Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 24
24 Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri +1 skýjaó Amsterdam Aþena +10 +3 heióskírt vantar Barcelona 16 skýjað Berlín +11 +3 heíóskirt BrUssel +9 0 heiðskírt Chicago +13 +5 skýjaó Dublin +4 2 heióskírt Feneyjar 1 heióskirt Frankfurt +11 +1 snjók. Genf +4 5 snjók. Helsinki +23 +12 heióskírt Hong Kong 14 15 rigning Jerúsalem 10 18 rigning Kaupm.höfn +13 +4 heióskírt Las Palmas 19 skýjaó Lissabon 11 16 rigning London +5 +1 heióskírt Los Angeles 15 31 heióskírt Lúxemborg +1 heióskírt Malaga 19 léttskýjaó Mallorka 17 skýjaó Míami 10 19 skýjaó Montreal +3 +1 skýjað Moskva +22 +13 skýjað New York 2 4 skýjaó Osló +13 +3 heióskírt Paris 1 4 skýjaó Peking +6 1 skýjaó Reykjavík 3 léttskýjaó Rio de Janeiro 21 38 heióskírt Rómaborg 4 10 skýjaó Stokkhólmur +12 +3 skýjað Sydney 20 22 skýjað Tókýó 4 8 heióskírt Vínarborg Þórshöfn +16 +11 skýjað vantar SÝNISHORN Aligrísarifjasteik (flæskesteg) aö dönskum hætti Kr. 310 ARMARHÓLL Hvíldarstaður í hádegi höll að kveldi Ath. Opnum kl. 11.30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 Heilsufar Chernenkos: Hjartasérfræðingur óvænt kvaddur heim ( 'leveland, Ohio, 14. febrúar. AP. YEVGENY I. Chazov, sem er einn helzti sérfrædingur Sovétmanna í hjartalækningum, batt skyndilega enda á heimsókn sína til Bandaríkj- Utanríkisráðherra Japans: Umbætur nauðsynlegar hjá UNESCO Tókýó, 14. febrúar. AP. YOSHIO Hatano, utanríkisráðherra Japans, sagði í dag að stjórn sín gerði sér fulla grein fyrir því alvar- lega ástandi, sem nú blasir við UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, eftir að Bandaríkjamenn hafa hætt þátttöku í starfi stofnunarinnar. Hann sagði að stjórn sín mundi halda áfram að beita sér einarðlega fyrir umbótum á starfsemi og skipulagi stofnunarinn- ar. Úrsögn væri hins vegar ekki komin á dagskrá. í gær gaf sendifulltrúi Japana í höfuðstöðvum UNESCO í París, Takakki Kagawa, í skyn að Japan- ir kynnu að fara að dæmi Banda- ríkjamanna, ef ekki verða umtals- verðar umbætur gerðar fyrir árs- lok. Framlag Japana til UNESCO nemur 10,2% af fjárlögum stofn- unarinnar, en Bandaríkjamenn höfðu staðið undir fjórðungi rekstrarkostnaðar. Japanski utanríkisráðherrann áréttaði þá skoðun stjórnar sinn- ar, að UNESCO ætti að hætta við eða fresta þeim verkefnum, sem pólitískur ágreiningur er um og ekki er brýnt að ráðast í. Enn fremur ætti stofnunin ekki að sinna verkefnum, sem aðrar stofn- anir Sameinuðu þjóðanna hafa á sinni könnu. anna, daginn eftir aó sovézkir emb- ættismenn sögðu að heilsu Konst- antins U. Chernenko flokksleiðtoga færi hrakandi. Chazov, sem er forstjóri rann- sóknarstofnunar í hjartasjúk- dómafræði og aðstoðarheilbrigðis- ráðherra, aflýsti fyrirlestrum í bandarískum háskólum og kynnis- ferðum í rannsóknarstofnanir. Chazov var margspurður um líðan Chernenkos í Bandaríkj- aferðinni og svaraði því jafnan til að hann væri við vinnu og ekki að ERLENT deyja. Kvaðst hann ekki vera læknir Chernenkos en neitaði að svara því hvort hann væri hjarta- sérfræðingur hans. Andreas Papandreou forsætis- ráðherra Grikklands var í þriggja daga opinberri heimsókn til Moskvu í vikunni og hitti ekki Chernenko, eins og ráð hafði verið fyrir gert. Talsmaður grísku stjórnarinnar og sovézkir embætt- ismenn sögðu að hætt hefði verið við fund þeirra vegna sjúkleika Chernenkos. í þær sjö vikur sem Chernenko hefur ekki sézt á almannafæri hafa sovézkir embættismenn ým- ist sagt hann veikan eða í fríi. Enda þótt Chazov hafi bundið skjótan enda á Bandaríkjaferð sína héldu þrír læknar, sem voru í fylgdarliði hans, áfram heimsókn- inni, sem lýkur á sunnudag. Vændiskyennaráðstefna í Amsterdam: Undirbýr stofnun alþjóðasamtaka Amstordam, 14. febrúar. AP. ALÞJÓÐLEG ráðstefna vændiskvenna hófst í Amsterdam í gær, miðviku- dag. Meðal verkefna, sem fyrir ráðstefnunni liggja, er stofnun alþjóðasam- taka til að vinna að réttindamálum vændiskvenna. Stefnt er að því að gefa út „mannréttindayfirlýsingu vænd- iskvenna heims", að sögn Margo St. James frá San Francisco, fyrr- verandi vændiskonu og núverandi formanns stuðningshóps fyrir vændiskonur, sem starfandi er í Kaliforníu. St. James er enn fremur einn af skipuleggjendum Amsterdam-ráð- stefnunnar og kvað til hennar efnt af „vændiskonum sjálfum og hol- lensku kvennahreyfingunni" í