Morgunblaðið - 15.02.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 15.02.1985, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 Thatcher og Kinnock: Deila hart um mál Pontings London, 14. rebrúar. AP. ÁKAFAR deilur urðu í breska þinginu í gær á milli Margaretar Thatcher, forsætisráðherra, og Neil Kinnock, leiðtoga Verkamannaflokksins, vegna málshöfðunar á hendur Clive Ponting, háttsettum embættismenn í varnar- málaráðuneytinu, sem á mánudag var sýknaður af ákæru um að hafa brotið lög um trúnaðarskyldu opinberra starfsmanna. Ponting kom leyniskjölum um Falklandseyjastríðið á framfæri við einn af þingmönnum Verka- mannaflokksins, þar sem hann taldi það borgaraiegu skyldu sína að leiðrétta rangfærslur ráðuneyt- isins. Thatcher lagði á það áherslu, að hún hefði engin afskipti haft af þeirri ákvörðun að lögsækja Pont- ing og krafðist þess að Kinnock drægi til baka þau ummæli sín, að hann legði ekki trúnað á orð henn- ar. Kinnock neitaði að verða við þessari kröfu og sagðist ekki taka orð sín aftur fyrr en hann hefði fengið fullnægjandi skýringar frá forsætisráðherranum. Þingmenn flokksins styðja hann í þessu efni. Michael Heseltine, varnarmála- ráðherra, sagði í gær að ummæli Kinnocks væru „skammarleg" og staðhæfði, að enginn ráðherra hefði haft minnstu afskipti af málsókninni gegn Ponting. Sak- sóknari ríkisins hefði tekið ákvörðunina upp á eigin spýtur. Skjöl þau, sem Clive Ponting kom á framfæri við þingmanninn, fjölluðu um þá ákvörðun breskra yfirvalda að sökkva argentínska beitiskipinu Belgrano á meðan á stríðinu um Falklandseyjar stóð. Ponting sagði fyrir réttinum, að hann hefði verið sammála þeirri ákvörðun að sökkva Belgrano. Hann kvað ástæðuna fyrir því að hann lét trúnaðarskjölin af hendi þá, að hann hefði verið ósammála þeirri ákvörðun yfirmanna sinna að neita að skýra opinberlega frá aðdraganda árásarinnar á skipið Norrænn styrkur til bók- mennta nágranna- landanna Fyrsta úthlutun norrænu ráðherranefndarinnar (mennta- og menningar- málaráöherrarnir) 1985 — á styrkjum til útgáfu á nor- rænum bókmenntum í þýöingu á Norðurlöndun- um — fer fram í maí. Frestur til aö skila um- sóknum er: 1. apríl 1985. Eyöublöð ásamt leiöbein- ingum fást hjá Mennta- málaráöuneytinu í Reykja- vík. Umsóknir sendist til: Nordisk Ministerrád Sekretariatet lor nordisk kulturelt samarbejde Snaregade 10 DK-1205 Köbenhavn K Sími: DK 01-114711 og þar má einnig fá allar nánari upp- lýsingar. 2. maí 1982. Þá létu 386 argent- ínskir hermenn lífið. Saksóknari hélt því fram, að Ponting hefði gerst brotlegur við lög um öryggi ríkisins og þagnarskyldu opin- berra starfsmanna. David Steel, leiðtogi Frjáls- lynda flokksins, sagði að orða- skipti Thatchers og Kinnocks væru „stormur í tebolla" og væru til þess eins fallin, að beina at- hyglinni frá kjarna málsins, sem væri, hver stjórnaði því að þingið var margsinnis leitt afvega og reynt að hylma yfir staðreyndir Belgrano-málsins. Geimapar með nýja tegund af herpes Washington, 14. febrúar. AP. SÉRFRÆÐINGAR við geim- ferðastofnun Bandaríkjanna íhuga nú að hætta við að senda ákveðna apategund í geimferð með geimskutlu