Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 45
MORCUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRCAR 1985 45 Ráðstefna Líffræðingafélags íslands: Fiskeldi og nýt- ing fiskistofna í ám og vötnum Á LAUCAKDAG og sunnudag gengst Líffræðifélag Islands fyrir ráðstefnu á Hótel Hofi undir heitinu Fiskeldi og nýting fiskistofna í ám og vötnum. „Fiskeldi og fiskirækt hafa verið ofarlega á baugi á undan- (ornum árum, og nú bendir margt til þess að íslendingar hyggist verja verulegum fjármunum í matfiskeldi. í þessu sambandi má benda á áform um nýtingu háhita á Reykjanesi og tilraunir með hafbeit," sögöu lllfar Antonsson og Sigurður Snorrason, skipuleggjendur ráðstefnunnar í samtali við Mbl. Sögðu þeir að tilgangur ráð- stefnunnar væri að vekja athygli líffræðinga á möguleikum fiskeld- is og hvetja þá til virkari þátttöku í uppbyggingu þess. Vonast væri til að ráðstefnan verði til þess að auka þátt innlendrar þekkingar í þróun fiskeldis og lagður grunnur að aukinni samvinnu liffræðinga og þeirra sem hug hafa á fram- kvæmdum. Ráðstefnan hefst klukkan 9 báða dagana. Á laugardagsmorg- uninn verður fjallað um fiskirækt en síöan aðallega fjallað um fisk- eldi. Á laugardag verða eftirfar- andi framsögumenn: Jón Krist- jánsson ræðir um nýtingu stöðu- vatna, Tumi Tómasson um rann- sóknir á íslenskum laxveiðiám, Gísli Már Gíslason um fram- leiðslu fæðudýra fisks í Laxá í S-Þing., Árni ísaksson um göngu- seiðaeldi og hafbeit, Júlíus Birgir Kristinsson um lífeðlisfræði sjó- göngubúnings, Sigurður St. Helgason um stríðeldi á laxi, Stef- án Aðalsteinsson um val á stofn- um og kynbætur á laxi og Össur Skarphéðinsson um stjórnun kyn- þroska í fiskeldi. Á eftir verður vinna í starfshópum. Á sunnudag verða eftirtalin er- indi: Sigurður Helgason ræðir um smitsjúkdóma í eldisfræði og sjúkdómavarnir, Gunnar St. Jónsson um eitrunarhættu af völdum sjávarsvifþörunga, Sveinn Jónsson um fóður laxfiska, Hrafnkell Eiríksson um eldi sjáv- arlífvera, Guðmundur Björnsson um hagnýtingu jarðvarma til fisk- eldis og Ulfar Antonsson um stöðu og hugsanlega þróun matfiskeldis á Íslandi. Að lokum verða umræð- ur, starfshópar kynna niðurstöður sínar, almennar umræður og ályktanir. MorKunblaðið/EBB Úlfar Antonsson og Sigurður Snorrason, skipuleggjendur ráðstefnu Líffræðifé- lagsins um fiskeldi og fiskrækt. Aðalfundur Katta- vinafélagsins Kattavinafélagið stendur nú í ströngu, en eins og kunnugt er, hyggst félagið koma upp gistiheimili fyrir ketti, sem áætlað er að geti hýst 108 dýr til að byrja með. I»ar verður einnig aðstaða fyrir dýralækni, hús- varðaríbúð með meiru og er þetta fyrsta hús sinnar tegundar á íslandi. Félagar í kattavinafélaginu eru nú 800. Formaður félagsins er Svanlaug Löve og tjáði hún Mbl. að byggingu hússins miðaði vel og væri það nú tilbúið undir plötu. Aðalfundur kattavinafélagsins verður haldinn að Hallveigarstöð- um, sunnudaginn 17. febrúar, kl. 14.00. Eru félagsmenn beðnir að fjölmenna, enda miklar fram- kvæmdir til umræðu. Ólafsvík: Góð veiði á línu og í net ÓUfnvíl, 14. febniar. GÓÐUR afli hefur verið undanfarna daga hjá bátum sem róa með línu eða net. Hafa netabátar fengið 6 til 13 tonn eftir nóttina og línubátar 6 til 10 tonn. Ekki mun þó vera um göngufisk að ræða, heldur fisk sem hefur verið á slóðinni og er töluvert um ýsu í aflanum. Mikil vinna er við fiskinn. Inflúensa hefur líka tafið menn nokkuð frá vinnu. Það sem af er árinu hefur ekki sést hér snjór, nema skaflar til fjalla. Hefir því ekki þurft að bera niður skóflu. Á síðasta ári nam snjómoksturs- kostnaður ólafsvíkurbæjar einni og hálfri milljón króna. Meira er þó um vert, að blíðviðrin í ár hafa verið slík, að hlýtur að teljast með eindæmum. Helgi Leiðrétting í BLAÐINU á sunnudaginn var birtist mynd af nokkrum krökkum í Vík í Mýrdal, sem efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir hjálpar- starf kirkjunnar. Nafn misritaðist í myndatexta: Steinar Orri Sig- urðsson átti þar að standa, ekki Steinar Örn. Því er við að bæta að hann og félagar hans söfnuðu 1.340 krónum, ekki 340 eins og stóð í textanum með myndinni. FRUMSYNING Laugardagskvöld Grínarar hringsviðsins tóku spaugið með trompi í fyrra og slógu í gegn um allt sem fyrir varð. En nú er komið að söguspaugi ’85 - léttgeggjaðri og hættulega fyndinni stórsýningu þeirra félaga Ladda, Jörundar, Pálma og Amar. Þeir hafa aldrei verið betri - enda með ósvikið stólpagrín í hverju pokahomi. Mætið - sjáið - hlæið - hlæið - og hlæið. Leikstjóri: Gísli Rúnar Jónsson. Lýsing og hljóðstjóm: Gísli Svelnn Loftsson. Kabaretthljómsveit Magnúsar Kjartanssonar annast undirleik. Sérstakur Kabarettmatseðill í tilefni sýningarinnar: Glæsileg þríréttuð máltíð + Söguspaug og dansleikur með Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar fyrir aðeins kr. 1.100. Eftir kl. 23.30 - þegar Söguspaugi er lokið - kostar I inn í húsið. Borðapantanir í sima 20221 eftir kl. 16.00. GILDIHF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.