Morgunblaðið - 01.02.1985, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985
Fiskeldi og siúkdómar
— eftirSigurð
Helgason
Það er mikið áfall, þegar nýrna-
veiki kemur upp í laxeldisstöð, svo
sem nú hefur gerst á Suðurnesjum
og í eldisstöð ríkisins í Kollafirði.
Vonlegt er, að um slíkt mál verði
nokkur umræða á almennum vett-
vangi og að sjálfsögðu mikilvægt,
að um sé fjallað af réttsýni og all-
sgáðum heiðarleik. Því miður hef-
ur þó að þessu sinni út af því
brugðið, þar sem Dagblaðið Vísir
hefur látið sér sæma að bera upp á
innlenda og erlenda vísindamenn
upplognar sjúkdómsgreiningar og
þannig með ósannindum reynt að
svívirða starfsheiður þessara
manna og það í forystugrein sem
þulin er athugasemdalaust í út-
varp yfir öllum landslýð. Þó að
þeir Guðmundur Pétursson, for-
stöðumaður Tilraunastöðvar Há-
skólans á Keldum, og samstarfs-
maður hans, dr. Guðmundur
Georgsson, sem hér eiga hlut að
máli, hafi af hógværð en þó ræki-
lega leiðrétt ummæli blaðsins, er
þess naumast að vænta að höfund-
ur slíkra skrifa biðjist afsökunar,
enda hefur ekki enn bólað á því.
Vegna starfs míns á Tilrauna-
stöð Háskólans á Keldum hef ég
haft nána samvinnu við eigendur
og starfsmenn fiskeldisstöðva
víðsvegar um land, og geri mér vel
ljóst að þvílík skrif eru okkur öll-
um til óþurftar. Þau þjóna engum
boðlegum tilgangi, en geta hins
vegar stórskaðað framgang fisk-
eldis hér á landi með því að grafa
undan trú manna á þeirri starfs-
grein, jafnt meðal almennings,
stjórnmálamanna og forráða-
manna bankakerfis og opinberra
sjóða. En vegna þessarar dapur-
legu umræðu þykir mér rétt að
skýra nokkur veigamikil atriði,
enda er mér málið skylt, eins og ég
kem að síðar, og kemst ég ekki hjá
því að taka nokkuð af svivirðing-
um blaðsins til mín.
Hvers konar veiki?
Sjúkdómi þeim i laxfiski, sem
nefndur er nýrnaveiki, veldur ger-
ill sem nýlega hefur fengið heitið
Renibacterium salmoniarum. Sýkill
þessi er alls óskyldur salmonellu-
gerlum. Nýrnaveikin í Kollafirði
nú, og áður á Laxalóni og i Elliða-
árstöðinni, stendur því ekki í
neinu sambandi við „gífurlega
fjölmenna svartbakssveit, sem
nærist á salmonella og coli frá
holræsi Reykjavíkursvæðisins",
eins og greinarhöfundur DV
kemst að orði.
Nýrnaveikisýkillinn er mjög
hýsilbundinn; hann hefur aðeins
fundist i laxfiskum (Atlantshafs-
laxi og ýmsum tegundum silunga
og Kyrrahafslaxa). Sýkillinn er
ákaflega vandfýsinn á næringar-
efni, og er því talið víst að hann
fjölgi sér ekki utan fiska. Ekki
myndar hann heldur dvalarstig.
Sýktir laxfiskar eru því taldir einu
smitberarnir i náttúrunni. Þar
sem laxfiskar eru ekki, er því vart
að finna nýrnaveikisýkil.
Veikin var fyrst greind í laxi úr
veiðiá i Skotlandi árið 1933 og
skömmu síðar í N-Ameríku. Lengi
var hún talin staðbundin við þau
svæði, en á síðari árum hefur
hennar orðið vart víðar, svo sem í
Japan, í Noregi, í Frakklandi, á
Spáni, í Júgóslavíu og á íslandi.
Nýrnaveiki getur valdið veru-
legum afföllum á laxfiski, bæði
villtum og í eldisstöðvum. Þróun
sjúkdómsins er hægfara, og getur
því langur tími liðið þar til sjúk-
dómseinkenna fer að gæta. Svo
virðist, samkvæmt reynslu erlend-
is, sem mestur dauði verði meðal
laxaseiða á síðasta hluta fersk-
vatnsskeiðsins, eða skömmu áður
en seiðin leita til sjávar og
skömmu eftir að í sjó kemur.
Dvölin í söltu vatni virðist hins
vegar fiskinum hagstæðari en í
fersku vatni, og einkennin dvína,
þótt sýkillinn sé enn í fiskinum.
