Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 „ |Tob hefar altfrei gert rnkr neitt iUt ab eg hætti i'ekóLa." Þetta er hrein móðgun við ættflokkinn, svona uppá- tæki! HÖGNI HREKKVÍSI Munurinn á þorska- lýsi og ufsalýsi BréfriUri segir meginmuninn á þorska- og ufsalýsi vera þann að ufsalýsið innihaldi meira magn af A- og D-víUmínum. Baldur Hjaltason, efnafræðingur hjá Lýsi hf„ skrifar: Á undanförnum árum hefur áhugi almennings aukist til muna á lýsi. Flestum hefur verið lengi kunnugt um lækningakraft þess og hið mikla næringargildi. Lýsi er mjög auðugt af A- og D-víta- mínum sem áður fyrr voru af skornum skammti í daglegri fæðu almennings sem leiddi til ýmissa hörgulsjúkdóma, s.s. beinkramar og skertrar sjónar. Margir þeirra sem tekið hafa inn lýsi daglega um árabil, telja, að lýsi geti ráðið bót á ýmsum fleiri kvillum. Seinni- tíma rannsóknir hafa síðan stað- fest þetta og leitt áður lítt þekkta eiginleika lýsisins í ljós. Hefur áhugi vísindamanna sérstaklega beinst að ákveðnum fjölómettuð- um fitusýrum i lýsi, en það eru fitusýrurnar EPA/DHA. Sér- staklega beinist athyglin að EPA, sem er talin veita vörn gegn kransæðasjúkdómum. Dregur þessi fitusýra úr hættunni á blóð- storknun og blóðtappamyndun og veitir einnig að dómi vísinda- manna vernd gegn æðakölkun. Það var árið 1979 að danskir vísindamenn fóru að velta fyrir sér ástæðunni fyrir því að eski- móar á Grænlandi hefðu mun lægri tíðni hjartasjúkdóma en Danir. Við athugun á samsetningu fæðu þessara þjóða kom í ljós, að í fæði eskimóanna var mun meira af fitusýrunni EPA en í fæði dönsku þjóðarinnar. Einnig kom í ljós, að þeir Grænlendingar sem bjuggu í Danmörku, höfðu sömu tíðni hjartasjúkdóma og Danir. Drógu þessir dönsku vísindamenn þá ályktun að það væri fitusýran EPA sem veitti eskimóum vörn gegn hjartasjúkdómum. Benda má á, að þorskalýsi er mjög ríkt af EPA eða um 10%. Einnig hefur áhugi vísinda- manna beinst að mikilvægi DHA- fitusýrunnar, sem er talin ekki síður mikilvæg vörn gegn hjarta- sjúkdómum en EPA. Er hún talin draga úr hættu á hjartatitringi og skyndilegum hjartadauða. Lýsi hf. hefur lagt mikla áherslu á frekari rannsóknir á áhrifum lýsis á manninn. Það hefur nýlega gert 3 ára rannsóknarsamning við dr. Sigmund Guðbjarnason, prófessor við Háskóla fslands. Ætlar hann að rannsaka þessar fjölómettuðu fitusýrur í lýsinu nánar, þ.e. EPA og DHA. Varðandi fyrirspurn lesanda hvort ufsalýsi og þorskalýsi sé ekki jafngóð vörn gegn kransæða- stíflu og öðrum hjartasjúkdómum, skal taka eftirfarandi fram: Magn af fjölómettuðu fitusýrunum EPA og DHA er mjög líkt í þorska- og ufsalýsi. Meginmunurinn á þorska- og ufsalýsi er að ufsalýsið inniheldur meira magn af A- og D-vítamínum. Þess vegna má ráð- leggja þeim sem eru aðallega að hugsa um A- og D-vítamínið í lýs- inu, að taka inn ufsalýsi. Þeir sem hafa áhuga á að taka eins mikið magn og hægt er af þessum fjöl- ómettuðu fitusýrum, er ráðlagt að nota þorskalýsi. Vegna lægra inni- halds af vitamínum er hægt að taka inn stærri skammt af þorska- lýsi en ufsalýsi án þess að fara yfir ráðlagðan dagskammt af A- og D-vítamínum. Ein meginástæðan fyrir því að Lýsi hf. er að undirbúa fram- leiðslu þorskalýsisþykknis sem inniheldur mjög mikið magn af EPA/DHA, er að gera fólki kleift að fá nægjanlega mikið magn af þessum fitusýrum án þess að fá of mikið af A- og D-vítamínum sam- tímis. Vonast Lýsi hf. til þess að hafa þessa vörn tilbúna síðar á þessu ári. Um ráðningu veiðistjóra Ómar Friðbergs, 68.94-2454 skrifar: Kæri Velvakandi! í grein sem birtist í Morgun- blaðinu 8. febr. sl„ þar sem til um- fjöllunar var ráðning í stöðu veiði- stjóra, segir greinarhöfundur að komið sé að því að stjórn Búnaðar- félags íslands gefi veitingavaldinu umsögn sína. Vil ég upplýsa hann um það að stjórnin hefur nú þegar einróma samþykkt að mæla með Þorvaldi Björnssyni, núverandi settum veiðistjóra, til starfsins. í sömu grein kemur fram, að til starfsins ætti að ráða líffræðing sem undirritaður er algjörlega ósammála, þar sem sjónarmið þeirra og hagsmunaaðila stangast svo oft á. Undirritaður sat fyrir- lestur um lifnaðarhætti minka, sem haldinn var í Árnagarði fyrir nokkrum árum. Þar var borið á borð fyrir mann af líffræðingum, að minkar lifðu á þanglúsum, kuð- ungum, marhnútum, flugum og seiðum sem eru innan við 16 sm. Ég hef stundað minkaveiðar í 15 ár og tel mig þekkja nokkuð vel til lifnaðarhátta hans. Það sem minkurinn innbyrðir eru fuglar og fiskar fyrir utan allt það sem hann drepur án þess að neyta þess. Einnig hefur minkurinn staðið fiskiræktinni fyrir þrifum. Skúli Pálsson á Laxalóni hefur oft haft samband við mig og hef ég ásamt öðrum náð hjá honum minkum, sem drepið höfðu seiði svo tugum eða hundruðum skipti á síðustu árum. Fyrir þá sem efast um tjón af völdum refa er það staðreynd, að refir drepa tugi lamba ár hvert. Það trúir því enginn sem ekki hef- ur séð það með eigin augum hvað aðkoman getur verið ljót. Að lokum langar mig til að minnast á tilraunir veiðistjóra- embættisins með útburð á lyfinu fenemal. Þeir sem hafa notað lyfið hafa séð þann undraverða árangur sem náðst hefur við að verjast ágangi vargfugla. Bændur, fisk- verkendur, æðarræktendur, fisk- ræktendur og náttúruunnendur, stöndum saman. Stuðlum að ráðn- ingu Þorvaldar Björnssonar sem veiðistjóra. Það ber árangur. Skrifið eða hringið til Velvakanda Vclvakandi hvetur lesendur til að skrifa þaettinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. II og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan böfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér f dálkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.