Morgunblaðið - 01.02.1985, Síða 27

Morgunblaðið - 01.02.1985, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 27 Menn sjá ýmsa viðburði hver með sínum augum og þannig sér júgóslavneski teiknarinn Petricic afvopnunarviðræður stórveldanna fyrir sér. Teikningin birtist í júgóslavneska blaðinu Nin. AIDS að verða að faraldri í Ástralíu Sjrdncy, 31. janúar. AP. Kynsjúkdómurinn AIDS, eða áunnin ónæmisbæklun, breiðist nú ört út í Ástralíu og sérstök AIDS- dcild hefur verið sett á laggirnar til að fylgjast með framvindu mála og reyna að hefta útbreiðsluna með læknisfræðilegum rannsóknum og fræðslu. I fréttatilkynningu frá ástr- alska heilbrigðisráðuneytinu segir að allt að 50.000 manns í Sydney einni saman séu orðnir smitberar og hver og einn þeirra geti fengið veikina hvenær sem er. Fyrsta til- fellið fannst á síðasta ári, síðan hafa 47 tilfelli verið greind og 18 sjúklinganna látist. Búist er við að allt að 100 Ástralir muni deyja úr AIDS í ár. Starfshópurinn, sem skipaður hefur verið ,telur að helmingur allra karla, sem teljast til kynvill- inga eða hneigjast til beggja kynja i Sydney, gangi með vírusinn I blóði sínu og allir séu þeir fullfær- ir um að smita næsta mann með kynmökum. Óttast Ástralir að smitberum fjölgi stórlega og allt að 200 manns taki veikina áður en árið er úti. Og af þeim megi búast við að 60 til 100 látist eins og áður segir. Er farið að ræða um AIDS- faraldur í landinu. Afvopnunarviðræðumar í Genf: Foringi í KGB aðalsamninga- maður Rússa SOVÉTOTJÓRNIN hefur greint frá því hverjir verði í forystu fyrir sam- ninganefndum hennar í afvopnun- arviðræðunum við Bandaríkjamenn, sem hefjast í mars í Genf. Einn mannanna er fyrrum foringi í sov- ésku leyniþjónustinni, KGB, og starfaði í Asíu og Bandaríkjunum. Aðalsamningamennírnir þrír eru Alexej Obuchov, Viktor Karp- ov og Julij Kvitsinskij. Allir eiga þeir að baki mikla reynslu af störfum í utanríkisþjónustunni. Það er Obuchov, sem starfað hefur fyrir KGB, og var honum vísað úr landi í Bandaríkjunum árið 1966 fyrir njósnir. Fáfi á förum til Kúbu? Rómaborg, 30. janúar. AP. FIDEL Castro einræðisherra á Kúbu mun á næstunni eiga fund með rómversk-kaþólska erkibiskupnum í Havana, Jaime Ortega, um hugsan- lega Kúbuferð Jóhannesar Páls páfa II, að sögn vikurits kaþólskra, II Sabato. Páfi hefur við opinbert tækifæri látið í Ijós óskir um að heimsækja Kúbu sem fyrst. Að sögn II Sabato er líklegt talið að páfi heimsæki Kúbu I næstu ferð sinni til ríkja rómönsku Ameríku fyrrihluta næsta árs, 1986. Páfi er um þessar mundir i þessum heimshluta, sjöttu ferð sinni þangað, og heim- sækir Venezuela, Perú, Ecuador og Trinidad og Tobago. James Malone biskup banda- rísku biskupakirkjunnar, sem var nýlega á Kúbu, sagði að Castro hefði þegar boðið páfa til Kúbu. Embættismaður Vatikansins, sem er með páfa í förinni um róm- önsku Ameríku, segir hins vegar að sér sé ókunnugt um að páfi hafi fengið formlegt boð um að heim- sækja Kúbu. BÍLASÝNING á morgun kl. 1—4 ,'8sSS*í3S**5ú?ílt niMUtutttant LADA 2107 Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf I Suðurlandsbraut 14 - Simi 38600 Sðludeild 31236 ■ KAUPIÐ NÝJAH LADA LUX Verð Lán Þér greiðið 248.000 128.000 120.000 VERÐ ALADA BÍLUM: Lada 1200 kr. 213.000 Lada 1500 station kr. 260.000 Lada sport kr. 408.000 NÝIR OG NOTAÐIR BÍLAR TIL SÝNIS OG SÖLU TÖKUM VEL MEÐ FARNA LADA UPP í NÝJA - \ \ ÞRÓUÐ MATVÆLAFRAMLEIÐSLA EÐA r"J HIRÐINGJAR MEÐFASTA BUSETU? Bandalag jafnaðarmanna landsfundur 1985

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.