Sú breyting, sem fylgir kynþroska
og göngu úr söltu vatni í ferskvatn
til hrygningar virðist magna sjúk-
dóm þessara fiska að nýju, og um
leið verða þeir hættulegir öðrum
fiskum í sömu á.
Þar sem sýktum Atlantshafs-
laxi er haldið í eldiskvíum í sjó,
virðist sem búast megi við viðun-
andi vexti og má þannig nýta
fiskinn til matar, því þá er honum
slátrað beint úr sjó, áður en kyn-
þroska fer að gæta.
Frá sýktum fiskum berst smit
með saur eða úr sárum og síðan
með vatni milli fiska. Talið er að
sýkillinn geti borist um þarma
heilbrigðra fiska sem éta aðra
sýkta. Þá hefur þessi sýkill þá sér-
stöðu meðal gerla sem sýkja lax-
fiska, að hann getur borist inni í
hrognum frá sýktu foreldri til af-
kvæmis. Þess vegna er sú sótt-
hreinsun hrogna, sem nú er við-
höfð, alls ekki með öllu trj'gg, þótt
sjálfsögð sé. Ennfremur er sýkill-
inn tíðum inni í frumum fiskanna,
þar sem lyf ná ekki til hans. Lyfja-
gjöf getur að vísu haldið sjúk-
dómnum í skefjum, þótt hún lækni
hann ekki.
Af þessum sökum hefur nýrna-
veiki löngum verið talin einna erf-
iðust viðureignar af þeim gerla-
sjúkdómum sem herja á laxfiska.
Þess skal að lokum getið, að um
smit í hafi er ekkert vitað.
Hvernig berst nýrna-
veiki í stöðvar?
íslenskar laxeldisstöðvar hafa
löngum aflað hrogna til seiðaeldis
úr villtum klakfiski, sem fangaður
er I ýmsum ám. Hafbeitarstöðvar
nota hins vegar gjarnan klakfiska
úr eigin stofni, þ.e. fiska sem aldir
eru í stöð. Þeim er sleppt sem seið-
um í haf, og ganga þeir svo full-
vaxnir til baka á sleppistað. Alltaf
eru einhver brögð að því að laxar
villist og leiti annað en á uppruna-
svæði. Þannig gæti t.d. sýktur
undanvillingur úr á í grennd við
Kollafjarðarstöð leitað upp í mót-
tökugildrur þeirrar stöðvar og
orðið þar til undaneldis. Síðan
gæti smitið borist inni í hrognun-
um og dreifst innan stöðvarinnar
úr þeim eftir klak. Líklegt er að
svipað hafi gerst í Laxalónsstöð og
Elliðaárstöð á sínum tíma. Hefði
sýkillinn þá borist I stöðvarnar
með hrognum frá sýktum klak-
fiskum sem veiddir voru úr ám.
Hugsanlegt er einnig að smit hafi
borist inn í Elliðaárstöðina frá
sýktum fiskum í Elliðaánum með
vatni, því á þeim tíma var vatn til
eldis seiðanna tekið beint úr án-
um. Loks er þess að minnast að
smit getur borist með ósótthreins-
uðum klæðum manna eða áhöld-
um sem nýlega hafa komist í tæri
við sýktan fisk, t.d. klakfiska.
Hvað hefur á skort
um varnir?
Eftir að nýrnaveiki var greind í
alifiski í Laxalónsstöðinni 1976,
höfðum við spurnir af því, að í
Bandaríkjunum færu fram til-
raunir til hrognasótthreinsunar
með ákveðnu lyfi gegn þeim sýkl-
um sem kynnu að vera inni í
hrognunum. Niðurstöður frum-
tilrauna virtust lofa góðu um
árangur, og þótti sjálfsagt að taka
upp slíka sótthreinsun hér, þó að
ljóst væri að aðferðin gæti ekki
talist trygg með öllu, og frá 1978
hafa öll hrogn, sem notuð eru til
seiðaeldis hér, verið sótthreinsuð
á þennan hátt. Auk þess hefur
nokkur fjöldi klakfiska frá ýmsum
stöðum á landinu verið rannsak-
aðir, og smits ekki orðið vart, fyrr
en nú í Kollafjarðarstöð.
Þar sem ljóst er, að sótthreins-
un hrogna er ekki full trygging
gegn því að smit berist, er nauð-
synlegt að rannsaka hvern einasta
klakfisk með tilliti til nýrnaveiki-
smits. Aðeins einn sýktur klak-
fiskur, sem sleppur framhjá eftir-
liti, getur sýkt frá sér fiska í heilli
eldisstöð. En á svo gagngerðri
Dr. Sigurður Helgason
„Þaö sem nú er brýnast
er aö búa rannsókna-
stofu svo vel tækjum og
mannafla að hægt sé að
sinna þeim fjölmörgu
verkefnum sem kalla
aö...
rannsókn hafa engin tök verið
fram að þessu. Til þess og annarra
nauðsynlegra aðgerða hefur skort
bæði tækjabúnað og mannafla. En
nú hefur landbúnaðarráðherra
þegar beitt sér fyrir mikilsverðum
úrbótum.
