Morgunblaðið - 19.01.1985, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1985
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Tíunda vers í 22. passíusálmi
Hallgríms Péturssonar hljóðar
svo:
Yfirmönnunum er því vant,
undirsátarnir hnýsa grannt
eftir því sem fyrir augun ber,
auðnæmast þó hið vonda er.
Hvað höfðingjarnir hafast að,
hinir meina sér leyfist það.
Þessar línur og fleira gott úr
sama sálmi, svo sem um hið
græna og það visnaða tréð,
kom í huga minn fyrir
skemmstu. Starfsbróðir minn
fékk mér í hendur ljósrit af
plaggi sem gefið er út af fé-
lagsvísindadeild Háskóla ís-
lands. Að minnsta kosti er
nafn og merki háskólans í
bréfhausnum, svo og heiti
deildarinnar bæði á íslensku
og ensku. Verið er að kynna
væntanlegt námskeið fyrir
verðandi kennara, og fer hér á
eftir meginmál kynningar-
bréfsins. Vona ég að það kom-
ist til skila óbreytt, enda þótt
hvorki væri frumrit né ljósrit
vel greinilegt:
„Meginmarkmið námskeiðs-
ins er að fá verðandi kennara
til aö átta sig á því flókna
áhrifasamhengi sem reynt er
að gera sýnilegt sem almennt
ráðstafanlegu með því að
koma reglu á og tjá skipulega
þau samhangandi þýðingar-
fullu atriði sem hugtakið
„menntapólitík" felur í sér.
Það samhengi hlutanna sem
hér er lagt til grundvallar má
nefna „áhrifasamhengi mann-
félagslegrar uppeldisviðleitni",
sem er hugsað sem það tíma-
bundna og lifandi fyrirkomu-
lag áhrifa, sem virðast ráð-
stafa eða beina þróun einstakl-
inga inn á ákveðna braut
„mannfélagsmyndunar", þegar
þeir læra sögulega afstætt að
gera sér grein fyrir og ná tök-
um á þýðingarfullum atriðum
lífsbjargar-fyllingar „fullvalda
mannfélagsaðila".
Almennt beinist athygli
okkar að „viðleitni mannfélags
til að setja og marka uppeldis-
viðleitni sinni sérstakt keppi-
mark“. f huga margra er
„skóli“ árangur slíkrar sam-
einaðrar viðleitni. öðrum er
ljóst að „skólaformið" og
„skólavæðingin" er engan veg-
inn afrakstur „beinnar" sam-
einingar um „mannfélagslegt
uppeldisfyrirkomulag", heldur
er nær sanni að segja, að það
mótist „að ofan“ sem mót-
sagnakennd málamiðlun undir
forræði „ríkis“ sem tímabund-
ins handhafa pólitískrar sam-
hæfingarviðleitni í nokkuð
sundurvirku og sundurleitu
„mannfélagi".
Efni námskeiðsins má því
skilja sem tilraun til að koma
svolítilli reglu á mótsagna-
kennda framvindu hins
„mannfélagslega uppeldis-
fyrirkomulags", sem geri verð-
andi kennurum kleift að átta
sig örlítið á „ástandi mála“
sem eins konar árangri af mót-
sagna- og tilviljunarkenndum
viðbrögðum við tímabundinni
áskorun um að ná vísvituðum
tökum „almennrar ráðstöfun-
ar“ á þýðingarfullum atriðum
„mannfélagslegrar uppeldis-
viðleitni".
Þetta markmið reynum við
að nálgast með lestri, umræðu
og vinnslu „texta" og annarra
upplýsinga, sem virðast varpa
nokkru ljósi á þetta „samhengi
hlutanna".
Það er gert ráð fyrir að skip-
aðir verði litlir, sjálfstæðir og
virkir starfshópar, sem fari í
gegnum alla þá efnisþætti sem
talið er hafa þýðingu, skili um
hvern stuttri skriflegri grein-
argerð og taki þátt í umræðu
um efnið á fimmtudögum."
Höfundur Lilju sagði að
mestu skipti um allt, sem sagt
væri, að það skildist rétt.
Skýrleiki í framsetningu var
honum því að skapi. Eg veit
ekki hvað því veldur, að ég á
bágt með að skilja fyrrgreint
lesmál á köflum. Mér finnst
það gefa efni til þess að spyrja:
1. Er ekki Háskóla íslands
ætlað að vera vígi og skjól-
garður íslenskrar tungu?
