Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 29 atuga una í fyrra starfi, þvi ekki hefur heyrst að vinnumarkaðurinn standi á öndinni út af skorti á fólki. Ríkisvaldið verður enn kall- að til sögunnar, og munu þá byrja nýjar ásakanir fyrir að hafa hrundið fjölda fólks út í atvinnu- leysi. Þannig verður enginn endir á þessum vandræðum fyrr en ríkisvaldið játast undir kröfuna um meðallaun og leysir væntan- lega allar frekari launaþrætur af hólmi. Mundi þá mega ætla að hér væri sprottið upp einskonar þús- und ára ríki meðalmennskunnar, sem situr í skóla til að byrja með upp á meðaleinkunnir, því óhollt er að taka of góð próf, fær meðal- íbúð við giftingu og meðalbíl, og lifir síðan meðallífi upp á þá von að hljóta meðaljarðarför að lok- um. En með tilkomu meðallauna ætti stétt verkalýðsforingja um sárt að binda. Þeir yrðu ekki í sjónvarpinu næstu dagana, svo mikið er víst. Að vísu fengju þeir að sitja áfram í stjórnum meðal- sjóða, en gætu eðli málsins sam- kvæmt ekki tekið meira en meðal- laun fyrir það. Enda ekki nema meðalgúrú að verkföllum loknum. Færi þá væntanlega að sneiðast um neftóbakið og annan munað, smurt brauð um nætur og þjóð- höfðingjasnið í samningum. Þann- ig getur varla öllum verið það kappsmál að koma á meðallaun- um. En þótt einkennilegt sé, hefur alltaf orðið að reka nýja guðstrú með illu ofan í fólk. Ekki hefur svo lítið verið skrifað t.d. um Ólaf digra og aðra kristjána allt frá Heimskringlu til vorra daga. En auðvitað getur verið að meðal verkalýðsforingja, hinna nýju goða landsins, finnist einig ein- hver Þorgeir tilbúinn að leggjast undir feld og fórnir. Hin nýja siðbót — trúin á laun- in — hefur verið í deiglunni síð- ustu fjörutíu árin eða svo. Tími hennar hófst þegar það þótti póli- tískt hagkvæmt að ganga fyrir hvers manns dyr og bjóða hærri laun. Síðan hafa allir viljað hærri laun, m.a. kennarastéttin, sem að vísu hefur ekki verið mesta kröfu- stéttin, enda hafa opinberir starfsmenn til skamms tíma orðið að ná samningum án verkfalla eða uppsagna. En þegar frelsið er fengið og búið er að semja er auð- vitað ekkert hægt að gera nema segja upp starfi, berji menn enn að dyrum og bjóði hærri laun. Það furðulega við þetta er sú trú, sem hluti kennarastéttarinnar í land- inu hefur tekið, á það að einhvers staðar í þjóðfélaginu sé önnur laun að hafa en almennt gerist meðal kennara. Þau eru svo sem ekkert til að státa af enda hafa þeir samúð fólks. En þau eru fleiri launin í þessu þjóðfélagi sem ekki gera menn feita. Og svo hefur lengi verið. Vel má vera að kenn- arar verði nú til þess að tekin verði upp meðallaun sem regla. Þá hefðu þeir ekki til einskis barist. Gallinn er bara sá, að enginn þegn getur skammtað sér launin sjálf- ur, hvorki sem félagsvera eða ein- staklingur. Einu sinni var sjálf- stæði landsins nokkurt metnaða- rmál, og það er til þess að gera nýfengið. Með erlendar skuldir í þeim mörkum að þær nema nú rúmum 60% af þjóðartekjum, mætti álíta að við ættum um tvo kosti að velja yfirleitt, og það er að fara á hausinn með pomp og prakt — verða gjaldþrota, eða að taka upp meðallaun sem yrðu fyrsta kastið töluvert undir núver- andi launum kennara. Trúin á meðallaunin er bein af- leiðing vaxandi ríkisforsjár. Þrýstihópar og einstakar stéttir vilja ekki