Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 ÞAÐ TÓKSTIÍ þriðju tilraun tókst íslensku landsliðshetjunum í handknattleik að leggja júgó- slavnesku Ólympiumeistarana aó velli. Lokatölur þriöja leiks þjóð- anna í þessari heimsókn voru 20:13 fyrir ÍSLAND. Fyrsti sigur okkar á Júgóslövum fré upphafi varð staðreynd — og það ekki neinn smásigur. Sjö marka mun- ur í lokin, sem jafnvel hefði getaö orðið enn meíri. Leikur íslensks landsliðs hefur líklega sjaldan, ef nokkurn tíma, veriö betri. Sóknarleikurinn var frábær, vörnin stórgóö og mark- varslan ... Markvarslan, já. Hún var hreint ótrúleg. Einar Þorvarö- arson stóö i markinu allan tímann nema hvaö Brynjar Kvaran kom inn á er 1:44 mín. voru eftir. Einar varöi stórkostlega í leiknum, 20 skot, síöan kom Brynjar inn á í lokin, byrjaöi á þvi aö verja viti og síðan tvisvar eftir dauöafæri Júgó- slava. Ótrúlegt. Islendingarnir náöu svo sannar- lega aö hefna ófaranna í Eyjum — léku af festu og krafti allan tímann og sýndu mikinn viljastyrk. Ör- þreyttir lögöu þeir sig alla fram og uppskáru eftir því. Júgóslavar byrjuöu ekki af þeim krafti sem liöiö getur leikiö — en islendingar voru greinilega staö- ráönir í þvi strax frá fyrstu mínútu aö nú yröi ekkert gefiö eftir. Eftir hasarinn i Vestmannaeyjum í fyrra- kvöld ætluöu þeir ekki aö brenna sig á því aö láta Júgóslavana brjóta sig niöur andlega. Stórgott í upphafi Sóknarieikurinn var þegar í upp- hafi mjög skipulegur, vörnin hreyf- anleg og föst fyrir, sannkallaöur varnarmúr, og markvarslan strax stórgóö. Kristján Arason skoraöi fyrsta mark leiksins meö glæsilegu þrumuskoti þegar ein mín. var liö- in. Sannkallaö „Kristjánsskot". Einar geröi sér lítiö fyrir og varöi vítakast Isakovic fljótlega. Þorgils Óttar skoraöi annaö markiö af línu • FER HANN í NETID? Jál Páll Ólafsson, sem fór á kostum í síöari hálfleiknum, horfir hér á eftir boltanum eftir að hafa sveigt sig inn í teiginn og skotið. í markiö fór knötturinn, Basic kom engum vörnum viö. Kalina er álengdar. Otrúlega öruggt stór sigur á Ólympíumeisturunum — sá fyrsti í fimmtán tilraunum eftir glæsilega sendingu Þorbergs og Páll fiskaöi síöan viti sem Krist- ján skoraöi úr. Staöan 3:0 eftir fjórar og háifa mín. Ætluöu Islend- ingar aö stinga Ólympíumeistar- ana af strax í upphafi? Já, þaö ætl- uöu þeir sér. Þaö kom fljótt í Ijós. Kuzmanowski skoraöi fyrsta mark Júgóslava er sjö min. voru liönar — eftir einstaklingsframtak. Þaö var þaö eina sem dugöi þeim gegn frábærri vörn íslands. Horna- menn Júgóslava voru „klipptir" út úr sóknaraögeröunum og Páll Ólafsson lék síöan fyrir utan í vörn- inni og haföi gífurlega truflandi áhrif á Ólympíumeistarana. En eitt mark frá þeim haföi ekki mikiö aö segja því næstu þrjú voru islensk. Staöan þá 6:1 er 11 mín. voru bún- ar, og menn áttu bágt meö aö trúa sínum eigin augum. Eg varö þó aö trúa mínum. Nú var spurningin um aö „halda haus“ eins og oft er sagt. Cvetkcov skoraöi annaö mark Júgóslava, Vukovic þaö þriöja og Mrkonja þaö fjóröa. Munurinn skyndilega oröinn tvö mörk. Fjórtán og hálf mín. var þá liðin. Þaö dofnaði yfir sóknarleik islendinga og Júgó- slavar voru fljótir aö nýta sór þaö. Einar ver og ver og ver En Einar Þorvaröarson sá um aö ekki fór illa. Á minnispunktum und- irritaös mátti líta eftirfarandi: „Ein- ar ver . . . Einar ver . . Einar ver ... Einar ver enn!