Morgunblaðið - 24.01.1985, Síða 4

Morgunblaðið - 24.01.1985, Síða 4
4__________________________________________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985 Brottflutningsæfingar í A-Skaftafellssýslu: Staðsetning ákveðin án mats á gildi skotmarks segir Guðjón Petersen framkvæmdastjóri Almannavarna „Brounutningsæriiigar sem og aðrar æfingar á svidi almannavarna eru reglubundnar og liður í heildar- áætlun um þjálfunarmál almanna- varnarnefnda,“ sagði Guðjón Pet- ersen, framkvæmdastjóri Almanna- varna ríkisins, er hann var spurður um æfingu, sem haldin var í Austur- Skaftafellssýslu í byrjun desember sl. Þar var m.a æfð stjórnun á brottflutningi fólks af svæðinu með hliðsjón af kjarnorkuárás. Guðjón sagði ennfremur, að staðsetning ímyndaðrar sprengingar væri ákveð- in án tillits til þess, hvort hugsanlegt skotmark hefði hernaðarlegt gildi, en í frétt Þjóðviljans af þessum æf- ingum er haft eftir Árna Kjartans- syni, byggingarfulltrúa á Höfn, að Stokksnes hafi orðið fyrir valinu vegna ratsjárstöðvarinnar sem þar er. „Brottflutningsáætlanir eru til fyrir allar byggðir landsins og er stefnt að því að gera stjórnstöðva- og viðbragðsæfingar á þeim öllum og var æfingin í Austur-Skafta- fellssýslu, hinn 6. desember síð- astliðinn fjórða æfingin á þessu sviði,“ sagði Guðjón ennfremur, er hann var spurður nánar um þess- ar æfingar. „Við æfingarnar er geislavirkt úrfall frá hugsanlegri kjarnorkusprenginu notað sem forsenda brottflutnings, með inn- settum viðvörunartíma og hraða í úrfallsdreifingu. Þar sem æf- ingarsvæðin eru ákveðin fyrir- fram vegna þjálfunargildis æf- inganna, er staðsetning spreng- ingarinnar ákveðin með tilliti til þess, sem fá á út úr æfingunni og því algjörlega án tillits til mats á skotmarksgildi. Ákvörðunin er byggð á aðstæðum í landslagi, samgöngum og þessu brottflutn- ingsferli sem prófa á og koma veð- urfarsforsendur á æfingardegin- um inn í þá mynd. Hvað varðar þessa æfingu á brottflutningi íbúa Austur-Skaftafellssýslu til Vest- ur-Skaftafellssýslu og Rangár- vallasýslu réðu aðstæður í lands- lagi veðri á æfingardaginn og samgöngukerfið því, að vestur- horn Stokksness var valið sem sprengistaður fyrir 200 kílótonna „THE Gold Diggers" eóa Gullgraf- ararnir, kvikmyndin sem tekin var að hluta til hér á landi og Julie ('hristie leikur aðalhiutverkið í, verður frumsýnd hér á landi á kvikmyndahátíð Listahátíðar í maí í kjarnorkusprengju, sem springa átti innan ákveðins tíma.“ Um þær æfingar, sem áður hafa farið fram á þessu sviði, sagði Guðjón Petersen ma.: „Fyrsta æf- ingin, sem var eingöngu prófun á innra stjórnkerfi Almannavarna ríkisins við kjarnorkuvá, gerði ráð fyrir eins megatonns vetnis- sprengju 13 kílómetra norður af Þingvöllum með úrfallsdreifingu til suð-suðausturs og austur. Önn- ur æfingin var allra stærst enn sem komið er, með þátttöku svæð- isstjórna almannavarna á öllu Norður- og Austurlandi. Var for- vor. Það var hópur kvenna frá Bret- landi sem stóð að gerð þessarar myndar og dvöldu þær hér á landi haustið 1982. Tökurnar fóru eink- um fram inni á hálendi Islands. senda hennar eins megatonns yf- irborðssprenging vetnissprengju 3 kílómetra suðvestur af Skagatá með úrfailsdreifingu til austurs og suðausturs yfir Norðurland og Austurland. Þriðja æfingin gerði ráð fyrir kjarnorkusiysi djúpt út af Snæfellsnesi þar sem veðurfor- sendur dreifðu úrfalli inn eftir Snæfellsnesi og í Dali, með brott- flutning íbúa á Snæfellsnesi í þrjár áttir, það er til Vestfjarða, Borgarfjarðar og Norðurlands vestra." Aðspurður um tilgang æfing- anna sagði Guðjón m.a:. „Tilgang- urinn er þjálfun almannavarnar- nefnda í að beita brottflutn- ingsáætlunum, taka á og leysa öll þau