fyrir nokkurn mun við- urkenna að þær séu ómerkilegri þeim, sem vinna við hlið þeirra og eru kannski með önnur próf eða kannski próflausir. Samráð á öll- um atvinnustigum gerir meðal- launin eðlileg. Forræðið og ábyrgðin eru að vísu enn í höndum hinna færri, en sú stjórnunarað- ferð virðist á útleið. Á sama tíma er verið að tala um tvær þjóðir í landinu. Sóknarkonan talar um lágu launin sín. Forstjórinn þegir hins vegar um krónurnar sínar í einkageiranum. Sóknarkonan vildi gjarnan verða peningamanneskja eins og það er kallað. Forstjórann varðar ekkert um þær langanir hennar, en er að byrja að verða svolítið smeykur um yfirburði sí- na. Það gera þessir fuglar, sem sí- fellt eru á stjái að berja upp á hjá fólki eins og börn sem selja ha- ppdrætti og bjóða hærri laun. Með verkfallsrétti opinberra starfsm- anna jókt enn þörfin fyrir ríkis- afskipti af launasamningum. Þau hafa alltaf verið mikil. En nú tek- ur steininn úr. Trúin á meðallaun- in er því kannski hin eina rétta trú. En ríkisvaldið veit auðvitað, að um leið og Lúter hefur verið kastað og nýja trúin tekin upp verða menn enn á ferli við að bjóða hærri laun. Það verður þá, sem súla erlendra skulda hækkar að því marki, að við komumst í samband við meðallaun univers- ins. Lengra verður ekki komist hérna megin grafar. En það má auðvitað halda pexinu áfram hinumegin. Indriði G. Þorsteinsson er þjóð- kunnur rithöfundur. ingum einkasjónvarpsstöðva, átta sig á því að það gangi upp.“ Hann sagði að lokum, að sam- komulag væri milli allra flokka um að málið yrði afgreitt úr nefnd nk. þriðjudag og tekið til umræðu á mánudag. Þá bað hann um að fram kæmi, að þeir Ólafur væru að sjálfsögðu opnir fyrir athugasemdum frá stjórn- arandstöðunni í máli þessu. Hámarksálagn- ing á rafmagns- vörum og reið- hjólum felld niður VEKÐLAGSRÁÐ samþykti á fundi sínum í fyrradag að fella niður há- marksálagningu á nokkuð mörgum vörutegundum, og fela Verðlagsstofn- un þar með verðgæslu með sömu vöruflokkum. Þannig verður nú engin hámarks- álagning á ýmis konar rafmagns- vörum, svo sem heimiiistækjum, út- vörpum, sjónvörpum, lömpum og skrifstofuvélum. Verðlagsráð sam- þykkti einnig að fella niður há- marksálagningu á barnavögnum og reiðhjólum. Tekur þetta nýja fyrir- komulag gildi frá og með 1. mars nk. en það hefur nú verið til um- fjöllunar hjá ráðinu um allnokkurt skeið. Verðlagsráð fól Verðlagsstofnun á fundi sínum að halda uppi verð- gæslu með ofangreindum vöruteg- undum, á svipaðan hátt og gert er með verðlagningu matvara, þ.e. með verðkönnunum og eftirliti. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ARNE OLAV BRUNDTLAND Bandarísk herskip og Nýsjálendingar Mun sú ákvörðun yfirvalda á Nýja-Sjálandi að neita bandarískum herskipum um hafnaraðstöðu leiða til versnandi sambúðar þjóðanna? Þessi spurning er mikilvæg, ekki síst í Ijósi þess, að nú hefur heimsókn bandaríska flotans og sameiginlegum heræfingum ríkja ANZUS-banda- lagsins verið frestað. ANZUS-bandalagið samanstendur af Bandaríkjun- um, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Kíkisstjórn Nýja-Sjálands ákvað að fram- vegis skyldi bandarískum herskipum, sem knúin eru með kjarnorku eða bera kjarnorkuvopn, neitað um hafnaraðstöðu þar í landi. Skýringin á þessari ákvörðun er stjórnmálalegs