Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 25 Sex létust eftir árekstur 30 bíla Nýlega lentu 30 bflar saman í árekstursbendu á hraðbrautinni millí Miinchenar og Niirnberg. Var ástæðan sú, að flutningabfl hvolfdi skyndilega á flughálli brautinni. Sex manns létu lífið í slysi þessu. Á myndinni sést lík eins bflstjór- anna ofan á braki úr flutningabfl, en björgunarmenn eru að störfum. Engin kjarnorkuvopn án sam- þykkis ríkisstjórnar landsins Utanríkisráðherra Kanada: Andúð á afskiptum af kjarnorkuvopn- um veldur áhyggjum í Bandaríkjunum JOE Clark, utanríkisráðherra Kanada, áréttaði í þingræðu á mið- vikudag, að bandarísk kjarnorku- vopn verða ekki flutt til landsins án samþykkis ríkisstjórnarinnar. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar héldu því fram, að því hefði verið haldið leyndu fyrir ráðherranum að samkvæmt sér- stakri áætlun Bandaríkjastjórn- ar um notkun kjarnorkuvopna ætti að flytja kjarnorkudjúp- sprengjur til Kanada og fleiri ríkja ef neyðarástand skapaðist. Dagblaðið The New York Tim- es greindi frá því í gær, að slík áætlun hefði verið til í a.m.k. áratug og ríkisstjórnum viðkom- andi landa, sem auk Kanada væru ísland, Bermúda og Puerto Rico, hefði ekki verið skýrt frá henni. Heimild blaðsins var leyndarskjal, sem William Ark- in, sérfræðingur um vígbúnað- Joe Clark, utanríkisráðherra Kanada. armál hjá Institute for Policy Studies í Washington, lét því í té. Jafnframt hafði blaðiö eftir ónafngreindum bandarískum embættismönnum, að sam- kvæmt áætlun þessari yrði að leita leyfis ríkisstjórna viðkom- andi landa áður en til flutnings kjarnorkuvopnanna kæmi. Clark sagði enn fremur í þing- ræðu sinni, að eftir að Arkin hefði komið skjali sínu á fram- færi við ríkisstjórn Kanada í síð- asta mánuði, hefði hann leitað skýringa hjá Bandaríkjastjórn og fengið fullvissu um, að engum áætlunum um flutning kjarn- orkuvopna til Kanada yrði hrint í framkvæmd án samþykkis rík- isstjórnar landsins. Stofnun sú í Washington, sem Arkin starfar við, og þykir vinstri sinnuð og gagnrýnin á ríkjandi stjórnarstefnu, sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem segir að löndin, sem heim- ildin um flutning kjarnorku- djúpsprengna nær til, séu sjö, en ekki fjögur. Löndin þrjú, sem nefnd eru að auki, eru Azoreyj- ar, Spánn og Filippseyjar. Segir stofnunin, að áætlanir um að senda kjarnorkuvopn til íslands, Kanada og Spánar stangist á við yfirlýsta stefnu ríkisstjórna landanna um að þar skuli ekki geymd kjarnorkuvopn. The New York Times fjallar um mál þetta á ný í forsíðufrétt í gær, og segir að embættismenn í utanríkis- og varnarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna séu um þessar mundir að reyna að átta sig á því hvernig bregðast eigi við vaxandi andúð meðal banda- manna þeirra á Vesturlöndum á hvers kyns afskiptum af kjarn- orkuvopnum. Hefur blaðið eftir háttsettum embættismanni, sem ekki er nafngreindur, að Banda- ríkjastjórn muni ítreka það við ráðamenn bandalagsþjóða sinna, að þeim verði gerð grein fyrir öllum ákvörðunum um kjarn- orkuvopn, sem snerta lönd þeirra, og verði hafðir með í ráð- um um þær. GENGI GJALDMIÐLA Lát á hækkun dalsins Lundúnutn, 14. febrúar. AP. GENGI bandaríkjadals gagn- vart franska frankanum og ít- ölsku lírunni hækkaði í dag ní- unda daginn í röð, en gengi dals- ins gagnvart öðrum helstu gjald- miðlum var svipað og í gær eða lægra. Orðrómur er á kreiki um að vestur-þýski seðlabankinn kunni að grípa til einhverra ráðstafana í næstu viku til að reyna að bæta stöðu marksins gagnvart dalnum, nú þegar lát er á hækkun hans. Fyrir hvert sterlingspund fengust í lok viðskipta í dag 1,0930 bandaríkjadalir, en í gær fengust 1,0838 dalir. í lok viðskipta í Tókýó í dag fengust 262,55 yen fyrir hvern dal (í gær 262,55), en í lok viðskipta í Lundúnum fengust 260,77 yen fyrir hvern dal. Gengi bandaríkjadals gagn- vart öðrum helstu gjaldmið- lum var sem hér segir í lok viðskipta í gær: 3,2905 vestur- þýsk mörk (í gær 3,3010); 2,80075 svissneskir frankar (2,8047); 3,7295 hollensk gyll- ini (3,7360); 1,33995 kanada- dalir (1,3400). Fyrsta hjarta- igræðslan í Finnlandi Helsinki, 14. febrúar. AP. FYRSTA hjartaígræðslan í Finn- landi var framkvæmd á háskólahús- inu í Helsinki á miðvikudagskvöld- ið, að því er blaðið Helsingin San- omat skýrir frá í dag. Sjúkrahúsið vill hvorki skýra frá nafni hjartaþegans né hjarta- gjafans, en sagði að aðgerðin, sem Iauk á miðnætti, hefði tekist vel. í aðgerðinni tóku þátt 20 læknar og hjúkrunarkonur undir forystu dr. Severi Mattila læknis. Talið er að þörf sé fyrir 5—10 hjartaígræðslur árlega í Finn- landi. HVERFAFUNDIR BORGARST JÓRA1985 Hvað hefur áunnist? Hvert stefnum við? DAVÍÐ ODDSSON BORGARSTJÓRI FLYTUR RÆÐU OG SVARAR FYRIRSPURNUM FUNDARGESTA. 1.FUNDUR Langholtshverfi — Laugarneshverfi Laugardaginn 16. febrúar kl. 14.30 í Veitingahúsinu Glæsibæ. Fundarstjóri: Gunnlaugur G. Snædal háskólanemi. Fundarritari: Erla Wigelund kaupmaöur. Á fundinum verða sýnd líkön, litskyggnur og skipulagsupp- drættir. REYKVÍKINGAR! FJÖLMENNIÐ Á HVERFAFIJNDI BORGARSTJÓRA. KOMIÐ SJÓNARMIÐUM YKKAR Á FRAMFÆRI OG KYNNIST UMHVERFI YKKAR BETUR. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.