Morgunblaðið - 01.02.1985, Page 6

Morgunblaðið - 01.02.1985, Page 6
MORGUNBLAÐIP, FÖSTUDA,GUR 1. FEBRÚAR 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Verið algáðir Klukkan tuttugu fjörutíu á miðvikudagskveldið var á dagskrá afar sérstæð bresk heim- ildarmynd í sjónvarpinu er nefnd- ist: Satan situr um sálirnar. í mynd þessari var greint frá predikurum og heittrúarsöfnuðum í fjallahér- uðum suðurfylkja Bandaríkjanna, einkum í Tennessee. Tjah, maður hefur nú aldrei séð annað eins. Harðfullorðið fólk dansaði þarna og hoppaði á hallelújasamkomum og einn predikarinn talaði nánast tungum engla og manna. Minntu þessi ósköp mig á sögu er ungur vinur minn sagði mér nýlega. En sá leigði fyrir nokkrum árum herbergi hér úti í bæ, sem er ekki í frásögur færandi. Þó gerist það er líða tekur á leigutímann, að hinn ungi vinur minn verður var við undarlegt málskraf, er berst gegnum einn vegg herbergisins. Hefst málskraf þetta venjulega um miðnætti og ágerist smám saman uns allt leikur á reiði- skjálfi, líkt og englaher sé þar í stríði við drísildjöfla. Það var kannski ekki að undra að hinn ungi vinur minn setti ekki beint upp sparisvipinn, þegar svo vildi til að hann varð samferða í morg- unstrætóinn virðulegum banka- starfsmanninum í næsta herbergi. Tungur engla og manna Ég veit ekki hvort fyrrgreint dæmi sannar að annarlegt tungu- tak sé útbreiddara en almennt er viðurkennt. Það fari bara lágt í samfélaginu. í fyrrgreindri sjón- varpskvikmynd var því haldið fram að þetta fyrirbæri væri bundið við fremur einangruð svæði í Appalachia-fjöllunum. En það er nógu merkilegt samt. f til- efni af myndinni ræddi ég fyrir- bærið stuttlega við sérfróðan mann, er taldi að þarna færi sam- an hópsefjun og nokkurskonar miðilsástand. Hvort tveggja eru býsna merkileg sálfræðileg rann- sóknarefni, en ekki má gleyma því að í Biblíunni er talað um að menn tali tungum. Slíkt flokkast máski í geðlæknisfræðum undir ákveðna tegund geðveilu (hypermania), en erum vér í stakk búnir að dæma um það himneska úrfelli er hellist yfir sálir mannanna þá þeir frels- ast? Heyrið þetta orð í fyrrgreindri heimildarmynd var rætt við nokkra einstaklinga er höfðu frelsast. Einn þeirra lýsti þessari upplifun á mjög myndræn- an hátt: Þegar ég gekk út úr kirkj- unni var himinninn blárri en nokkru sinni fyrr og þegar ég gekk framhjá stóra eikartrénu við kirkjuhliðið fannst mér einsog það klappaði fyrir Guði. Já, það er sannarlega fagnaðarefni þegar menn fá trúarlega fullvissu svo fremi sem slík fullvissa leiðir þá ekki til fífldirfsku. En í breska sjónvarpsþættinum var sýndur leynilegur filmubútur frá ein- kennilegri trúarhátíð þar sem meðlimir ofsatrúarsafnaðar léku sér að eitruðum snákum og drukku striknín. Foringi þessa ofsatrúarsafnaðar lést reyndar af of stórum striknínskammti á einni slíkri samkomu og hlýtur að vera spurning hvort sál hans fór „upp eða niður“. Mikið vorkenndi ég annars litlu krökkunum er for- eldrarnir neyddu greinilega til þátttöku í fyrrgreindum eitur- brassamkomum. Þar áttu við varnaðarorð Hebreabréfsins: Minnist bandingjanna, sem væruð þér sambandingjar þeirra; minn- ist þeirra er illt líða, þar sem þér sjálfir eruð einnig með líkama. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP FÖSTUDAGUR 1. febrúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Siguröar G. Tómassonar frá kvöldinu áð- ur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð — Kristján Þorgeirsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Perla" eftir Sigrúnu Björg- vinsdóttur. Ragnheiður Steindórsdóttir les (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þátt- inn. 11.15 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 „Asta málari" eftir Gylfa Gröndal. Þóranna Gröndal les (7). 14.30 A léttu nótunum Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningár. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 18J0 Siðdegistónleikar. Tónlist eftir Ludwig van Beethoven a. Adagio. Gert von Bulow og Flemming Dreising leika á selló og orgel. b. Fiðlukonsert I D-dúr op. 61. Itzhak Perlman og hljómsveitin Fllharmonla leika; Carlo Maria Giulini stj. 17.10 Siödegísútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.15 A döfinni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 1925 Krakkarnir I hverfinu. 7. Stinu er nóg boðið. Kanadlskur myndaflokkur I þrettán þáttum. um atvik I llfi nokkurra borgarbarna. Þýð- andi Kristrún Þórðardóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynn- ingar. 19.45 Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 19.50 „Tifar tlmahjóliö" Hugrún skáldkona les úr Ijóðum slnum. 20.00 Alþjóölega handknatt- leiksmótið l Frakklandi. Her- mann Gunnarsson lýsir slðari hálfleik Islendinga og Israela I Bourg. 