Morgunblaðið - 01.02.1985, Side 23

Morgunblaðið - 01.02.1985, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 23 Hér á miðri vesturströnd Grænlands fundust múmíurnar. dauðann eru skýrðar út í bókinni. Þeir töldu að við dauðann færu menn yfir á annað tilverusvið og stunduðu þar veiðar. Þess vegna var nauðsynlegt að búa hina látnu vel út. Samkvæmt trú eski- móa lifðu sumir þeirra sem látn- ir voru neðansjávar og veiddu þar, en aðrir veiddu hirti og önn- ur landdýr á himnum. Þriðji staðurinn var sýnu verstur og nokkurs konar helvíti veiði- mannsins. Þann stað gistu lélegir veiðimenn og konur með ljótt húðflúr. Þar sátu hinir látnu, öldungis máttvana, og reyndu að fanga sumarfiðrildi sem flugu hjá, með munninum. Var það einasta fæða þeirra á þessum óyndislega stað. Elstu leifar sem fundist hafa t ágústmánuði árið 1978 lá fyrir að líkamsleifarnar væru frá árinu 1475 og voru skekkjumörk talin 50 ár. Þessi niðurstaða vakti mikla athygli því hér voru fundnar elstu heillegu manna- leifar á gjörvöllu norðurheim- skautssvæðinu. Þarna gat að líta fólk það sem íslensku og nor- rænu landnemarnir kölluðu skrælingja. Sökum frosts og þurrka voru líkamsleifarnar svo vel varðveittar sem raun ber vitni. Rannsóknirnar hófust með röntgenmyndatökum sem gerðu kleift að ákvarða kyn og aldur. Þannig var unnt að afla upplýs- inga um hvort beinsjúkdómar, berklar eða holdsveiki hefðu herjað á þetta fólk auk þess sem rannsaka mátti ástand innri líf- færa með tilliti til sjúkdóma. Eldra barnið, fjögurra ára gam- all drengur, þjáðist af kalkskorti og það ásamt öðrum vísbending- um sannfærði vísindamennina um að hann hefði verið mongól- íti. Þá kom einnig í ljós að ein helsta meinsemd samtímans, skemmdar tennur, var óþekkt fyrirbrigði á þessum tíma. Tenn- urnar voru slitnar vegna þess að eskimóarnir beittu þeim þegar skinn voru verkuð, en engar hol- ur var í þeim að finna. Húðflúr Með því að beita infrarauðri ljósmyndatækni kom í ljós húð- flúr á andliti kvenfólksins. Húð- flúr er þekkt um allan heim og líkur benda til að siður þessi hafi fest rætur hjá eskimóum í kring- um árið 500. Siðurinn lagðist af þegar trúboðar komu til Græn- lands en þeim þótti þetta óguð- legt hátterni. Margir hafa reynt að ráða í hvaða tilgangi húðflúr- ið gegndi meðal eskimóa. Við þessu hefur enn ekki fengist tæmandi svar en fræðimenn munu sammála um að eskimó- arnir hafi talið það búa yfir dul- rænu afli. Eskimóar í Kanada töldu að húðflúr kæmi í veg fyrir léttasótt en eskimóar í Síberíu töldu það gagna gegn ófrjósemi. Veiðimaður einn frá suðurodda Grænlands sagðist hafa látið húðflúra sig til þess að hákarl, sem hann hafði eitt sinn hæft með skutli sínum, þekkti sig ekki aftur og gerði sér lífið leitt. Eski- móarnir virðast hafa talið að húðflúr gerði karlmennina að betri veiðimönnum og konurnar að betri húsmæðrum. Veiðimenn á Austur-Grænlandi voru með húðflúr á höndunum til að auð- velda veiðarnar. Á 18. öld þegar danski trúboðinn Hans Egede var að störfum á Grænlandi var það trú manna að hauskúpur kvenna, sem hefðu ljótt húðflúr í jarðlífinu, væru notaðar undir lampaolíu í ríki dauðans. Húðflúr gegndi einnig hagnýtu hlutverki því þannig mátti auð- kenna ættbálka og fjölskyldur. Fatnaöur Fatnaður fólksins við Qilakits- ok var svo vel varveittur að unnt var að rannsaka hann nákvæm- lega. í ljós kom að í raun er eng- inn munur á fatnaði þessa fólks og þeim sem notaður var á Grænlandi ailt fram á þessa öld. Eskimóarnir höfðu náð full- komnun í gerð fatnaðar fyrir 500 árum og öll frekari þróun óþörf. Þegar byssur komu til sögunnar gjörbreyttust veiðiaðferðir eski- móanna en fatnaðurinn hélst ófcreyttur. Hann var hlýr og hindraði ekki hreyfingar manna. Norrænum mönnum tókst aldrei að búa til fatnað í líkingu við þann sem eskimóar klæddust. Fæðan Ekki kom á óvart að mataræði fólksins við Qilakitsok var mjög líkt mataræði þeirra sem búa á þessum slóðum nú á dögum. Fram kom að fólk þetta var lús- ugt því lýsnar höfðu varðveist jafn vel og líkamsleifarnar. Rannsóknir staðfestu einnig gamla kenningu þess efnis að eskimóarnir hefðu lagt sér lýsn- ar til munns. Einnig kom í ljós að fæða fólksins var menguð, einkum af þungum málmum. Unnt var að sannreyna þetta með því að bera saman kvikasilfursinnihald í hári múmíanna og í hári núlif- andi Grænlendinga. Fyrir 500 ár- um var mengunin ekki jafn mikil og nú en samt var að finna umtalsvert magn af kvikasilfri, kadmíni, blýi, kopar og seleni í fæðu fólksins. Hópar vísindamanna hafa gert kleift að draga upp nokkuð heil- lega mynd af lífi fólksins við Qil- akitsok fyrir 500 árum. Þó er ýmsu enn ósvarað og enn er ekki vitað hvað dró konurnar sex og börnin tvö til dauða. Nils J. Briiiin er íréturitari Mbl. á Grænlandi. LAUNÞEGAR! Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur skattframtala 1985 er ^ [»15i m :íl 7;1 ;1 Síðasti skiladagur fyrir einstaklinga með sjállstæðan atvinnurekstur er 15. mars. L Ríkisskattstjóri Góð kaup Medisterpylsa nýlöguð kr. kg. 130,00 ’aprikupylsa aðeins kr. kg. 130,90 Óðalspylsa kr. kg. 130,00 Cjötbúðingur kr. kg. 130,00 Kindakæfa kr. kg. 155,00 Kindabjúgu kr. kg. 153,00 Kindahakk kr. kg. 127,00 10 kg. nautahakk kr. kg. 175,00 Hangiálegg kr. kg. 498,00 Malakoff álegg kr. kg. 250,00 Spægipylsa í sneiðum kr. kg. 320,00 Spægipylsa í bitum kr. kg. 290,00 Skinka álegg kr. kg. 590,00 London lamb álegg kr. kg. 550,00 Bacon sneiðar kr. kg. 135,00 Bacon stykki kr. kg. 125,00 Þessi verö eru tangt undir heildsöluveröi Geríö gód kaup.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.