Morgunblaðið - 19.01.1985, Side 37

Morgunblaðið - 19.01.1985, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANtJAR 1985 37 Helle og Raggi Bjarna. HorgunblaðiA/Árni Sæberg RAGGI BJARNA Úr söngnum í sælgætið að kannast flestir við Ragga Bjarna, a.m.k. flestir sem ekki eru undir lögaldri, svo lengi hefur hann skemmt okkur landsmönn- um. Svo var hann allt í einu horf- inn af Sögu, en hvað varð af hon- um? Hann fór að versla. Hvernig skyldi ganga, er hann söiumaður- inn syngjandi? Blm. leit við og tók Ragnar tali sem snöggvast. — Eru ekki mikil viðbrigði að koma úr söngnum í „sjoppubrans- ann?“ Nei, ég skal segja þér, maður hefur bara gaman af þessu. Þetta er svo allt öðruvísi, en það sem ég hef verið í hingað til, en þetta er þó ekki svo ólíkt að því leyti að það er alltaf fullt af fólki í kringum mann. — Syngurðu eitthvað núna? Það er nú eitthvað minniháttar. Ég er alveg hættur á böllunum, en við erum þó að fara af stað með undirbúning fyrir Sumargleðina sem verður 15 ára nú í sumar. Hún stendur frá enduðum júní og fram í nóvember. Ég hyggst aldrei ráða mig aftur á fastan dansstað til að spila á eins og áður. Ég var búinn að vera í því í næstum þrjátíu ár og nenni því hreinlega ekki lengur. — Ertu með marga í vinnu hér? Stefán Jóhannsson er hjá mér í sjoppunni á daginn en hann spil- aði á trommur hjá mér í ein fimmtán ár. Auk hans hef ég 5 eða 6 viðloðandi í vinnu. — Tekurðu ekki lagið af og til fyrir viðskiptavininn? Jú, jú, mikil ósköp. Ég er alltaf syngjandi. Ekki skrifa þetta niður samt, því þá get ég átt von á við- skiptavinum í hrönnum sem krefj- ast lags í kaupbæti. Brooke hannar nú föt Leikkonan unga Brooke Shields hefur snúið baki við kvikmyndaleik í biii. Hún flýtir sér að segja að leiðin muni liggja þangað aftur, en hún sé dálítið þreytt sem stendur og vilji breyta til. Brooke hefur fengið vinnu við tískuhús í Sviss, frængt nafn: Vorster í Zurich. Ætlar Brooke að spreyta sig í fatahönnun og kannski sýna föt dálítið í bland, svona til að hafa reynt sem flest í sýningarbrans- anum. Þyrnifuglum fjölgar „Þyrnifuglarnir“ Rachel Ward og Brian Brown, sem léku hjónakornin í „Þyrnifuglunum", eru í raun gift og veit það mæU vel alþjóð öll, að minnsta kosti hinir mýmörgu aðdáendur sjónvarpsþáttanna umræddu. Það sem alþjóð veit kannski ekki, að síðustu níu mánuðina hefur frú Brown ekki verið kona einsömul og nú er erfingi kominn ( heiminn. Á myndinni heldur pabbi á syninum og ræður ekki síður við hann en sykurreyrinn. Mamma horfir hugfangin á, en myndin var tekin suður í Astralíu, þar sem hjónin bafa dvalið að undanfornu í frfi. Ástralía er heimaland beggja. COSPER COSPER — Klott að þú skulir hafa fundið upp eldinn, ég var að flnna upp vindilinn. 21200 bein lína váðleggingasími sparifjáreigenda BÚNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKl MELÓDÍUR MINNINGANNA HAUKUR NIORTHENS og félagar skemmta. Kristján Kristánsson leikur á orgel k ° Skála fell #NOTEU.«> m FLUGLEIDA Æ* HÖTEl S a f a r i ★ Diskótek ★ Opið í kvöld, laugardag 19. janúar, kl. 10—03 U2 • New Order • Malcolm Mclaren • Sade • Frankie Goes • Simple Minds • Eurythmics • Spandau Ballet • Talk Talk • Orange Juice • Scritti Pollti • Human League • Ultravox • Blancemance • Cocteu Twlns • Llmal • Japan • Matt Bianco • Gary Numan • Thompson Twlns • Duran Duran • Howard Jones • UB40 • Blurt • Tina Turner • Kirk Brandon • Wham • Culture Club • Killing Joke • The Fugitives • Pax Vobis • Cabaret Voltaire • Siouxsi and the Banshess • Nick Kershaw • David Bowie • The Fall • Stranglers • The Smiths

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.