Morgunblaðið - 15.02.1985, Page 53

Morgunblaðið - 15.02.1985, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, FQSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 53 • Þessir kappar fengu blóm frá Vestmanneyingum fyrir leikinn: frá vinstri, Jakob Sigurðsson, sem fæddur er og uppalinn í Eyjum, og Bjarni Guðmundsson og Þorbergur Aðalsteínsson — en þeir léku báðir landsleikinn gegn Dttnum (Eyjum áritt 1976. • Heiðursgestir voru brír á leiknum í Eyjum — frá vinstri: Ólafur Elísson, bæjarstjóri, Ólafur Runólfsson, forstjóri Herjólfs hf., og Bragi I. Ólafsson, umdæmisstjóri Flugleiða (Vestmannaeyjum. Leikurinn í Eyjum ÍSLENDINGAR og Júgóslavar áttust sem kunnugt er við í landsleik ( handknattleik í Vest- mannaeyjum í fyrrakvöld — og er það í annaö skipti sem lands- leikur fer fram þar í bæ. Áriö 1976 léku Islendingar þar gegn Dönum. Vestmanneyingar fjölmenntu á leikinn, voru 7—800, og voru vel með á nótunum. Sigurgeir, Ijósmyndari Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum, tók meöfylgj- andi myndir fyrir leikinn. • „Lukkudýr“ leiksins í Vestmannaeyjum voru litlir „Eyjapeyjar“. Hér eru þeir Sigurður Bragason, Þórari, til vinstri og Jón Viðar Stefánsson, Týrari, ásamt dttnsku dómurunum. • Einn Júgóslavinn, Jovica Elezcvic, lák sinn 100. landsleik fyrir Júgóslava í Eyjum. Ung Vestmannaeyjamær, Diljá Magnúsdóttir, færði honum blóm af því tilefni — og hann fékk einnig glæsilegan bikar frá júgóslavneska handknattleikssambandinu. Stjóm Dusseldorf vill lækka launin Fré Jóhanni Inga Gunnaruyni, tréttamanni Stjórn Fortuna DUsseldorf, liðsins sem Atli Eðvaldsson leik- ur með í Þýskalandi, krefst þess að allir leikmenn og þjálfari liös- ins lækki viö sig laun um 11% á ársgrundvelli og vill þannig reyna aö rétta fjárhag fálagsins sem ekki er góður um þessar mundir. Á þennan hátt ætla þeir í stjórn- inni aö spara sér um 300000 DM. Um síöustu áramót voru skuldir fó- lagsins um 2,8 milljónir marka. Stjórnin gefur leikmönnum og þjálfara frest til næsta mánudags til aö ræða sig um máliö, og sætta sig viö þessa 11% launaskeröingu. Stjórnin er aö reyna aö benda á aö erfiðleikar sóu hjá mörgum liö- um í Þýskalandi og aö knattspyrn- an sé ekki lengur sú gullnáma sem i Þýskalandi. • Atli Eðvaldsson hún var áöur, og áhuginn því ein- faldlega minni. Þess vegna eru söl- ur eins og Karls-Heinz Rummen- igge til Ítalíu blekking, og fái menn til aö líta á þetta röngum augum, og í framtíöinni er talaö um aö knattspyrnumenn veröi aö sætta sig viö minni tekjur í Vestur- Þýskalandi en tíökast hefur áöur. Firmakeppni HIN árlega firmakeppni Þróttar í knattspyrnu fer fram í Vogaskóla dagana 23.—24. febrúar nk. Þessi keppni Þróttar hefur verið talin ein sú sterkasta hér á landi. 1. deildar dómarar dæma og eru j»eir með haröan dómstól sem sker úr um hvort liö séu Ittgleg eða ekki. (FriUalilkynning) Morgunblaölö/Július - Veselin Vujovic, einn hinna frábæru leikmanna Metalo Plastica Sabac. Leikmenn Sabac fá 12.000 kr. hver — ef þeir vinna FH LEIKMENN Metal Plastika Sabac sem leikur gegn FH í 4-liöa úrslit- um í Evrópukeppni meistaraliöa í næsta mánuöi fá 12.000 kr. is- lenskar í uppbót ef þeim tekst aö komast í úrslit keppninnar. Þessi upphæö telst nokkuö mikil í Júgóslavíu, þar sem ekki eru miklir peningar greiddir til leik- manna þar. Leikmenn liösins munu þvi án efa gera allt til aö vinna þessa leiki gegn FH-ingum og komast í úrslit. Þessi fjárhæö, 12.000 kr., er svipuö og mánaöarlaun þeirra hjá félaginu. SfllfiyjHHH SOLUBOÐ ...vömverð í lágmarki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.