Morgunblaðið - 19.01.1985, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1985
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1985
25
JMtaQgtntUbifeife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö.
Bjartara yfir
Reykjavík
Hvar sem borið er niður í
tölulegum staðreyndum
um fjárhagsstöðu Reykjavík-
urborgar blasa við batamerki
frá liðnu kjörtímabili vinstri
meirihluta. Davíð Oddsson,
borgarstjóri, rakti ýmis dæmi
batnandi stöðu, er hann mælti
fyrir frumvarpi að fjárhags-
áætlun borgarinnar og stofn-
ana hennar í fyrradag:
• Skammtímaskuldbindingar,
sem vóru rúmlega 390 m.kr.
samkvæmt ársreikningi borg-
arsjóðs 1983, vóru 94 m.kr.
lægri í árslok 1984.
• I heild var staðan 200 m.kr.
betri, m.a. vegna þess að ekki
þurfti að grípa til erlendra
lána á liðnu ári til að brúa bil
gjalda og tekna í samþykktri
fjárhagsáætlun ársins.
• Reiknislegur yfirdráttur á
hlaupareikningi í Landsbanka,
sem var 190,1 m.kr. í upphafi
liðins ár var aðeins 17,6 m.kr.
við lok þess.
• Frá því sjálfstæðismenn
hlutu á ný meirihluta hafa
gjöld fólks til borgarinnar
lækkað um samtals 176 m.kr.,
miðað við álagningarstuðla
vinstri meirihlutans, útsvör
um 135 kr. og fasteignagjöld
um 41 m.kr.
• Þessi stefnubreyting sparar
borgarbúum nálægt 700 m.kr.
miðað við heilt kjörtímabil.
Það hefur vissulega vel tek-
izt til um stjórn borgarinnar.
Hún hefur ótvírætt sýnt „að
hægt er að sameina tvennt, öfl-
ugan framkvæmdavilja ann-
arsvegar og hófsemi í álagn-
ingu á borgarbúa hinsvegar",
eins og borgarstjóri komst að
orði.
Vinstri meirihlutinn hækk-
aði hinsvegar skatta frá ári til
árs og safnaði skuldum að auki,
án þess að skila fjárfestingu
eða framkvæmdum sem orð er
á gerandi. Fjárhagsstaða borg-
arsjóðs og borgarstofnana
versnaði verulega í valdatíð
hans.
Fjárhagsáætlun borgarinnar
1985 er seinni á ferð en til stóð
vegna kjarasamninga seint á
liðnu ári og breyttra verðlags-
forsenda, sem fyrirséðar vóru í
kjölfar þeirra. Reykjavíkur-
borg, með og ásamt stofnunum
sínum, er stærsti launagreið-
andi í landinu, að ríkissjóði
einum undanskildum. Launa-
þróun hefur því afgerandi
áhrif á útgjöld og fjárhags-
áætlun hennar.
Borgarstjóri dró enga dul á
það í framsögu sinni fyrir fjár-
hagsáætlun borgarinnar 1985,
að „teflt er á tæpasta vað með
hliðsjón af verðlagsforsend-
um“, sem hefðu breytzt til hins
verra. í fyrsta lagi gæti verð-
lagsþróun á árinu reynzt önnur
en þær spár stæðu til, sem
áætlunin væri byggð á. í annan
stæð væri ekki, frekar en í fjár-
lögum, reiknað með neinum
launahækkunum 1. september
nk. Víki verðlags- og kaup-
gjaldsþróun verulega frá því,
sem nú væri gert ráð fyrir,
verði óhjákvæmilegt að taka
fjárhagsáætlunina á ný til at-
hugunar. Þetta er eðlilegur
fyrirvari af hálfu borgar-
stjórnarmeirihlutans.
Heildarútgjöld borgarinnar
1985 nema 3.123 m.kr. sem er
nálægt 30% hækkun frá áætl-
un fyrra árs. Heildartekjur eru
hinsvegar áætlaðar 3.125 m.kr.,
þ.e. 21% hærri en rauntekjur
1984 og rúmlega 30% hærri en
áætlun þess árs. Til saman-
burðar standa spár til þess að
meðaltal vísitölu framfærslu-
kostnaðar verði 26—30%
hærra 1985 en 1984.
