Morgunblaðið - 24.01.1985, Page 56
BTT NDRT AI15 SDkAAR
IWffllllttMllfrÍfr feólingö
Fyrr en þig grunar!
Tímapantanir í síma 11630
FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Fyrir nokkrum dögum ?oru vinnupallar fjarlægðir af Sedlabankabyggingunni. Nú geta landsmenn séð hvernig þetta margumrædda hús lítur út
Morgunblaðið/RAX.
Nýi Seðlabankinn við Arnarhól
HÚS SEÐLABANKANS við Arnarhól er nú aó verða fullbúið að utan.
Að sögn Stefáns G. bórarinssonar hjá Seðlabankanum er gert ráð fyrir að
bankinn flytji starfsemi sína í húsið seint á nssta ári. „Nú er verið að
vinna að pússningu hússins og hitalögn, en fljótlega verður hafist handa
við lagningu loftræstikerfis," sagði Stefán. „Innréttingum hefur ekki
verið byrjað á enn.“
(Jpphaflega var gert ráð fyrir að Seðlabankinn gæti flutt starfsemi sína
fyrr í húsið, en Stefán sagði að nokkrum sinnum hefði verið hægt á
framkvæmdum við bygginguna. Reiknistofa bankanna flytur þó e.t.v. fyrr
inn í húsið, eða um mitt næsta ár. Kostnaður við byggingu hússins er í
fullu samræmi við kostnað við byggingu skrifstofuhúsnæðis á höfuðborg-
arsvæðinu að sögn Stefáns.
Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, um hækkunarbeiðni á olíu:
Innkaupsverð hækkað
um 4 aura frá í nóvember
„Þegar þau eru að biðja um að
gasolíuverðið hækki um 1,70 krón-
ur, eru ekki nema 4 aurar af því
vegna gengissigs og verðhækkana í
íslenzkum krónum af þeim sökum.
Þetta stríðir alveg á móti þvf, sem
olíuforstjórarnir hafa verið að
segja og ráðherrarnir segja að við
verðum að horfast f augu við það,
að við kaupum olfuna f dollurum og
svo framvegis. Það, sem olfufélögin
eru að biðja um, er hækkun álagn-
ingar úr 1,02 krónum á lítra af gas-
olíu f 1,44 eða um 41,2%. Með sama
hætti biðja þau um hækkun álagn-
ingar á svartolfu um 57,4%. í gas-
olfunni eru þetta 42 aurar. Sfðan
eru þau að biðja um hækkun
greiðslu f innkaupajöfnunarsjóð
um 1,21 krónu vegna gasolíu, en
það sem þau gera jafnframt f
greinagerð sinni, er að þau láta eig-
in álagningarhækkun gilda í um-
sókn sinni frá fyrsta desember síð-
astliðnum og velta þeirri álagn-
ingarhækkun yfir á innkaupajöfn-
unarreikning og fá þannig forsendu
fyrir hærri greiðslu inn á hann.
Olíufélögin eru sem sagt að biðja
um hækkun á álagningu, aukið
tillag á innkaupajöfnunarreikn-
ing og gera kröfu um afturvirka
álagningarhækkun. Af þessum
ástæðum eru þau að biðja um
hækkun, ekki vegna þess, að olfa
hafi hækkað í verði. Hún hefur
hækkað um fjóra aura í innkaup-
um og svo biðja þau um 16 til 21%
hækkun. Af þessum sökum sé ég
ekki ástæðu til þess, að olíuverð
hækki um einn einasta eyri,“ sagði
Kristján Ragnarsson.
Verið að biðja um hækkun álagningar og aukna greiðslu á innkaupajöfnunarreikning
„ÁSTÆÐA olíufélaganna fyrir hækkunarþörfinni, sem þau hafa lagt fram,
stenzt engan veginn. Þau segja, að hún sé vegna gengissigs síðan verð var
ákveðið síðast. Það er rétt, gengið hefur sigið um 3 til 4%. Hins vegar hefur
innkaupsverð gasolíu lækkað á móti. Eftir gengisbreytinguna í nóvember var
cif-verð metið á 8,28 krónur á hvern lítra, en er metið af olíufélögunum sjálfum
núna á 8,32 eða 4 aurum hærra en þá,“ sagði Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við Morgunblaðið.
íslenskt hugbúnaöarfyrirtæki:
Þróar „þýðanda“ fyrir full-
komnasta forritunarmálið
NÍTJÁN ÁRA nýstúdent úr Menntaskólanum í Hamrahlíð, Vilhjálmur Þor-
steinsson, og samstarfsmenn hans hjá hugbúnaðarfyrirtækinu íslensk forrita-
þróun sf. hyggjast freista þess að skrifa þýðanda fyrir eitt fullkomnasta
forritunarmál heims, sem kallast Ada og var hannað fyrir varnarmálaráðuneyt-
ið bandaríska. Enginn góður Ada-þýðandi er til fyrir örtölvumarkaðinn og er
talsverð keppni milli hugbúnaðarfyrirtækja í heiminum um að verða fyrstir til
að koma með slíkan þýðanda á markað.