eðlis. í fyrrasumar sigraði nýsjálenski Verkamannaflokkurinn í þing- kosningum. Þessi neitun um hafnaraðstöðu var eitt af stefnu- málum flokksins. David Lange forsætisráðherra ákvað að þetta kosningaloforð skyldi efn hefur ríkisstjórn hans látið í það skína að hún muni ekki láta undan þrýstingi í þessu máli. Grundvallaratriði Ríkisstjórn Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta telur það lyk- ilatriði í samskiptum aðildar- ríkja ANZUS-bandalagsins að bandarískum herskipum sé heimilað að leggjast að bryggju í höfnum ríkjanna. Þetta þýðir, að tilveru bandalagsins gæti verið stefnt í voða, því án sameigin- legra heræfinga aðildarríkja er bandalagið gagnslítið. Skipulag ANZUS-bandalagsins er með nokkuð öðrum hætti en skipulag Atlantshafsbandalagsins. Sam- eiginlegar heræfingar eru hlut- fallslega mikilvægari fyrir ANZUS-bandalagið, einkum æf- ingar flughers og flota. I fyrra- haust fóru fram samæfingar flugherja án þess að fyrirhuguð heimsókn herskipa Bandaríkj- anna væri því til fyrirstöðu. En eftir kosningasigur Davids Lange og Verkamannaflokksins var neitun um hafnaraðstöðu bandarískra skipa, sem falla undir fyrrgreinda skilgreiningu, gerð að einu höfuðatriði í stefnu stjórnarinnar. Nú fara fram ýmsar þreifingar og ekki er ólíklegt að Bandaríkjamenn og Nýsjálendingar fundi um þetta deilumál. Á dögunum sendi George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna ríkisstjórn Nýja-Sjálands bréf um málið. Afstada Ástrala Nýsjálendingar eru einir um þessa afstöðu. Ástralir fylgja þeim ekki að málum, þó svo að þar í landi sé verkamannaflokk- ur einnig við völd. Ástralir leggja mikla áherslu á takmörk- un kjarnorkuvopna og hafa látið til sín taka á því sviði, m.a. inn- an Sameinuðu þjóðanna. Þegar Hawke forsætisráðherra komst til valda lét hann endurmeta gildi aðildar Ástralíu að ANZUS-bandalaginu. Ástralir heimila bandarískum herskipum að leggjast að bryggju. Flugvélar Bandaríkjamanna, þar með tald- ar stórar sprengjuflugvélar, mega nota flugvelli þar í landi. Hins vegar hafa Ástralir lýst sig andvíga bandarískum tilraunum með MX-eldflaugar í S-Kyrra- hafi. Hawke forsætisráðherra hefur reynt að fá ríkisstjórn Bob Hawke, forsætisráó- herra Ástralíu. Nýja-Sjálands til að breyta af- stöðu sinni til bandarísku her- skipanna. En svo virðist sem Ný- sjálendingar muni ekki hlusta á Ástrali fremur en Bandarikja- menn. Á að giska 40% stærri her- skipa Bandaríkjamanna eru kjarnorkuknúin. Reagan Banda- ríkjaforseti hefur sjálfur lýst yf- ir mikilvægi þessa hluta flotans. Jafnframt hefur forsetinn sagt að fyllsta öryggis sé gætt í hví- vetna til þess að ekki hendi óhöpp. Bein hætta vegna heim- sókna kjarnorkuknúinna skipa er talin hverfandi lítil. Erfiðara er að meta hversu mikill hluti bandarískra her- skipa ber kjarnorkuvopn. Það er stefna bandariskra stjórnvalda að játa hvorki né neita að skip þeirra beri kjarnorkuvopn. Bandaríkjamenn hafa ekki hvik- að frá þessari stefnu vegna Nýsjálendinga. lltþensla Sovétmanna Stefna stjórnar Reagans felur í sér aukna áherslu á gildi aðild- arinnar að ANZUS-bandalaginu. Ein helsta röksemdin fyrir þessu eru aukin umsvif flota Sovét- manna í Suður-Kyrrahafi. Sov- étmenn nota m.a. stóra herstöð í Cam Rahn í Víetnam, sem Band- aríkjamenn byggðu á sínum