Borgarstjóri gagnrýndi
harðlega að tekjur Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga væru nú
skertar annað árið í röð við
fjárlagagerð, um 50 m.kr. 1984
og 90 m.kr. 1985, þrátt fyrir
ótvíræð lagaákvæði. Þetta rýri
tekjur borgarsjóðs um 33—35
m.kr. Engu að síður sé áformað
að lækka útsvör í 10,8%, þ.e.
um 0,2% eða 25 m.kr., og verði
þá útsvör 1% lægri en í tíð
vinstri meirihlutans. Án skerð-
ingar á tekjum borgarinnar um
Jöfnunarsjóð hefði mátt lækka
útsvör niður í 10,6% af álagn-
ingarstofni.
Davíð Oddsson sagði fjár-
muni borgarinnar hafa nýtzt
illa í tíð vinstri meirihluta.
Ákvarðanir hafi dregizt á lang-
inn vikum og mánuðum saman,
jafnvel um einföldustu atriði.
Vegna hrossakaupa milli flokk-
anna, sem að þeim meirihluta
stóðu, var fjármunum dreift
víða og áfangaskipti einatt
þannig að fjármunir nýttust
illa.
Nú hefur dæminu verið snúið
við. Framkvæmdir eru mark-
vissari og fjármunir nýtast
betur. Fjárhagsstaða borgar-
innar hefur styrkzt og traust
hennar eflzt. Skattheimta hef-
ur lækkað sem svarar 700 m.kr.
á heilu kjörtímabili, miðað við
skattstiga vinstri meirihlut-
ans. Reykvíkingar hafa ástæðu
til að horfa bjartari augum til
framtíðarinnar.
Úr ræðu Davíðs Oddssonar borgarstjóra:
Kjarasamningarnir
og Reykjavíkurborg
Davíð Oddsson borgarstjóri fylgdi fjárhagsáætlun Ueykja-
vfkurborgar úr hlaði á borgarstjórnarfundi á fímmtudaginn. í
ræðunni fjallaði borgarstjóri meðal annars um kjaramál og
nýgerða kjarasamninga. Birtist sá kafli hér á eftir í heild.
Borgarsjóður er, að öllum stofn-
unum og fyrirtækjum borgarinnar
meðtöldum, stærsti launagreið-
andi landsins fyrir utan ríkissjóð.
Að meðaltali fengu um 7.000
manns greidd einhver laun frá
borginni í hverjum mánuði í fyrra,
og er Bæjarútgerð Reykjavíkur þá
undanskilin. Það lætur að líkum,
að þessi fjöldi skiptist á mörg
stéttarfélög, en borgin gerir
sjálfstæða saminga við flest þess-
ara félaga og greiðir nú laun eftir
um það bil 20 mismunandi kjara-
samningum. í samningunum við
Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar, Verkakvennafélagið Sókn,
Hjúkrunarfélag íslands, Læknafé-
lag Reykjavíkur og Lyfjafræð-
ingafélag Islands er höfð hliðsjón
af samningum ríkisins, eða samið
beint við hlutaðeigandi félög
ásamt ríkinu. Við flest önnur félög
er samið með hliðsjón af samning-
um aðildarfélaga Vinnuveitenda-
sambands íslands og Alþýðu-
sambands Islands.
Samið á
fyrri hluta árs
í kjarasamningum Vinnuveit-
endasambandsins og Alþýðusam-
bandsins, sem gerðir voru 21.
febrúar í fyrra, var áhersla lögð á
að bæta kjör hinna lakast settu á
vinnumarkaðnum með lágmarks-
tekjutryggingu fyrir dagvinnu,
fjármagnstilfærslum innan trygg-
ingakerfisins og hækkun barna-
bóta, svo hið helsta sé nefnt. Um-
samdar hlutfallshækkanir launa
urðu að sama skapi minni, eða 5%
frá undirskriftardegi, 2% í viðbót
1. júní, 3% 1. september og 3% 1.
janúar 1985, en heimilt var að
segja upp launaliðum samning-
anna miðað við 1. september 1984
og 1. janúar 1985.