Hvaö er til ráöa?
Greining á nýrnaveikismiti get-
ur verið erfið í leyndum smitber-
um, þ.e. í fiskum sem hýsa svo fáa
sýkla að sjúkdómseinkenna gætir
ekki. Sýkillinn er afar erfiður í
ræktun, sem er þó næmasta að-
ferðin til að finna hann. Ef fáeinir
sýklar finnast I líffæri, er beitt
sérhæfðum prófum, þannig að
greiningin fer ekki milli mála.
Það sem nú er brýnast er að búa
rannsóknarstofu svo vel tækjum
og mannafla, að hægt sé að sinna
þeim fjölmörgu verkefnum sem
kalla að: Rannsóknum á klakfiski
og reglubundnu heilbrigðiseftirliti
í eldisstöðvum, svo unnt sé að
greina sem fyrst ýmsa sjúkdóma,
sem iðulega verður vart i eldis-
fiski, og finna smit nægilega
fljótt, ef um það er að ræða, áður
en kemur til dreifingar fiska.
Fyrir þessa þjónustu gætu stöðv-
arnar síðan greitt eftir atvikum.
Með bættu skipulagi má svo
auka samstarf við dýralækna og
fiskeldismenn, sem sent gætu sýni
til rannsókna.
Nú skal það skýrt fram tekið, að
jafnvel með þessu móti fengist
ekki full trygging fyrir því, að
nýrnaveikismit geti ekki borist úr
villtum fiski inn í eldisstöð. En ég
tel, að nær fullkomnu öryggi gæt-
um við ekki komist, eins og þekk-
ingu er nú háttað, og svo mjög
yrði úr hættunni dregið, að ekki
megi við aðgerðir hika. Kostnaður
vex eflaust einhverjum í augum,
en þó er hann smáræði hjá því að
verða hvað eftir annað fyrir áföll-
um vegna sýkingar.
í blaði því sem áður gat, koma
fram allfjarstæðukenndar hug-
myndir um heilbrigðisvottorð í
fiskeldi. Heilbrigðisvottorð er gef-
ið samkvæmt rannsóknum á
ákveðnu úrtaki fiska og segir blátt
áfram að ekki hafi fundist í því
tilteknir sýklar með sérstökum
stöðluðum aðferðum. Vottorðinu
fylgja því ákveðnar líkur til að
smitið leynist ekki í eldisstöðinni.
Öllum sjúkdómafræðingum er
ljóst, að vottorðið táknar ekki
fulla tryggingu, enda eru þess fjöl-
mörg dæmi, að smit hafi borist
með hrognum, og lifandi og dauð-
um ferskvatnsfiskum milli lands-
væða og heimsálfa, þó að heil-
brigðisvottorð hafi fylgt. Hinsveg-
ar eru slík vottorð nauðsynleg, ef
ekki á að koma til alger stöðvun á
flutningi milli svæða, því að
sjálfsögðu draga þau úr áhættu að
ákveðnu marki.
Hvað skal gert, þegar
nýrnaveiki er greind
í eldisstöö?
Eftir að nýrnaveiki kom upp í
alifiskum í Elliðastöð árið 1968 og
á Laxalóni 1976, var gripið til
harkalegra aðgerða. Öllum fiskum
í stöðvunum var eytt og þær sótt-
hreinsaðar, enda var starfsemi
þeirra fólgin í dreifingu seiða í
ýmsar ár um iandið. A Laxalóni
var auk laxa og bleikjuseiða eini
regnbogasilungsstofninn sem til
er á landinu. í úrtaki úr honum
fannst aldrei smit, en á hann rann
eldisvatn úr kerum, sem í voru
verulega sjúk laxaseiði og þess
vegna var ákveðið að farga fiskun-
um og koma upp nýjum stofni
regnbogasilungs af sótthreinsuð-
um hrognum, og voru klakfiskarn-
ir auk þess rannsakaðir. Var þetta
að sjálfsögðu gert til að tryggja
sem best, að í stofninum leyndist
ekki smit, sem gæti gerjast þar
um skeið og borist þaðan I nýja
árganga laxaseiða, sem alin væru
á sama stað til dreifingar um
landið.
Ég bar að verulegu leyti ábyrgð
á tillögum og síðan framkvæmd.
