nokkurn tím- ann látið mér detta í hug, hvort heldur í draumaheimi eða í raun- veruleikanum. Vetrarsýn Fyrir mér lýsir ljóðið söknuði eftir horfnum vini (fuglinum). Fuglinn hefur alltaf verið þarna hjá höfundi, en nú er fuglinn dá- inn og aldrei mun hann syngja fyrir höfund aftur um vorið, sumarið og ástina sína. Mér finnst ljóðið Vetrarsýn vera mjög átakanlegt ljóð, einfalt en mjög gott. í því eru miklar and- stæður: fuglinn flögrar og syngur um sumarið og ástina og hinsveg- ar: fuglinn er þagnaður og hjarta hans frosið í hel. Ljóðið segir frá því að fugl sem áður flögraði fyrir utan gluggann og bar með sér sumarið er nú frosinn í hel fyrir utan þennan sama glugga. Eftir að hafa lesið ljóðið finnst mér það geta verið líking. Ungur maður eða kona hefur verið ást- fanginn. Hann (hún) söng um ást sína en ástin þornaði hjá unnust- unni (unnustanum) og nú er söng- ur hættur og hjarta hætt að slá. Ferðarit Bókmenntír Erlendur Jónsson Danmörk: Uppistand út af ný- ársræðu drottningar Kaupmannahofn, 14. janúar. AP. l'mVIST X. 135 bls. Ritstj. Ingi- björg S. Ásgeirsdóttir. Útg. lltivist. Reykjavík, 1984. Ferðafélagið Útivist hefur starfað í tíu ár og þar með sent frá sér jafnmörg ársrit. Ritstjóra- skipti hafa verið tíð upp á síðkast- ið. Efni ritsins og útlit hefur þó lítið breyst. Mest eru þarna ferða- þættir; en einnig þættir um nátt- úru landsins og lýsingar einstakra leiða sem ferðamönnum mega að gagni koma. Esjan heitir fyrsti þátturinn í þessu riti, höfundur Einar Haukur Kristjánsson. Einar Haukur kall- ar Esjuna »bæjarfjall höfuðstað- arins.« Hann ræðir fyrst almennt um gönguferðir sem sumir iðka af ákafa miklum en aðrir forðast. Er þar sumt í hálfkæringi talað. Gönguferð úti í náttúrunni veitir sannarlega heilsubót. Hitt er vafalaust jafnvíst að hreyfingar- leysi, ef til vill samfara ofneyslu í mat og drykk, og streitu þar á ofan, býður hættunni heim. En svo miskunnarlaus er náttúran þegar hún jafnar niður hollum tilhneig- ingum að sumum virðist hreint og beint eðlislægt að hreyfa sig þar sem öðrum verður ekki nuddað úr stað nema með illu. Eftir að hafa rætt fram og aftur um útiveru og gildi hennar kemur allnákvæm lýsing á Esjunni og er sú landa- fræði vissulega gagnleg fyrir þá sem kjósa tilbreyting í gönguferð- um, og hafa þá líka náttúruskoðun á bak við eyrað. Tölt um Tíðagötur eftir Guðrúnu Guðvarðardóttur er annars konar. Þar er landlýsingin ofin saman við ferðasögu. En það er ferð um nyrsta hluta Vestfjarðakjálkans — og þar með landsins — sem Guðrún segir frá. Þar vestra var fyrrum blómleg byggð en er nú eydd að öðru leyti en því að fyrr- um íbúar vitja heimahaga á sumr- um. »Þrjú sumur hef ég nú gengið um Hornstrandasvæðið og það merkilega er, að því oftar sem ég fer um þetta hrikalega lands- svæði, því heitar þrái ég þangað aftur,« segir Guðrún. Horn- strandaför er talsvert fyrirtæki, að minnsta kosti héðan frá höfuð- staðnum. Eigi að síður dreymir margan um að komast þangað og njóta þeirrar stórbrotnu náttúru sem þar ber fyrir augu. Þáttur Guðrúnar mun koma að notum sem handhægur leiðarvísir því Guðrún segir frá hvoru tveggja: landsiaginu, og eins hinu hvernig hægt sé að ferðast um þetta afskekkta undraland. Jón Jónsson jarðfræðingur á tvo þætti í riti þessu: Eyjafjallapistlar heitir annar en hinn nefnist Litast um af Leióólfsfelli. Jarðfræðiáhugi er í raun og veru partur hinnar sönnu ferðamennsku. Og Jón Jónsson má, flestum öðrum frem- ur, kallast jarðfræðingur ferða- manna. Hann tvinnar gjarnan saman jarðfræði og landlýsingu — og þá á þann veg að auga hins almenna feðamanns geti sem best fylgt honum eftir. Fyrir náttúruskoðara og safn- ara eru svo þættirnir Nokkrir ís- lenskir sveppir eftir Hörð Krist- insson og Steina- og plöntusöfnun eftir Axel Kaaber. Ekki grípa allir ferðamenn með sér minjagripi úti í náttúrunni. Og ekki er þess kon- ar söfnun alls staðar vel séð. Allt um það þurfa safnarar á góðri leiðbeining að halda svo ánægjan, sem þeir veita sér, skaði ekki land- ið. Þættir eins og þessir eru því nauðsynlegir í riti fyrir ferða- menn. Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir Búðasandur — Maríuhöfn? heitir svo fræðileg ritgerð eftir Magnús Þorkelsson, byggð á rannsóknar- verkefni höfundar til cand. mag. prófs í sagnfræði. »Nafn sitt hefur sandurinn af fornminjum,* segir Magnús, »sem liggja á kambi milli fjörunnar og lónsins. Þær hafa ýmist verið taldar verbúðir eða stakkstæði, en árið 1975 uppgötv- uðu Sveinbjörn Rafnsson og Björn Þorsteinsson, að þarna mundi vera höfn sú í Hvalfirði, sem svo oft er nend í miðaldaheimildum.« Myndir fylgja, og skýringarupp- dráttur. — Ekki hefur hingað til farið mikið fyrir endurprentunum í Útivist, enda orkar slíkt jafnan tvímælis. Hér er þó stuttur þáttur eftir Jóhannes Áskelsson, Ferð á Herðubreið 1927, prentaður í Les- bók Morgunblaðsins sama ár. Herðubreið er ekki aðeins tígulegt fjall, hún er einnig hættuleg við- ureignar, það hefur reynslan sýnt. Nú mun þar fjölfarið. En í tíð Jó- hannesar höfðu fáir klifið fjallið, enda fáförult þar um slóðir þá. Leiðarvísir með hliðsjón af ferða- máta dagsins í dag hefði verið gagnlegri. Eins og venjulega eru fjölda margar litmyndir í riti þessu, ágætlega prentaðar. Sé á heildina litið leikur ferskur og hressandi blær um síður þessarar bókar. MARGRET II Danadrottning hefur nú í fyrsta sinni sætt gagnrýni hjá almenningi. Er það vegna ummæla sem hún viðhafði í nýársboðskap sínum, þar sem hún ávítaði þegna landsins fyrir neikvæða afstöðu þeirra til innflytjenda, sem undan- farið hafa streymt til velferðarríkis- ins Danmerkur. Flest blaðanna hrósuðu drottn- ingunni fyrir að hvetja fólk til að sýna aðkomufólkinu þolinmæði og skilning. Alþjóðavöruflutningasambandið hefur hótað að loka öllum vegum til Sviss frá og með 15. janúar ef svissnesk stjórnvöld sættast ekki á að ræða gjöld og vegatolla sem vöru- flutningabílstjórar verða að greiða þegar þeir koma inn í landið. Otto Stich fjármálaráðherra sagði í út- varpsþætti á laugardag, að ríkis- stjórnin myndi ekki bregðast við hótunum sambandsins og efaðist um að þær yrðu framkvæmdar. Svissneska þjóðin samþykkti viðbótargjöld fyrir vöruflutninga- bíla sem aka um landið í þjóðar- atkvæðagreiðslu í fyrra. Það var gert til að minnka akstur stórra bifreiða og þar með mengun og til að koma í veg fyrir aukinn trjá- dauða. Alþjóðavöruflutningasam- bandið og svissneska vöruflutn- ingasambandið, sem telur 14.000 meðlimi, gagnrýndi strax þessa En brátt fylltust lesendadálk- arnir af bréfum sem fjölluðu um nýársræðu þjóðhöfðingjans og hvöttu bréfritararnir drottningu, hver með sínum hætti, til að skipta sér ekki af því, sem henni kæmi ekki við. „Það er svo auðvelt fyrir for- réttindafólk eins og drottninguna að tala um skilning og biðja um gott veður fyrir óheftan straum innflytenda,“ skrifar Niels Kristi- ansen r Berlingske Tidende. ákvörðun og fór fram á samninga- viðræður við stjórnvöld. Ekkert kom út úr viðræðunum. Stich sagði að ríkisstjórnin gæti ekki breytt ákvörðun svissnesku þjóðarinnar. Hann sagði að vöru- flutningamenn myndu aðeins spilla fyrir eigin málstað ef þeir loka veg- um til Sviss með bifreiðum sínum þar sem að þess konar aðgerðir eru mjög óvinsælar meðal almennings. Talsmaður alþjóðavöruflutninga- sambandsins sagði að sambandið hefði ekki haft I hótunum heldur orðið að undirbúa aðgerðir ef ríkis- stjórnin féllist ekki á að ræða við það. Sambandið vill að rikisstjórnin falli frá nýju gjöldunum á vöru- flutningabíla, skoði tvíhliða sam- þykktir um vöruflutningaferðir og hætti að gera greinarmun á erlend- um og innlendum vöruflutningabíl- um. Flutningabílstjór- ar hóta að loka landamærum Sviss ZUrícb, 14. juúar. Frá Önou Bjarnadóttur, rrrttaritara Mbl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.