sameiningu. „Ef kona stundar vændi, ber henni sami réttur og öðru vinn- andi fólki," sagði Gail Peterson fé- lagsráðgjafi, sem starfar við há- skólann í Utrecht, en hún er einn af skipuleggjendunum. Áætlað er, að yfir eitt hundrað vændiskonur, fyrrverandi vænd- iskonur og talsmenn vændis- kvenna frá Hollandi, Belgíu, Dan- mörku, Svíþjóð, Vestur-Þýska- landi, Bretlandi, Frakklandi, Sviss og Kanada sæki ráðstefnuna, auk fulltrúa thailenskra og víet- namskra vændiskvenna í Vestur- Evrópu. James Stewart James Stewart hlýtur sérstök Óskarsverðlaun Beverly Hills, Kaliforníu, 14. febrúar. AP. Bandaríski leikarinn James Stew- art, sem fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni „The Phila- delphia Story“ árið 1940 og hefur auk þess verið tilnefndur til verð- launanna fjórum sinnum, mun fá sérstök Óskarsverðlaun fyrir 50 ára leikferil sinn, en hann hefur leikið í yfir 70 kvikmyndum. Dómnefndin ákvað þessa verð- launaveitingu á þriðjudag og mun afhending þeirra fara fram 25. mars á 57. árlegu Óskarsverð- launahátíðinni í tónlistarhöllinni í Los Angeles. í tilkynningu nefndarinnar sagði, að meðal kvikmynda þeirra, er Stewart hefði leikið í, væru „nokkrar þær dáðustu sem gerðar hafa verið í Hollywood" og Stew- art hefði sjálfur persónugert „hinn góðhjartaða og heiðarlega Bandaríkjamann, sem dregur seiminn í hverju orði“. James Stewart er 76 ára að aldri. Uppstokkun í frönskum skólamálum: „Byltingarstefna: verða að læra að Parb, 14. febrúar. AP. JEAN-PIERRE Chevenement, menntamálaráðherra Frakklands, hefur lagt fram tillögu, sem miðar að því að öll börn í landinu verði fær um að lesa, skrifa og reikna, þegar þau Ijúka námi í grunnskóla. Tillögu þessari, sem lögð var fram á fundi frönsku ríkis- stjórnarinnar í gær, hefur verið fagnað í öllum dagblöðum lands- ins, hvort sem þau fylgja hægri eða vinstri stefnu, og er það i fyrsta sinn sem slík samstaða næst meðal blaðanna um stefnu- mál ríkisstjórnar sósíalista, sem nú hefur setið að völdum í tæp fjögur ár. Árum saman hafa Frakkar haft áhyggjur af því að börn þeirra kynnu ekki að lesa, en það er vandamál, sem er ekki bundið við Frakkland eitt, og hugmynd- ir um endurbætur á skólakerfinu hafa lengi verið til umræðu í landinu. Ástandið er nú þannig, að rúmlega annar hver nemandi í grunnskóla þarf að sitja tvisvar í sama bekk, og aðeins einn nem- andi af hverjum fjórum sem fara í framhaldsskóla lýkur námi. Tillaga Chevenements miðar að því, að tryggja að börn sem ljúka grunnskólanámi hafi ör- ugga undirstöðu á sjö sviðum: í frönsku, reikningi, landafræði, sögu, tækni og náttúruvísindum, skipulagi þjóðfélagsins og leik- fimi. Á undanförnum árum hefur aðeins verið litið á frönsku og reikning sem undirstöðugreinar. „Til hamingju Chevenement!" sagði dagblaðið Quotidi en, sem er hægrisinnað, í forsíðufrétt í dag. Og íhaldsblaðið Le Parisien Libere sagði á forsíðu: „Heil- brigð skynsemi heldur innreið sína á ný.“ Le Figaro, sem einnig er íhaldssamt blað, fagnaði því að „á ný er hin hefðbundna skól- astefna tekin upp“, og enn eitt hægri blað, France Soir, sagði í fyrirsögn: „Byltingarstefna: Börn verða að læra að lesa.“ Áætlun franska menntamála- ráðherrans á að hrinda í fram- kvæmd með reglugerð, sem sett Jean-Pierre Chevenment verður fyrir næsta skólaár. Hún felur í sér að nemendur eiga að geta lesið og skilið ritað mál, kunna stafsetningu og málfræði, og einnig eiga þeir að geta talað rétt mál. Börn lesa“ Þá eiga nemendur að þekkja heilu tölurnar, geta lagt saman, dregið frá, margfaldað og deilt, og kunna skil á helstu rúm- myndum. Nemendur eiga að þekkja höf- uðatriði þjóðarsögunnar, og enn fremur landafræði Frakklands, Evrópu og annarra landa; helstu nýjungar á sviði vísinda og tækni, þ.á m. höfuðatriði tölvu- tækninnar. Einni kennslustund á viku verður varið í „samfélags- fræði“, sem kynna á skólabörn- um leikreglur samfélagsins. „Höfuðhlutverk skólans er að vekja vitund barnsins," var haft eftir Chevenement, þegar hann kynnti tillögur sínar. Það eru ekki aðeins Parísar- blöðin, sem fagna hinni nýju skólastefnu. Móðir, sem var að sækja barn sitt í skóla nokkurn í höfuðborginni í dag, sagði við fréttamann AP: „Þeir breyttu öllu, og núna loksins hafa þeir tekið aftur upp gömlu, góðu að- ferðirnar, sem reyndust bestar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.