Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 Minning: Óskar Vilhelm Guðmundsson Fæddur 16. desember 1956 Dáinn 7. febrúar 1985 Með fáeinum orðum langar mig að kveðja ágætan vin minn, Óskar Vilhelm Guðmundsson, sem lést af slysförum nýlega. Fyrir stuttu kom Óskar í heim- sókn til mín ásamt litla stráknum sínum, honum Birgi Vilhelm. Hann kom glaður og hress eins og hann var vanur að vera. óskar lagði alltaf mikið upp úr góðri vin- áttu og mikilvægi hennar. Hann var traustur vinur. Það var því engin tilviljun að hann talaði um mikilvægi vináttunnar þegar hann kom í heimsókn til mín. Það var fagurt sunnudagsveður þegar þeir feðgar kvöddu og héldu saman niður að tjörn til að skoða fuglana þar. Þetta var ánægjuleg heim- sókn sem ég minnist með hlýju. óskar ræddi við mig um framtíð- aráætlanir sínar, sem hann leit mjög björtum augum, en örlögin hafa nú knúið dyra á mjög sorg- legan og skyndilegan hátt. Allt i einu er Óskar kvaddur burt úr þessu jarðneska lífi. Fyrir tæpum 14 árum kynntist ég öskari fyrst, en þá vorum við báðir við nám í Ármúlaskóla. Bjartsýni og glaðværð var það fyrsta sem ég tók eftir í fari hans, og ótrúlegum dugnaði til allra starfa. Mörg sumur hafði óskar verið í sveit og unnið erfið bústörf. Ég heyrði strax á óskari að hann heillaðist af sveitalífinu, enda hvatti hann foreldra sína mikið til þess að rífa sig upp frá borgarlíf- inu og setjast að uppi í sveit. Hvatningarorð óskars höfðu til- ætluð áhrif. Raunin varð sú að foreldrar hans og öll fjölskylda fluttust frá Reykjavík og upp í sveit og hófu búskap á bænum Tungu í Gaulverjabæjarhreppi. Þrátt fyrir ungan aldur var óskar orðinn þaulvanur öllum sveita- störfum, hann kunni réttu tökin á dýrunum og öllu sem að þeim sneri. Tókst honum með dugnaði að drífa upp búskapinn i Tungu, og varð þannig foreldrum sínum ómetanleg hjálp fyrstu árin í sveitinni. Fannst mér þetta lýsa Óskari vel. Þannig minnist ég hans og alls þess sem við gerðum saman á liðnum árum. Við Óskar ferðuðumst töluvert um landið, og komum jafnan við á heimabæ hans, Tungu, þar sem ég kynntist fjölskyldu hans og lífinu upp til sveita. Auk þess að fara saman um landið tókumst við á hendur stærri ferðalög. Förum við í tvær skemmtilegar ferðir til Spánar. Þar gengum við um á sól- arströndum en á sama tíma var hávetur hér heima á íslandi. Átt- um við þar ánægjulegar stundir í góðra vina hópi. Seinna ferðuð- umst við einnig saman til Frakk- lands, ásamt ágætum vini okkar. Þannig get ég haldið áfram að segja frá ýmsu sem á daga okkar dreif, en ég nem hér staðar. Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróðrarstöð við Hagkaup, simi 82895. Óskar settist að hér í Reykjavík og stofnaði heimili með eiginkonu sinni, Önnu Kjartansdóttur, á Reykjavíkurvegi 27. Það var alltaf ánægjulegt að koma í heimsókn til þeirra hjóna. Á heimili þeirra var jákvætt og hlýlegt andrúmsloft. Þangað var maður alltaf velkom- inn. Fyrir nákvæmlega einu ári fór- úm við Óskar saman í minningar- athöfn til að kveðja ágætan vin okkar sem dó á skyndilegan hátt. Nú aðeins ári seinna hafa sorgleg örlög hrifsað óskar til sín fyrir- varalaust. Manni verður ljóst að lengd hinnar jarðnesku vistar veit enginn fyrir. Minningin um Óskar lifir í hjörtum þeirra sem þekktu hann, hans nánustu aðstandenda og fjölmörgu vina sem hann eign- aðist alls staðar. Eftir margra ára vináttu okkar óskars hef ég kynnst nánustu að- 'standendum hans nokkuð vel. Eig- inkonu hans, Önnu Karlsdóttur, og börnum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur, svo og for- eldrum hans og systkinum. Bið ég