þess að koma upp nýjum stofni
regnbogasilungs, sem væri, að því
er tæki til smitsjúkdóma, jafn-
rétthár íslenskum laxfiskum.
Nú hef ég þegar sagt, að full-
komið öryggi gegn smiti sé vart
hugsanlegt. Með þessum rökum
mætti ef til vill halda því fram, að
þarna hafi verið of langt gengið í
varúðarráðstöfunum; enda hljóta
slíkar aðgerðir ævinlega að vera
matsatriði hverju sinni. Á margt
er að líta. Eldisstöðvar eru mis-
munandi að eðli: a) eldisstöðvar
sem ala seiði til dreifingar i ýmsar
ár landsins eða til frekara eldis í
öðrum stöðvum, b) hafbeitarstöðv-
ar, þar sem sieppt er í sjó seiðum,
sem leita á upprunastað sem full-
vaxnir fiskar, og c) staðareldi, þar
sem seiði eru alin á afmörkuðum
stað upp í sláturstærð, ýmist í
kerum á landi eða í flotkvíum í
sjó.
Þá er það ljóst, að stöku villtir
laxfiskar í íslenskum ám bera með
sér nýrnaveikismit.
Um dreifingu þess í ýmsum ám
eða umfang þess er ekkert vitað,
og er brýn nauðsyn að rannsaka
það.
Næstu mánuði verður reynt eft-
ir mætti að kanna ástandið í ýms-
um eldisstöðvum og í villtum fiski
með næmustu þekktu aðferðum.
Sú vitneskja, sem þá fæst, kynni
að ráða nokkru um aðgerðir í
framtíðinni til að eyða smiti úr
eldisstöð, þannig að tjón verði sem
minnst. En eins og fyrr segir, er á
margt að líta og alls ekki sjálfsagt
að sömu ráð eigi við allsstaðar; svo
einfalt er málið ekki.
Svipað er að segja um aðra
sjúkdóma; enda varð sú raunin á
um það afbrigði af kýlaveiki sem
orðið hefur vart í þremur eldis-
stöðvum hér á landi síðan 1980.
Beitt var sinni aðferðinni í hverri
stöð eftir aðstæðum í hverri
þeirra.
Hér á undan hef ég reynt að
sýna fram á, hvað fiskeldi er við-
kvæm og áhættusöm búgrein, hve
lítið má þar út af bera til að af
hljótist mikil vandræði, hve nauð-
synlegt er að miklu betur sé búið
að þessum atvinnuvegi og þjón-
ustu við hann en verið hefur um
sinn, og hvílík óhæfa það er, að
menn sem um þessi mál þurfa að
fjalla skuli ekki einu sinni fá að
hafa mannorð sitt og starfsheiður
í friði fyrir upphlaupum blaða-
manna.
Eflaust er mörgum í fersku
minni það ósmekklega blaðafár
sem þyrlað var upp útaf nýrna-
veikinni á Laxalóni um árið. Nú er
reynt að blása eld I þær gömlu
glæður. Skyldi Laxalónsmönnum
vera greiði gerður með því? Við
ólafur Skúlason framkvæmda-
stjóri á Laxalóni höfum nú haft
nána og farsæla samvinnu um
nokkurra ára skeið og ætla ég að
hagsmunum þess fyrirtækis henti
annað fremur. Sæmilegra væri að
styðja ötula baráttu þeirra feðga
fyrir framgangi innlends fiskeldis
án þátttöku erlendra aðilja. Til
dæmis mætti umræða fremur
beinast að endurskipulagningu
sjóða, sem veittu lán (ekki gjafir)
á hagstæðum kjörum til stöðva
sem augljóst er að skila myndu
arði, ef fjármagn fengist til skyn-
samlegra framkvæmda. Þar væri
auðvelt að nefna dæmi, og kemur
fljótt í hugann hin nýja stöð Laxa-
lónsmanna á Fiskalóni I Ölfusi.
Dr. Sigurður Helgason er gerla- og
fisksjúkdómafræðingur í TUrauna-
stöð Háskólans í meinafræði á
Keldum.
Bætiefnarík
sending
til þingmanna
Margs konar plögg berast þing-
mönnum daglega í pósthólfin í
Alþingishúsinu, yfirleitt erindi á
erindi ofan og alls konar upplýs-
ingar. En einn daginn í vikunni
barst vænn skammtur af fyrstu
íslensku vítaminframleiðslunni,
Magnamin frá Lýsi hf., ein krús
á hvern þingmann. Gunnlaugur
Ingason, þingvörður, er þarna
með orðsendinguna sem fylgdi
dósunum með Magnamin-
belgjunum, sem munu innihalda
24 tegundir af bætiefnum.
Ljóamynd Mbl. Júlíus.