fjölmörgu vandamál og úr- lausnarefni, sem upp geta komið. Þá verður að samhæfa verkefni allra þeirra hópa og tækja sem beita þarf við slíka vá, gera sér grein fyrir mannlegum vandamál- um og ekki síst að þjálfa starfs- fólk stjórnstöðvar Almannavarna ríkisins í samhæfingu aðgerða á stórum landsvæðum. Með æfing- unum er einnig reynt til hins ítr- asta á fjarskiptakerfi og afkasta- getu upplýsingaflæðis milli fjölda staða samtímis, án þess að sam- ræmi raskist, eftir mismunandi leiðum til prófunar á öryggissam- böndum. Hafa æfingarnar gefið ómetanlegar upplýsingar um styrk og veikleika viðbúnaðarkerf- is Almannavarna, sem ýmist er búið að lagfæra eða unnið er að lagfæringum á, auk þess sem þær hafa gefið góða heildarmynd af virkni neyðaráætlana og þjálfað menn í beitingu þeirra." Julie (’hristie í hlutverki sínu í myndinni. Gullgrafararnir á kvikmyndahátíð Haraldur Ólafsson þíngmaður Framsóknarflokksins: Virðist eiga að stórauka mikilvægi íslands í hernaði Utanríkismálin mikilvægust af þeim sem ríkisstjórnin er að kljást við HARALDUR Ólafsson alþingismaöur Framsóknarflokksins segir, að sér virðist að verið sé að stórauka mikilvægi íslands í hernaðarkerfi heimsins. Radarstöðvarnar séu út af fyrir sig ekki gífurleg viðbót, en þegar þess sé gætt að þær bætist við aðrar áætlanir, sérstaklega um hina „stórauknu aðstöðu í Helguvík", eins og hann nefnir það, sé kannski þegar búið að breyta eðli stöðvarinnar frá því að vera eftirlitsstöð til þess að vera mjög mikilvæga stöð í hugsanlegum hernaði. Haraldur segir ennfremur, að hann telji utanríkismál mikilvægust af þeim málum, sem ríkisstjórnin sé nú að kljást við og nefnir hann þau sem einn af þeim málaflokkum, sem gætu leitt til stjórnarslita og nýrra kosninga. Haraldur nefndi á opinberum borgarafundi á veitingahúsinu Gauk á Stöng sl. sunnudag nokkra málaflokka, sem hann sagði geta valdið stjórnarslitum. Þeir væru utanríkismál, efna- hags- og kjaramál, húsnæðismál, og útvarpslagafrumvarpið. Er blm. Mbl. bað hann að útlista nánar hvaða þætti þessara mála- fiokka hann ætti við, gerði hann fyrst að umtalsefni utanríkismál- in, sem hann sagði hvað mikil- vægust að sínu mati. Hann kvaðst hafa þar I huga áhuga manna á að unnt yrði að samein- ast um eina tillögu á Alþingi varðandi mál sem snertu kjarn- orku- og afvopnunarmál. Þá sagði hann ýmsar skoðanir uppi um sérstöðu Islands á Norðurlöndum með varnarsamning og erlenda herstöð. Hann sagði: „Það hefur verið mín skoðun og ég held að margir innan Framsóknarflokks- ins séu sömu skoðunar og fram kemur í fiokkssamþykkt frá 1982, um að það beri að halda öllum hernaðarumsvifum og fram- kvæmdum á vegum hersins hér í lágmarki — að gera sem sagt sem allra minnst. Nú hefur komið í ljós, að það eru uppi áætlanir að því er mér virðist að stórauknu mikilvægi íslands í hernaðar- kerfinu, en ég vil taka fram að ég er hér ekki að tala fyrir hönd flokksins." Hann tók fram, að hann teldi radarstöðvarnar sem verið væri að undirbúa á Vestfjörðum og á Norðvesturlandi ekki vera neina gífurlega viðbót, en sagði síðan: „En þegar þær bætast við aðrar áætlanir, sérstaklega hina stór- auknu aðstöðu í Helguvík, sem er langt fram yfir það að vera endurnýjun á þeim birgðageymsl- um sem fyrir voru, olíuhöfn og hugsanlega aðstöðu til eldsneyt- isfyllingar fyrir fiugvélar af flug- vélamóðurskipum, ný stjórnstöð, allmörg flugskýli og annað af því tagi, þá finnst mér hér um gífur- lega aukningu að ræða. Sérstak- lega finnst mér olíuhöfnin benda til þess að hér séu uppi áætlanir, eða kannski þegar búið að breyta eðli þessarar stöðvar frá því að vera eftirlitsstöð til þess að vera mjög mikilvæg stöð í hugsanleg- um hernaði. Að minnsta kosti bendir