Morgunblaðið - 16.01.1985, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985
fclk f
fréttum
Heather er
ekki laus
Þær eru fleiri fagrar í Dyn-
asty heldur en Joan Coll-
ins og Linda Evans, aðdáendur
þessara makalausu þátta
þekkja umsvifalaust stúlkuna
sem hér birtist mynd af. Hún
heitir Heather Locklear og
leikur eiginkonu Stevens Carr-
ington, son Blakes gamla sem
er kynvilltur og reynir að snúa
baki við þeirri staðreynd og er
í hamslausri leit að sjálfum sér
í öllum þáttum Dynasty.
Heather er afar vinsæl meðal
bandarískra aðdáenda Dynasty
og fær gjarnan lítinn frið fyrir
körlum, ungum sem öldnum
sem telja hana ólofaða. Það er
hún ef strangt er til tekið, en
lesendur munu hafa tekið eftir
því að hér birtist einnig mynd
af snoppufríðum ungum sveini
sem var skýrður Scott Baio.
Hann er upprennandi sjón-
varpsstjarna fyrir vestan haf
og jafnframt sambýlismaður
Heather. „Við ætlum ekki að
gifta okkur, að minnsta kosti
ekki í bráð, en sambúðin er
ljúf, Scott er alúðlegur, mátu-
lega hlédrægur og hefur
stólpakímnigáfu," segir Heath-
LIZ TAYLOR:
Sá að sér
víð annar-
legar að-
stæður
Elizabeth Taylor var sem
kunnugt er orðin ansi
langt leidd af áfengisneyslu og
pilluáti, uns hún fór í meðferð
á síðasta ári. Síðan hefur hún
verið geislandi af lífi, grennst
og þykir likjast sjálfri sér á
nýjan leik. Nýlega sagði hún í
blaðaviðtali að þá fyrst hefði
hún komist á batabrautina er
hún var send út með ruslið á
stofnuninni.
Liz hefur orðið: „Við vorum
látin vinna ýmis störf sem
þjónustufólkið er vant að sjá
um, störfin voru breytileg, en
eitt af því fyrsta sem ég lenti í,
var að fara út með ruslið. Þá
rann upp fyrir mér að það er
fleira sem gefur lífinu gildi en
peningar og frægð, t.d. heilsa
mín, ábyrgð og fleira í þeim
dúr.“
BARNAGRÍMUDANSLEIKUR
í VESTMANNAEYJUM
Hhlaut fyrstu
verðlaun
„Pabba datt
þetta í hug“
A þrettándanum héldu Eyverj-
ar barnagrímudansleik í
samkomuhúsinu í Vestmannaeyj-
um. Þar var margt manna saman
komið og margir skemmtilegir
búningar sem komu í ljós. Frum-
legustu búningar hlutu viðurkenn-
ingu. í fyrsta sæti varð aö þessu
sinni Þórdís Sigurðardóttir, 8 ára,
og blm. hringdi í hana til að
spyrja hvernig henni hefði dottið í
hug að klæðast sem E.T., geimver-
an fræga.
— Það var pabbi sem datt þetta
í hug, og hann bjó síðan til bún-
inginn á mig. Ég var líka í fyrsta
áæti í fyrra, þá var ég strútur.
Bróðir minn Sigurður, hefur verið
í þessari keppni og í hittifyrra var
hann klæddur sem lundi og fékk
fyrstu verðlaun. Þar áður var
hann fluga sem hlaut önnur verð-
Japönsk „geisa" prvddi dansieiKinn. laun' . ,,. . , ,,
^ s v 1 — Ætlarðu ekki að fara aftur
næsta ár?
— Jú, alveg örugglega en ég
veit ekki hvað ég verð þá.
Ljósmynd/Sigurgeir.
E.T. sem varð í fyrsta sæti. Það var Þórdís Sigurðardóttir 8 ira sem hlaut
verðlaunin en i myndinni mi sji bróður hennar Sigurð hjilpa henni úr
búningnum, en hann hefur einnig unnið til fyrstu verðlauna fyrir nokkrum
irum.
Þi hlutu einnig verð-
laun gulrótin og eld-
stokkurinn með meng-
unarvaldandi sígarettu
sem er íklædd gas-
grímu.
Dansleikurinn var haldinn í samkomuhúsi Vestmannaeyja og var fjöldinn allur mættur i staðinn.