Morgunblaðið - 01.02.1985, Page 56

Morgunblaðið - 01.02.1985, Page 56
Skortur á hjúkrunarfræðingum í Reykjavík: Draga þarf veru- lega úr læknis- skoðun í skólum SKORTUR á skólahjúkrunarfrædingum í Reykjavík hefur gert þaó aó verk- um, aó dregió hefur úr læknisskoðun skólabarna á höfuðborgarsvæðinu nú í vetur. Á meðan ástand þetta varir er einungis reynt aó sinna þeim læknisaó- gerðum sem nauósynlegastar eru, svo sem skyldubólusetningu, sem kveðið er á um í reglugerð um heilbrigðisþjónustu í skólum. „Þetta hefur í för með sér, að heilsuvernd í skólum, eins og á að rækja hana samkvæmt lögum, getur ekki orðið eins umfangsmik- il og gert er ráð fyrir," sagði Hrafn V. Friðriksson, skólayfir- læknir, í samtali við blm. Morgun- blaðsins vegna þessa máls. „Reynt er að ráða bót á þessu með því að fela þeim skólahjúkrunarfræðing- um sem fyrir eru að annast þá þjónustu sem talin er nauðsynleg- ust. Það mikilvægc.sta er að ann- ast nauðsynlega bólusetningu, þannig að fyrri bólusetningar barnanna fari ekki forgörðum. Binnig má nefna bólusetningu stúlkna fyrir „rauðum hundum", enda mikilvægt að þær stúlkur, sem ekki hafa myndað ónæmi, séu bólusettar upp á seinni með- göngu," sagði skólayfirlæknir. Geysiharður árekstur í Sætúni: Strauk af slysadeild á sokkaleistunum HARÐUR árekstur varð í Sætúni, skammt frá gatnamótum Kleppsveg- ar og Laugarnesvegar, á tíunda tím- anum í gærkvöldi. Tveir ungir menn voru fluttir á slysadeild, en meiðsli þeirra voru ekki fullkönnuð er Morgunblaðið hafði síðast fregnir af um miðnætti. Grunur leikur á að mennirnir hafi verið ölvaðir en ann- ar þeirra strauk af slysadeiidinni þegar átti að fara að gera að meiðsl- um hans. Slysið vildi þannig til að fólks- bifreið af gerðinni Volkswagen Golf var ekið austur Sætún og rakst þá utan í annan bíl. Kastað- ist hún við það yfir götuna og lenti á ljósastaur. Tveir menn voru í bílnum og kastaðist farþeginn í gegnum framrúðuna og út á göt- una. Aðkoman var heldur ljót enda bíllinn talinn gjörónýtur og voru sendir tveir sjúkrabilar á vettvang ásamt hjúkrunarfólki. Voru mennirnir fluttir á slysa- deild og var annar þeirra í rann- sókn er Morgunblaðið leitaði nán- ari upplýsinga skömmu fyrir mið- nætti. Hinn hafði þá hlaupið út af slysadeildinni á sokkaleistunum og varð lögreglan að gera menn út af örkinni til að leita hans. Var hann ófundinn er síðast fréttist. Morgunblaftið/Júlhui Frá slysstað í gærkvöldi. Bifreiðin er mjög mikið skemmd og líklega ónýt. íslendingur í heimsliðið SIGURÐUR Gunnarsson, landsliðs- maður í handknattleik, sem nú leik- ur með spánska liðinu Coronas Tres de Mayo, hefur verið valinn í heims- liðið í handknattleik. * Heimsliðið mætir danska lands- liðinu í aprílmánuði í tilefni af 50 ára afmæli danska handknatt- leikssambandsins. Sigurður Gunnarsson lék mjög vel með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Los Angeles í fyrrasumar og er vafalítið fyrst og fremst valinn í liðið vegna frammistöðu sinnar þar. Sjá nánar á íþróttasíðu hls. 54. Sigurður Gunnarsson Morgu n blaðið/R A X ÍKrísuvík í Krísuvík er að finna þessi myndarlegu grýlukerti. Litli drengurinn reyndi að taka utan um það myndarlegasta en náði ekki nema hálfa leið eins og sjá má. Loðnuflot- inn keyrð- ur á lýsi? „NÆSTA