“ Hann varöi í fjórum sóknum í röö, og samherjar hans klúðruöu jafnmörgum. Bjarni Guömundsson náöi loks aö skora, 7:4, eftir hraöaupphlaup — og voru þá liðnar heilar sex mínútur frá því síöasta mark var skoraö. Næstu þrjú mörk voru júgó- slavnesk — þeir náöu sem sagt aö jafna 7:7; á örskömmum tíma skoruöu þeir þrjú mörk. En síöasta oröiö átti Kristján Arason. Rétt áöur en flautaö var til leikhlés fengu islendingar dæmt aukakast fyrir miöri punktalinu. Tíminn rann út og Júgóslavar stilltu upp múr, talsvert á þriöja metra á hæö. Kristján lagöi sig til hliöar og hugöist skjóta er einn Júgoslavanna, Mrkonja, geröi sér lítiö fyrir og hljóp á hann og skellti í gólfiö. Honum var aö sjálfsögöu vikiö af velli og Kristján fékk annaö tækifæri. Og þaö nýtti hann eftir- minnilega. Þrumaöi boltanum í gegnum múrinn og í netiö. Stór- kostlegt. Góöur endir á hálfleik sem var frábær framan af en síöari hlutinn olli síöan vonbrigöum. En markið hefur greinilega haft góö áhrif á liöiö því þaö byrjaöi mjög vel eftir hlé. Stórkostlegt augnayndi Leikur islands mest allan síöari hálfleik var stórkostlegt augna- yndi. Glæsileg mörk, frábær markvarsla og góö vörn. Einn Ijót- ur blettur reyndar á — undir lokin er Þorbjörn Jensson kýldi einn Júgóslavann, Cvetkcov í magann. Sá júgóslavneski hreinlega trylltist, greip um andlit Þorbjörns og ýtti honum í burtu. Fékk fyrir þaö rauöa spjaldiö. En hann linnti ekki látunum fyrr en hann haföi sýnt dómurunum rauöan blett á maga sér — aö því er virtist eftir högg Þorbjörn. Slíkt er óþarfi — en ekki get ég fullyrt hvort eitthvaö var á undan gengiö af Júgóslavans hálfu. Einar byrjaöi síöari hálfleikinn á því aö verja úr góöu færi og Þor- bergur Aöalsteinsson skoraði fyrsta markiö. Staöan 9:7 og Páll Ólafsson, sem lék vægast sagt á heimsmælikvaröa i síöari hálfleikn- um, bætti 10. markinu viö. Þessi munur hélst fram undir miðjan hálfleikinn — staöan 15:11 er 14 og hálf mín. var búin. Þá kom frá- bær kafli Islands — þrjú mörk i röö. Staöan þá oröin 18:11. Fyrst skoraöi Kristján úr víti. Aödrag- andi þess reyndar furöulegur — einn Júgósiavinn var á leiö inn í íslenska teiginn meö knöttinn, Guömundur Guðmundsson hljóp á hann — en í staö jjess aö dæma viti var dæmdur ruöningur á Júgó- slavann! Já, dönsku dómararnir stóöu sig ekki í stykkinu frekar en i hinum leikjunum. Þetta er aöeins litiö dæmi — og í heildina högnuö- ust islendingar alls ekki á dómum þeirra — þeir áttu ekki þátt í stór- um sigri islands. Páll fór á kostum Sautjánda markiö geröi Páll Ólafsson eftir gegnumbrot og aftur þaö átjánda — og aftur eftir gegn- umbrot. Já, Páll fór á kostum í síö- „Islendingar léku vel“ „LEIKMENN okkar náðu ekki vel saman í kvöld og þreytu er farið að gæta hjá liðinu," sagði Zoran Zivkovic , þjálfari Júgóslava, eftir leikinn í gærkvöldi. „Þaö veröur aö segjast eins og er aö íslenska liöiö lék mjög vel í kvöld, kom okkur oft í opna skjöldu meö hraöa sínum og dugn- aöi. Leikmenn minir geröu oft á tíöum miklar klaufavillur sem eiga ekki aö sjást til þeirra, og tel ég þar fyrst og fremst þreytu um að kenna. Þetta var áttundi leikur okkar á 15 dögum, og eru leik- menn ekki alveg eins ákveönir og vera skyldi. Þetta er fyrsti leikurinn sem landsliö okkai lapar i tæp 2 ár og íslendingar voru betri i kvöld og áttu þennan sigur skilinn, léku vel. Þaö var fyrst og fremst liösheildin sem skóp þennan sigur íslendinga og ótrúleg barátta leikmanna, sem kom mér reglulega á óvart. Ég sagöi eftir leikinn í Vestmannaeyj- um aö okkar lið væri í betra út- haldi, þannig aö þessi mikli kraftur sem var í þeim í kvöld kom mér á óvart. — Ég vil svo aö lokum koma á framfæri þakklæti til íslensku leik- mannanna og þakka fyrir góða leiki og ánægjulega dvöl sem viö höfum átt hér, þótt ósigurinn í kvöld skyggi nú aðeins á ánægjuna," sagöi Zivkovic.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.