tíma. Bandaríkjamenn telja að Kúbanir og Líbýumenn hafi staðið að baki stjórnmálaólgu sem verið hefur í Nýju-Kale- dóníu, en hún lýtur stjórn Frakka. Bandaríkjamenn vilja hamla gegn útþenslu Sovét- manna á þessum slóðum og í fyrrahaust gerðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Fiji-eyja með sér verslunarsamning og var um leið samið um afnot Bandaríkja- manna af höfnum eyjaskeggja. Öryggis- og efnahagsmál hafa einnig tvinnast saman í afstöðu þings Bandaríkjanna gagnvart Nýsjálendingum, en efnahagur þeirra er fremur bágborinn. Shultz utanríkisráðherra hefur lýst þeirri skoðun sinni opinber- lega, að hann sé andvígur því að Bandaríkjamenn grípi til efna- David Lange, forsætisráð- herra Nýja-Sjá- lands. hagslegra refsiaðgerða til að þvinga fram breytta afstöðu Nýsjálendinga. Shultz telur að þar sem málefni ANZUS-banda- lagsins heyra undir öryggismál eigi öryggissjónarmið ein að ráða afstöðu og aðgerðum Bandaríkj amanna. Bandaríkjamenn óttast að neitun ríkisstjórnar Nýja-Sjá- lands um hafnaraðstöðu muni leiða til þess að fleiri ríki taki upp sömu eða svipaða stefnu. t Japan er deiit um heimsóknir bandarískra herskipa. Grikkir, undir stjórn Papandreous for- sætisráðherra, eru andvígir um- svifum hins kjarnorkuvædda herafla Bandaríkjamanna í nágrenni Grikklands. Norðmenn fylgjast náið með þróun mála á Nýja-Sjálandi þó að stefna Ný- sjálendinga hafi ekki nein bein áhrif á stefnu Norðmanna. Afstaöa Norðmanna í fyrra útfærði utanríkisnefnd norska Stórþingsins nánar stefnu ríkisstjórnar Noregs og taldi óæskilegt að herskip, sem kæmu í venjulega heimsókn til Noregs, hefðu kjarnorkuvopn meðferðis. í þessu samhengi vís- aði nefndin til ræðu sem Trygve Bratteli þáverandi forsætis- ráðherra hélt í norska Stórþing- inu í októbermánuði árið 19*15. Þessi viljayfirlýsing felur ekki í sér neina breytingu á stefnu Norðmanna í kjarnorkumálum. Norðmenn hafa gengið að því sem vísu að erlend herskip, sem til Noregs koma, séu ekki búin kjarnorkuvopnum, og Norðmenn ganga út frá því að bandamenn þeirra og önnur kjarnorkuveldi virði þetta sjónarmið. En ekki má gleyma að Norð- menn láta ekki skoða þau er- lendu herskip sem Ieggjast að bryggju. Skip, sem hönnuð eru til að bera kjarnorkuvopn, t.d. kafbátar sem búnir eru strateg- ískum eldflaugum, koma ekki til hafnar í Noregi. Að mati grein- arhöfundar er þessi stefna Norð- manna rétt. Ef Norðmenn vildu setja bann við öllum flutningi á kjarnorkuvopnum myndi það jafngilda einhliða kröfu um að erlend herskip hefðu slík vopn ekki innanborðs. Þessi krafa gæti grafið undan þeirri varn- arsamvinnu, sem er forsenda ör- yggis Norðmanna. Norðmenn eiga ekki að taka afstöðu til deilu Bandaríkja- manna og Nýsjálendinga. Vandamálið er ótengt varnar- samstarfi aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins. Vissulega er vandi á ferðum, en svo má ekki fara að öll þau ríki sem Banda- ríkjamenn eiga varnarsamstarf við, láti sig þetta mál varða. Áhrif þess konar þrýstings á ríki ANZUS-bandalagsins gætu auð- veldlega komið sér illa, bæði fyrir Bandaríkjamenn og Norð- menn. Arne OImy Brundtland er sér- fræðingur í öryggis- og afvopnun- armilum við Norsku utanríkis- málastofnuninni og rítstjóri Internasjonal Politikk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.