þeim öllum blessunar Guðs. Björgvin Björgvinsson f dag verður til moldar borinn Óskar Vilhelm Guðmundsson frá Tungu. Allt of skamma stund fengum við að njóta samvistanna við þennan ágæta dreng. Sviplegt slys bindur enda á líf ungs manns sem var að hefja sitt ævistarf. óskar heitinn var fæddur 16. desember 1956, elstur sex barna hjónanna Guðmundar Eggerts- sonar og Idu Eggertsson, Tungu, Gaulverjabæjarhreppi. Hann var hávaxinn og gjörvi- legur, karlmenni að burðum og hraustmenni til allra verka. í brjósti hans sló falslaust hjarta og bjarta drengjabrosið hans lífgaði jafnan umhverfið því Óskar var glaðlýndur að eðlisfari og hafði þann þokka í dagfari til að bera að það var ómögulegt að vera niður- dreginn í návist hans. Lifandi áhugi hans á lífi og starfi um- hverfisins smitaði út frá sér og hafði jákvæð áhrif á samferða- mennina. Slíkir menn sjást ekki hvarvetna og þvl er nú stórt skarð höggvið í hóp valmenna en fjöl- skylda hans hefur misst styrkan stofn scm erfitt er að sætta sig við að ekki blómgist lengur. Við Óskar heitinn vorum fjór- menningar að frændsemi og því var það að þegar hann hleypti heimdraganum úr föðurhúsum um tvítugsaldur, réðst svo að hann gerðist heimilismaður hjá mér um vetrartíma er hann vann við bygg- ingarvinnu í Reykjavík. Hófust þá kynni okkar og bar þar aldrei skugga á. Sannarlega var ekki erf- itt að lynda við óskar því hann var geðprúður svo af bar og lagði engum illt til enda átti hann hvarvetna vinum að mæta. Óskar staðfestist í höfuðborg- inni og stundaði lengst af þunga- vélavinnu. Honum var mjög sýnt um dugnað og vinnusemi, hann hélt vel á sínu og gerðist húseig- andi ungur að árum. Hann stað- festi ráð sitt árið 1981 og kvæntist Önnu Jörgínu Kjartansdóttur, ungri stúlku frá Reyðarfirði. Þeim varð tveggja sona auðið sem eru: Birgir Vilhelm tveggja ára og Auðbergur Þór á fyrsta ári. Hér var hamingja með í för og lífið virtist brosa við þessum samhentu hjónum. Nýlega bar fundum okkar Óskars saman á Selfossi og þá tjáði hann mér að hann hefði í hyRRju að breyta til og setjast þar að og stunda nýja atvinnu. Svo átti ekki að fara. Skömmu síðar barst sú harmafregn að óskar hefði látist í sviplegu slysi á vinnustað sínum. Dauðann umflýr enginn, en hart er aðgöngu að sjá á bak þessum góða dreng sem framar mörgum auðgaði umhverfi sitt með góðvild sinni og einlægni. Þessi kveðjuorð til Óskars heit- ins frænda míns eru ekki hugsuð sem frásögn af ævi hans allri, heldur þökk fyrir að hafa fengið að kynnast honum og ætíð er ég heyri góðs manns getið mun ég minnast hans. Orð duga skammt þegar svo stórt er höggvið en foreldrum hans, systkinum og konu hans og börnunum ungu votta ég mína dýpstu samúð. Jón M. ívarsson Hvílíkur harmur er upp kveð- inn. Óskar í Tungu er dáinn. Ég varð sannarlega harmi sleginn er ég heyrði þessa fregn. Dauðaslysin eru að því leyti ólík sumum sjúk- dómum að þau gera aldrei boð á undan sér. Maður í blóma lífs síns. Því verður fregnin sár og óskilj- anleg er hún skyndilega berst. Mig langar með þessum fátæklegu lín- um að minnast míns félaga og fyrrverandi nágranna. Það blésu ferskir vindar hjá okkur peyjunum hér í sveitinni þegar ný fjölskylda fluttist að Tungu úr Reykjavík fyrir 13 árum. Ekki spillti að í henni voru fjórir frískir strákar á okkar reki. Tungubræður, forverar þeirra, eru nokkuð eldri en mín kynslóð og voru fluttir að heiman um þetta leyti. Það lifnaði yfir íþróttaæf- ingunum og skólanum. Ekki spillti fyrir að þeir höfðu allir æft fót- bolta og léku okkur sundur og saman strax á fyrstu æfingu. Óskar var þeirra elstur og vakti