Hinn 9. mars 1984 var síðan
undirritaður aðalkjarasamningur
við Starfsmannafélag Reykjavík-
urborgar, er skyldi gilda frá 1.
mars 1984 til 31. mars 1985. Þar
var höfð hliðsjón af fyrrnefndum
samningi Vinnuveitenda- og Al-
þýðusambandsins og skyldu al-
menn laun hækka um 5% frá 1.
mars, 2% 1. júní, 3% 1. september
og 3% 1. janúar 1985. Hinn 3. maí
var síðan gengið frá sérkjara-
samningi við Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar, sem meðal
annars fól í sér flutning nokkurra
starfsheita í hærri launaflokk,
auk þess sem kveðið var á um
endurskoðun á röðun skrifstofu-
fólks. Sú endurskoðun leiddi síðan
til talsverðs launaskriðs hjá þess-
um hópi, sérstaklega hjá þeim sem
voru í lægstu launaflokkunum.
Þessara samninga mun þó ef til
vill lengst verða minnst fyrir það
að ákveðið var að taka aftur upp
hjá Reykjavíkurborg fyrirfram-
greiðslu launa til fólks í Starfs-
mannafélagi Reykjavíkurborgar,
en sem kunnugt er samþykkti
borgarráð hinn 21. apríl 1978 að
hverfa frá því fyrirkomulagi, sem
í reynd hafði verið lagt af að
mestu þegar á árinu 1976.
Snemma í apríl í vor náðust
samningar við Verkakvennafélag-
ið Sókn og Verkamennafélagið
Dagsbrún um sambærilegar
hækkanir og áður er getið, auk
þess sem fellt var niður ákvæði
um sérstakar lágmarkstekjur 18
ára og yngri, en það hafði sætt
mikilli gagnrýni í samningum
Vinnuveitenda- og Alþýðusam-
bandsins, enda var þetta ákvæði
numið brott úr öllum samningum,
sem það höfðu að geyma.
Launalið
sagt upp
Strax í fyrravor var orðið ljóst,
að launaliðum flestra kjarasamn-
inga yrði sagt upp við fyrsta tæki-
færi, eða hinn 1. september um
haustið. Hinn 27. júlli sagði
Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar upp launalið aðalkjara-
samningsins frá 1. september og í
ágúst hófust viðræður fulltrúa
Vinnuveitendasambands íslands
og Verkamannasambandsins um
gerð nýs kjarasamnings. Þessar
viðræður beindust fljótleg að leið-
um til þess að tryggja kaupmátt
launa með lækkun skatta í stað
aukinna peningagreiðslna.
Hér skal ekkert sagt um það,
hvort þær leiðir gátu talist færar
eða skynsamlegar, eins og á stóð,
en hitt er mér meira umhugsunar-
efni, hvernig að þessum málið var
staðið í upphafi. Áríðandi var, að
réttkjörinn stjórnvöld fjölluðu um
þessa ráðstöfun opinberra fjár-
muna og hvaða leiðir væru færar í
þeim efnum áður en aðilar vinnu-
markaðarins tækju málið á
dagskrá funda um kjarasamninga
sína.
Einhverjar efasemdir munu
hafa leynst í hugskoti fulltrúa
Bandalags starfsmanna rikis og
bæja um skattalækkunarleiðina,
því að þeir settu i staðinn fram
óraunhæfar kröfur um beinar
launahækkanir. Kröfugerð Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar
var samhljóða kröfugerð BSRB og
í meginatriðum á þá leið, að föst
mánaðarlaun skyldu hækka frá 1.
september 1984 um 30% og 5% frá
1. janúar 1985. Jafnframt var far-
ið fram á hækkun á vaktaálagi.
Davíð Oddsson
Starfsmannafélagið vísaði samn-
ingaviðræðum um kröfur félags-
ins strax til sáttasemjara rikisins,
en samningsaðili var, samkvæmt
umboði, launanefnd Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga. Báðir aðilar
áttu síðan fulltrúa á samninga-
fundum BSRB og rikisins, sem
hófust hjá sáttasemjara rikisins 2.
ágúst. Þar miðaði viðræðum litt
og félög opinberra starfsmanna
boðuðu til verkfalls frá og með 19.
september, en sáttasemjara bar
samkvæmt lögum að leggja fram
sáttatillögu. Hún var kynnt 13.
september, en um leið ákvað
sáttasemjari frestun á boðuðu
verkfalli til 4. október.