Að sögn Vilhjálms er Islensk for-
ritaþróun komin nokkuð áleiðis
með þýðarann og Vilhjálmur gerir
ráð fyrir að flytja fyrirlestur um
hann á ráðstefnunni Nord data ’85
sem haldin verður i Kaupmanna-
höfn í sumar. Vilhjálmur verður
fyrsti íslendingurinn sem heldur
fyrirlestur á þessari ráðstefnu til
þessa. Næsta haust eða vetur
hyggst íslensk forritaþróun verja
verulegum fjármunum til að aug-
lýsa þýðarann í erlendum tölvu-
tímaritum og ef sú markaðssetning
heppnast gerir Vilhjálmur sér von-
ir um að salan á þessu forriti geti
numið a.m.k. 30 milljónum króna
fyrsta árið.
Vilhjámur Þorsteinsson er annar
eigenda Islenskrar forritaþróunar
sf. sem hefur selt stöðluð bók-
haldsforrit til yfir 100 fslenskra
fyrirtækja jafnframt þvf sem fyrir-
tækið hefur verið að reyna fyrir sér
með útflutning á hjálparforriti til
ritvinnslu.
Sjá viðtal við Vilhjálm og kynningu
á íslenskum hugbúnaðarfyrirtækj-
um í blaði B um viðskipti og at-
vinnulíf.
Sterkasti madur heims:
Jón hefur
forystu
KRAFTAJÖTIININN Jón Páll
Sigmarsson hefur forystu eftir
fyrri dag í keppninni um titilinn
sterkasti maður heims.
I gærdag var keppt í fjórum
greinum og sigraði Jón í þrem-
ur þeirra en varð í öðru sæti í
einni. Jón gerði sér lftið fyrir
og setti tvö ný heimsmet. Það
fyrra f trjástofnakasti og það
síðara f grjótlyftingum. Jón
kastaði stórum trjástofni yfir
20 metra og lyfti 125 kg bjargi
yfir höfuð sér.
Keppni þessi fer fram í Mora
í Svíþjóð, og vekur hún mikla
athygli og fylgjast fjórar sjón-
varpsstöðvar með keppninni,
þar á meðal BBC.
Að sögn Jóns hefur allt
gengið að óskum f keppninni og
hann segist vera staðráðinn f
því að sigra, en í dag verður
keppt f fjórum greinum til
viðbótar. >Sjá íþróttasíðu.
Verður lýsi
brennt í
loðnuverk-
smiðjum?
SKILAVERÐ fyrir hverja lest
loðnulýsis er nú innan við 10.000
krónur en hver lest svartolíu sem
notuð er við bræðsluna kostar
10.400 krónur og hafa olíufélögin
beðið um hækkun á henni upp í
12.600 krónur. Vegna þessa eru nú
hafnar tilraunir með brennslu lýsis
í Sfldarverksmiðjum ríkisins.
Jón Reynir Magnússon for-
stjóri Síldarverksmiðju ríksins
sagði í samtali við blm. Mbl. að
vegna hins háa og óraunhæfa
verðs á svartolíu séu tilraunir
sem þessar fyllilega raunhæfar.
Veröi af umbeðinni hækkun á
svartolíu hækkar það vinnslu-
kostnað fiskimjölsverksmið-
janna um 8% miðað við loðnu-
bræðslu og sé tekið mið af kostn-
aði við bræðslu á leyfilegum
loðnuafla, 600.000 lestum, eykst
hann um 88 milljónir króna við
hækkunina, komi hún til fram-
kvæmda.
Sjá nánar í viðskiptablaði
Morgunblaðsins, sem fylgir
blaðinu í dag.
Bæjarstjórn
Sauðárkróks:
Rannsakaðir
verði mögu-
leikar á
orkufrekum
iðnaði í
Skagafirði
Sauðárkróki, 23. janúar.
BÆJARSTJÓRN Sauðárkróks
samþykkti á fundi sínum í gær
eftirfarandi tillögu sem sjálf-
stæðismenn báru fram: Bæjar-
stjórn Sauðárkróks beinir þeirri
áskorun til stjórnvalda og stór-
iðjunefndar að rannsakaðir verði
til hlítar möguleikar á staðsetn-
ingu orkufreks iðnaðar í Skaga-
firði. Tillagan var samþykkt með
atkvæðum allra bæjarfulltrúa, 9
að tölu.
Þorbjörn Árnason fylgdi til-
lögunni úr hlaði. í máli hans
kom fram að nú væri senn lokið
byggingu Steinullarverksmiðju
og því nauðsynlegt að hyggja
hið fyrsta að öðrum atvinnu-
kostum. Kæmi þá orkufrekur
iðnaður mjög til greina, ekki
síst þar sem samstaða virtist
ekki vera með nágrönnum
okkar Eyfirðingum um stóriðju.
t bæjarstjórn Sauðárkróks
eiga sæti fjórir fulltrúar Fram-
sóknarflokksins, þrír fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins, einn full-
trúi Alþýðubandalags og einn af
K-lista.
— Kári