strax athygli okkar og aðdáun. Ekki aðeins fyrir hæfni hans í íþróttum, það var alveg sama hvað greinin hét. Líkamlegt atgervi, fas og hressleiki. Allt var þetta ein- stakt. óskar var stór eftir aldri og snemmþroska. Mér er minnisstætt er við lékum eitt sinn knattspyrnu við vini okkar hér í næstu sveit. Aldursmark var sextán ár. And- stæðingar okkar sögðu þetta vera leik fyrir okkur strákana, ekki fullorðna menn. Okkur hafði grunað þetta og báðum því óskar að hafa nafnskírteini með sér. Þar með var þátttökuréttur hans sannaður fyrir jafnöldrunum. En íþróttaferill óskars varð ekki langur. Kraftur hans og elja nýttust í atvinnulífinu, ekki íþróttum. Bræður hans hafa náð umtalsverðum árangri. Pétur er t.d. einn af fremstu kúluvörpurum frá upphafi hérlendis. Mér segir svo hugur að Óskar hefði jafnvel getað orðið þeirra fremstur. Sama hvaða íþrótt hann hefði lagt stund á. Til þess hafði hann allt, ríkan metnað og stæltan líkama. Óskar var fríður maður, ljós yfirlitum og kvikur í hreyfingum. Þráðbeinn í baki og göngulagið fjaðrandi. Látnir menn eru oft hafnir upp til skýjanna. Þess þarf ekki með Óskar, hann vakti athygli hvar sem var fyrir útlit sitt og fas í lifanda lífi. Bros hans lýsti upp hvaða samræður eða samkundu sem var. Óskar hafði gaman af hinum fjölbreyttu sveitastörfum og sagði hann mér eitt sinn í góðu tómi, að til þess hefði hugur sinn kannski staðið hvað mest. óskar byrjaði í iðnskóla og gekk vel. En hann sagðist hreinlega ekki hafa haft tíma til að sitja á skólabekk. Hann var aflamaður og fór snemma að heiman. Leiðin lá síðar aftur til Reykjavíkur, ekki vegna þess að hann saknaði hennar kannski sér- staklega. En þar eru greidd bestu launin. Hann vann fyrst við bygg- ingavinnu en gerðist síðar véla- maður hjá verktökum. Mörg fleiri störf greip óskar inn í á stuttri ævi, bæði inni á hálendi sem í byggð. Honum féll aldrei verk úr hendi. Ég veit að allir hans at- vinnurekendur bera að hann var starfskraftur er átti fáa sína líka. Kannski teljast störf hans ekki „fín“ í virðingarstiganum. Um tvítugt átti Óskar samt orðið fast- eign í Reykjavík. Húseign í miðri Reykjavík með ríflegri lóð. Það hefur sennilega tekið margan há- skólaborgarann tvöfalt lengri tima eða lengur að öðlast þess konar veraldleg gæði. Mér er minnisstætt sumarið 1976 er ég dvaldist ásamt félögum mínum í æfingabúðum í Dan- mörku á vegum HSK. Að lokinni þriggja vikna dvöl var haldið til Esbjerg á geysi stórt landsmót er hópurinn keppti á. Eitt kvöldið er- um við félagarnir á leið heim af leikvanginum og sjáum þá kunn- uglegan bláan jeppa. Það datt hreinlega af okkur andlitið þó við vissum reyndar af ferðum þessa ökutækis. Þarna var óskar mætt- ur á eigin bíl. Hann var ásamt vinum sínum tveim á ferð um Evr- ópu. Minntist óskar oft á við mig hve gaman var að hitta okkur, meira fyrir tilviljun en hitt á miðju þeirra ferðalagi. Undir það tók ég ásamt hinum og áttum við þarna ógleymanlega kvöldstund. Endurminningin merlar æ í mána silfri hvað sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar... Gr. Thomsen Hér átti aldrei að verða ítarleg lýsing á ævi félaga mins. Mörgu er sleppt. Hann var maður hreinskil- inn og átti marga vini en enga óvini. Kannski átti hann öfund- armenn enda maður lánsamur í lifanda lífi. Ef óskar hreykti sér hafði hann alltaf efni á því. En er ekki öfund og aðdáun nokkurn veginn það sama? Það var gaman að heimsækja óskar og önnu, konu hans, þau voru saman einlæg og samhent, manni var tekið sem þjóðhöfð- ingja í þeirra húsum. Ég er ekki maður auglegur við heimsóknir. Ekki hitti ég Óskar