Samið hjá
borginni
Sáttatillögunni var siðan hafn-
að og þótti nú sýnt, að verkfall
hæfist 4. október. Miklar deilur
urðu um þá ákvörðun að greiða
ekki októberlaun starfsmanna á
fyrirframgreiðslukjörum hinn 1.
október og höfðaði Starfsmanna-
félag Reykjavíkurborgar mál fyrir
félagsdómi um lögmæti þeirrar
ákvörðunar, en dómur gekk á þá
lund, að ákvörðun borgaryfirvalda
hefði verið fyllilega lögmæt. Verk-
fall starfsmannafélagsins hófst 4.
október, en hinn 13. október ritaði
stjórn félagsins mér bréf og
óskaði eftir því, að ég beitti mér
fyrir lausn kjaradeilunnar með
því að Reykjavíkurborg tæki
frumkvæðið við lausn hennar, en
ekkert virtist þokast í samkomu-
lagsátt í viðræðum fulltrúa BSRB
og ríkisins, né heldur hafði við-
Ieitni launanefndar Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga borið árang-
ur.
í framhaldi af þessari málaleit-
an hófust samningaviðræður við
samninganefnd starfsmannafé-
lagsins, sem lauk hinn 15. október
með samkomulagi með venju-
legum fyrirvara um samþykki.
Verkfallinu var frestað þangað til
niðurstaða var fengin, en at-
kvæðagreiðsla meðal félagsmanna
starfsmannafélagsins fór fram
dagana 19. og 20. október.
Öhætt er að fullyrða, að mjög
harður áróður hafi verið rekinn
gegn þessu samkomulagi, ekki síst
af hálfu forystumanna BSRB,
enda fór svo að samkomulagið var
fellt og verkfallt hófst á ný hinn
21. október.
Sjálfur er ég enn þeirrar skoð-
unar, að samningar á grundvelli
þessa samkomulags hefðu komið
öllum, sem hlut áttu að máli, bet-
ur en núgildandi samningar með
sínum augljósu afleiðingum.
Niðurstaða
að lokum
Samningar tókust loks hinn 31.
október með fulltrúum BSRB og
fjármálaráðuneytisins um nýjan
aðalkjarasamning og daginn eftir
sömdu borgin og starfsmannafé-
lagið um aðalkjarasamning fyrir
tímabilið frá 1. nóvember 1984 til
31. desember 1985 með heimild til
uppsagnar á launaliðum samn-
ingsins frá og með 1. september í
ár, náist ekki samkomulag fyrir 1.
júlí um breytingar á þeim. At-
kvæðagreiðsla innan starfs-
mannafélagsins um samninginn
fór fram dagana 8. og 9. nóvember
og var hann samþykktur með
1.537 atkvæðum gegn 145, en sér-
kjarasamningur við starfs-
mannafélagið var síðan undirrit-
aður 14. desember. Helstu atriðin í
gildandi samningum við starfs-
mannafélagið eru þessi:
1. Bil milli launaflokka sam-
kvæmt launatöflu, sem gilti í
ágúst síðastliðnum, var jafnað
og hvarvetna haft 3,5% og öll
laun samkvæmt hinni leiðréttu
töflu hækkuð um 10% frá og
með 1. nóvember. Jafnframt er
í sérkjarasamningi kveðið á um
það, að öll starfsheiti skuli
flytjast upp um einn launaflokk
frá sama tíma.
2. Greiddar voru í eitt skipti fyrir
öll 2.500 krónur til hvers
starfsmanns í fullu starfi i
september og sérstök persónu-
uppbót, 4.500 krónur, í nóv-
ember til starfsmanna í fullu
starfi, sem hófu störf eigi síðar
en 1. september 1984 og voru í
fullu starfi í nóvember. Hér var
því samtals um að ræða 7.000
krónur til hvers manns í fullu
starfi, en annars skyldi þessi
fjárhæð reiknast eftir starfs-
hlutfalli.
3. Hinn 1. desember síðastliðinn
hækkuðu öll mánaðarlaun um
800 krónur og hinn 1. maí 1985
flytjast öll starfsheiti upp um
einn launaflokk.
