Morgunblaðið - 24.01.1985, Page 27

Morgunblaðið - 24.01.1985, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985 27 Umdeild Noregsheimsókn forseta Zambíu: Bruðl eða nauð- synleg útgjöld? Sú kemur tíð... Jafnaðarmannaflokkurinn í Svíþjóð: Kosningabarátta hafin 8 mánuðum fyrir kjördag Stokkhólmi, 22. janúar. Frá frétUriUra Mbl. Kosningabaráttan vegna þing- kosninganna í haust verður líklega lengri og strangari en nokkru sinni fyrr. Jafnaóarmenn eru nú þegar byrjaðir baráttu sína, átta mánuðum fyrir kjördag, í þeirri von að halda velli, enda þótt skoðanakannanir bendi til að flokkurinn muni koma urinn einkum reyna að höfða til æskufólks, elli- og lífeyrisþega, barnafjölskyldna og innflytjenda. Borgaralegu flokkarnir þrír hafa ekki hrundið sinni kosn- ingabaráttu af stað, en leiðtogar flokkanna hafa þó lýst því yfir að mynduð verði þriggja flokka stjórn eftir kosningar, fái þeir til- skilinn meirihluta. Einnig lofuðu leiðtogarnir á sameiginlegum blaðamannafundi að afnema laun- þegasjóðina eftir kosningar, kæm- ust þeir til valda í haust. Utanríkisráðherra írans í Nicaragua: Byltingarnar skapa hlý tengsl á milli landanna FYRIRHUGUÐ heimsókn Kenneth Kaunda, forseta Zambíu, til Noregs hefur komið stjórnvöldum þar í heidur vandræðalega aöstöðu. Ástæðan er sú, að í fylgdarliði for- setans eru hvorki fleiri né færri en 67 manns, en viðræður hans við norska ráðamenn eiga ekki að standa yfir nema í hálfan annan klukkutíma. Utanríkisráðuneytið i Osló seg- ir, að það muni aðeins greiða kostnað af 17 fyigdarmönnum Kaunda, og stjórnin í Zambíu verði að halda hinum 50 uppi á eigin kostnað. Verða þeir að búa á hóteli, en forsetinn mun sjálfur gista hjá Ólafi Noregskonungi. Kaunda og lið hans hyggst vera í Osló í tvo daga, en flytja sig síð- an um set og fara til Sandefjord, þar sem ætlunin er að dvelja í nokkra daga og taka lifinu með ró. Hefur hópurinn látið bóka 80 Kenneth Kaunda forseti Zambíu. Fundur utanríkisráð- herra Evrópuráðsríkja: Tyrkir móðg- aðir og mæta ekki Strasbourg, 23. janú.r. AP. Utanríkisráðherra Tyrklands mun ekki sækja fyrirhugaðan fund utan- ríkisráðherra ríkja í Vestur-Evropu, sem haldinn verður í Strasbourg f næstu viku. Ástæðan er sú, að hann fékk ekki að sitja í forsæti á fundin- um, að því er haft er eftir ónafn- greindum stjórnarerindrekum. Fundurinn, sem er hinn fyrsti sem utanríkisráðherrar ríkja þeirra er aðild eiga að Evrópuráð- inu halda með sér, var boðaður af Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Vestur-Þýskalands. Tilgangurinn er sá, að reyna að að móta sameiginlega afstöðu ríkj- anna til ágreiningsmála stórveld- anna í austri og vestri, til deiln- anna í Austurlöndum nær og Suður-Ameríku. Genscher var kjörinn forseti ráðherranefndar Evrópuráðsins í nóvember og gegnir embættinu í sex mánuði. Tyrkir óskuðu eftir því að fá embættið í sinn hlut að þessu sinni, en samkomulag tókst ekki um það. Er litið svo á, að í því felist gagnrýni Evrópuráðsins á herstjórnina í Ankara. gistiherbergi á Park Hotel í bæn- um, en næturgistingin þar kostar 2.800 kr. ísl. á eins manns her- bergi, en 3.700 kr. ísl. á tveggja manna herbergi. Vandræði norsku stjórnarinnar stafa ekki síst af því, að á þessu ári gefa Norðmenn Zambíustjórn jafnvirði tæplega 600 milljóna ísl. kr. í þróunaraðstoð. Er ekki talið ólíklegt að það yfirbragð bruðls, sem heimsókn Kaunda Zambíu- forseta hefur á sér, muni efla and- stöðu Norðmanna við þróunar- aðstoð til ríkja í þriðja heiminum. (The Guardian.) illa út úr kosningunum og hverfa úr ríkisstjórn. Jafnaðarflokkurinn hóf kosn- ingabaráttuna er frumvarp til fjáriaga fyrir næsta fjárlagaár var kynnt. í millitíðinni hefur auglýsingaherferð verið hrundið af stað og veggspjöld límd upp um land allt. I auglýsingunum er áherzla lögð á að Svíar séu sjálf- um sér nógir og rúmlega það og að öryggi og afkoma þegnanna sé trygg, heilbrigðra sem sjúkra. Olof Palme forsætisráðherra og aðrir helztu Ieiðtogar flokksins eru á þönum um landið og efna til funda með flokksfélögum þar sem lagt er á ráðin. í marzmánuði verður efnt til kjördæmafunda og vinnustaðir, skólar, elli- og hjúkr- unarheimili og aðrar stofnanir heimsóttar. Þá er ætlunin að láta styrk flokksins koma í ljós við kröfu- göngu á hátíðisdegi verkalýðsins, 1. maí, en endasprettur kosninga- baráttu Jafnaðarflokksins hefst í ágúst. Að þessu sinni mun flokk- Las Palmas, Kanaríeyjum, 23. janúar. AP. HUSSEIN Mussavi, forsætisráð- herra írans, hafði óvænta þriggja klukkustunda viðdvöl í Las Palmas á Kanaríeyjum í dag, á leið sinni til Niraragua. Ráðherrann fór um nokkra helstu ferðamannastaði eyjarinn- ar áður en hann hélt á ný af stað til Managua ásamt fjölmennu fylgdarliði. Mussavi sagði fréttamönnum í Las Palmas að hann færi til Nic- aragua í boði Sandinistastjórnar- innar þar. Hann væri jafnframt að endurgjalda heimsókn sendi- nefndar frá Nicaragua til írans. Fréttamaður dagblaðsins La Provincia, sem gefið er út á Kan- aríeyjum, hafði eftir íranska for- sætisráðherranum, að byltingarn- ar í íran og Nicaragua hefðu verið gerðar á svipuðum tíma og það skapaði „alveg sérstaklega hlý tengsl á milli landanna", eins og hann komst að orði. ERLENT vandaöaöar vörur Rafsuðuvélar Handhægar geröir eru fyrirliggandi gott verð Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 áTfflPW II vandaöaöar vörur Hleðslutæki 6,12 og 24 volta. Margargerðir. BENSÍNSTÖÐVAR SKELJUNGS Skeljungsbúðin SiÖumúla33 símar 81722 og 38125 Eirahell vandaöar vörur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.