svo hann byði mér ekki í „almennilega" heim- sókn, líkt og hann kallaði það. Sú heimsókn verður að bíða. Ég sendi önnu, börnum og vin- um okkar í Tungu innilegar sam- úðarkveðjur. Valdimar, Gaulverjabæ Mín fyrstu kynni af Óskari voru af ljúfum dreng í vöggu sem með blíðu brosi hjalaði við tær og fing- ur. Segja má að þau 28 ár sem Óskar fékk að vera með okkur hafi hann ávallt varðveitt og ræktað drenginn í sjálfum sér. Móður sinni var hann stoð og stytta strax i æsku í fjarveru föður síns á sjón- um og síðar þeim báðum er þau fluttu frá Reykjavík að Tungu í Gaulverjabæjarhreppi. Bræðrum sínum reyndist óskar ráðagóður enda leituðu þeir jafnan til hans. Hugþekkur, hjálpfús og starf- samur var óskar ætíð. Þessir mannkostir komu sér vel þegar hann bjó sér og fjölskyldu sinni failegt heimili þar sem jafnan ríkti hamingja og eining. Ég vil með þessum fáu orðum þakka óskari frænda mínum sam- fylgdina, votta Önnu konu hans, sonunum ungu, foreldrum og öðr- um ástvinum mína innilegustu hluttekningu. Þorbjörg Það var sumarið 1976 sem ég fyrst hitti Óskar. Samskipti hans við einn bræðra minna leiddu til þess að hann tók mig tali. Það sem greindi hann frá mörgum mannin- um, sem ég hafði kynnst, var hversu opinn hann var, strax við fyrstu kynni, eins og hann hefði þekkt mig lengi. Það voru alltaf jákvæð umræðuefni í gangi þegar ég hitti hann, sama hvar var. Ekki virtist heldur neitt standa í vegi fyrir honum, sama hvað hann ætl- aði að taka sér fyrir hendur. Oft velti ég þessu fyrir mér, hvað hann gat tekið öllu vel. En þannig var hann og þannig minnist ég hans. Ekki er langt um liðið síðan Óskar kom í heimsókn til mín á Hringbrautina. Hann hafði gam- an af að segja mér frá því sem framundam væri, bæði í atvinnu- og húsnæðismálum hans. Ég var heillaður af tali hans um væntan- legar byggingaframkvæmdir. Það var sami tónninn og ávallt fylgdi honum og ekkert virtist í vegi standa. Það var þann 8. þessa mánaðar sem mér voru flutt þau tíðindi að þessi góðkunningi bróð- ur míns hefði látist daginn áður af slysförum. Mig setti hljóðan. Þessi lífsglaði drengur, sem talaði alltaf um björtu hliðar lífsins, var skyndilega horfinn. Hans nánustu ættingjum, konu hans og börnum votta ég dýpstu samúð. Megi lífsgleði hans verða hvatn- ing öllum sem hana skortir og lifa sterkt í minningunni um hann. Þórir Björgvinsson í dag kveðjum við í hinsta sinn vin og vinnufélaga, óskar Guð- mundsson. óskar hafði unnið rúm 5 ár hjá verktakafyrirtækinu Völ- ur hf. sem stjórnandi vinnuvéla. Hann var áhugasamur og dugleg- ur starfsmaður og hafði náð góð- um tökum á starfinu. Óskar átti létta lund og lagði jafnan orð í belg í umræður manna á milli. Mörg voru áhuga- málin sem heilluðu hug hans. Hvers vegna er svo ungur og hraustur maður, fullur Hfsvilja og atorku í blóma lífsins kallaður burt á svo óvæntan og sviplegan hátt? Það verður fátt um svör. Minningin um hann getur aldrei orðið að kulnuðum glæðum, held- ur ljósberi, sem heldur hátt á lofti kyndli minninganna. Leiðir skilja að sinni. Móðir jörð hefur búið honum hinstu hvílu í skauti sínu. Önnu vottum við okkar dýpstu samúð, svo og litlu drengjunum þeirra, foreldrum, systkinum og öðrum ættingjum og vinum. Við biðjum algóðan Guð að veita þeim huggun og þrek í þungri raun. Hafi óskar þökk fyrir liðnu ár- in. „Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, en lofaðu engan dag fyrir sólarlagsstund. Svo örstutt er bil milli blíðu og éls og brugðist getur lónið frá morgni til kvelds." Guð blessi minningu hans. Samstarfsmenn Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.