4. Viðmiðun vaktaálags, lág-
marksupphæðar orlofsfjár og
árlegrar persónuuppbótar í
desember var hækkuð úr 11. í
13. launaflokk og felld niður
takmörkun á hækkun um einn
launaflokk eftir þriggja ára
starf.
5. Til viðbótar framangreindum
hækkunum var í sérkjarasamn-
ingi kveðið á um flutning
margra starfsheita upp um
einn launaflokk og bætt viö
nýrri starfsaldurshækkun eftir
eitt ár hjá svonefndum „heil-
brigðishópi". Ennfremur urðu
aðilar sammála um það, að við
mat á starfsaldri þeirra, sem
bera starfsheiti samkvæmt
7.—10. launaflokki, skyldi taka
til greina reynslu við öll al-
menn störf, þar með talin heim-
ilisstörf.
Launakostnaður óviss
Eins og sjá má og heyra af þess-
ari upptalningu getur reynt allerf-
itt að segja nákvæmlega fyrir um
launakostnað borgarinnar á ný-
byrjuðu ári, en eftir því sem næst
verður komist verða launin í ár að
meðaltali um 10,5% hærri en þau
voru í desember samkvæmt hinum
nýju samningum. Með öllum
stöðuheimildum fullnýttum svar-
ar það til rösklega 28% hækkunar
á milli meðallauna þessa árs og
hins síðasta, en hér er gert ráð
fyrir 26,4% hækkun launakostn-
aðar milli fjárhagsáætlunar i
fyrra og frumvarps þessa árs.
Hækkun frá útkomu verður að Kk-
indum öllu meiri, eða nálægt 30%,
þar sem launakostnaður varð
heldur minni en ella vegna verk-
fallsins.
Niðurstöður kjarasaminga á
hinum almenna vinnumarkaði
höfðu í meginatriðum svipaðar
hækkanir í för með sér og hér hef-
ur verið lýst, en gengið hafði verið
frá flestum þessara samninga
fyrir þing Alþýðusambands fs-
lands, sem hófst 26. nóvember.
Talið var, að þessir samningar
fælu i sér 24% hækkun launa á
samningstímabilinu, til ársloka
1985, auk afnáms hins svokallaða
tvöfalda kerfis eða lágmarks-
tekjutryggingar. Jafnframt var í
samningunum yfirleitt að finna
heimild til uppsagnar frá og með
1. september næstkomandi.
Skoðanaköimun Hagvangs hf. um ferðavenjur íslendinga:
TF-GRO aðstoðar bændur á Barðaströnd:
57,4 % þátttakenda
ferðuðust ínnanlands
HAGVANGUR HF. efndi sl. haust til skoðanakönnunar um ferðavenjur
fslendinga. Hagvangur birti í gær niðurstöður könnunarinnar og fer frétta-
tilkynning fyrirtækisins hér á eftir.
Á undanförnum árum hefur
Hagvangur hf. framkvæmt fjöl-
margar skoðanakannanir hér á
landi og staðið fyrir ýmsum nýj-
ungum á því sviði. Ein þessara
nýjunga er spurningavagn Hag-
vangs sem er sérstök tegund
markaðskannana („Omnibus")
sem Hagvangur vinnur sam-
kvæmt viðurkenndum aðferðum
frá Gallup-stofnuninni.
Að undanförnu hafa birst i
blaðagreinum og auglýsingum
ýmsar tölur úr könnuninni. Til
þess að gefa heildarmynd um
ferðavenjur landsmanna eru hér
birtar niðurstöður úr eftirtöldum
spurningum.
1. Hefur þú farið í sumarfrí á
þessu ári?
2. Hvert (hvernig) fórstu (ef við-
komandi hafði farið í sumar-
frí)?
3. Hvar keyptir þú farmiða (ef
viðkomandi fór til útlanda)?
4. Við hvaða ferðaskrifstofu
mundir þú skipta ef þú ætlaðir
í ferðalag til útlanda?
I fjórðu spurningunni er spurt
um hvaða ferðaskrifstofu fólk
mundi velja án tillits til þess
hvort viðkomandi færi í sumarfrí
til útlanda eða ekki. Niðurstaðan
segir því ekki til um markaðs-
hlutdeild, heldur gefur vísbend-
ingu um þekkingu og afstöðu
fólks, burt séð frá hvaða ferða-
skrifstofu það teldi að það myndi
velja.
