Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 Páll Hersteinsson Páll Hersteins- son lífeðlis- fræðingur, ráð- inn veiðistjóri Landbúnaðarráðherra hefur veitt Páli Hersteinssyni liTeðlisfræðingi, embætti veiðistjóra, frá 1. apríl nk. Embættið var auglýst fyrr í vetur eft- ir fráfall Sveins Einarssonar fyrrver- andi veiðistjóra. Páll er 33 ára að aldri, fæddur 22. mars 1951. Hann lauk prófi í lífeðlisfræði við háskólann í Dundee í Englandi árið 1975 og framhaldsnámi í taugalífeðlis- fræði frá Cambridge 1977. Hann stundaði síðan rannsóknir á lifn- aðarháttum íslenska refsins og varði doktorsritgerð um þær við Oxford-háskóla á síðasta ári. Páll er kvæntur Ástríði Páls- dóttur líffræðingi og eiga þau tvo syni. 1.300 kr. fyrir tófuskottið Landbúnaðarráðuneytið hefur auglýst verðlaun fyrir unna refi og minka frá 1. janúar 1985. Oddvitar sjá um greiðslu verðlaunanna. Fyrir refi unna úr skothúsi eftir fyrirmælum veiðistjóra eru greiddar 1.300 kr., fyrir refi (hlaupadýr) á að greiða 410 kr., fyrir fullorðin grendýr 290 kr., fyrir yrðlinga 125 kr. og fyrir full- orðna minka og hvolpa 320 krónur. James Dean er ekki hér Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: í fullu fjöri — Reck- less '/i Leikstjóri: James Foley. Hand- rit: ('hris ('olumbus. Kvik- myndataka: Michael Ballhaus, A.S.('. Aðalhlutverk: Aidan Quinn, Daryl Hannah, Kenneth MacMillan, Cliff De Young. Frumsýnd í febrúar 1984. Bandarísk frá MGM/UA. Sýn- ingartími nálægt V/i klst. í fullu fjöri er ein af mörgum myndum um hinn uppreisn- argjarna, unga, reiða mann, sem sökum þjóðfélagsstöðu sinnar er lágt skrifaður í sam- félaginu þrátt fyrir ýmsa ágæta burði. Týpa sem James Dean gerði kannski ódauðlega. Allar götur síðan hefur ver- ið leitað með logandi ljósi aðf einhverjum sem gæti fyllt hans skarð, en án árangurs. Því hafa flestar yngri mynd- anna um hinn unga uppreisn- armann farið fyrir ofan garð og neðan í flestum skilningi. Arftakinn er ekki fundinn enn. í fullu fjöri er lítið annað en ómerkileg eftiröpun formúl- unnar. Aidan Quinn er ekki ólíkur gömlu stjörnunni í fjar- lægð og þar endar það sem þeir eiga sameiginlegt. Sögu- þráðurinn er gamalkunnur. Ungi töffarinn í bekknum, sem ekkert á utan mótorhjólið sitt, er hornreka skólasystkinanna, sem flest eru vel á sig komin. Vinnur þó hjarta aðalglanspí- unnar með aðstoð hjólsins og töffheitanna. Eftir formúlunni er pabbi hans einskis nýtur drykkjusvoli en pían af aðlin- um. Þetta er mynd sem ekkert skilur eftir sig nema eftirsjá eftir gamla, góða James Dean, sem flestir hinna ungu kvik- myndahúsgesta þekkja ekki nema af plakötum. Daryl Hannah er glæsileg og upp- rennandi leikkona sem örugg- lega vill gleyma þessu hlut- verki álíka fljótt og undir- ritaður myndinni. Frá vinstri: Tore Melgard aðstoðarframkvæmdastjóri Storebrand-Norden, Ingi R. Helgason forstjóri Bt Líftrygg- ingar, Jostein Sörvoll tryggingarstærðfræðingur og Stefán Reykjalín formaður stjórnar BI Líftryggingar. BÍ Líftrygging: Söfnunarlí ftrygging sameinar iíftrygging- arkaup og sparnað B í LÍFTRYGGING, nýtt félag sem Brunabótafélag íslands hef- ur stofnað, mun hefja starfsemi sína í dag.Ingi R. Helgason for- stjóri sagði á blaðamannafundi, þar sem hið nýja félag var kynnt, að samkvæmt almennum lögum um vátryggingastarfsemi og eftirlit með henni (50/1978) verði líftryggingar ekki reknar með öðrum vátryggingum í einu félagi. Þetta hafði það í för með sér, að Brunabótafélagið gat ekki innan sinna vébanda með öðrum vátryggingagreinum ha- LacSTJÓB: DREW DENBAUM • HMMLBBM0: JAK08 MAGNUSS0N KVKUYNDATAKA DAVS BfflOGES • EHFVH6LA. SKURJÓN SKiHVATSSON TÚNJST: PAT UETHEMV, UNC0LN HAY0RGA ■ HUdft BJÖRN EMLSS0N n« MWMossBm-iik sununiiiosTjNeswouiuiAúaHiuani ■MK PATTT M.TBAUK VUCBG íflAOÓTTW • LBM MMCT HCXBABKT. EDOA SVBWB00TTP HOU Frumsýning: Íslensk-bandaríska kvikmyndin Nikkel- fjalliö Aöalhlutverk: Patrick Cassidy, Michael Cole, Heather Langenkamp. Viö myndina störfuöu m.a. Sigurjón Sighvatsson, Jakob Magnússon, Ragna Fossberg, Björn Em- ilsson, Guömundur Kristjánsson, Ólafur Rögnvaldsson, Edda sverrisdóttir, Vilborg Aradóttir o.fl. Leikstjóri: Drew Denbaum. Getur ung stúlka í tygjum viö miöaldra mann staðist fyrrverandi unnusta sinn, sem birtist án þess aö gera boð á undan sér? Tónlist eftir Pat Metheny og Lincoln Mayorga. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. fið rekstur líftrygginga og þess vegna hafi það orðið að stofna sérstakt líftryggingafélag. Þetta nýja líftryggingafélag er gagnkvæmt vátryggingafélag eins og Brunabótafélagið. I stjórn þess eru Stefán Reykjalín, formaður, Friðjón Þórðarson, varaformaður og Guðmundur Oddsson, ritari. í varastjórn eru Björgvin Bjarnas- on, Andrés Valdimarsson og Jónas Hallgrimsson. Forstjóri félagsins er Ingi R. Helgason og aðstoðarf- orstjórar Hilmar Pálsson og Þórð- ur H. Jónsson. Löggiltur endur- skoðandi er Ólafur Nilsson og tryggingarstærðfræðingur er Morten Harbitz og fulltrúi Þór- anna Gröndal. B f Líftrygging hefur gert endurtryggingarsamningur við Storebrand - Norden Re til 20 ára með venjulegum uppsagnarákv- æðum. Storebrand í Noregi hefur verið aðalendurtryggjandi Brun- • abótafélagsins allt frá því að það hóf starfsemi sína árið 1917. Tore Melgárd hefur, sl. 30 ár, verið að- alburðarás þessara samskipta. Hann hefur verið sæmdur riddar- akrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Tore Melgárd var áður yfirmaður endurtryggingardeildarinnar, en er nú aðstoðarframkvæmdastjóri Storebrand-Norden. B í Líftrygging býður upp á margs konar líftryggingu.Verð- tryggð líftrygging er t.d. fyrir þá sem hafa í huga fjárhagslega af- komu fjölskyldunnar til lengri tíma og ákvarðast iðgjaldið af al- dri, kyni, tryggingarupphæð og lengd tryggingartima og fylgir vísitölu á sama hátt og trygg- ingarupphæðin. Við lát trygg- ingartaka greiðist tryggingar- upphæðin út í einu lagi. Söfnunarlíftrygging er einnig verðtryggð líftrygging sem með söfnun sameingar líftryggingar- kaup og sparnað. Söfnunarfé myndast á þann hátt að ákveðnum hluta iðgjaldsins er safnað f sjóð til ávöxtunar. Sjóðurinn er verð- tryggður og kemur hann til út- borgunar í lok tryggingartímab- ilsins, sé hinn vátryggði á lífi. Tímabundin líftrygging er tekin til árs í senn, en hægt er að fram- lengja trygginguna í allt að tíu ár án nýrrar yfirlýsingar um heilsu- far. Iðgjald ákvarðast af aldri, kyni og tryggingarupphæð og greiðist tryggingarupphæðin út í einu lagi við lát tryggingartaka. Sameiginleg líftrygging er hugsuð fyrir hjón, tvo einstakl- inga eða fleiri sem bera fjárhagsl- ega ábyrgð sameiginlega. Iðjgjöld ákvarðast á svipaðan hátt og í Verðtryggðri/Tímabundinni líftr- yggingu. Látist annar aðilinn á tryggingartímabilinu er trygg- ingarupphæðin greidd út í einu lagi. Einnig er boðið upp á Hóp líftr- yggingu fyrir starfshópa eða félög einstaklinga (minnst 10). Þessi trygging veitir grundvallarvernd og reiknast iðgjaldið út fyrir allan hópinn og er mun lægra en ein- staklingstrygging. Litlar líkur á frystingu loðnuhrogna LITLAR líkur eru nú á því, að takist að selja Japönum umtalsvert magn af frystum loðnuhrognum. í Japan eru nú til brigðir af loðnuhrognum, sem duga til ársneyzlu og þeir því tregir til kaupa. Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, for- stjóri SH, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að á síðasta ári hefðu framleiðendur í Noregi framleitt mun meira en Japans- markaðurinn hefði með góðu móti getað tekið við. AIls hefði fram- leiðslan í fyrra numið tvöfaldri ársneyzlu í Japan. Því yrði að takmarka framleiðslu þessarar vertíðar verulega og einnig að lækka verð, ætti að takast að selja Japönum eitthvert magn. Fram- leiðslugeta hér og í Noregi væri margföld á við þörfina í Japan og auk þess væri verulegur ágrein- ingur um það meðal Norðmanna sjálfra, hvernig standa ætti að þessum málum. Því hefðu engir sölusamningar enn verið gerðir enda ekki við því, að búast að Jap- anir ákvæðu kaup fyrr en íslend- ingar og Norðmenn kæmu sér saman um verð og magn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.