2. Þykir forráðamönnum skól-
ans fyrrgreint plagg, sem
sent er út í nafni hans, sam-
ræmast því ætlunarverki?
3. Er ekki áhyggjuefni, ef þeir
sem kenna skulu verðandi
kennurum, eru svo máli
farnir sem „námskeiðs-
plaggið" ber vott um?
Eg vonast eftir skýrum svör-
um og lýk þessum orðum með
því að vitna enn í 22. passíu-
sálm:
Þá biindur leiðir blindan hér,
báðum þeim hætt við falli er.
Þórunn Guðmundsdóttir í
Reykjavík skrifar mér eftir-
farandi bréf:
Hr. Gísli Jónsson!
Ég óska þér gleðilegs árs og
þakka fyrri samskipti og ágæt-
ar greinar þínar sem ég les
jafnan mér til fróðleiks og
ánægju.
Mér fellur ekki að nú á tím-
um eru rafstöðvar nefndar
virkjanir eftir að virkjun er
lokið. Ég álít að virkjun merki
eingöngu að verið sé að virkja,
alveg eins og gerjun þýðir að
eitthvað sé að gerjast. Þegar
gerjun er lokið heita afurðirn-
ar ekki gerjanir heldur ýmis-
legt annað. Förgun fjár gefur
af sér kjöt, slátur og gærur en
ekki farganir. 1 verslun er hins
271. þáttur
vegar alltaf verið að versla og
því er það heiti eðlilegt. Mér
þætti rétt að nefna Búrfells-
stöð, MjólkárstöA o.s.frv. í stað
þess að kalla þetta virkjanir.
Á svipaðri forsendu líkar
mér ekki að nota orðið sveimur
um löngu storknaðar sprungur
út frá eldstöðvum. Sveimur er
á hreyfingu. „Blikar í lofti
birkiþrasta sveimur", sagði
Jónas. Þegar þrestirnir settust
hættu þeir að vera sveimur. Ég
vil taka það fram, að ég álít
jarðfræðinga okkar hafa verið
manna orðheppnasta í nýyrða-
smíði og til fyrirmyndar um
málvöndun, þótt mér líki ekki
þetta orð.
Riklingur er gamalt heiti á
lúðu ristri í lengjur og hertri.
Sú skepna var á Vestfjörðum,
þar sem ég ólst upp, ævinlega
kölluð spraka, ef hún náði
vissri stærð. Minni einstakl-
ingar af tegundinni hétu þar
lóur, en stofnlóur þær sem
stærri voru án þess að ná
sprökustærð. Ekki veit ég neitt
um uppruna þessara skrítnu
heita. Gætir þú nokkuð frætt
mig um hann?
Sagt er: Heill á húfi og: Mik-
ið er í húfi. Ekki veit ég hvort
þetta er sami húfurinn, ef orð-
ið er þá karlkyns.
Nýlega birtist grein hjá
Velvakanda í Morgunblaðinu
þar sem sett var út á málfar
mælanda nokkurs á annarri
rás útvarpsins. Fannst mér
það ekki að ófyrirsynju, svo
margar málleysur voru þar
tíndar til. Greinarhöfundur
kvað mælanda þennan hafa
sagt spurja í stað spyrja og setti
út á það. Þetta var, og er ef til
vill enn, algengur framburður
á Vestfjörðum. Við sögðum:
spurja, smurja, stuðja og ruAja.
Ég hefi haft þá hugmynd að
þetta væri leif af þessum
framburði. Sé þó enga ástæðu
til að halda honum við þess
vegna. En gaman þætti mér að
vita það. Þá er víst nóg komið í
þetta sinn.
Með kærri kveðju."
Ég þakka Þórunni Guð-
mundsdóttur þetta góða bréf
og önnur fyrri. í næsta þætti
mun ég leitast við að svara því
og gera athugasemdir við það
sem ég kann að vera ósam-
mála.
P.s.
Fyrir skemmstu birtist hér
grein eftir Baldur Jónsson, þar
sem hann tók kátlegt dæmi um
þjóAskýringu (Volksetymo-
logie). Hér er annað svipað
(ritgerð um Grím Thomsen):
„Grímur Thomsen þýddi
ævintýri H.C. Andersens á ís-
lensku og heita þau síðan
Grímsævintýri."
Húseignir Blikksmiöjunnar Vogs hf.