I spurningu 3 kemur hins vegar
fram hvað fólk í raun og veru
gerði, og gefa niðurstöður því til
kynna markaðshlutdeild þeirra er
selja farseðla til útlanda.
Niðurstöðurnar sem hér eru
birtar sýna svör allra, þ.e. bæði
þeirra er tóku afstöðu og þeirra
sem svöruðu „veit ekki“. önnur
hlutfallsleg skipting fæst ef ein-
göngu er miðað við þá sem afstöðu
tóku, t.d í spurningu 1 yrði hlut-
fallsskiptingin eftirfarandi: Arn-
arflug 1,6%, Atlantik 2,1%,
Ferðamiðstöðin 1,6%, Flugleiðir
6,5%, Samvinnuferðir 19,3%, Úr-
val 11,9%, Útsýn 39,3% og annað
17,6%.
Svarmöguleikarnir sem koma
fram við spurningunum voru ekki
lesnir upp.
Könnunin var gerð 25. sept,—8.
okt. 1984 og var úrtaksstærðin
1000 manns, valið úr þjóðskrá að
undanfengnu leyfi tölvunefndar
og Hagstofu íslands. Könnunin
náði til alls landsins, og var hún
gerð símleiðis og voru þátttakend-
ur á aldrinum 18 ára og eldri.
Spurning 1
Hefur þú farið I sumarfrf á þessu
ári?
Já 67,6%
Nei 32,4%
Spurning 2
Hvert (hvernig) fórstu (ef viðkom-
andi hafði farið í sumarfrQ?
Ferð innanlands 57,4%
Sólarströnd 9,0%
Sumarhús erlendis 1,7%
Ferð á eigin vegum erlendis 16,1%
Flug og bfll 2,6%
Til annarra heimsálfa 1,5%
Annað 11,1%
Veit ekki 0,6%
Spurning 3
Hvar keyptir þú farmiða (ef viðkom-
andi fór til útlanda)?
Samvinnuferðir 16,4%
Söluskrifstofa flugfélags 32,1%
Úrval 12,7%
Útsýn 15,2%
Aðrar ferðaskrifstofur 13,3%
Annars staðar 9,7%
Veit ekki 0,6%
Spurning 4
Við hvaða ferðaskrifstofu myndir þú
skipta ef þú etlaðir í ferðalag til
útlanda?
Arnarflug 1,4%
Atlantik 1,8%
Ferðamiðstöðin 1,4%
Flugleiðir 5,4%
Samvinnuferðir 16,2%
Úrval 10,0%
Útsýn 33,0%
Annað 14,8%
Veit ekki 15,9%
Sauðfé sótt
í Svínanes
STARFSMENN Landhelgisgæslunnar fóru á fímmtudag a þyrlunni TF
GRO vestur í Múlasveit f Austur-Barðastrandarsýslu til að sækja sauðfé,
sem þar var í klettum í Svínanesi. Ekki var hægt að komast að kindunum
nema með þessum hætti, en vegna riðuveikinnar þótti brýnt að ná fénu
og lóga því.
Forsaga málsins er sú, að
Ragnar Guðmundsson, bóndi á
Brjánslæk á Barðaströnd, hefur
að undanförnu reynt að ná 13
kindum, sem hafa hafst við í
utanverðu Svínanesi. Þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir hefur honum
ekki tekist að ná þeim, en meðal
annars reyndi hann að nálgast
féð með svifdreka. Ragnar leit-
aði þá aðstoðar Landhelgisgæsl-
unnar og var þyrlan send í gær
til að freista þess að aðstoða
heimamenn við að ná fénu.
Flugmennirnir Tómas Helga-
son og Bogi Agnarsson lentu
þyrlunni í botni Kerlingafjarðar
þar sem fyrir voru níu heima-
menn og voru þeir fluttir yfir að
Svínanesi þar sem sauðféð var.
Eftir nokkrar sviptingar tókst
að króa féð af á tanga sem geng-
ur út í Skálmarfjörð. Tveir hrút-
ar sluppu þó og komust þeir upp
í klettana fyrir ofan en hitt féð
var flutt á þyrlunni til byggða.