skrefið í lýsisbrennslunni gæti verið að keyra loðnuflotann á lýsinu, fara alla leiðina með þetta. Lýsisbrennslan hefur komið mjög vel út í verksmiðjunni í Siglufirði, bæði í þurrkurum og katlinum. Því ættu skip, sem búin eru til svartolíu- brennslu að minnsta kosti að geta notazt við lýsið eins og við,“ sagði Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri SR, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Jón Reynir sagði, að nú væri engin svartolía notuð í fiskimjöls- verksmiðjunni í Siglufirði enda rynni lýsið ljúft í gegn og ekki skaðaði það, að menn gætu bragð- að á eldsneytinu sér til heilsubót- ar. Endanlegur samanburður á notkun lýsis og svartolíu lægi enn ekki fyrir, en þó væri ljóst að mjög svipað magn þyrfti af hvoru- tveggja eldsneytinu við bræðsl- una. Þar að auki virtist vera minni mengun af lýsisbrennslunni en svartolíunni. Síðan væri bara að reyna þetta á dísilvélum. Þetta hefði verið gert á bifreiðum og síð- an væri bara að prófa þetta á loðnubátunum. Bezt væri líklega að reyna þetta fyrst á þeim skip- um sem væru búin til svartoiíu- brennslu, því þau gætu ráðið betur við stillingu á nauðsynlegu hita- stigi á lýsinu. Spurt og svarað um skattamál Morgunblaðið mun að venju aðstoða lesendur sína við gerð skattaframtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra um það efni. Starfsmenn ríkis- skattstjóra munu svara spurning- um lesenda. Þeir geta hringt í síma Morg- unblaðsins, 10100, milli klukkan 10 og 11:30 árdegis og beðið um umsjónarmann þáttarins „Spurt og svarað um skatta- mál“. Hann tekur niður spurn- ingarnar og kemur þeim til rík- isskattstjóraembættisins. Svör- in munu birtast í blaðinu jafn- óðum. Ámi og Dorette Egilsson stefna íslenzkum fyrirtækjum í ullariðnaði: Krefjast 800 millj. króna í skaðabætur „ÞETTA ER okkar svar við málshöfðun Sambandsins, Álafoss og hinna fyrirtækjanna á hendur mér fyrir jólin,“ sagði Dorette Egils- son í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær, en þau hjónin, Árni og Dorette, höfðuðu í fyrradag mál á hendur íslenskum útflutningsaðil- um og krefjast rúmlega 20 milljóna dollara í skaðabætur, eða á níunda hundrað milljónir ísl. króna. Er málshöfðun þeirra í fram- haldi af því að íslensk fyrirtæki, sem þau höfðu átt viðskipti við, lögsóttu Dorette fyrir að standa ekki í skilum. Árni og Dorette Egilsson eru eigendur The Icelander inc. í Los Angeles, sem rekur níu verslanir í Bandaríkunum, þar sem verslað er með íslenskar ullarvörur. Hyggj- ast þau opna tíundu búðina á þessu ári. Lögðu þau kæru sína fram í rétti í Los Ángeles í fyrra- dag og er hún á hendur Hildu, Álafossi, Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, Pólarknit, Paul Johnson, Úlfi Sigmundssyni, Jens Pétri Hjaltested og Útflutnings- miðstöð iönaðarins. Að sögn Dorette eru hinir stefndu kærðir fyrir brot á lögum um hringamyndanir, fyrir brot á sáttmála um heiðarleg viðskipti, fyrir að valda tilfinningalegum þjáningum af ásettu ráði, fyrir að koma í veg fyrir líklegan fjár- hagslegan ávinning og fyrir æru- meiðingar. Að sögn Dorette hafa hinir stefndu 30 daga frest til að bregð- ast við stefnunni. Bjóst hún við að málið yrði tekið fyrir fljótlega eft- ir þau svör.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.