allt til að hér sé kominn grunnur að áætlunum, sem fs- lendingar hafa ekki fylgst með og séu þess eðlis að við þurfum að taka þessi mál til mjög ítarlegrar athugunar." Haraldur var spurður, hvort framkvæmdir í Helguvík og vel- fiest þeirra atriða sem hann nefnir hér að ofan, hafi ekki verið samþykktar í tíð fyrrverandi rík- isstjórnar og undir forustu for- vera hans á Alþingi, Ólafs Jó- hannessonar þáverandi utanrík- isráðherra. Hann svaraði því til, að þá hefði ekki verið búið ai veita leyfi fyrir nema tveimur tönkum í Helguvík, en gert væri ráð fyrir niu til viðbótar. að hann teidi, sem ekki væri búið að gefa leyfi fyrir. Þá væri enn ekki búið að gefa leyfi fyrir radarstöðvun- um en mikilvægastar teldi hann áætlanir um stöðu íslands í friði ogófriði. Haraldur sagði það sína skoðun að við ættum að vera í NATO en hafa fullkomna stjórn á öllu sem fram færi í Keflavík. Nánar aðspurður sagði hann: „Við þurfum að vita nákvæmlega og hafa hönd í bagga með þeim áætlunum sem þar eru uppi, þannig að ekkert þurfi að koma okkur á óvart, eins og verið hefur undanfarin ár, t.d. hvort kjarn- orkuvopn væru staðsett í Kefla- vík, eða hvort áætlað sé að flytja þau þangað." í hinum málaflokkunum sem Haraldur nefndi sagði hann ýms- ar erfiðar ákvarðanir framundan, til dæmis í kjara- og efnahags- málum, sem nást yrði samstaða um, bæði út á við og innan ríkis- stjórnar. Hann sagðist ekki vera með þessu að segja, að ágreining- ur væri uppi innan stjórnarflokk- anna um öll þessi mál. Eðli sam- steypustjórna væri alltaf að leita eftir samkomulagi. Hann sagðist persónulega telja að mál þessi leystust en veita yrði þeim at- hygli, sérstaklega utanríkismál- unum, sem hann ítrekaði að hann teldi mikilvægust, eins og sakir stæðu. Elfa Björk framkvæmda- stjóri hljóðvarps Menntamálaráðherra hefur skip- að Elfu Björk Gunnarsdóttur, borg- arbókavörð, framkvæmdastjóra hljóðvarpsdeildar Ríkisútvarpsins frá 1. febrúar næstkomandi. Elfa- Björk er 41 árs að aldri, fædd í Reykjavík 29. september 1943. For- eldrar hennar eru Sigríður Hall- dórsdóttir og Gunnar Þórir Hall- dórsson. Elfa Björk varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1965 og hóf nám við Stokkhólms- háskóla í ensku og bókmenntum og lauk prófi frá háskólanum. Ár- ið 1969 hóf hún nám í bókasafns- fræðum og lauk prófi 1973. Elfa Björk hóf störf á Borgar- bókasafninu árið 1974. Varð deild- arstjóri þjónustudeildar fyrir fatl- aða og blinda. Þann 1. desember 1975 var hún skipuð borgarbóka- vörður. Kona slasast alvarlega í bílveltu TÆPLEGA fimmtug kona slasaðist alvarlega Jægar bifreið, sem hún ók, fór út af Alftanesvegi og valt. Lögreglumenn komu á vettvang skömmu eftir slysið og lá konan þá undir bílnum. Hún hlaut al- varleg meiðsl, höfuðkúpubrotnaði, lærbrotnaði og handleggsbrotnaði en er ekki talin < iífshættu. Grun- ur leikur á að hún hafi ekið undir áhrifum áfengis. Sumarbústaðaeig- endur á Þingvöllum: Um 25 kærur vegna innbrota UM 25 sumarbústaðaeigendur við Þingvallavatn hafa kært innbrot í bústaði sína til Kannsóknarlögreglu ríkisins. Um 700 sumarbústaðir eru við vatnið og þykir Ijóst að brotist hafi verið inn í mun fleiri bústaði. „Öll kurl eru ekki komin til grafar í þessu máli,“ sagði Helgi Daníelsson, yfirlögregluþjónn hjá RLR, í samtali við blm. Mbl. Tveir menn hafa verið úrskurð- aðir í gæzluvarðhald. Þeir hafa játað að hafa brotist inn í sumar- bústaði. Lögreglan á Selfossi hef- ur ítrekað fjarlægt konu úr bú- stöðum við vatnið. Ekki er ljóst hve hlutur fólks er mikill i þeim kærum sem hafa borist. Rann- sóknarlögreglumenn frá RLR voru fyrir austan í gær ásamt lögreglu- mönnum frá Selfossi. INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.