20.45 Kvöldvaka a. Af Arna Grlmssyni. Bene- dikt Sigurðsson heldur áfram Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. 21.10 Skonrokk. Dægurlagaþáttur I umsjón Haralds Þorsteinssonar og Tómasar Bjarnasonar. 21.40 Hláturinn lengir llfið. Lokaþáttur. Breskur myndaflokkur um gamanleik I fjölmiölum fyrr og slðar. Þýðandi Guöni Kolbeinsson. 22.10 Sveitastúlkurnar (The Country Girls) Ný bresk sjónvarpsmynd, frásögn sinni. (Þriðji þáttur.) b. Karlakórinn Heimir syng- ur. Stjórnandi: Jlri Hlavácek. c. Sauðfjárbúskapur I Stakkavlk. Þorsteinn Matthl- asson tekur saman og flytur. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.30 Hljómbotn Tónlistarþáttur I umsjón Páls Hannessonar og Vals Páls- sonar. 22.00 Tónleikar 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. gerð eftir skáldsögu Ednu O’Brien. Leikstjóri Desmond Davis. Aðalhlutverk: Sam Neill, Ma- eve Germaine og Jill Doyle. Myndin gerist á Irlandi fyrir þrjátlu árum. Tvær ungl- ingsstúlkur, sem eiga við óllk kjör að búa, verða samferða I klausturskóla. Þaöan liggur leiðin til Dyflinnar I atvinnu- leit og fyrstu ástarævintýrin eru á næsta leiti. Þýöandi Ragna Ragnars. 23.50 Fréttir I dagskrárlok. 22.35 Úr blöndukútnum — Sverrir Páll Erlendsson (RÚVAK) 23.15 A sveitallnunni Umsjón: Hilda Torfadóttir (RÚVAK) 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RAS 2 til kl 03.00. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Sigurður Sverrisson. 14.00—16.00 Pósthólfiö Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ólafsson. Hlé. 23.15—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. (Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 1. febrúar A sveita- línunni Skonrokk ■ Haraldur 10 Þorsteinsson og — Tómas Bjarna- son eru umsjónarmenn dægurlagaþáttarins Skonrokk sem er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Þeir félagar sögðu í samtali við Morgunblaðið að úr litlu myndbandaefni væri að moða þessa dag- ana enda plötuútgáfa í nokkrum dvala eins og stendur. Þeir piltar munu þó ekki láta sitt eftir liggja við efnisöflun og er blm. hafði samband við þá höfðu þeir þegar ákveðið hluta þáttarins. Sjónvarpsáhorfendur fá að sjá átrúnaðargoðið Prince syngja lag sitt Purple Rain og Alison Moyet syngur eitt lag af plötu sinni. Þá fáum við að heyra gömlu, góðu Stranglers sem nýlega gáfu út stórgóða plötu að nafni Aural Sculpture leika lagið Skin Deep. Loks fáum við að heyra lag úr kvikmyndinni The Karate Kid og líklegast mun Paul Young láta nokkra ljúfa tóna falla. Maevw Germaine og Jill Doyle í hlutverkum sínum Sveitastúlkurnar ■ Föstudags- 10 myndin er ““ bresk sjó- nvarpsmynd gerð eftir skáldsögu Ednu O’Brien og nefnist Sveita- stúlkurnar, (The Country Girls). Myndin gerist á írlandi fyrir þrjátíu ár- um. Tvær 14 ára stelpur, Kate og Barba, sem eiga við ólík kjör að búa, verða samferða í klausturskóla. Kate vinnur ferðina í verðlaun í skólanum og er fegin að losna frá drykk- felldum föður sínum. Barba, sem er af ríku fólki, getur ekki verið minni manneskja og fær að fara á klausturskólann líka. „Það er miklu skemmtilegra að borga fyrir sig,“ segir hún við Kate full öfundar. Úr klausturskólanum liggur leið þeirra beggja til Dyflinnar í atvinnuleit og fyrstu ástarævintýri þeirra eru á næsta leyti. Leikstjóri er Desmond Davis en með aðalhlut- verk fara Sam Neill, Ma- eve Germaine og Jill Do- yle. ^■■B í kvöld er á 00 35. dagskrá út- 4^4^ — varps þátturinn Á sveitalínunni. Umsjón- armaður þáttarins, sem er frá Ríkisútvarpinu á Ak- ureyri, er Hilda Torfa- dóttir. Að þessu sinni hringir Hilda í tvo fyrrverandi sjómenn í Grímsey, þá Olaf Bjarnason og Valdi- mar Traustason. Ólafur skýrir frá skipskaða sem varð við Grímsey árið 1919 en aldrei hefur verið skráður í annála. Þá segir hann frá því er hann var vitni að því þegar þýsk flugvél var skotin niður við Grímsey á stríðsárun- um. Loks segir ólafur frá gríðarlega stórum sjólaxi sem hann veiddi eitt sinn í net og reyndist vera 49,5 pund. Laxinn vakti svo mikla athygli að hann var sendur til Ameríku til uppstoppunar og „hvílir" hann nú á safni í Reykja- vík. Valdimar Traustason segir hlustendum frá draumkonu sem hann átti en hún hvarf honum þeg- ar hann fyrir slysni skýrði kunningja sínum frá nafni hennar. Þá lýsir hann höfrungaveiðum við Grímsey sem nokkuð munu vera stundaðar og þykir kjötið hið mesta lostæti. Loks hringir Hilda í Magnús Guðmundsson á Patreksfirði en hann á sumarbústað á vestasta tanga landsins, Bjarg- tanga. Mikið er um ferða- langa á þessum slóðum og hefur Magnús látið útbúa „viðurkenningarskjal" handa þeim sem staddir hafa verið á þessum vest- asta hluta landsins. Umsjónarmenn þáttarins, Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.