Auðbrekku 2 - Kópavogi eru til sölu
efviðunandi tilboðfæst
Heildargólfflötur hússins er um 2300 fm. Þar af 1700 fm iönaöarhúsnæði meö
stórum aökeyrsludyrum. 600 fm í skrifstofu- og verslunarhúsi. Byggingarréttur
fyrir 400 fm skrifstofu- og verslunarhúsi fylgir. Húseignin hentar vel hvers konar
iönaöi eöa verslunarrekstri vegna mjög góörar staösetningar.
Nánari upplýsingar í dag á skrifstofunni.
E
Fasteignasalan
EIGNABORG sf.
Hamraborg 5 - 200 Kópavogur - Simar 43466 & 43805
SIMAR 21150-21370
S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL
Til sýnis og sölu auk annarra eigna:
Lítil séríbúö á Högunum
3ja herb. um 80 fm KtiA niAurgrafin. I kjallara viö Fornhaga. Nýtt eldhús.
Nýtt baö. Nýtt parket. Sér inng. Sér hiti. Samþykkt. Fjórbýlishús. Ágæt
sameign. Sólrík íbúö i suöurhliö.
5 Kerb. glæsileg sérhæð í Hlíðunum
Neöri hæö um 120 fm á vinsælum staö. Sér inng. Sér hftaveita. Nýtt eld-
hús. Nýtt bað. Rúmgóöur sjónvarpsskáli. Bilskúrsréttur. Ræktuö lóö.
Trjágarður. Teikning á skrifstofunni.
2ja herb. íbúöir við:
Kriuhóia: 4 hæö. um 65 fm. Lyftuhús. Stór og góö. Laus strax.
Lindargötu: I kj. um 65 fm. Samþ. Litiö niöurgr. Allt sér. Gott baö.
Efstasund: 2. hæö um 55 fm. Endurnýjuö laus strax. Skuldlaus.
3ja herb. íbúðir viö:
Fifuhvammsv.-Kóp: e. hæö um 90 fm. Tvibýli. Allt sér. Stór bilskúr.
Kjarrhólma: 4 hæö. 80 fm. Sér þvottahús. Verö kr. 1,6 m.
Hraunbæ: 2. h. um 85 fm. Glæsileg öll eins og ný.
Hverfísgötu: 2. h. um 60 fm. Steinhús. Allt sér. Verö kr. 1,2 m.
4ra herb. íbúðir við:
Dvergabakka: 2. h. um 100 fm i suöurenda. Fullgerö sameign.
Hraunbæ: 1. h. um 95 fm. Mjög góö. Nýleg teppi. Útsýni.
Hraunbæ: 3. h. um 100 fm. Suöur Ibúö. Herb. I kj. meö w.c.
Einbýlishús í Árbæjarh. - nýtt þak
einnar hæöar vel byggt steinhús um 150 fm. 3 góö svefnherb. auk
forstofuherb. saml. stofur, sjónvarpsskáli. Rúmgóöur biiskúr. Ræktuö
lóö. Teikning á skrifstofunni.
5 herb. sérhæðir
f Garöabæ, I Hliöunum, i Laugarneshverfi, I Kópavogi, i Klepps-
hoiti. Vinsamlegast leitiö nánari uppl.
Fjársterkur kaupandi óskar eftir:
Sérhæö 6 herb. I Hliöum, Heimum, Safamýrl eöa nágrennl. Mikil úl-
borgun.
Þurfum að útvega m.a:
5-7 herb. ibúö i Árbæjarhverfi.
3ja, 4ra og 5 herb. ibúöir i borginnl meö bilskúrum.
Raöhúa á einnl hæö i Arbæjarhverfi.
2ja-3ja harb. ibúö helst i Þingholtunum.
ALMENNA
kl. 1-5 sfödegis. Lokaö á morgun sunnudag. FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
26277 HIBYLI & SKIP 26277
Flókagata
Þetta glæsilega húa A einum ettirsóttasta ataö í borginni er til
sölu. Húsió er 130 fm aó grunnfleti auk bílakúra. Teikningar og
aliar nánari upplýsingar á skrifatofunni.
Brynjar Fransson,
simi: 46802.
Rnnt>ogi Albertsson,
simi 667260.
HÍBÝU & SKIP
Garðastræti 38. 8fmi 26277.
Gisli Ólatsson,
siml 20178.
Jón Otafsson, hrt.
Skúll Pálsson, hrt.
26277 ALLIR ÞURFA HIBYLI 26277
Áskriftarsíminn er 83033