í aprfl næst komandi vegna þess að 95 pró- sent einstaklinga tegundarinnar ganga með nýja og hættulega tegund herpesvíruss. Áætlað hafði verið að senda fjóra íkorna- apa með skutlunni, en vegna þess að þá væri hætta á að geim- fararnir gætu sýkst, verður trú- lega hætt við áætlunina. Apana fjóra átti að rann- saka með tilliti til þyngdar- leysis vegna þess hve þeim svipar til manna. Einnig áttu þeir að dvelja í sérstakri bylt- ingarkenndri vistarveru. Sjö geimfarar verða með í förum, þar af tveir læknar. Hin nýja tegund herpes sem íkornaapar ganga vel flestir með, heitir „herpes virus sai- miri“, eða hvs og er ólík hinum vel þekktu afbrigðum herpes simplex 1 og 2. Hvs veldur krabbameini í ýmsum apateg- undum svo sem köngulóaöpum og dæmi eru ekki kunn um að vírusinn valdi krabba í mönnum. En vegna möguleik- ans og óvissunar er nú vafamál hvort aparnir verði með í för- um. Tengdasyni Brezhnevs vikið frá Moskvu, 14. febrúar. AP. YURI Churbanov, tengdasonur Brezhnevs heitins forseta, hefur fengið lausn frá störfum fyrsta að- stoðarinnanríkisráðherra og verið skipaður í valdalítið embætti. Churbarov er 48 ára að aldri og kvæntur Galinu Brezhnev, sem var viðriðin frægt fjölleika- hússhneyksli, sem vestræn blöð komust á snoðir um í febrúar 1982. Churbarov var skipaður aðstoð- arráðherra í febrúar 1980 og sett- ur af í desember sl. Embættismað- ur nokkur sagði: „Hann gegnir nú annarri stjórnunarstöðu í kerfi okkar, en er ekki lengur fyrsti að- stoðarráðherra." Meira vildi hann ekki segja, en vitað er að Churbarov var líka lækkaður í tign í hernum. Hann hefur haft hershöfðingjatign. Jung fer hvergi ÓEINKENNISKLÆDDIR lögreglumenn fyrir utan dyrnar á heimili Kims Dae Lung, stjórnarandstöðuleiðtogans suður-kóreska, sem kom til heimalands síns s dögunum og var samstundis hnepptur í stofufang- elsi. Hann hafði dvalið í útlegð í Bandaríkjunum í tvö ár og er óvíst hver framvinda málsins verður, en stjórnvöld í Washington hafa lagt hart að suður-kóresku stjórninni að sleppa Jung úr prísundinni. Líbanon: Gísl slapp úr prísundinni Beirút, 14. febrúar. AP. JEREMY Levin, sjónvarpsfrétta- maður, sem hefur verið í gíslingu hjá óþekktum hryðjuverkasamtökum í Beirut síðan í mars á síðasta ári, slapp úr haldi í dag og leitaði á náðir sýr- lenskra hermanna í borginni Baalbek, í austurhluta Líbanon. Á þeim slóðum eru höfuðstöðvar „Jihad“, sem er öfgahópur shita, og berast böndin að þeim, en fjórir Bandaríkjamenn til viðbótar eru í haldi í landinu. Lítið er vitað um aðdragandann að því að Levin slapp úr prísund- inni, franskur fréttamaður sá til hans og fékk þær fregnir að Levin hefði gengið í tvær klukkustundir frá dvalarstað sínum síðustu mán- uðina og til sýrlenskrar herstöðvar. Hann er sagður vel á sig kominn, en bæði þreyttur og skelkaður. Þorp umkringt í Suöur-Líbanon Sidon, 14. febrúar. AP. ÍSRAELNKIR hermenn umkringdu þorpið Bourj Rahhal skammt frá hafnarborginni Tyrus í Suður-Líban- on í morgun og handtóku tugi ungra Shíta til þess að yfirheyra þá um árás- ir skæruliða á ísraelska hernámsliðið. Hermennirnir voru í um 20 brynvögnum og liðsflutningabílum og vildu m.a. yfirheyra unglingana um skemmdarverk sem þeir eru grunaðir um að hafa unnið. Þeir munu meðal annars hafa kveikt í hjólbörðum. Franskur hermaður friðargæzlu- liðsins hefur fundið lík líbansks manns í jtorpinu. Hann hafði verið skotinn í höfuðið. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum reyndu franskir hermenn gæzluliðsins að stöðva ísraelsku hermennina, en þeir gátu það ekki. Svíþjóð: Óánægja með nýja tekjuöflunarleið Stokkhólmi, 14. febrúar. Frá frétUritara Mbl. SÆNSKA ríkisstjórnin hefur farið þess á leit við opinberar stofnanir og fyrirtæki, að þau taki greiðslur fyrir veitta þjónustu, hvar sem unnt sé að koma því við. Tollgæslan var snörust í snún- ingum við að koma sér í starthol- urnar. Hefur hún þegar kynnt til- lögu, sem aukið gæti tekjur ríkis- ins um 100 milljónir sænskra króna á ári. Hugmyndin byggist á því, að sérstakt gjald verði lagt á toll- afgreiðslu, sem fari fram á „óhentugum vinnutíma", en þar er átt við tímabilið frá kl. 16.00 á daginn til kl. 7.00 að morgni. Skuli gjaldið nema 125. s. krónum á hverja hálfa unna vinnustund tollvarðar. Um 60% allra flutninga yfir landamæri Svíþjóðar fara fram á þessum „óhentuga vinnutíma" tollgæslunnar. Tillagan hefur mætt áköfum mótmælum, bæði einkafyrirtækja og opinberra fyrirtækja og stofn- ana. Reikna flugfélögin með að gjaldið muni auka rekstrarkostn- að í flugsamgöngum um 40—50 milljónir s. króna, verði það sett á, en járnbrautirnar telja, að kostn- aðaraukning þeirra verði um 20 milljónir s. króna. Hafa andstæðingar tillögunnar sameinast í einum kór og gengið á fund skattanefndar þingsins með röksemdir sínar. Telja þeir m.a., að gjaldið mundi verka hamlandi á verslun og viðskipti og stríða þannig á móti alþjóðlegum tolla- og viðskiptasamningum, svo og fríverslunarsamningi Svía við Evrópubandalagið. Víetnamar ná tveimur stöðvum Rauðra khmera Khao Sarapee, Kambódíu, 14. febrúar. AP. VÍETNAMAR hafa haldið uppi miklum árásum á stöðvar Rauðra khmera í Kambódíu og í dag gerðu þeir sína umfangsmestu og hörðustu árás til þessa í vcsturhluta Kambódíu. Virðist sem khmerar hafi beðið sína verstu ósigra til þessa í þriggja mánaða átökum. Náðu Víetnamar öðru helzta vígi khmera í þessari árás, og hluta annars, að sögn thailenzkra herforingja. Tóku 13 þúsund víet- namskir hermenn þátt í tangar- sókn gegn stöðvum khmera, sem flýðu í hundruðatali innfyrir thai- lenzku landamærin undan orra- hríðinni. Beittu Víetnamar stórskotaliði sínu með skriðdreka í fararbroddi. Stöðvarnar, sem Víetnamar lögðu undir sig, heita Khao Din, og eru 12 km suður af Khao Sar- apee í Thailandi. Einnig náðu þeir helzta vígi khmera í norðri, Phnom Malai, að hálfu leyti undir sig. Búast yfirmenn í Thailands- her við að Víetnamar ljúki töku búðanna á morgun, föstudag. Hluti sveita khmera varðist í báðum búðunum meðan mestur hluti skæruliðanna hvarf inn í frumskóginn með vopn, tækjabún- að og vistir. Rauðir khmerar hafa reikað um sveitir Kambódíu að vild í 15 ár og varið víghreiður sín á fjallatopp- um gegn árásum Víetnama á þurrkatímum undanfarin fimm ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.