Morgunblaðið - 15.02.1985, Síða 33

Morgunblaðið - 15.02.1985, Síða 33
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 33 Þórunn Einars- dóttir frá Stóru- Vatnsleysu - Minning Fædd 1. júlí 1892 Dáin 9. febrúar 1985 Dagurinn í dag er öðruvísi en aðrir. Hún amma er jörðuð í dag. Með henni fer kona sem átti lang- an æviferil að baki, hún andaðist á 93. aldursári. Þórunn fæddist að Brandshúsum í Gaulverjabæj- arhreppi í Flóa 1. júlí 1892. Ólst hún því upp á þeim árum, sem fólk gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín en ekki til annarra. Mætti margur nú til dags læra ýmislegt af því fólki, sem nú er að kveðja. Var það hennar siður alla ævi að láta ekki hafa fyrir sér að óþörfu. Þórunn giftist manni sínum, Þórði Kr. Jónassyni, 21. maí 1921 og eignuðust þau 8 börn. Eru 7 þeirra á lífi, en ein dóttir lést af slysförum. Þau hjón Þórunn og Þórður bjuggu lengst af á Stóru- Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd. Var oft annasamt á þessu stóra heimili. Dagsverkin voru löng. Unnið var hörðum höndum myrkra á milli eins og allir þekkja, sem muna þessa tíma. En þegar litið er til baka og hugurinn reikar til þeirra ára, er afi og amma bjuggu á Stóru- Vatnsleysu, þá er myndin, sem ég sem barn fékk af ömmu minni, ekki mynd af örþreyttri konu, sem stendur á kafi í mjöltum, bakstri, heyvinnu og matargerð. Nei, myndin er önnur. Hún er af konu, sem ann bókmenntum, listum og öllu því sem fagurt er. í huganum er mynd af konu, sem skynjar litadýrð og fegurð náttúrunnar, allt frá hinni smæstu jurt til hinna fjarlægu stjarna. Ekki ber að skilja þetta svo að hún Þórunn á Vatnsleysu hafi setið auðum höndum. öðru nær. Hún var sívinnandi bæði úti og inni. En ég minnist þess að yfir eldavélinni, við uppþvottinn, eða hvenær sem færi gafst, var farið með kvæði, sagðar sögur og annað þess háttar. Eftir á að hyggja þá hafa þetta verið hálfgerðir bók- menntatímar. En hún hefði ekki þurft að fara eingöngu með kveðskap annarra, því hún sjálf var prýðilega hag- mælt, en það fór hún mjög dult með. Okkur krökkunum fannst gam- an þegar amma og manna fóru með okkur á berjamó. Þá var gjarna farið í svokallaðar Tófur, sem eru í hrauninu rétt hjá Vatnsleysu. í þeim ferðum var gert meira en að tína ber. Það voru skoðaðar jurtir og lyng. Okkur var sagt hvað þessi eða hin tegundin héti og athygli okkar vakin á einkennum þeirra og feg- urð. Fjallagrasið og mosinn voru heillandi rannsóknarefni eða þá hraunið sjálft og steinarnir, lögun þeirra og litur. Þegar amma var orðin fullorðin varð hún fyrir því óláni að lær- brotna. Eftir það gekk hún aldrei heil til skógar. En andlega þrekið og krafturinn var sá sami. Hún gafst ekki upp. Það var tekið til við að sauma. Dagurinn var aldrei nógu langur. Nú vannst tími til að sinna þeim hugðarefnum, sem áð- ur hafði ekki gefist tóm til. Komu þar vel fram hinir listrænu hæfi- leikar hennar og hversu næmt auga hún hafði fyrir litum. Eru þau ófá listaverkin, sem hún hefur saumað og prýða nú heimili barna hennar, barnabarna og jafnvel barnabarnabarna. Væri það efni í góða sýningu ef allt væri komið á einn stað. Hún var gjafmild með afbrigð- um. Það var ekki til sá hlutur í hennar eigu sem hún vildi ekki gefa, ef hún hélt að einhver gæti haft af honum not eða gleði. Amma var greind kona, og hún var trúuð kona og hugsaði mikið um trúmál. Hún trúði á Guð, hinn mikla smið veraldar. Eftir að hún lærbrotnaði, dvald- ist hún mörg ár á heimili foreldra minna að Ásgarði í Vogum. Telj- um við okkur öll ríkari vegna þeirrar dvalar og þökkum henni allar samverustundirnar. Veit ég að foreldrar mínir lögðu sig fram um að reynast henni sem best þau ár, sem hún átti heimili hjá þeim. En þegar kraftarnir voru að þrotum komnir naut hún góðrar hjúkrunar Guðríðar dóttur sinnar á heimili hennar að Hlíðarenda, þar til hún fór á Sjúkrahúsið í Keflavík, þar sem hún lést sl. laugardag. Við systurnar allar minnumst hennar með hlýhug og þökk. Dúdda + Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö fráfall GESTS JÓNSSONAR, Vllllngaholti. Sérstakar þakkir færum viö læknum og öllu starfsfólki i Sjúkrahúsi Suöurlands. Systkinabörn og aörir aöstandendur. t Þökkum samúö viö andlát og jaröarför MÁLFRÍDAR PÁLSDÓTTUR. Kærar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar Heilsuverndarstöövar- innar. Skúli Guömundsson, Hjördls Hjörleifsdóttir, Skúli Guömundsson, Sigriöur Jóhannesdóttir. Vörumarkaðurinnhl. Opiö til kl. 20 í kvöld \ I Ármúla 1A ? hæð. Sími 686112. og kl. 10—16 á morgun, laugardag. Glerskápur kr. 4.381,- Hillur kr. 2.738,- Skápur kr. 4.442,- Barskápur kr. 6.207,- Skúffur kr. 4.381,- Videóskápur kr. 4.260,- Staðgreiösluafsláttur eða afborgunarskilmálar ÞUCETUR AUWITAD MAJLADAFTUR EN ÞU ÞARFT ÞAÐ EKKI Ending og styrkur International málningar er slíkur að ein yfirferð með henni er margfaldur jafnoki venjulegrar málningar. í Litahúsinu á Hringbraut 119 færðu International plastmálningu, gólfmálningu, húsgagnalakkog skipamálningu. Þar fást einnig ýmis verkfæri, lím og þéttiefni. Opið: mánudaga-fimmtudaga kl. 9.00-18.00, föstudagakl. 9.00-19.00 og laugardagakl. 9.00-16.00. International-nídsterk og ódýr HRINGBRAUT119, SÍM116550.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.